Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 24
LISTIR 24 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUNDAR VITJI HANDRITA Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur lokið störfum og valið verð- launahandrit í samkeppn- inni um Íslensku barna- bókaverðlaunin 2002. Nefndin hefur skýrt við- komandi höfundi frá niður- stöðu sinni en úrslit verða tilkynnt opinberlega, um leið og verðlaunabókin kemur út. Dómnefnd biður aðra þátttakendur í samkeppninni um að vitja handrita sinna sem fyrst hjá Eddu, miðlun og útgáfu, Suðurlandsbraut 12, í afgreiðslu á 3. hæð. Þar eru þau afhent gegn því að nefnt sé dulnefni höfundar eða titill handrits. Verðlaunasjóðurinn þakkar góða þátttöku í samkeppninni. ÁBERANDI tvíhyggja er ríkjandi í síðustu fjórum leikritum Halldórs Laxness rétt eins og í skáldsögunum frá sama tíma, milli þeirra sem álíta manngildi fara eftir fjárráðum fólks og þeirra sem hlúa lítilþægir að ein- faldleika lífsins og una glaðir við sitt. Leikrit þessi hafa ætíð staðið í skugga skáldsagna Halldórs og ótal leikgerða sem hafa verið af þeim leiddar. Af leikritunum fjórum hefur Strompleikurinn hlotið einna minnsta athygli, enda hefur ekki fundist búningur við hæfi. Frumsýning verksins í Þjóðleik- húsinu haustið 1961 vakti litla hrifn- ingu og þó sviðsetning Maríu Krist- jánsdóttur hjá Leikfélagi Akureyrar 1972 upp á comedia dell’arte þætti betri hlaut hún sáralitla aðsókn. . Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri leggur áherslu í viðtali í Mbl. í gær á tengsl verksins við alþjóðlega strauma í leiklist. Þ.a.l. að sýningin er mikið sjónarspil, jafnt framúr- stefnuleg sviðsmyndin, búningarnir og ótal leiklausnir sem spanna allt frá götuleikhúsi til upphafs hryll- ingsmyndagerðar, t.d. í tónlist. Það ægir saman ótal góðum hugmyndum en þær ná hvorki að mynda sannfær- andi heild né tengjast framvindu og boðskapi leiksins á sannfærandi hátt. Það kemur hvað eftir annað fyrir að buslugangurinn og fyrirbær- in á sviðinu draga athyglina frá því sem persónurnar hafa fram að færa. Eins og oft vill verða er hlutfalls- lega fleiri þessara sjónrænu lausna fundinn staður fyrir hlé. Það er eins og hugmyndaauðgin sé þorrin þegar kemur að seinni hluta verksins. Í fyrri hlutanum veittist leikurunum jafnerfitt að fóta sig í ristardjúpu vatninu sem þeim var gert að leika í og í þeim leikstíl sem verkinu er val- inn. Gott dæmi um slíkt eru sjógörlin sem þrátt fyrir snilldarlega hönnun gervisins náðu ekki að nýta sér það til að setja mark sitt á sýninguna. En eftir hlé, þegar leikbrellunum linnti, gerðist eitthvað stórkostlegt og sýningin tók við sér. Leikararnir fengu tækifæri til að ná saman í ýkt- um revíustíl sem hæfir verkinu svo vel. Það hefði mátt leggja meiri áherslu á tengsl verksins við íslenska gamanleikjahefð bæði fyrir og eftir ritunartíma þess. Persónurnar (og nöfn þeirra) eru margar hverjar eins og klipptar út úr gömlum revíum og samanburður á saklausum sveitalýð og spilltum stórkaupmönnum er þar algeng klisja. Laxness leikur sér að þessu formi til að koma boðskap sín- um til skila líkt og gamanleikjahöf- undar íslenskir fyrr og síðar. Sólveig Arnarsdóttir var ekki trú- verðug í langri einræðu í upphafi verksins enda forsendur fyrir því frá hendi leikstjóra og leikmyndahönn- uðar litlar. En þegar leið á leikinn lifði hún sig æ betur inn í hlutverkið. Hún er glæsileg á sviði, hefur sterka útgeislun og skýra framsögn. Ekki er að efa að hún muni vinna stóra sigra á leiksviði í framtíðinni. Eftir- minnilegastir eru þeir leikarar sem náðu sér upp í gamanleiknum: Pálmi var stórkostlegur, Kristbjörg bráð- fyndin, Ólafía Hrönn óborganleg í litlu hlutverki og Jóhann Sigurðar- son bjó til undirfurðulega persónu úr saungprófessornum. Leikur Baldurs Trausta Hreinssonar var eins og hressandi andblær. Atli Rafn, Lilja Guðrún, Linda, Marta, Þórunn Edda, Hjalti og Sigurður tóku sig vel út í skemmtilegum gervum en það vantaði töluvert upp á að möguleikar persónanna væru fullnýttir. Hlut- verk Guðmundar Inga, Vals Freys og Alberto Sánchez Castellón kröfð- ist meira af jafnvægisskyni þeirra en leikhæfileikum. Það hefur verið leitað langt yfir skammt í að leita að stíl sem hentar þessari sýningu. Ofgnótt hugmynda er skemmtileg en bætir engu nýju við verkið. Það er svo allt annað mál hvort tækist betur til með einfaldari búning sem væri nær texta og rit- unartíma. Ef til vill er sjónarspilið „betra en ekta“ eftir allt saman? „Betra en ekta?“ Morgunblaðið/Þorkell Þórunn Lárusdóttir, Linda Ásgeirsdóttir og Marta Nordal sem sjógörl- in. Góð hugmynd en möguleikar hennar eru ekki nýttir. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Halldór Laxness. Tónlist: Hilm- ar Örn Hilmarsson. Leikstjóri: Kristín Jó- hannesdóttir. Leikmynd og búningar: Re- bekka A. Ingimundardóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Sviðshreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir.Leikarar: Alberto Sánchez Castellón, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nordal, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurður Skúlason, Sólveig Arnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Þórunn Lár- usdóttir. Föstudagur 5. apríl. STROMPLEIKURINN Sveinn Haraldsson Á 15.15 TÓNLEIKUM í Borgarleik- húsinu í dag verður boðið til Ferða- lagatónleika og skyggnst inn í hljóð- heim Ungverjalands og Tékklands í kammertónlist Mátyás Seiber, Fer- enc Farkas, Bohuslav Martinu og Leoš Janáêk. Flytjendur eru: Þórunn Guð- mundsdóttir sópran, Pétur Jónasson gítarleikari, Hildigunnur Halldórs- dóttir fiðluleikari, Helga Þórarins- dóttir víóluleikari, Hallfríður Ólafs- dóttir flautuleikari, Eydís Franz- dóttir óbóleikari, Ármann Helgason klarínettleikari og Kristín Mjöll Jak- obsdóttir fagottleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Mátyás Seiber: Fjögur frönsk þjóðlög fyrir söngrödd og gítar og Uglan og kött- urinn fyrir söngrödd, gítar og fiðlu. Ferenc Farkas: Cinque canzoni dei trovatori fyrir söngrödd og gítar. Þrír Madrígalar fyrir fiðlu og víólu eftir Bohuslav Martinu Fjórir Madrígalar fyrir óbó, C-klarínett og fagott og Leoš Janáêk: Þrír dansar frá Mæri fyrir flautu, óbó, klarinett og fagott. Tónskáldin Mátyás Seiber, Ferenc Farkas, Bohuslav Martinu og Leoš Janáêk eiga það allir sameiginlegt að hafa leitað mikið í smiðju þjóðlaga- tónlistar heimalands síns í tónsmíð- um sínum. Því má ætla að efnisskrá með verkum þeirra einkennist af glaumi og gleði eins og best gerist á mannamótum meðal Ungverja og Tékka þar sem dunar dans við gleði- raust. Morgunblaðið/Golli Þau leika á Ferðalagatónleikunum í Borgarleikhúsinu: Hallfríður Ólafs- dóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Ármann Helgason, Pétur Jónasson, Eydís Franzdóttir og Þórunn Guðmundsdótt- ir. Fjarverandi þegar ljósmyndara bar að garði var Helga Þórarinsdóttir. Glaumur og gleði á Ferðalagatónleikum SIGURÐUR Þórir list- málari opnar sýningu á olíumálverkum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag, laugardag, kl. 16. Í list sinni fjallar málar- inn um manninn, frá- sögnina og fantasíuna, þar sem hann vinnur myndirnar að jöfnu út frá huglægum og hlutlægum veruleika. Myndirnar á sýningunni eru mál- aðar í sterkum litum og má greina átök milli andstæðra lita, en Sigurður hefur ein- beitt sér að samspili lit- anna mörg undanfarin ár. Sigurður hefur haldið ótal einka- og samsýn- ingar bæði hér á landi og víða erlendis, en hann hefur starfað að list sinni í 30 ár. Sýningin er opin alla daga, nema sunnudaga kl. 10–18, laugardaga kl. 11–16 og stendur til 24. apríl. Átök andstæðra lita EFNT verður til fjölbreyttrar lista- dagskrár í Norræna húsinu í kvöld, en þá verður opnuð samsýning ungra finnskra listamanna sem ber yfirskriftina Púslusving. Þar munu Maria Duncker, Gun Holmström, Markus Renvall, Alli Savolainen og Simo Rouhiainen sýna innsetningar og myndbandsverk ásamt Seppo Renvall sem jafnframt er sýning- arstjóri. Listamennirnir eru allir virkir þátttakendur í finnsku listalífi, og eiga það sammerkt að nota efnivið á margvíslegan hátt. „Það verður margt að gerast við opnunina,“ segir Guðrún Dís Jón- atansdóttir, kynningarstjóri Nor- ræna hússins. Opnunin hefst kl. 20 og mun standa langt fram á nótt. Boðið verður upp á léttar veitingar og flutt verkið The Ball Show, sem er í senn innsetning og gjörningur og inniheldur hljóð, myndir, mynd- varpa og diskókúlur. Þá verður raf- tónlist spiluð við opnunina auk þess sem píanóleikarinn Laura Sovio mun flytja finnska nútímatónlist,“ segir Guðrún. Í klúbbnum verður einnig sýnt myndbandsmaraþonið The Best of View, sem er sett saman af AV- arkki, dreifingarmiðstöð finnskrar listar og veitir innsýn í hræringar í finnskri samtímalist. Auk þess hef- ur verið skipulögð dagskrá þar sem bæði gestir og nemendur frá mynd- listardeild Listaháskóla Íslands munu leika af fingrum fram,“ segir Guðrún. List frá Finnlandi Morgunblaðið/Ásdís Hópur finnskra listamanna er kominn hingað til lands til að fylgja opnun samsýningar sinnar í Norræna húsinu úr hlaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.