Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 28

Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 28
UMRÆÐAN 28 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í LJÓSI þess að Ingibjörg Sólrún hef- ur í upphafi kosninga- baráttu sinnar m.a. lagt upp með það, sem hún kallar hverfalýð- ræði, langar mig að rekja fyrir borgarbú- um gott dæmi um vinnubrögð R-listans á yfirstandandi kjör- tímabili þegar ákveðið var að flytja 7. bekk Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla – þvert á óskir þeirra sem málið varðaði og þrátt fyrir mikil mót- mæli. Í Laugarneshverfi er búið að einsetja grunnskólana Laugarnes- skóla og Laugalækjarskóla en fyr- irséð var að byggja þyrfti við báða skólana til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til nútíma- skólahúsnæðis. Á vordögum 1999 var skólastjórnendum, kennurum og foreldrum í hverfinu kynnt að til stæði að byggja við báða skólana, þ.e. Laugarnesskóla, sem hefur bekkjardeildir frá 1. og upp í 7. bekk, og Laugalækjarskóla, sem er unglingaskóli með 8. til 10. bekk. Skoðanakönnun var gerð meðal foreldra þar sem þeim voru gefnir fjórir meginkostir. Tveir þeirra fólu í sér að flytja 7. bekk Laug- arnesskóla yfir í Laugalækjarskóla en hinir tveir kostirnir miðuðu að því að skiptingin á milli skólanna yrði óbreytt. Í ljós kom eindreginn vilji foreldra fyrir þeim tveimur kostum, sem gerðu ráð fyrir að 7. bekkur yrði áfram í Laugarnes- skóla. Þessi niðurstaða hentaði ekki R-listan- um og var ákveðið að ekki skyldi neitt mark tekið á þessari könnun og hún hunsuð á þeirri forsendu að ekki hefði verið næg þátttaka. Samt sem áður komu svör frá um það bil 60% foreldra barna við skólann. Ákveðið var að fara þá leið að flytja 7. bekk Laugar- nesskóla yfir í Lauga- læk – hvað sem hver sagði. Ekki er nú öll sagan sögð. Öll mótmæli hunsuð Skemmst er frá því að segja að upp hófust mikil mótmæli. Minni- hlutinn í borgarstjórn, D-listinn, foreldrar, kennarar, skólastjóri, foreldraráð og foreldrafélag Laug- arnesskóla mótmæltu. Öll þessi mótmæli voru hunsuð og haldið áfram á sömu braut eins og ekkert hefði í skorist. Það var drifið í því að teikna og gera áætlanir til að auðveldara væri að bera þetta á borð fyrir foreldrana. Dæmið var sett þannig upp að með því að flytja 7. bekkinn fengist allt en með því að flytja hann ekki þá yrði farið á mis við margt. Þannig var reynt að selja foreldrum þessa hugmynd. Þrátt fyrir allar þessar tilraunir R-listans til að fegra hugmyndina og boð um gull og græna skóga fóru þrír foreldrar frá Laugarnes- skóla af stað með undirskriftalista með þeim árangri að 86% foreldra skrifuðu undir mótmæli við hinum fyrirhuguðu breytingum. Þeir sem mótmæltu voru bæði stuðnings- menn R- og D-lista og þeir for- eldrar sem heimsóttu borgarstjór- ann voru það einnig. Þeir fengu hins vegar ekki blíðar móttökur hjá Ingibjörgu Sólrúnu í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar henni voru af- hentir undirskriftalistarnir. Skilningur R-listans 7. bekkur verður fluttur yfir í Laugalækjarskóla næstkomandi haust og úr því sem komið er munu foreldrarnir auðvitað gera það besta úr þeirri stöðu. R-listinn hef- ur ekki staðið við neitt af því sem lofað var og má nefna að enn er ekki byrjað á viðbyggingunum – hvorki við Laugalækjarskóla né Laugarnesskóla. Hverfalýðræði er nokkuð auð- skiljanlegt hugtak. Í því felst með- al annars að íbúar hverfanna hafi rétt til að hafa skoðanir á þeim framkvæmdum sem ráðast skal í og að á það sé hlustað ef meirihluti íbúa hverfisins mótmælir tiltekn- um framkvæmdum eða ákvörðun- um sem þá varða. Hverfalýðræði R-listans er hins vegar eitthvað annað og ekki það sem hugtakið gefur til kynna. Við skulum ekki gleyma því, nú þegar kosningar eru í nánd. Hverfalýðræði – hvað er það? Jórunn Frímannsdóttir Reykjavík Niðurstaðan hentaði ekki R-listanum, segir Jórunn Frímannsdóttir, og var ákveðið að ekki skyldi neitt mark tekið á könnuninni. Höfundur skipar 10. sæti framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins til borg- arstjórnarkosninga. ÞAÐ hefur verið fróðlegt að fylgjast úr fjarlægð með íslenskri þjóðmálaumræðu, þau fáu misseri sem und- irritaður hefur búið erlendis. Ýmsir sem rita lærða pistla á netinu, stjórna þátt- um í fjölmiðlum og vilja almennt vera skoðanamyndandi í þjóðlífinu hafa sam- eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé á efnahags- legri heljarþröm. Vandfundið sé það land á jarðarkringl- unni sem sé verr statt. Eftir hástökk í kaupmætti … Síðasta ár var á Íslandi mun erf- iðara en fjölmörg ár þar á undan. Eftir hæsta kaupmáttarstökk Ís- landssögunnar og lengsta hagvaxt- arskeið síðustu aldar hægði á til muna. Kannski sem betur fer, enda höfðu margir varað við að hagkerfið þyldi ekki svo öran vöxt öllu lengur. Gengi krónunnar var leyft að fljóta snemma á árinu og lækkaði það með nokkrum látum næstu mánuði á eftir, áður en það reis dálítið á ný. Verðlag tók skarpan kipp við þessar breyting- ar. Þá dró hratt af heimshagkerf- inu, sem hafði neikvæð áhrif á sölu á vörum okkar og þjónustu. Við bættist að sjávarafli var skorinn niður og ýmis launþegasamtök fóru í verkfall. … kom hátimbrað þunglyndishjal Magnþrungnar lýsingar létu ekki á sér standa. Sé miðað við það sem helst er hægt að finna um hagræn mál í dægurfjölmiðl- um á Íslandi riðar nú hreinlega allt „til falls“, ekki síst í sam- anburði við útlönd. Það eru „vatnaskil“, „stórkostleg hags- tjórnarmistök“ og „ís- lenskum leiðum hafn- að“. Jafnvel hinn geðþekki þáttastjórn- andi og pistlahöfund- ur Egill Helgason, sem alla jafna er ekki jafn bölsýnislegur og ýmsir sem kerfis- bundið tala kjark úr fólki, talar um „djúpa kreppu“ og að í öðrum löndum hafi fólk „ekki þurft að búa við svona aðstæður“. Hvar eru þessi önnur lönd? Maður spyr sig hins vegar hvaða lönd eða landsvæði það séu eig- inlega þar smjör drýpur af hverju strái. Hér í Bandaríkjunum misstu milljónir manna vinnuna á síðasta ári og þúsundir saklausra borgara voru stráfelldar í beinni útsend- ingu. Sem betur fer virðist nú smám saman sjást til lands í efna- hagsmálum hér vestra og fólk virðist hafa endurheimt öryggis- tilfinninguna. Japan hefur verið í kreppu í um áratug sem virðist engan enda ætla að taka. Þar er bankakerfið svo illa á sig komið að ýmsir óttast að fólk muni innleysa sparifé sitt og geyma í kodda- verinu. Suður-Ameríka er öll í uppnámi og verður sennilega um hríð. Á evrusvæðinu fór atvinnu- leysi í fyrra niður í tæp 9% áður en það tók að vaxa á ný. Já, „nóta bene“, tæp 9% eru skásta tala sem þar hefur sést áratugum saman – hryggilega margt fólk er sífellt án vinnu á þessu svæði. Núna eru heilar fjölskyldur sem mann fram af manni hafa aldrei séð launa- seðil, einungis bótaseðil. Ég veit ekki hvaða lýsingar þunglundaðir fjölmiðlungar myndu nota ef svo- leiðis ástand væri á Íslandi, miðað við orðaforðann sem notaður er um núverandi hag. Til þess skortir mig ímyndunarafl. En mér sýnist sem við Íslendingar megum hrósa happi að hafa „ekki þurft að búa við svona aðstæður“. Kaffihúsaspekingar spjalla Þegar málið er skoðað æsinga- laust kemur nefnilega í ljós að á Íslandi er mun betra ástand en ætla mætti af vaðlinum. Kaup- máttur á Íslandi lækkaði ekki við ólguna á síðasta ári, sem eitt og sér er magnað, ekki síst þegar litið er til þess hve gífurlega hann hafði vaxið lengi á undan. Spár benda jafnframt til að kaupmáttur muni áfram vaxa í ár og að verðlag hafi náð jafnvægi. Skuldir ríkisins fara enn minnkandi. Skattar á atvinnu- lífið hafa verið lækkaðir veglega. Atvinnuleysi er áfram nær óþekkt. Í heildina virðist stormurinn því helst geisa í bollum á kaffihúsum, þaðan sem hann ratar svo út í fjöl- miðlana. Það er mín ósk að heims- borgararnir í fjölmiðlastétt verði kannski ögn glaðlegri á næstunni. Er svartagall í kaffinu? Orri Hauksson Efnahagur Heilu fjölskyldurnar á evrusvæðinu, segir Orri Hauksson, hafa kynslóð fram af kynslóð aldrei séð launaseðil – einungis bótaseðil. Höfundur stundar framhaldsnám í Bandaríkjunum. ÞAÐ hefur greini- lega raskað ró vinstri- sinna út fyrir borgar- mörk Reykjavíkur, að ég minntist á Enron- fyrirtækið til að skýra bókhaldsaðferðir R- listans í Reykjavík, því að Tryggvi Harð- arson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hvetur mig til að skoða bók- haldsmál Hafnarfjarð- arbæjar með þessa mælistiku í huga. Tekur hann undir með mér, að unnt sé að nota hana til að átta sig á því, hvernig staðið er að bókhaldi sveitarfélaga, þegar um það er að ræða, að fegra stöðu eins sjóðs með því að setja skuldir hans yfir á annan. Ég ætla ekki að blanda mér í ágreining vegna bókhalds Hafnar- fjarðarbæjar og treysti þeim, sem standa að stjórn hans, fyllilega til að skýra sín mál fyrir Tryggva Harðarsyni og öðrum. Tryggvi er stoltur af því, að Orkuveita Reykjavíkur hefur safn- að miklum skuldum og telur það til sann- indamerkis um góða stjórn hennar! Skuldir Orkuveitunnar hafa 160-faldast á undan- förnum átta árum, vaxið úr 125 milljón- um króna í 20 millj- arða. Telur hann þessa skuldasöfnun til marks um styrk fyr- irtækisins auk þess sem söfnun skuldanna sé í lagi, af því að þær verði greiddar niður af þeim, sem kaupa orku af því. Tryggvi lætur þess ekki getið, að ekki meira en tæpir níu milljarðar af þessum 20 millj- arða skuldum renna til orkufram- kvæmda. Með auknum arð- greiðslum í borgarsjóð og sérstakri greiðslu upp á 4 milljarða króna hafa á valdatíma R-listans verið teknir 10,8 milljarðar króna úr sjóðum Orkuveitunnar til að bæta og fegra stöðu borgarsjóðs Reykjavíkur. Orkuveitan þurfti að fjármagna auknar arðgreiðslur í Tryggvi – skuldir Orku- veitunnar Björn Bjarnason MAÐUR vaknar upp með andfælum þegar „sérfræðingar“ frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum ryðjast upp á dekk og segja að vaxtalækkun Seðla- banka nýverið hafi verið misráðin. Hver er þekking þessara „sérfræðinga“ á ís- lenskum efnahags- málum? Vita þeir að eiginfjárhlutfall ís- lenskra fyrirtækja er langtum lægra en al- mennt gerist í iðnaði, þjónustufyrirtækjum og atvinnufyrirtækj- um yfirleitt erlendis? Vita þeir að þessi fyrirtæki neyðast til að velta vaxtakostnaðinum beint út í verð- lagið til að geta lifað af og háir vextir valda þannig verðbólgu, en draga ekki úr henni eins og gerist hugsanlega erlendis þar sem eig- infjárstaða fyrirtækja þolir hærri vexti tímabundið án þess að hækka verðlag? Vita þeir kannski ekki að flest íslensk fyriræki hafa enga stöðu til að taka umræddan vaxta- kostnað á sig vegna lágrar eig- infjárstöðu og verða því að velta kostnaðinum af sér eða loka fyrirtækinu? Ef þeir vita þetta ekki getur þá ekki einhver sent blessuðum mönn- unum a.m.k. tölvu- póst? Vita þessir sömu sérfærðingar ekki að heimilin hérlendis eru langtum meira skuld- sett en almennt gerist því fjárfesting hefur verið mikil síðustu áratugi? Vita þeir kannski ekki að vextir hérlendis eru nú þeg- ar margfalt hærri en almennt gerist erlend- is? Hvernig dettur þessum guttum í hug að fyrirtæki með lága eig- infjárstöðu eða skuldsett heimili hér langt norður í Atlantshafi geti borgað 3–5 falda (300–500%) hærri vexti en almennt gerist í viðskipt- um erlendis? Hvernig rökstyðja þessir „sérfræðingar“ að íslensk fyrirtæki og heimili geti greitt slíkt okur? Þótt við séum afkom- endur víkinga erum við tæplega slík ofurmenni að efnahagslífið hér þrífist við 300–500% hærri vexti en almennt gerist erlendis. Hitt er svo annað mál – hver bað um afskipti þessara manna, sem hafa ekki betri upplýsingar um stöðu atvinnulífs og heimila hérlendis en raun ber vitni? Ef enginn bað um afskipti þeirra þá er þetta „sérfræðilega“ innlegg í best lagi yfirþjóðlegur dónaskapur og tilefnislaus íhlutun í innanrík- ismál sjálfstæðrar þjóðar. Það er nóg komið af vondum ráðum í vaxtamálum frá mönnum sem virð- ast sérstaklega menntaðir í van- þekkingu á íslenskum aðstæðum. Hvað vita þeir, hver bað um af- skipti þeirra? Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi. Vextir Það er nóg komið af vondum ráðum í vaxta- málum frá mönnum, segir Kristinn Pét- ursson, sem virðast sérstaklega menntaðir í vanþekkingu á íslensk- um aðstæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.