Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 22
ERLENT
22 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
THEÓDÓR Lúðvíks-
son, sem starfað hef-
ur um árabil hjá
Sameinuðu þjóðun-
um, heldur á sunnu-
dag til Pakistans en
þar mun hann um sex
mánaða skeið gegna
störfum staðarendur-
skoðanda hjá Flótta-
mannahjálp SÞ
(UNHCR) í Islama-
bad. Framundan er
mikið átak hjá Flótta-
mannahjálpinni á
þessum slóðum en
ætlunin er að aðstoða
meginþorra þeirra
Afgana, sem hafst
hafa við í Pakistan, Íran og öðrum
nágrannalöndum Afganistans und-
anfarin ár til að hverfa aftur til
síns heima.
Theódór réðst til starfa hjá end-
urskoðunarsviði SÞ í New York
árið 1979. Síðar starfaði hann hjá
samtökunum í Kenýa en hefur frá
1985 búið ásamt fjölskyldu sinni í
Genf og unnið á vegum Flótta-
mannahjálparinnar.
Vesturveldin hafa heitið Afgön-
um miklum fjárhæðum til upp-
byggingarstarfs og verkefni
Flóttamannahjálparinnar er liður í
því, að sögn Theódórs. Hann hefur
iðulega farið í skemmri ferðir á
vegum stofnunarinnar, verið 5–6
vikur á hverjum stað vegna starfa
sinna en í þetta sinn mun hann
dveljast í Pakistan í hálft ár. Sagði
hann ástæðuna þá að hér væri um
svo stórt verkefni að ræða að
ákveðið hefði verið að
leita til eldri og reynd-
ari manna Flótta-
mannahjálparinnar til
að ýta því úr vör.
„Eins og málin
standa núna er þetta
stærsta verkefni
Flóttamannahjálpar-
innar í dollurum talið,“
sagði Theódór. „Mig
minnir að hjá henni
einni og sér sé um að
ræða 200 milljónir
dollara á þessu ári.
Síðan standa Alþjóða-
heilbrigðismálastofn-
unin (WHO) og Þróun-
arhjálp Sameinuðu
þjóðanna (UNDP) einnig fyrir
umfangsmiklu uppbyggingarstarfi
á þessum slóðum.“
Heimsótti Afganistan
í tíð talibana
Talið er að um tvær milljónir
Afgana séu flóttamenn í ná-
grannalöndunum Pakistan og Ír-
an, auk gömlu Sovétlýðveldanna
norður af Afganistan. Þetta fólk
hefur flúið fátækt og langvarandi
stríðsástand í heimalandi sínu, en
segja má að styrjöld hafi geisað
þar linnulítið síðan Sovétmenn
gerðu innrás 1979.
Theódór hefur oft áður komið til
Pakistan og Afganistan vegna
starfa sinna. Hann kveðst fyrst
hafa komið til síðarnefnda lands-
ins árið 1996, eða skömmu eftir að
talibanar komust þar til valda.
Dvaldi hann þá m.a. í borginni
Herat í vesturhluta landsins, ná-
lægt landamærunum að Íran.
„Maður fann fyrir talsverðri
spennu þar,“ segir hann, „og fólk
vissi ekki á hverju það ætti von af
talibönum. Þeir sýndu hins vegar
mikla hörku og fólk fylltist bjart-
sýni á að þeir gætu stillt til friðar í
landinu.“
Segja má að það hafi þeim tek-
ist en á hinn bóginn varð mörgum
ljóst er á leið að hér var á ferðinni
sannkölluð ógnarstjórn. Segir
Theódór að sögur þar um hafi
ítrekað borist starfsfólki alþjóða-
stofnana til eyrna er hann var í
Afganistan árið 1999, en þá voru
talibanar búnir að tryggja yfirráð
sín í mest öllu landinu.
Ekki allir snúa aftur
Theódór sagði ljóst að Afganar
sem flúið hefðu land sitt undanfar-
in tuttugu ár hefðu jafnan hikað
við að snúa þangað aftur sökum
efasemda um að aðstæður þar
væru orðnar nægilega góðar.
Undanfarnar vikur hefðu menn
hins vegar orðið varir við að marg-
ir teldu allt horfa til betri vegar og
hygðu sér því til hreyfings. Það
væri einmitt markmið Flótta-
mannahjálparinnar að ýta undir
þetta, bjóða fólki aðstoð við flutn-
ingana og við að koma undir sig
fótunum í Afganistan að nýju,
t.a.m. við að koma sér þaki yfir
höfuðið. Aftur á móti lægi í augum
uppi að ekki allir myndu snúa aft-
ur. Margir hefðu verið lengi að
heiman og hefðu jafnvel komið sér
vel fyrir á nýjum stað.
Afgönum hjálpað að
snúa aftur til síns heima
Theódór Lúðvíksson fer til starfa hjá Flóttamanna-
hjálp SÞ í Islamabad í Pakistan
Theódór
Lúðvíksson
RÁÐGJAFAR sem ákærðir hafa
verið vegna morðsins á Laurent
Kabila, fyrrverandi forseta
Kongó, komu fyrir herrétt sl.
fimmtudag, og sögðu með drama-
tískum hætti frá síðustu andartök-
unum í lífi forsetans. Einn ráðgjaf-
anna kvaðst hafa skotið öllum
kúlunum úr byssu sinni á morð-
ingjann.
Vitnaleiðslurnar á fimmtudag-
inn voru þær fyrstu í málinu og þá
komu í fyrsta sinn fyrir réttinn
helstu sakborningarnir. Kabila var
skotinn til bana þar sem hann sat
við skrifborð sitt í forsetahöllinni í
Kinshasha 16. janúar 2001. Morð-
inginn, ungur lífvörður forsetans,
var felldur nokkrum andartökum
síðar. Enn er óljóst hvers vegna
Kabila var myrtur og hverjir
stóðu á bak við morðið.
Eddy Kapend, liðsforingi og
einn nánasti samstarfsmaður
Kabilas, og Emile Mota, fram-
kvæmdastjóri ríkisstjórnarinnar,
eru meðal þeirra 115 sem sem
hafa verið ákærðir, flestir um að
vera „skipuleggjendur eða með-
skipuleggjendur“ morðsins. Ka-
pend er einnig sakaður um að hafa
reynt að taka völdin í landinu eftir
að Kabila hafði verið ráðinn af
dögum.
Mota greindi frá því fyrir rétt-
inum á fimmtudaginn, að hann
hefði setið við hliðina á skrifborði
Kabilas og verið að setja saman
ráðherralista þegar lífvörðurinn
Rashidi Muzele kom inn á skrif-
stofuna. „Rashidi skaut þrisvar á
Kabila forseta um leið og hann
lagði á flótta,“ sagði Mota. Rashidi
hefði ekki komist lengra en út í
garð forsetahallarinnar. Annar líf-
vörður skaut hann þar, að því er
Kapend tjáði réttinum.
„Ég kom að Rashidi þar sem
hann lá í blóði sínu. Ég tæmdi
byssuna mína á hann,“ sagði Kap-
end. Hann lýsti yfir trúnaði við
Kabila, og kvaðst hafa verið
„meira en sonur“ forsetans. Stuðn-
ingsmenn Kapends höfðu safnast
saman fyrir utan dómshúsið og
lustu upp fagnaðarópum þegar
Kapend svaraði spurningum rétt-
arins. Þegar hann kom út úr hús-
inu varð fögnuðurinn enn meiri.
Hann hefur setið í fangelsi í rúmt
ár.
Kabila komst til valda í Kongó
1997 eftir að uppreisnarmenn,
undir forystu hans og með stuðn-
ingi stjórnvalda í nágrannaríkinu
Rúanda, steyptu af stóli Mobuto
Sese Seko, sem hafði lengi verið
einræðisherra í landinu. Hörm-
ungarnar í Kongó margfölduðust í
valdatíð Kabilas, sem atti landinu
út í stríð við Rúanda, Úganda og
innlenda uppreisnarmenn. Þau
átök hafa staðið í þrjú ár.
Sonur Kabilas, Josef, tók við
völdum af föður sínum. Rannsókn-
arnefnd á vegum forsetans komst í
fyrra að þeirri niðurstöðu að óvin-
ir Kongó hefðu lagt á ráðin um að
drepa forsetann. Aðrir segja að
morðið hafi verið liður í valdabar-
áttu er teygi anga sína til þáver-
andi bandamanna Kongó, Zimb-
abwe og Angóla. Er Kapend
sagður hafa tengsl við menn í
Angóla.
Reuters
Eddy Kapend fyrir herrétti í mars sl., er honum voru birtar ákærur.
Ákærðir fyrir morðið á Kabila
Kinshasha í Kongó. AP.
TVEIR hópar vísindamanna, ann-
ar á vegum opinberrar stofnunar
og hinn á vegum einkafyrirtækis,
birtu á fimmtudaginn sláandi full-
komin drög að genamengi hrís-
grjóna, og afhjúpuðu þar með
erfðaleyndardóma plöntunnar sem
er helsta fæða helmings jarðarbúa.
Vonir standa til, að uppgötvunin
auðveldi mjög leitina að auðrækt-
anlegri og næringarríkari afbrigð-
um hrísgrjóna.
Það voru vísindamenn við líf-
tæknifyrirtæki í San Diego í
Bandaríkjunum og hópur háskóla-
manna í Peking sem kortlögðu
genamengi hrísgrjónaplöntunnar,
en hún er fyrsta uppskeruplantan
sem er útskýrð með þessum hætti.
Nú eru vísindamenn áfram um að
reyna að nota þann árangur er
náðst hefur í rannsóknum á hrís-
grjónum til að finna lykilinn að
flóknari genabyggingu hveitis,
korns og annarra mikilvægra
kornjurta.
Gen hrísplöntunnar hefur þegar
vakið vísindamenn til umhugsunar
um eðli margbreytileika. Hríspl-
antan hefur stystu arfberarunu
allra kornjurta, en samt sprettur
hún af genamengi sem inniheldur
fleiri arfbera en þarf til að búa til
manneskju. Hrísplantan hefur allt
að 55 þúsund gen – mörg þúsund
fleiri en manneskja hefur – jafnvel
þótt mengi plöntunnar sé aðeins
einn sjötti af stærð genamengis
mannsins.
„Þetta kemur á óvart,“ sagði
Yang Huanming, erfðafræðingur
við Rannsóknarstofnun í erfða-
fræði í Peking og Kínversku vís-
indaakademíuna, en hann var einn
stjórnenda rannsóknar Kínverj-
anna, er gerð var í samvinnu við
bandarískar háskólastofnanir. Vís-
indamenn við Torrey Mesa rann-
sóknarstofnunina í San Diego
kortlögðu genamengi annars af-
brigðis hrísgrjónaplöntunnar.
Stjórnandi þeirrar rannsóknar var
Stephen Goff. Torrey Mesa er í
eigu svissnesks jarðræktarefnafyr-
irtækis, Sygenta International.
Niðurstöður rannsóknanna birtust
í Science í gær.
Uppskeran nálgast
náttúruleg takmörk
„Mikilvægi genamengis hrís-
grjónaplöntunnar fyrir landbúnað
jafnast á við mikilvægi genameng-
is mannsins fyrir heilsugæslu,“
sagði Yang. Heimsframleiðsla á
hrísgrjónum, mikilvægustu nauð-
synjavöru í heimi, hefur rúmlega
þrefaldast á undanförnum þrem
áratugum. En uppskeran er farin
á nálgast náttúruleg takmörk getu
plöntunnar til að breyta orkunni
úr sólarljósinu í kolvetni.
Vísindamenn vonast til að geta
með rannsóknum á genabyggingu
plöntunar aukið afraksturinn og
gert plöntuna næringarríkari með
því að auka vítamíninnihald henn-
ar. Þeir vonast ennfremur til að
geta gert ræktun hrísgrjóna auð-
veldari með því að búa til afbrigði
sem þola betur sjúkdóma, þurrka
og slæman jarðveg.
Genamengi hrís-
grjóna kortlagt
Eykur vonir um skilvirkari ræktun
og næringarríkari afurðir
Los Angeles Times.
DÓMARI í Noregi dæmdi í gær í 21
árs fangelsi hjónin Per og Veronicu
Orderud en þau voru nýlega fundin
sek af kviðdómi í svokölluðum Lög-
mannsrétti um að hafa myrt að yf-
irlögðu ráði foreldra og systur Pers
Orderuds árið 1999. Kristin Kir-
kemo Haukeland, hálfsystir Veron-
icu, var dæmd í sextán ára fangelsi
fyrir aðild sína að skipulagningu og
framkvæmd morðanna og fjórði sak-
borningurinn, Lars Grønnerød, var
dæmdur í átján ára fangelsi.
Þegar dómur féll yfir fjórmenn-
ingunum á lægra dómstigi í júní í
fyrra voru þau Per og Veronica
Orderud og Haukeland öll dæmd til
21 árs fangelsisvistar. Þar var Lars
Grønnerød hins vegar aðeins dæmd-
ur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyr-
ir aðild að morðunum.
Dómur fall-
inn í Order-
ud-málinu
♦ ♦ ♦
NORÐMAÐURINN Thor Heyer-
dahl liggur nú alvarlega veikur á
spítala á Ítalíu eftir að krabbamein,
sem hann þjáðist af í fyrra, tók sig
skyndilega upp að nýju um páskana.
Heyerdahl, sem er 87 ára gamall,
varð heimsfrægur er hann ferðaðist
á fleka árið 1947 frá Perú til Pólýnes-
íu í Kyrrahafinu. Var það tilgangur
Kon Tiki-leiðangursins svonefnda að
sýna fram á að indjánar í Suður-Am-
eríku hefðu í fyrndinni getað komist
til Kyrrahafseyjanna á frumstæðum
farkostum sínum, og að þannig hefði
átt sér stað blöndun tveggja, ólíkra
menningarheima.
Heyerdahl
alvarlega
veikur
Ósló. AFP.