Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SANNKÖLLUÐ grafarþögn
ríkir meðal unglingahópsins
sem fylgist af athygli með
kvikmynd sem fjallar um
hvernig hinstu hvílu mann-
eskjunnar er háttað. Aftan
við sýningartjaldið er opin
kista með líkklæðum og lítið
duftker sem stendur á stalli.
Við erum stödd í Fossvogs-
kirkju að fylgjast með því
þegar tólf ára börn úr
Foldaskóla fræðast um líf,
dauða, missi og sorg.
Að lokinni kvikmyndinni
ræðir séra Sigurður Pálsson
við krakkana um efnið en
síðan mega þeir spyrja.
„Fólk sem vill láta brenna
sig, hvernig fer það fram?“
spyr einn strákurinn og það
stendur ekki á svarinu hjá
Sigurði sem útskýrir að kist-
an með líkinu í sé brennd í
miklum hita en ekki eldi
eins og margir halda. Eftir
verði aska af líkamanum og
kistunni sem komið sé fyrir í
duftkeri. Kerið sé síðan
jarðsett á sama hátt og kist-
unar.
Bálfarir vekja greinilega
forvitni krakkanna því ein
stelpan spyr hvort kistu-
lagning fari fram áður en
brennt er og strákur spyr
hvort útför verði. Sigurður
upplýsir um að svo sé enda
sé um sama ferli að ræða og
við herfðbundna jarðarför.
„Það eina sem er öðruvísi er
að jarðsetningin fer fram í
þessu keri og gröfin er lítil.
Annars fer það fram á sama
hátt.“ Einn strákurinn vill fá
að vita hvenær líkið er
brennt og fær að vita að það
sé daginn eftir útförina.
Annar spyr hvernig fólki sé
komið fyrir í kerunum og
Sigurður svarar því til að
eftir að líkaminn er orðinn
að dufti sé því mokað út úr
ofninum með spaða og látið í
kerið.
Ekki óhugnanlegt
að vinna við lík
En það er fleira sem
krökkunum liggur á hjarta
og einn pilturinn spyr hvað
það sé sem presturinn geri
við útförina. Sigurður segir
honum að við kistulagningu
og jarðarfarir fari hann með
ritningarorð og bæn og við
jarðarfarinar haldi hann
einnig ræðu sem annars
vegar fjalli um kristna trú
og hins vegar um þann sem
látinn er. Stúlka spyr hvort
haldin sé minningarathöfn ef
sá sem látinn er hafi farið í
sjóinn. Sigurður segir svo
vera. „Það er mjög sárt fyrir
fólk sem hefur ekkert lík að
kveðja og enga gröf til að
setja líkið í. Þannig að í
sumum kirkjugörðum eru í
staðinn minningarsteinar
sem fólk getur þá komið og
heimsótt en minningarat-
höfnin fer eins fram og út-
förin nema að öðru leyti en
því að ekkert lík er á staðn-
um,“ segir hann.
Einni stelpunni leikur for-
vitni á að vita hvort það sé
óhugnanlegt að vinna við lík.
Sigurður segir það alltaf
vera alvarlegt en hann
myndi ekki segja að það
væri óhugnanlegt. „Þess
vegna held ég að það sé
mikilvægt að börn fái að sjá
ástvininn sem er látinn
vegna þess að dauðinn er
sorglegur og kannski ógn-
vænlegur en ekki óhugnan-
legur. Eða mér finnst það
ekki.“ Önnur stelpa spyr
hvort kistan sé alltaf höfð
opin við kistulagningar,
jafnvel þótt líkið sé illa farið.
Sigurður segir að kistan sé
yfirleitt höfð opin en sé ekki
hægt að snyrta líkið þannig
að það sé í lagi að hafa
kistuna opna sé hafður dúk-
ur yfir andlitinu á hinum
látna.
Loks spyr einn strákurinn
hvort einhver frægur sé
grafinn í Fossvogskirkju-
garði, til að mynda þingmað-
ur eða ráðherra. Sigurður
svarar því til að flestir ráða-
menn þjóðarinnar, sem hafi
látist eftir 1932 þegar garð-
inum var komið á fót, séu
ýmist grafnir þar eða í
kirkjugarðinum við Suður-
götu. „En hvort sem það eru
ráðamenn eða verkamenn,
þá eru íbúðir okkar að lok-
um eins,“ segir hann. Ein
stelpan grípur þetta á lofti:
„En er ekki hægt að velja
mismunandi kistur?“ spyr
hún og fær það svar að
vissulega sé hægt að velja
ýmsar gerðir af kistum. „En
dauðinn fer ekki í mann-
greinarálit og öll deyjum við
að lokum, hvort sem við höf-
um verið ráðherrar eða
ruslakallar í lifanda lífi,“
segir Sigurður.
„Taka þetta
mjög alvarlega“
Í samtali við blaðamann
segir Sigurður frumkvæðið
að heimsókn 12 ára barna í
kirkjugarðinn hafa komið
frá Þórsteini Ragnarssyni,
forstjóra kirkjugarðanna.
„Hann taldi að það væri
hluti af þjónustu kirkjugarð-
anna að upplýsa börnin um í
hverju þessi þjónusta er
fólgin. Svo blandast í þetta
þessi uppeldislegi þáttur
sem tengist því að nútíma-
maðurinn er svo firrtur, það
er hægt að verða fullorðin
manneskja án þess að mað-
ur hafi nokkurn tímann séð
lík. Það er líka reynt að gefa
börnunum tækifæri til að
ræða um og velta fyrir sér
hvað sorg er til að búa þau
betur undir lífið.“
Á þessari önn koma sam-
tals átta tólf ára bekkir í
fræðsluferð í kirkjugarðana
en stefnt er að því að næst-
komandi haust verði öllum
tólf ára bekkjum í Reykjavík
boðið upp á slíka ferð. Fyrir
heimsóknina fá börnin af-
hent nemendahefti sem unn-
ið er með í skólunum fyrir
heimsóknina sem börnin
virðast kunna vel að meta.
„Þau taka þetta mjög alvar-
lega og ég hef verið feginn
því,“ segir Sigurður. „Og þó
þau séu sum að flissa.
kannski af feimni, þá upp-
lifum við að þeim finnist
þetta þess virði að hlusta á
það og velta því fyrir sér.“
Það vekur athygli að
börnin virðast vera forvitin
um bálfarir og hvernig þær
fara fram. „Það er þetta
óþekkta,“ segir Sigurður.
„Þarna fá þau tækifæri til
að fá svör við þeim spurn-
ingum öllum. Þessi aldur er
líka á því þroskastigi að
vera mjög upptekinn af hinu
ytra. Ef við værum með
eldri unglinga myndum við
trúlega fá annars konar
spurningar sem snerust
meira um tilfinningar en
þessi aldur er mjög upptek-
inn af þessum praktísku
hlutum og það eru þeir sem
við erum að kynna þeim
hér.“
Hann segir spurningarnar
ekki koma sér á óvart.
„Kannski af því að ég er svo
sjóaður í því að vera með
börnum og hef sjálfur geng-
ið í gegn um sorgarferli með
barnabörnum mínum. Hins
vegar kom það starfsfólkinu
hér á óvart hvað þau voru
mikið í þessum ytri prakt-
ísku hlutum.“
Verra að halda börn-
unum utan við
Sigurður segir það hafa
verið sið í borgarsamfélag-
inu að láta börn koma sem
allra minnst nálægt þeim at-
höfnum sem tengjast dauða
fólks. Hins vegar hafi orðið
mikil breyting á því á síð-
ustu árum sem sé til hins
betra. „Öll reynsla sýnir að
það er verra fyrir þau til-
finningalega séð að þeim sé
haldið utan við heldur en
þau fái að vera með. Fólk
hefur talið sér trú um að
það sé að hlífa þeim en það
er alveg öfugt.“
Hann segir aðstandendur
sömuleiðis mikið velta því
fyrir sér hvað eigi að segja
börnum snemma að einhver
sé dauðveikur en staðreynd-
in sé sú að börnin skynji
miklu meira en þeim er
sagt. „Þannig að ef þeim er
haldið utan við eru þau ein
með það sem þau raunveru-
lega vita en fá ekki að tala
um. Þess vegna er það ein-
dregið ráðlagt, þótt það sé
sárt, að börnin fái að fylgj-
ast með dauðastríði þeirra
sem þeim þykir vænt um, til
þess að þau geti látið ástúð
sína í ljós og til þess að geta
búið sig undir það sem er að
koma. Þannig að sálfræði-
lega og uppeldislega er það
miklu réttara að þau fái að
vera þátttakendur í þessu.“
Heimsóknirnar í kirkju-
garðinn geta að mati Sig-
urðar létt börnunum að tak-
ast á við missi verði þau
fyrir honum með því að lyfta
hulunni af hinu óþekkta
varðandi það hvernig útfarir
fara fram. Í þessu sambandi
segir hann mikilvægt að
draga ekkert undan. „Það er
grundvallaratriði og eins að
svara hreinskilnislega
spurningum. Reynslan sýni
að það sem börnin fá ekki að
vita eða í hálfkveðnum vís-
um hafi þau tilhneigingu til
að gera miklu óhuggulegra
en það er. Þau hugsa með
sér að það sé svo óhugn-
anlegt að þau fái ekki einu
sinni að vita það og þá mikla
þau það fyrir sér. Þess
vegna skiptir máli að svörin
séu hreinskilnisleg.“
Morgunblaðið/Golli
Séra Sigurður Pálsson
segir sálfræðilega og
uppeldislega rétt að börn-
in fái að vera þátttakend-
ur í dauðaferlinu.
Morgunblaðið/Golli
Krakkarnir voru ófeimnir við að spyrja og skoða kistuna
sem stillt hafði verið upp í kirkjunni enda margt forvitni-
legt við hinstu hvílu mannsins.
Heimsóknir tólf ára barna í Fossvogskirkjugarð
Fræðast um líf,
dauða, missi og sorg
Suðurhlíðar
RÚNA Sif Stefánsdóttir í 7.
JA og Snorri Páll Ólafsson í
7. ÞG í Foldaskóla segja
kynninguna hafa verið mjög
gagnlega. Bæði hafa þau
verið við jarðarfarir en þar
sem þau voru mjög ung þeg-
ar þær fóru fram muni þau
lítið eftir því. „Ég var bara
fjögurra eða eitthvað svo-
leiðis,“ segir Snorri og Rúna
bætir við. „Það eina sem ég
man er að ein frænka mín,
sem ég þekki ekki mjög
mikið, var að hágráta og
mér fannst það mjög skrýt-
ið.“
Þau segjast hafa vitað um
margt af því sem kom fram
á kynningunni en mest hafi
komið á óvart hvernig bál-
farir fari fram. „Ég hélt að
það yrði engin kistulagn-
ing,“ segir Rúna. Báðum
finnst þeim bálfarirnar eðli-
legur útfararmáti en geta
þó hvorugt hugsað sér slíka
útför fyrir sig sjálf þegar
þar að kemur.
Að mati Snorra og Rúnu
er svona heimsókn í kirkju-
garðinn nauðsynleg. „Ef
mamma mín eða pabbi væru
að deyja þá myndi ég vilja
vita hvernig allt fer fram og
ef þau væru lengi veik vildi
ég fá að vera meira hjá
þeim frekar en þau myndu
allt í einu deyja,“ segir Rúna
og Snorri tekur undir það.
Morgunblaðið/Golli
Snorra Páli Ólafssyni og Rúnu Sif Stefánsdóttur kom mest
á óvart hvernig bálfarir fara fram.
Fannst skrýtið að
frænka grét
GARÐABERG heitir ný fé-
lagsmiðstöð eldri borgara í
Garðabæ sem vígð var við
hátíðlega athöfn á fimmtu-
dag. Nafnið var valið í sam-
keppni þar sem 30 tillögur
bárust en vinningshafinn var
Edda Tryggvadóttir.
Félagsmiðstöðin verður
fyrst um sinn opin kl. 13–17
virka daga. Hægt verður að
fá sér kaffi og lesa blöð auk
þess sem aðgangur verður að
tölvum og spilum. For-
stöðumaður, sem stefnt er að
því að ráða í sumar, kemur
svo til með að móta dagskrá
miðstöðvarinnar í samvinnu
við Félag eldri borgara og
aðra aðila í bænum.
Garðaberg er í miðbæ
Garðabæjar við Garðatorg í
um 200 fm húsnæði. Einar
Ingimarsson arkitekt hann-
aði húsnæðið en smíðavinnu
annaðist Sigfús Óli Sigurðs-
son og Viðar Þorbjörnsson.
Á myndinni má sjá séra
Hans Markús Hafsteinsson
sem blessaði húsið á vígslu-
deginum í fyrradag.
Morgunblaðið/Kristinn
Félagsaðstaða eldri borgara vígð
Garðabær
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
kanna vilja Seltirninga um
breiðbandsvæðingu í bæjar-
félaginu en það eru Síminn og
Seltjarnarnesbær sem munu
standa að könnuninni. Viljayf-
irlýsing þess efnis var undir-
rituð á þriðjudag.
Í fréttatilkynningu frá Sím-
anum segir að búið sé að
leggja breiðband á þau svæði
á Seltjarnarnesi þar sem það
er talið hagkvæmt. Eftir eru
um 1.100 heimili, sem að
stærstum hluta eru í sérbýli
og að öllu óbreyttu verður
breiðbandslögn ekki á dag-
skrá á þessum svæðum í ná-
inni framtíð vegna kostnaðar.
Sé nægur fjöldi íbúanna hins
vegar reiðubúinn til að taka
þátt í stofnkostnaði vegna
lagnarinnar lýsir Síminn sig
reiðubúinn til að leggja breið-
band á þessu svæði og setja í
forgang.
Segir í fréttatilkynningunni
að verði niðurstaða viðhorfs-
könnunar til breiðbandsvæð-
ingar jákvæð muni Síminn
reiða sig á samstarf við bæj-
arfélagið og munu aðilar
ganga frá samkomulagu um
þann þátt síðar.
Morgunblaðið/RAX
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar á þriðjudag. F.v. Jón-
mundur Guðmarsson frá Seltjarnarnesbæ, Sigurgeir Sig-
urðsson bæjarstjóri, Óskar Jósefsson, forstjóri Landssím-
ans, og Friðrik Friðriksson frá Landssímanum.
Viðhorf
til breið-
bands-
lagnar
kannað
Seltjarnarnes