Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 13

Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 13
NÝTT gistiheimili verður opnað að Brekkugötu 1 á Ak- ureyri innan tíðar. Húsnæðið, þar sem Sparisjóður Akur- eyrar var m.a. til húsa, er á þremur hæðum með risi. Júl- íus Stefánsson í Kópavogi keypti húsnæðið af Spari- sjóðnum og hann sagði stefnt að því að opna gistiheimilið fyrir sumarið – þ.e. ef sum- arið byrjar seint, eins og hann orðaði það. Júlíus sagði að í húsinu yrðu 11 herbergi, 5 á annarri og þriðju hæð og eitt á jarð- hæð, auk afgreiðslu. Tölu- verðar breytingar hafa farið fram á húsnæðinu og sagði Júlíus að vinna við lokafrá- gang væri að fara í gang. Nýtt gisti- heimili í miðbænum AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 13 Sælkera kaffi og te. sími 462 2900 Blómin í bænum AUDI A8 4,2 QUATTRO ÁLBÍLLINN FRÆGI (ÁRG.1996) ÞESSI GLÆSILEGI BÍLL ER TIL SÖLU! AÐEINS ÖRFÁ EINTÖK TIL Á ÍSLANDI. ÞESSI ER MEÐ V-8 VÉL 300 HESTÖFL, SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF, ABS , SPÓLVÖRN, LEÐUR SPORTSÆTI MEÐ FORRITAÐA STILLINGU, RAFMAGNI Í ÖLLU , AKSTURSTÖLVU, TIPTRONIC SKIPTINGU (sjálfsk. beinsk.), SÓLLÚGU MEÐ SÓLARRAFHLÖÐUM TIL AÐ KÆLA BÍLINN Í KYRRSTÖÐU, RAFKNÚINNI SÓLVÖRN FYRIR AFTURRÚÐU, SKÍÐAPOKA MILLI AFTURSÆTA, INNBYGGÐAN GSM SÍMA, XENON LJÓS, 18 TOMMU ÁLFELGUM FYRIR SUMARDEKKIN, 17 TOMMU ÁLFELGUM FYRIR VETRARDEKKIN, KEYRÐUR 139 Þ. KM. ÞAR AF 73 Þ. Í ÞÝSKALANDI. AÐEINS TVEIR EIGENDUR. VIÐMIÐUNARVERÐ 4,4 M. (NÝVIRÐI UM 12 M). SKIPTI Á ÓDÝRARI KOMA TIL GREINA. UPPLÝSINGAR: Höldur s. 461 3020, 862 1043. Bílasala Akureyrar s. 461 2533 LEIKKLÚBBURINN Saga á Akur- eyri frumsýnir í dag, laugardaginn 6. apríl barnaleikritið Fróða og alla hina grislingana eftir danska barnabóka- höfundinn Ole Lund Kirkegaard. Sýningin hefst kl. 14:30 og er í Komp- aníinu. Næstu sýningar verða um aðra helgi, 13. og 14. apríl. Miðapant- anir eru hjá Drífu í síma 8233777 og er aðgangseyrir aðeins 600 kr. Leikritið fjallar um grallarann Fróða og segir frá baráttu hans og vina hans við hinn mjög svo dularfulla þjóf á hlaupahjólinu en hann herjar á Storm, hinn geðstirða nágranna Fróða. Inn í söguna fléttast svo tvær eldri dömur sem eru afar skotnar í Stormi, mótorhjólatöffarinn Simmi, kennarinn og fleiri skemmtilegar per- sónur. Leikgerðina að Fróða og öllum hin- um grislingunum unnu Anna og Arne Aaberhus, Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson þýddi, Valgeir Skagfjörð samdi tónlist og söngtexta og leik- stjóri er Ármann Guðmundsson. Leikklúbburinn Saga er skipaður fólki á aldrinum 15-19 ára og hefur starfað frá árinu 1976. Hann hefur frá upphafi verið þátttakandi í hinu sam- norræna leikhúsverkefni Fenris sem unnið er fjórða hvert ár og tók 10 manna hópur frá Sögu þátt í Fenris 5 síðastliðið sumar og ferðaðist með frumsamið verk til allra Norður- landanna. Frumsýning hjá Leikklúbbnum Sögu Fróði og allir hinir grislingarnir arútgjöld upp á 60 milljónir króna haft mikil áhrif á rekstrarniðurstöð- una. „Þetta eru útgjöld sem ekki voru vituð og fyrirtækið hafði engin áhrif á,“ sagði Franz. Rekstrartekjur Norðurorku á síð- asta ári voru um 1.252 milljónir króna og rekstrargjöld um 1.164 milljónir króna. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um tæpar 116 milljónir króna en handbært fé frá rekstri var um 378 milljónir króna. Eignir fé- lagsins eru um 4 milljarðar króna. Í árslok 2000 voru starfsmenn Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Raf- veitu Akureyrar samtals 50 en í kjöl- farið voru fyrirtækin sameinuð í Norðurorku. Í lok síðasta árs voru starfsmenn fyrirtæksins 43 talsins. Í vikunni var undirritaður samn- ingur milli Norðurorku og landeig- enda í Arnarneshreppi um einkarétt til jarðhitaleitar og vinnslu við Hjalteyri. Um er að ræða jarðirnar Arnarnes, Arnarholt og Hvamm og í landi hreppsins. Arnarneshreppur hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir rannsóknum á svæðinu en nú tekur Norðurorka við því starfi. Franz sagði stefnt að því að hefja vatnsleit í byrjun næsta mánaðar. Á vegum hreppsins voru boraðar 18 grunnar rannsóknarholur og bendir árangur þeirra borana mjög eindregið til að þar sé að finna jarðhitakerfi með yf- ir 80 gráðu heitu vatni. NORÐURORKA, veitufyrirtæki Akureyrarbæjar, tapaði um 28 millj- ónum króna á síðasta ári. Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, er mjög ánægður með afkomu félags- ins í fyrra og sagði hana betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Franz sagði að tapreksturinn væri til kom- inn vegna lífeyrisskuldbindinga starfsfólks upp á rúmar 60 milljónir króna sem settar voru beint inn í reksturinn. Að öðrum kosti hefði orðið hagnaður upp á rúmar 30 milljónir króna. Franz sagði að áætlanir félagsins hafi gert ráð fyrir taprekstri á síð- asta ári, m.a. vegna gengisbreyt- inga. Hins vegar hafi þessi viðbót- Tap varð á rekstri Norðurorku á síðasta ári Jarðhitaleit að hefjast í Arnarneshreppi ÁRLEGIR Kaffitónleikar Kórs Ak- ureyrarkirkju verða haldnir í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 7. apríl, kl. 15 að lokinni messu þar sem kórinn syngur einnig. Á tónleikunum ætlar kórinn að heiðra minningu Jóhanns Ó. Har- aldssonar og Halldórs Laxness en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu þeirra. Kórinn flytur kórlög eftir Jóhann Ó. og tónlist við texta Hall- dórs eftir Jón Nordal, Jón Ásgeirs- son og Gunnar Reyni Sveinsson. Einnig munu félagar úr kórnum syngja einsöng, þau Bryngeir Kristinsson, Hadda Hreiðarsdóttir, Haraldur Hauksson, Margrét Sig- urðardóttir, Sesselja Fríða Jóns- dóttir og Sigrún Arngrímsdóttir. Stjórnandi á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson. Auk kórsöngs og einsöngs verður að venju boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en börn og ellilífeyrisþegar greiða 500 krónur. Kaffi- tónleikar Kór Akureyrarkirkju JÓGVAN Mørkøre frá Fróð- skaparsetri Færeyja flytur fyr- irlestur um byggðamál Færey- inga næstkomandi mánudag, 8. apríl. Fyrirlesturinn nefnist: From „bygdamenning“ to „øk- ismenning“ – or a Faroese story on regional politics from disaster to new hopes. Fyrirlesturinn verður hald- inn í húsnæði Háskólans á Ak- ureyri, Þingvallastræti 23, stofu 25 og hefst klukkan 15:30. Hann er öllum opinn. Jógvan starfar við sögu- og samfélagsdeild Fróðskaparset- ursins í Færeyjum og stundar rannsóknir á sviði byggðamála. Hann er jafnframt formaður fagráðs norrænu byggðarann- sóknastofnunarinnar Nord- regio. Fyrirlestur um byggða- mál Fær- eyinga SETT hefur verið upp sýningin „Leikföng“ í Punktinum. Notendur Punktsins hafa lánað leikföng unnin af fólki á öllum aldri. Foreldrar eru sérstaklega boðnir velkomnir með börn sín á sýninguna og í leiðinni geta þeir nýtt sér aðstöð- una á Punktinum til að búa til leik- föng með börnunum. Sýningin er opin á sama tíma og- Punkturinn, alla virka daga frá kl. 13–17 og mánudags- og miðviku- dagskvöld frá kl. 19–22. Leikföng á Punktinum KOSNINGABARÁTTA Sam- fylkingarinnar á Akureyri hefst formlega í dag, laugardaginn 6. apríl. Dagurinn byrjar í Hlíð- arfjalli að morgni dags þar sem Samfylkingin býður upp á kakó og kex. Stefnuþing Samfylkingar- innar hefst kl. 15 á Græna hatt- inum þar sem kynntur verður afrakstur umfangsmikillar málefnavinnu síðustu vikna. Heiðursgestur fundarins er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Kosningaskrif- stofa að Brekkugötu 1 verður svo opnuð formlega kl. 17. Boð- ið verður upp á kaffiveitingar, hljómsveitin Hrafnaspark leik- ur og þá verða hófleg ræðuhöld. Samfylking- ardagur ♦ ♦ ♦ Morgunblaðið/Kristján MÓTTÖKU á fisk- og beinaúrgangi var hætt hjá verksmiðju Krossanes nú um nýliðin mánaðamót, en áður var úrgangurinn notaður í mjöl. Eftir að móttöku úrgangsins var hætt hefur verið ekið með hann á sorphauga Sorpsamlags Eyjafjarð- ar í Glerárdal þar sem hann er urð- aður. Hilmar Steinarsson verksmiðju- stjóri í Krossanesi sagði að allt of lítið magn hefði borist verksmiðj- unni til að það borgaði sig að fram- leiða mjölið. Magnið hefði verið komið allt niður í 10 tonn á viku og verksmiðjan hefði greitt kostnað við að safna úrgangi af Eyjafjarð- arsvæðinu saman. „Þetta stóð eng- an veginn undir sér,“ sagði Hilmar. Eftir að hætt var að vinna karfa hjá ÚA síðasta sumar snarminnk- aði úrgangurinn og þá sagði Hilm- ar að menn væru einnig að taka hann beint í refafóður og blanda sjálfir. Guðmundur Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri Sorpsamlags Eyja- fjarðar sagði að vissulega væri betra ef hægt væri að nýta úrgang- inn, en fyrst svo væri ekki væri ekki um annað að ræða en urða hann. „Ef ekki er til farvegur til að nýta úrganginn verðum við að taka við honum eins og hverju öðru,“ sagði Guðmundur. Svarar ekki kostnaði að vinna mjöl úr fiskúrgangi Úrgangur frá Krossa- nesi fer á haugana Morgunblaðið/Kristján Ingvar Hárlaugsson hjá Gámaþjónustu Norðurlands losar fiskúrgang úr gámi á sorphaugunum í Glerárdal og er gusugangurinn allmikill. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.