Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 25
KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika í
Húnaveri í dag, laugardag kl. 16 ásamt Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps. Á sunnudag syngur kórinn
við messu í Þingeyrarkirkju kl. 14 og um kvöldið,
kl. 20,30 heldur kórinn tónleika í Blönduóskirkju.
Þá verða þrennir tónleikar á mánudaginn: Á Húna-
völlum, í Grunnskólanum á Blönduósi og á Laug-
arbakka.
Á efnisskrá kórsins eru m.a. verk eftir J.S. Bach,
G.F. Händel, Orlando di Lasso, Jón Þórarinsson, Pál
Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Þorkel Sig-
urbjörnsson auk íslenskra og erlendra þjóðlaga á 14
tungumálum. Í sumum verkanna leika kórfélagar
með á hljóðfæri.
Á þessu skólaári er kórinn skipaður 81 nemanda
á aldrinum 16–20 ára.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sungið á 14 tungumálum í Húnavatnssýslu
Þessa frábæru og vinsælu
EMMALJUNGA BARNAVAGNA
sem hægt er að breyta í kerru
eigum við í mörgum litum og gerðum.
Einnig eigum við EMMALJUNGA
BARNAKERRUR
í mörgum litum og gerðum.
VARÐAN EHF.
Grettisgötu 2, sími 551 9031
Netfang: vardan@vardan.is
Heimasíða: www.vardan.is
Miðasala er hafin
á Sunnudags-matinée 14. apríl
Einleikstónleikar hins
þekkta píanóleikara
JOHN LILL
Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Brahms,
Shostakovich og Beethoven.
Miðasala í símum 595 7999 og 800 6434 virka daga
á milli kl. 9.00 og 17.00 og á slóðinni www.midasala.is,
en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara í síma 551 5677.
Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. John Lill
REBEKKA Rán Samper opnar sýn-
ingu í Galleríi Sævars Karls í dag, kl.
14. og ber hún yfirskriftina Curricul-
um Vitae.
„Ég mun sýna verk undir þessari
yfirskrift, en þau samanstanda af
ljósmyndum af höndum átta þjóð-
þekktra einstaklinga sem allir hafa
skarað fram úr á sínu sviði. Hend-
urnar endurspegla svo margt úr kar-
akter okkar og lífi enda um eitt
helsta tjáningartæki okkar að ræða.
Ég hef alla tíð heillast af höndum
fólks og margbreytilegu formi þeirra
og nálgast þær hér ekki ólíkt og mál-
arar nálguðust portrait-gerð fyrr á
öldum,“ segir Rebekka Rán.
Sýningin stendur til 24. apríl.
Hendur kunnra
einstaklinga Næsta gallerí, Ingólfsstræti 1aKristbergur Pétursson opnar sýn-
ingu á verkum sínum kl. 17. Sýn-
ingin stendur til 4. maí.
Víðistaðakirkja Vortónleikar
Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða
kl. 16. Stjórnandi lúðrasveitarinnar
er Stefán Ómar Jakobsson.
Gallerí Reykjavík, Skólavörðu-
stíg 16 Árni Bartels og Dominick
Gray opna myndlistarsýningu kl. 16.
Sýningin er opin virka daga kl. 12-
18, laugardaga kl. 11-16 og lýkur 17.
apríl.
Háskóli Íslands, Lögberg, stofa
101 Nemendur í almennri bók-
menntafræði við HÍ standa fyrir
málþingi í dag kl. 13-16.30 og munu
kynna rannsóknir sínar.
Gallerí Tukt, Hinu Húsinu, Póst-
hússtræti 3-5 Nemendur á öðru ári
í grafiskri hönnun við Listaháskóla
Íslands opna sýningu kl. 16.
Sýningin stendur til 21. apríl og er
opin alla virka daga frá kl: 9-20,
laugardaga kl. 14-18.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg Séð
með gestsaugum nefnist ljós-
myndasýning Arsineh Houspian
sem opnuð verður kl. 15 í Ljósafold.
Arsineh hefur dvalist á Íslandi und-
anfarna 10 mánuði og sýnir nú hluta
mynda sem hún hefur tekið hér á
landi.
Sýningunni lýkur 21. apríl.
Skriðuklaustur Þorsteinn Helga-
son sagnfræðingur heldur erindi um
Tyrkjaránið kl. 15.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
mbl.isFRÉTTIR