Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 23
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 23
Geirsnef
Ártúnshöfði
Sæ
va
rh
öf
ði
M
a
la
rh
ö
fð
i
Ártúnsbrekka
Ingvar
Helgason hf.
HREYSTI
heildversl.
Þórðarhöfði
ALLIR VELKOMNIR
ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐverður í Minneapolis dag-ana 19. til 21. apríl nk. ogkemur Iceland naturally
verkefnið að málum, en í tengslum
við þingið verður Íslensk-ameríska
verslunarráðið með hádegisverðar-
fund, þar sem Hörður Sigurgestsson,
stjórnarformaður Flugleiða, flytur
erindi. Magnús Bjarnason segir að
Iceland naturally ýti stöðugt undir
það að fá kynningu á Íslandi í gegn-
um Íslandstengda viðburði sem eigi
sér stað í Bandaríkjunum og Þjóð-
ræknisþingið sé einn af fjölmörgum
slíkum viðburðum sem Iceland nat-
urally vilji nota. „Á þinginu er verið
að gera tilraun til að ná fólki í Kan-
ada og Bandaríkjunum af íslenskum
ættum saman, þó það sé um margt
ólíkt. Þetta er það sama og við erum
að reyna að gera, að ná saman ólík-
um hópum og fyrirtækjum í þeim til-
gangi að fá menn til að vinna saman í
einum farvegi.“
Viðskiptaþjónusta utanríkisráðu-
neytisins, VUR, var stofnuð 1997 og
fyrir um tveimur árum hrundu rík-
isstjórn Íslands og nokkur leiðandi
íslensk fyrirtæki í Bandaríkjunum í
samráði við Íslensk-ameríska versl-
unarráðið af stað samræmdri kynn-
ingu á Íslandi og íslenskum vörum í
Bandaríkjunum undir þemanu
„náttúra“. Tilgangur verkefnisins er
að breyta ímynd Íslands í hugum
neytenda vestra þannig að þegar
minnst sé á landið komi óspillt nátt-
úra fyrst upp í huga þeirra.
Einar Gústavsson bendir á að vef-
síðan icelandnaturally.com sé mjög
öflug og markmiðið sé að sem flestir
og helst allir sem einhvern áhuga
hafi á Íslandi og tengist landinu á
einn eða annan hátt noti vefsíðuna.
Þar séu m.a. fréttir frá Íslandi og
markmiðið sé að vefsíðan verði hluti
af daglegu lífi þessa fólks. Þessi vef-
síða verði kynnt á þinginu samfara
kynningu á verkefninu. Verið sé að
vinna að því að allir vestra, sem
tengist Íslandi, verði á einn eða
annan hátt sölumenn fyrir Ísland og
vefsíðan spili þar stórt hlutverk.
Vilji menn vera með í einhvers kon-
ar kynningu um Ísland eða kynn-
ingu tengdri Íslandi séu starfsmenn
verkefnisins tilbúnir að koma að
málum. „Við kynnum það sem við
erum að gera og erum reiðubúnir að
aðstoða alla sem eftir því óska.“
Magnús Bjarnason bætir við að
hugsanlega fái íslensku fisksölufyr-
irtækin einhverja viðskiptavini sína
til að vekja athygli á sínum vörum.
Flugleiðir fljúgi til Minneapolis og
komi væntanlega inn í þetta á ein-
hvern hátt og kynni flugið auk þess
sem reynt verði að vekja áhuga fjöl-
miðla í Minneapolis á Íslandi og því
sem Ísland standi fyrir.
Hluti Iceland naturally felst í því
að hvetja bandaríska fjölmiðla til að
fjalla um Ísland. Magnús Bjarnason
segir að Iceland naturally sé stöð-
ugt með eitthvað í gangi til að vekja
áhuga bandarískra fjölmiðla á Ís-
landi. Í því sambandi nefnir hann að
í hópi 17 fjölmiðlamanna, sem Ice-
land naturally hafi boðið til Íslands
vegna Food & Fun, matarveislunn-
ar miklu, um mánaðamótin febrúar/
mars, hafi verið blaðamaður frá
stærsta dagblaðinu í Minneapolis.
Ísland sé reglulega auglýst í banda-
rískum tímaritum undir einkunnar-
orðunum hreint, náttúrulegt og
óspillt – eins og lífið á að vera (pure,
natural, unspoiled – the way life
should be) og boðsferð fjölmiðla-
fólksins til Íslands hafi verið liður í
þessari almenningstengslaherferð.
Það hafi kynnst ýmsum möguleik-
um í ferðamennsku, m.a. skoðað ÚA
á Akureyri og Fiskiðjusamlag
Húsavíkur, farið í jeppaferð upp á
hálendið og í vélsleðaferð, farið í út-
reiðartúr og fengið kynningu hjá
Hótel- og matvælaskólanum í Kópa-
vogi, þar sem tækifæri hafi gefist til
að tengja nemendur skólans við
verkefnið.
Merkið á matseðlum
Hann segir að Iceland naturally
standi fyrir ýmiss konar kynningum
og verkefnum. Að því hafi verið
unnið með Coldwater Seafood og
Iceland Seafood Corp. að koma
merki Iceland naturally og Íslandi á
framfæri hjá þeim sem borða ís-
lenskan fisk á veitingastöðum og
gert sé ráð fyrir að um 1.000 veit-
ingastaðir verði með merkið á mat-
seðli sínum á þessu ári. Unnið sé
með Íslenskum matvælum sem hafi
sett Ísland og Iceland naturally á
umbúðir sínar, Iceland naturally sé
tengt efni sem Flugleiðir gefi út og
Iceland naturally tengist öðrum
sem aðild eigi að Iceland naturally
með svipuðum hætti, en um er að
ræða Iceland Spring Natural Wa-
ter, Bændasamtökin og Flugstöð
Leifs Eiríkssonar í Keflavík. „Með
aðstoð þátttökufyrirtækjanna send-
um við skilaboð til sífellt stærri
hóps í Bandaríkjunum. Þetta er
ekki auðvelt en þolinmæði þrautir
vinnur allar.“
Þegar verkefnið hófst var gerð
áætlun til fimm ára sem skyldi end-
urskoða að tveimur árum liðnum og
er þeirri endurskoðun nýlokið. Í
byrjun voru fjögur fyrirtæki með í
verkefninu og halda þau öll áfram
en þrjú hafa bæst við. Gert var ráð
fyrir milljón dollara kostnaði á ári
en hann er nú áætlaður 1,1 millj.
dollarar. Ríkisstjórn Íslands leggur
fram 700 þúsund dollara árlega en
þátttökufyrirtækin samtals 400 þús.
dollara. Einar Gústavsson segir að
almenn ánægja og bjartsýni ríki
varðandi verkefnið, en hafa beri í
huga að verið sé að vinna inn í fram-
tíðina og því sé um langtímaverk-
efni að ræða. Verið sé að byggja
upp fyrir sporgöngumennina með
það að markmiði að auka meðvitund
fyrir Íslandi og að ímyndin verði
sterkari og betri en hún hafi verið.
Þegar Iceland naturally hafi farið af
stað hafi þessi ímynd verið mjög lít-
il, þrátt fyrir mikla umfjöllun í
Bandaríkjunum, en það þurfi að
halda vinnunni áfram og stýra
ímyndinni. Ekki sé verið að finna
upp hjólið. Mörg ríki eins og til
dæmis Sviss og Holland hafi starfað
á þessum nótum í mörg ár en þetta
sé nýtt hjá Íslandi. Hins vegar sé
ljóst að þessi vinna þurfi að halda
áfram um ókomna tíð og vonandi
verði þetta til að auka samvinnu ís-
lenskra fyrirtækja í Bandaríkjun-
um.
Margir koma að málum
Allt starf vegna Iceland naturally
er unnið í hlutastarfi. Auk Einars
og Magnúsar koma Pétur Óskars-
son, viðskiptafulltrúi VUR í New
York, og Pétur Ómar Ágústsson,
starfsmaður skrifstofu Ferðamála-
ráðs í New York, að málum og eru
þeir með bandarískan fjölmiðlaráð-
gjafa sem verktaka.
Magnús Bjarnason segir að verk-
ið gangi upp vegna þess að margir
leggi sitt að mörkum. Starfsmenn
Flugleiða hafi t.d. sviðsett allt á Ís-
landi vegna Food & Fun og því hafi
starfsmenn Iceland naturally ekki
þurft að eyða krafti í það heldur
getað einbeitt sér að kynningunni á
markaðnum í Bandaríkjunum.
Vegna matarveislunnar voru við-
skiptamenn íslenskra fyrirtækja í
Bandaríkjunum á Íslandi, þar á
meðal stjórnendur veitingastaðafyr-
irtækja, innkaupamenn hjá verslun-
um og aðrir sem dreifa sjávaraf-
urðum frá Íslandi vestra. Einar
Gústavsson segir að með þessu fyr-
irkomulagi tengist Bandaríkja-
mennirnir Íslandi betur, sölumenn-
irnir og heildsalarnir fái Ísland í æð.
Magnús segir að ávallt þurfi að
hafa í huga að ekki sé sjálfgefið að
Ísland sé það kynningartæki sem
menn noti. Iceland naturally reyni
að vekja áhuga samstarfsaðila ís-
lensku fyrirtækjanna í Bandaríkj-
unum til að nota Ísland sem sölu-
tæki. „Við trúum því að með því að
setja Ísland á matseðil vekji það
áhuga fólks á því að kaupa íslenskan
fisk og á sama tíma kynnir það
landið sem ferðamannaland en það
er ekki auðvelt að sannfæra aðra
um það sama.“
Í Íslandskynningum Iceland nat-
urally er lögð áhersla á góða ís-
lenska matinn og skemmtanagildið.
Magnús Bjarnason segir að það
tengist vel því sem ferðaþjónustan
sé að gera, en hún hvetji fólk til að
koma til landsins, borða góðan mat
og skemmta sér. Grunntónninn fel-
ist hins vegar í fyrrnefndum ein-
kunnarorðum Iceland naturally.
Einar Gústavsson segir að Ísland
njóti þess í æ ríkara mæli að fram-
leiða góðan mat, því góður matur sé
ein helsta ástæða þess að fólk taki
einn ákvörðunarstað fram yfir ann-
an, en önnur atriði eins og ævin-
týraferðir, náttúran, næturlíf og
verslun séu aðrir mikilvægir þættir
í þessari ákvarðanatöku. Í greinum í
Bandaríkjunum um Ísland hafi um-
fjöllun um mat verið eins og rauður
þráður og það hafi verið ein helsta
kveikjan að stofnun Iceland nat-
urally. Magnús bætir við að mat-
armenningin á Íslandi sé eitt helsta
sölutæki matvælaframleiðenda og
ferðaþjónustunnar og Iceland nat-
urally sé stöðugt að leita að slíkum
atriðum sem geti sameinað þá sem
hlut eigi að máli og unnið með Ice-
land naturally.
Margt á döfinni
Ýmislegt hefur verið gert í kynn-
ingarstarfseminni á nýliðnum tveim-
ur árum og margt er á döfinni. Í því
sambandi má nefna að Íslensk mat-
væli standa fyrir vörukynningu í
meira en 2.000 matvöruverslunum.
Coldwater verður með kynningu á
veitingastöðum í Boston í vor.
Bændasamtökin stefna að kynningu
á íslenska lambakjötinu hjá versl-
unarkeðjum í Boston í haust. Í októ-
ber kemur Iceland naturally að um-
fangsmikilli dagskrá í Norræna
húsinu í New York vegna 100 ára af-
mælis Halldórs Laxness í ár auk
þess sem stefnt er að því að vera
með ráðstefnu á vegum Íslensk-am-
eríska verslunarráðsins um viðskipti
á milli Íslands og Bandaríkjanna, en
aðkoma verkefnisins verður með
svipuðum hætti og vegna Þjóðrækn-
isþingsins í Minneapolis.
Magnús Bjarnason segir að Ice-
land naturally ýti undir ákveðna við-
burði og noti tækifærið til að kynna
verkefnið. Iceland naturally geti
bætt kynningarþáttinn og þannig
nýtist viðkomandi viðburðir Íslandi
betur en ella. Á undanförnum árum
hafi gjarnan verið settir miklir fjár-
munir í ýmis verkefni en aflið til að
koma þeim á framfæri í fjölmiðla
hafi vantað. Það afl sé nú til staðar
með Iceland naturally.
Einar Gústavsson segir í þessu
sambandi að Ísland sé að auka við
sig markaðshlutdeild í Bandaríkj-
unum á kostnað annarra sem verið
sé að keppa við. Þetta byggist á
skipulögðum og markvissum vinnu-
brögðum og með því að vinna sam-
kvæmt fastmótaðri stefnu vinnist
markaðurinn. „Það skiptir miklu
máli að ná mönnum saman, því
þannig næst meiri kraftur, skila-
boðin verða samræmd og verkefnin
verða hagkvæmari,“ segir Magnús
Bjarnason.
Íslenska náttúrumarkaðsátakið Iceland naturally kemur að Þjóðræknisþinginu
Samvinna og
samræming
Íslenska náttúrumarkaðsátakið Iceland naturally
vinnur með skipuleggjendum Þjóðræknisþingsins í
Minneapolis í Bandaríkjunum, en dagleg stjórnun
Iceland naturally-verkefnisins er í höndum Einars
Gústavssonar, framkvæmdastjóra skrifstofu Ferða-
málaráðs í New York, og Magnúsar Bjarnasonar,
starfandi aðalræðismanns í New York og viðskipta-
fulltrúa viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í
Bandaríkjunum. Steinþór Guðbjartsson ræddi við þá.
Morgunblaðið/Sverrir
Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri skrifstofu Ferðamálaráðs í New
York, og Magnús Bjarnason, starfandi aðalræðismaður í New York og
viðskiptafulltrúi viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins.
steg@mbl.is