Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 29
NÚ vantar 326
hjúkrunarrými.
Hvaða borgar-
fulltrúar eru líklegastir
til að fylgja eftir aukn-
um framkvæmdum?
Ég hef starfað að
hagsmunamálum aldr-
aðra um alllangt skeið
og verið ljóst að tilfinn-
anlegasta verkefnið og
það sem er og hefur
verið brýnast er upp-
bygging þjónustu fyrir
aldraða bæði heima og
heiman.
Eftir að heilsan
versnaði hef ég ekki
getað tekið raunhæfan þátt í um-
ræðum um þessi mál en fundið mig
knúinn til að segja álit mitt á þessum
málum núna.
Það er upplýst að nú vantar 326
hjúkrunarými og er skorturinn
mestur í Reykjavík.
Nú eru kosningar til borgar-
stjórnar framundan og þá ástæða til
að staldra við og gera sér grein fyrir
hvað hefur verið að gerast og hver
hlutur borgarstjórnar hefur verið
undanfarin ár til að leysa þessi mál.
Til þess að gera sér grein fyrir um-
fangi framkvæmda í þágu aldraðra
er einfalt að athuga þær fjárhæðir,
sem hefur verið varið til slíkra
starfa. Eftirfarandi tölur komu fram
í reikningum borgarsjóðs með því að
taka saman tvö 8 ára tímabil þ.e.
1986–1994, þegar sjálfstæðismenn
undir forustu Davíðs Oddssonar
borgarstjóra stjórnuðu
málum og 1994–2002 á
valdatíma R-listans.
(Sjá töflu.)
Þessar tölur eru
reiknaðar á meðalverði
ársins 2001, svo að um
sambærilegar fjárhæð-
ir er að ræða. Útkoman
virðist því augljós. Síð-
ustu 8 árin á stjórnar-
tíma R-listans hefur
aðeins verið veitt 672,1
milljón króna, þessi 8
ár en síðustu 8 ár sem
sjálfstæðismenn voru
við stjórn var fjárhæð-
in 3.648,8 milljónir, svo
sjá má að algjör umbylting hefur
verið á framkvæmdum í þessu máli í
seinni tíð undir stjórn R-listans.
Aðaláhersla var áður lögð á bygg-
ingu hjúkrunarheimila í Reykjavík
og eru Skjól og Eir heimilin með á
3ja hundrað hjúkrunarrými vitni
þess að vel tókst til með samvinnu
við ýmsa aðila í þjóðfélaginu, verka-
lýðsfélög, kirkju, stéttarfélög o.fl.
allt undir öruggri stjórn sr. Sigurðar
Helga Guðmundssonar. Þegar R-
listinn tók við stjórn 1994 var þeirri
samvinnu slitið og þriðja verkefnið,
sem þá lá fyrir til hönnunar yfirtek-
ið. Leitað var samvinnu við ágætan
félagsskap, sem leiddi byggingu
hjúkrunarheimilis Skógarbæjar til
lykta á góðan hátt, en samkvæmt
ákvörðun R-lista fólksins, var fækk-
að plássum um 50%. Þetta eru þær
staðreyndir sem nú liggja fyrir að þó
að ríkisstjórn hafi nú staðið vel að
málum með byggingu Sóltúns, þá er
skortur á hjúkrunarrými fyrir aldr-
aða enn meiri en áður. Við Reykvík-
ingar þurfum forustu, sem vill taka á
þessu. Þrátt fyrir að frumkvæði R-
listans hafi verið í lágmarki í mál-
efnum aldraðra, hefur frumkvæði
heilbrigðisráðherra í byggingu
hjúkrunarrýmis verið eftirtektar-
verð. Eiga þau Ingibjörg Pálmadótt-
ir, fyrrv. heilbrigðisráðherra, og Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra í
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þakkir
skildar. Jón hefur á vegum ríkis-
stjórnar lagt fram stórkostlega
áætlun um miklar framkvæmdir á
þessu sviði. En þá kemur að því, ætl-
ar borgarstjórn að fylgja því máli
eftir, svo að hlutur Reykvíkinga,
sem er í mestri þörf, verði leystur.
Þá þarf að vera borgarstjórn skipuð
fólki sem hugsar til hagsmuna og
þarfa aldraðra Reykvíkinga. R-list-
inn er ekki líklegur til að fylgja
þessu máli eftir og hefur sýnt lítinn
áhuga, eins og fram kemur í fjár-
framlögum þeirra til málefna aldr-
aðra.
Viðhorf og viðbrögð Stefáns J.
Hafstein, frambjóðanda R-listans,
til tillagna frambjóðanda sjálfstæð-
ismanna í málefnum hjúkrunar-
heimila, sem fram kona í grein hans í
Morgunblaðinu 5. apríl, sýna bæði
skilnings- og metnaðarleysi R-
listans í þessu mikilvæga máli.
1987–1994 1995–2002
aldraðir aldraðir
1987 – 300,5 1995 – 184,3
1988 – 397,3 1996 – 250,7
1989 – 442,5 1997 – 64,6
1990 – 342,6 1998 – 68,3
1991 – 625,4 1999 – 28,2
1992 – 687,1 2000 – 16,2
1993 – 467,0 2001 – 18,7
1994 – 386,5 2002 – 41,0 áætl.
Samt. 3.648,8 Samt. 672,1
Málefni aldraðra
Páll Gíslason
Hjúkrunarrými
Framkvæmdir í þágu
aldraðra námu 3.469
millj. á 8 árum hjá
sjálfstæðismönnum,
segir Páll Gíslason,
en aðeins 672 milljónum
hjá R-lista.
Höfundur er læknir.
borgarsjóð með lántökum. Þá hef-
ur Orkuveitan sett að minnsta
kosti 1,5 milljarða króna í Línu.-
net.
Ef Tryggvi Harðarson er þeirr-
ar skoðunar, að stjórnendur Hafn-
arfjarðar hafi slegið þau met, sem
þessar tölur sýna, þarf hann að
skýra mál sitt betur en hann gerði
í fyrrnefndri Morgunblaðsgrein.
Henni lýkur hann á uppspuna um
fjárhagsleg samskipti ríkisins og
sveitarfélaganna vegna flutnings
grunnskólans. Með grunnskólanum
voru fluttir fjármunir frá ríkinu til
sveitarfélaganna og athugun þriðja
aðila staðfesti, að við þá samninga
var staðið í einu og öllu og fullyrð-
ingar um fjárhagslegan skaða
sveitarfélaganna vegna flutnings-
ins eiga ekki við rök að styðjast.
Þessi málflutningur Tryggva
Harðarsonar sannar mér best, að
hann er ekki að rita grein sína til
að hafa það, sem sannara reynist,
heldur hið gagnstæða.
Höfundur skipar 1. sæti á borg-
arstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Skuldasöfnun
Tryggvi er stoltur
af því, segir Björn
Bjarnason, að
Orkuveita Reykjavíkur
hefur safnað
miklum skuldum.
ÞESSA dagana hef-
ur mikið verið fjallað
um geðheilbrigði, þá
sérstaklega í sambandi
við geðverndardaginn
2. mars síðastliðinn.
Það var alveg frábært
að fylgjast með öllum
greinunum sem birtust
í sambandi við geðheil-
brigði og alla þá ein-
staklinga sem komu
fram í dagsljósið með
sín veikindi á geði, svo
ég tali nú ekki um alla
þá fjárhæð sem safnað-
ist í sambandi við þenn-
an dag og megi hún
nýtast vel.
En það sem ég hjó eftir er að að-
allega var talað um geðheilbrigði á
höfuðborgarsvæðinu og lítið var far-
ið út á landsbyggðina. Þeir sem eiga
við geðvandamál að stríða á höfuð-
borgarsvæðinu geta auðveldlega
leitað til bráðamóttöku geðdeildar
Landspítalans eða þá farið niður á
Túngötu 7 eða í Geysishúsið, kynnst
þar öðru fólki með sameiginleg
vandamál og notið dagsins án þess
að lifa í sálarkvöl.
Nú bý ég í Reykjanesbæ og hef átt
við geðræn vandamál að stríða, hvert
hef ég getað leitað? Svarið er einfalt,
ég þarf að fara til Reykjavíkur, þó
svo að Reykjanesbær sé um 15.000
manna bæjarfélag er ekki einu sinni
geðlæknir á staðnum, hvorki á
heilsugæslustöðinni né með einka-
stofu.
Segjum sem svo að manneskja á
landsbyggðinni liggi mikið þunglynd
heima hjá sér í algjöru vonleysi en
innst inni er hún að
hrópa á hjálp, hvað er
til ráða? Ef hún er ein
heima og hefur engan
bíl og enga ættingja í
kringum sig, hvað get-
ur hún gert? Hún getur
að vísu leitað hjálpar
hjá símahjálparþjón-
ustum eins og Rauða
krossinum og Vin svo
dæmi séu tekin, og
hvað tekur við? Hún
leitar læknis á höfuð-
borgarsvæðinu, leggst
hugsanlega inn á geð-
deild í einhvern tíma,
nær sér upp úr þung-
lyndinu, er útskrifuð,
fer aftur út á land þar sem að hún á
heima, og við tekur ekki neitt. Það
verður að vera til einhverskonar
geðhjálp á landsbyggðinni og mætti
nýta eitthvað af þeim peningum sem
söfnuðust hinn 2. mars síðastliðinn
til að gera eitthvað í því. Því að við
sem erum geðsjúk og búum á lands-
byggðinni þurfum eftirmeðferð og
getum ekki alltaf leitað til höfuð-
borgarsvæðisins.
Geðheilbrigði á
landsbyggðinni
Árný Hildur
Árnadóttir
Höfundur er öryrki.
Geðheilbrigði
Það verður að vera til,
segir Árný Hildur
Árnadóttir, einhvers-
konar geðhjálp á
landsbyggðinni.
Sterkar kalk + D-vítamín
Styrkir bein og tennur
400 mg af kalki töflur til að gleypa.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni