Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 27
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 27
LIBERA 20
mjaðmasokkabuxur
með glærum tám.
Þegar mikið
stendur til.
Kynning
í dag kl. 12-16
í Lyfju Laugavegi
og Lágmúla
20% afsláttur
af öllum
sokkabuxum og
sokkum.
sokkar, sokkabuxur, undirföt
oroblu@islensk-erlenda.is
Laugavegi og Lágmúla
Þ
ú hefur þú gott af allri
hreyfingu, hversu lítil sem
hún er. Lágmarkshreyfing
til þess að koma í veg fyrir
sjúkdóma er 30 mínútna
hófleg hreyfing á dag.
Hvort sem þú gengur rösklega, syndir,
ferð í leiki, á skíði eða skauta, tekur
til eða gerir hreint, dansar eða gengur
upp stigana, ertu að gera heilsunni
gott.
Hreyfingarleysi veldur meira en
tveimur milljónum dauðsfalla í heim-
inum á ári.
Um aldaraðir hafa siðmenntaðar
þjóðir þekkt og lagt rækt við þau ein-
földu sannindi að lykillinn að góðri
heilsu felst í ánægjulegum félagsskap,
nægri hvíld, góðum matarvenjum, og
nægilegri hreyfingu.
Í nútímasamfélagi hefur kyrrseta við
vinnu og í tómstundum aukist og veldur
hækkaðri dánartíðni af öllum orsökum,
tvöfaldar hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, offitu og eyk-
ur til muna hættuna á ristilkrabbameini, háþrýstingi, beinþynningu,
þunglyndi og kvíða.
Hreyfing snýst ekki einvörðungu um hegðun einstaklinga. Ýmis ytri
skilyrði, svo sem skortur á göngustígum, almenningsgörðum, íþrótta- og
tómstundaaðstöðu og öðrum öruggum svæðum, geta verið dragbítar
þegar fólk hyggst fara að stunda einhvers konar hreyfingu. Forvarnir
eru þess vegna áskorun sem yfirvöld þurfa að takast á við engu síður en
einstaklingarnir sjálfir.
Heilbrigðisstarfsfólk mun ekki af eigin rammleik geta stuðlað að því
fólk ástundi heilbrigða lífshætti. Ríkisstjórnir, stofnanir, fjölmiðlar,
einkafyrirtæki, samfélög og einstaklingar verða öll að leggjast á eitt um
að breyta umhverfinu á þann veg að það ýti undir að fólk hreyfi sig.
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2002 er einmitt tækifæri til að boða slíka
stefnubreytingu á vegum æðstu stjórnvalda. Fræðsluherferðin snýst um
að benda fólki og samfélögum á leiðir til að hafa áhrif á eigin heilsu og
vellíðan. Hún beinist einnig að því að vísa ráðamönnum og heilbrigð-
isstarfsfólki inn á þá framtíðarbraut fyrir lýðheilsu þjóða að fjárfesta í
forvörnum, en ekki eingöngu í lækningum.
Landlæknisembættið í samstarfi við: Manneldisráð – Ísland á iði 2002 – sjúkra-
þjálfunarskor Háskóla Íslands og Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands
Heilsan í brennidepli
Hreyfðu þig –
njóttu lífsins
Leitaðu þér upplýsinga
í næsta nágrenni, til
dæmis hjá heilsugæsl-
unni, líkamsræktar-
stöðvum eða-
íþróttafélögum.
er kjörorð alþjóðaheilbrigðisdagsins 7. apríl 2002 og
er ákall til einstaklinga, samfélaga og þjóða um að
flétta saman athafnir í þágu heilsunnar og forvarnir
Spurning: Getur fólk fengið of-
næmi fyrir málmum, svo sem
silfri, nikkel og títani, og ef svo er,
hvar er hægt að fá slíkt ofnæmi
prófað og mælt?
Svar: Erlendar rannsóknir benda
til að um 10% af fólki séu með of-
næmi fyrir nikkeli en ofnæmi fyrir
öðrum málmum er mun sjaldgæf-
ara. Málmar geta komið í snert-
ingu við húðina sem hreinir málm-
ar, málmblöndur eða málmsölt.
Nikkel er oft notað með járni til að
búa til stál og kemur einnig fyrir í
alls kyns öðrum málmblöndum.
Málmblöndur með nikkeli eru oft
notaðar í eyrnalokka, úrfestar,
hringa, hálsfestar, brjóstahald-
arakrækjur, rennilása, smellur,
hnappa, hárnælur, gleraugnaum-
gjarðir, penna, handföng, bréfa-
klemmur, lykla og ýmiss konar
verkfæri. Nikkel getur því leynst
ákaflega víða og erfitt getur
reynst að forðast það. Nikkel-
ofnæmi getur myndast hjá við-
kvæmum einstaklingum við það
að nikkel (oftast í málmblöndum)
er í snertingu við húðina. Nikkel-
ofnæmi virðist vera algengara
meðal kvenna en karla og skýr-
ingin á því gæti verið sú að konur
gera meira af því en karlar að láta
gata líkamann (eyrnasnepla og
annað) en slík götun getur hugs-
anlega stuðlað að nikkelofnæmi.
Ofnæmi fyrir nikkeli getur komið
fram hvenær sem er, á hvaða aldri
sem er og eftir mjög stutta (örfáa
daga) eða langvarandi snertingu
við nikkel. Nikkelofnæmi er oftast
bundið við staðinn þar sem snert-
ingin á sér stað og lýsir sér venju-
lega með kláða og húðin verður
þurr, hreistruð, rauð og oft dökk
og þessu geta fylgt vökvafylltar
blöðrur. Sá sem hefur fengið nikk-
elofnæmi situr uppi með það alla
ævi. Hjá húðsjúkdómalækni er
hægt að gera próf til að fá úr því
skorið hvort um nikkelofnæmi sé
að ræða eða hvort óþægindin stafi
af einhverju öðru. Þetta er til-
tölulega einfalt og alveg hættu-
laust en gefur ekki alltaf ótvíræða
niðurstöðu. Þegar útbrot verða
vegna nikkelofnæmis er mik-
ilvægt að fjarlægja hlutinn sem
inniheldur nikkel og síðan má
meðhöndla með sterasmyrsli en
við það lagast útbrotin oftast á fá-
einum dögum. Í framhaldi af því
verður viðkomandi einstaklingur
síðan að forðast allt sem inniheld-
ur nikkel og það getur verið erfitt
því málmurinn leynist víða. Hægt
er að kaupa sérstakar lausnir (kit)
til að prófa hvort eitthvað, t.d.
skartgripir, inniheldur nikkel.
Þeir sem vilja nota skartgripi
verða að velja sér gripi úr ryðfríu
stáli, gulli, silfri eða platínu og
þetta mega ekki vera málm-
blöndur með nikkeli. Ryðfrítt stál
inniheldur reyndar oft nikkel en
það er svo fastbundið að það kem-
ur ekki að sök. Einnig er til tals-
vert úrval skartgripa úr gervi-
efnum. Aðrir málmar sem
einstaka sinnum valda ofnæmi eru
króm, kóbolt, kvikasilfur og pal-
ladíum en það gerist einungis ör-
sjaldan og títan veldur sjaldan eða
aldrei ofnæmi. Fyrir utan ofnæmi
eru flestir þungmálmar meira eða
minna eitraðir ef þeir berast inn í
líkamann og eitranir af völdum
blýs, silfurs, kvikasilfurs, áls, ar-
sens (arseniks), kadmíums og
fleiri málma eru vel þekktar.
Eru sumir með of-
næmi fyrir málmum?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Þungmálmar
flestir eitraðir
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
Á SUMUM stöðum í heiminum er
offita orðin stærri heilbrigðisvandi
en skortur á fæðu. Á þetta er bent
á heilsuvef AP-fréttastofunnar.
Í Bandaríkjunum, Evrópu og
öðrum iðnríkjum hefur lengi verið
litið á offitu sem hættulega heils-
unni. Það sem hefur breyst er að
nú er farið að líta á offitu einnig
sem heilsufarsvanda í fátækari
löndum. Á árlegum fundi Félags
framfara í vísindum í Bandaríkj-
unum (American Association for
the Advancement of Science) kom
fram að mannfræðingar með líf-
fræðimenntun hafa verið að skoða
þessa tilhneigingu hjá fólki sem
hefur flutt búferlum til auðugri
landa og hjá þeim sem orðið hafa
eftir.
300 milljónir eiga
við offitu að stríða
„Offitu er að finna á fjarlægustu
stöðum veraldar,“ segir Stanley
Ulijazek sem starfar við Oxford-
háskóla. Hann segir þó að fæðu-
skortur sé ennþá mun meira
áhyggjuefni en ofgnótt af henni.
Á nýlegri ráðstefnu í Vatikaninu
var ályktað að um 800 milljónir
manna víða í heiminum þjáðust af
næringarskorti. Á sama tíma komst
starfshópur alþjóðlegra samtaka
þeirra sem haldnir eru offitu að
þeirri niðurstöðu að um 300 millj-
ónir manna ættu við offitu að
stríða.
Þrátt fyrir þetta segja sérfræð-
ingar að offitu sé nú að finna á fjar-
lægum slóðum þar sem hana var
ekki að finna áður. Í ýmsum heims-
hlutum sé því að finna bæði nær-
ingarskort og offitu hlið við hlið. Í
fyrra tilfellinu sé það vandi hinna
fátæku en í hinu síðara vandi stöð-
ugt stækkandi millistéttar í þessum
löndum.
„Það var ekki fyrr en tiltölulega
nýlega að farið var að líta á offitu
sem vandamál í heiminum,“ segir
Marquise Levelle við háskólann á
Rhode Island.
Vandi á fjarlægum svæðum
Ulijazek segir að árið 1980 hafi
offita ekki verið til á Purari óseyr-
inni í Nýju Gíneu. Í athugun sem
gerð var þar fyrir fimm árum kom í
ljós að 1% karla og 5% kvenna voru
yfir eðlilegri þyngd. Við mat á of-
fitu voru ákveðnir staðlar hafðir til
viðmiðunar.
Á hluta Kyrrahafseyjanna hefur
offita verið þekkt í a.m.k. 50 ár, en
hún hefur aukist verulega á und-
anförnum árum og er nú orðið
„ótrúlega“ mikið um offitu eins og
hann orðar það og engin merki um
að hún sé á undanhaldi. Til dæmis í
Rarotonga, sem er höfuðborg Cook-
eyja, þá voru 14% karla og 44%
kvenna haldin offitu. Nú eru það
52% karla og 57% kvenna sem
glíma við þennan vanda.
Lavelle athugaði þyngd fólks í
Suður-Afríku og í sveitahéruðum
Ástralíu fyrir þrem árum og fann
töluverða fjölgun þeirra sem voru
yfir eðlilegri þyngd.
Í Cape Town voru 12% stúlkna
og 16% drengja talin of þung. Í
mun fátækara sveitahéraði, Klein
Karo, 300 kílómetra vestur af Cape
Town voru það aðeins 1% drengja
og 2% stúlkna sem voru jafn þung.
Í svipaðri könnun á meðal hirð-
ingja sem hafast við í óbyggðum
Ástralíu, kom í ljós að 4% barna og
15% fullorðinna voru haldin offitu.
Tíðni alvarlegra
sjúkdóma eykst
Ástæðan fyrir offitu er talin vera
mikil aukning á kalóríuríkri fæðu í
heiminum og vegna aukningar á
kyrrstöðuvinnu. Á vissan hátt er
fita merki um betri heilsu, þar eð
börn sem fá ekki þráláta smitsjúk-
dóma verða stærri og meiri um sig.
„Þó að fólk sé betur sett of þungt
en að það þjáist af næringarskorti
höfum við áhyggjur af þessari þró-
un því tíðni alvarlegra sjúkdóma
eykst hjá þeim sem haldnir eru of-
fitu,“ segir Lavelle. Sérstaklega
eiga þeir á hættu að fá sykursýki,
sem er að aukist víða í heiminum.
Öfgakenndustu dæmin um fólk
sem haldið er offitu er að finna hjá
fólki sem flytur frá fátækum lönd-
um til staða eins og Bandaríkjanna,
þar sem hreint vatn kemur í veg
fyrir marga barnasjúkdóma og þar
sem mikið er um fæðu með ríku
fituinnihaldi.
Dr. Barry Bogin sem starfar við
háskólann í Michigan, athugaði
börn Maja sem höfðu flutt frá
Gvatemala til Los Angeles og í
dreifbýlið á Flórída. Hann komst að
því að næstum helmingur þeirra
var of þungur og 42% voru haldin
offitu. Til samanburðar má geta
þess að 14% hvítra og þeldökkra
barna í Bandaríkjunum eru of þung
eða eru haldin offitu.
Offita eykst einnig
í fátækari löndum
Reuters