Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 30
UMRÆÐAN
30 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fjármálasnillingur
Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði, Tryggvi
Harðarson, ryðst enn
á ný fram á ritvöllinn
og eys úr viskubrunni
sínum. Í grein í Morg-
unblaðinu 4. apríl sl.
reynir hann að kenna
Birni Bjarnasyni,
frambjóðanda í
Reykjavík, reiknings-
kúnstir sínar en getur
ekki látið hjá líða dálít-
ið af skítkasti eins og
Tryggva er gjarnan
tamt í sínum greinar-
skrifum.
Tilefni skrifa minna
eru þó þær dylgjur í greininni sem
Tryggvi sendir endurskoðendum
Hafnarfjarðarbæjar Deloitte &
Touche hf. Þar líkir hann fjármál-
um og bókhaldi Hafnarfjarðarbæj-
ar við sukkið hjá Enron. Orðrétt
segir hann: „Skuldir borgarinnar og
fyrirtækja hennar liggja ljósar fyr-
ir. Við getum því miður ekki sagt
hið sama um skuldir Hafnarfjarðar.
Milljarðaskuldbindingar eru ekki
færðar til bókar hjá Hafnarfjarð-
arbæ. Þar er um að ræða einka-
framkvæmdir á vegum bæjarins
þar sem skuldbindingar vegna
byggingarþáttarins einar og sér
nema um 6–7 milljörðum króna.
Eina haldbæra skýringin á því að
fara út í þessar einka-
framkvæmdir á vegum
bæjarins er að fela
hina raunverulegu
skuldastöðu hans fyrir
bæjarbúum. Að því
leytinu til væri nær að
líkja fjármálum og
bókhaldi Hafnarfjarð-
arbæjar við sukkið hjá
Enron.“
Sama dag og grein
Tryggva birtist voru
ársreikningar bæjar-
sjóðs Hafnarfjarðar
fyrir árið 2001 lagðir
fram í bæjarráði. Er
það veruleg breyting
frá því sem áður var.
Þannig voru ársreikningar bæjar-
sjóðs fyrir árið 1997 lagðir fram í
bæjarstjórn að afloknum bæjar-
stjórnarkosningum eða í lok júní
1998.
Niðurstöður ársreiknings 2001
sýna að peningaleg staða bæjar-
sjóðs batnar um 665 m.kr. eða um
12% á árinu 2001. Frá árinu 1998
hefur peningalega staða bæjarsjóðs
batnað um 243 m.kr. reiknað á árs-
lokaverðlagi 2001. Þetta er ótrúlega
góð niðurstaða í ljósi allra þeirra
nauðsynlegu framkvæmda sem ráð-
ist hefur verið í á núverandi kjör-
tímabili.
Í skýringum endurskoðenda með
ársreikningi 2001 kemur fram að
núvirði leigugreiðslna vegna bygg-
ingarþáttar allra einkafram-
kvæmdasamninga sem Hafnar-
fjarðarbær hefur gert nemur 2.946
m.kr. en ekki 6–7 milljörðum eins
og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar,
Tryggvi Harðarson, heldur fram.
Skuldir bæjarsjóðs samkvæmt
efnahagsreikningi bera vexti sem
eru gjaldfærðir hvert ár en ekki
eignfærðir. Skuldbindingar bæjar-
sjóðs vegna einkaframkvæmda-
samninga bera ekki vexti og því ber
að núvirða þær eins og löggildir
endurskoðendur bæjarsjóðs gera.
Þetta er lýsandi dæmi um þær
fjármálablekkingar sem þessi bæj-
arfulltrúi hefur hvað eftir annað
borið á borð landsmanna í þeim
pólitíska tilgangi að sýna stöðu
Hafnarfjarðar verri en hún raun-
verulega er.
Skrif Tryggva Harðarsonar og
annarra bæjarfulltrúa Samfylking-
arinnar í Hafnarfirði skýra það bet-
ur en margt annað hvers vegna
stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar,
sem nú tilheyra Samfylkingunni
gerðu lítið annað á árunum 1995–
1998 en að safna skuldum en láta
allar framkvæmdir sitja á hakanum.
Dylgjur
Tryggva
Harðarsonar
Magnús
Gunnarsson
Skuldir
Niðurstöður árs-
reiknings 2001 sýna,
segir Magnús Gunn-
arsson, að peningaleg
staða bæjarsjóðs batnar
um 665 m.kr. eða
um 12% á árinu.
Höfundur er bæjarstjóri í
Hafnarfirði.
ÓVENJU skýr og
vönduð stefnuskrá um
þróun höfuðborgarinn-
ar á næsta kjörtímabili
hefur litið dagsins ljós
undir einkunnarorðun-
um „Reykjavík í fyrsta
sæti“. Með því að nú-
tímavæða fjármála- og
framkvæmdastjórnun
borgarinnar og einnig
hina margvíslegu þjón-
ustu á vegum borgar-
innar, mun verða unnt
að gera þessa stefnu-
skrá að veruleika. Í stað
fordómafullra og gam-
aldags skoðana um op-
inbert eignarhald fyrir-
tækja er unnt að láta fjármagnið
vinna fyrir fólkið.
Á skírdag var höfundur þessa
greinarkorns á skíðum í Bláfjöllum
ásamt fjölmörgum öðrum íbúum höf-
uðborgarsvæðisins og fleiri byggða.
Fjalllendið skartaði sínum fegursta
vetrarskrúða þennan dag, en aðbún-
aður af hálfu sveitarfélaga höfuðborg-
arsvæðisins, þar sem Reykjavík að
sjálfsögðu ber að vera leiðandi, mætti
vera betri. T.d. er ámælisverður sá
mikli bílastæðahörgull, sem þarna
verður á góðviðrisdögum sem þess-
um.
Ef litið er til þróunar Reykjavíkur
undanfarin tvö kjörtímabil og um-
mæli ýmissa forkólfa R-listans, t.d. úr
röðum vinstrigrænna, er engu líkara
en húsráðendur í Ráðhúsinu við
Tjörnina hafi horn í síðu bílnotenda.
Afar umdeilanleg forgangsröðun hef-
ur ríkt í samgöngumálum höfuðborg-
arinnar, í lofti sem á láði, og þar boðar
D-listinn mikla stefnubreytingu. Ný
mannvirki munu bylta samgöngum í
borginni; stórauka öryggi
í umferðinni, greiða fyrir
henni og þar með draga úr
eldsneytisnotkun og loft-
mengun. Átakanlegasta
dæmið um ranga for-
gangsröðun eru gatnamót
Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar. Borgar-
stjórn verður að viður-
kenna einkabílinn, láta
skipuleggja borgina og
hanna umferðarmann-
virki með tilliti til þarfa
bílnotenda í stað þess að
berja höfðinu við steininn,
eins og R-listinn gerir.
Þetta breytir hins vegar
engu um nauðsyn almenn-
ingssamgangna. Það er þó dálítið erfitt
að skilja, hvers vegna Reykjavíkurborg
eyðir púðri í þátttöku í þróun vetnisknú-
inna samgöngutækja, því að framleiðsla
vetnis með rafgreiningu mun kalla á
niðurgreiðslu raforkuverðs úr opinber-
um sjóðum eða sjóðum orkufyrirtækja.
Þetta stafar af því, að mun ódýrara er
að vinna vetni úr jarðgasi en með raf-
greiningu vatns, og þekktar jarðgas-
birgðir munu endast áratugum saman.
Vel má hins vegar vera, að eldsneyt-
israfalinn og rafhreyfillinn taki við af
sprengihreyflinum til að knýja farar-
tæki, eftir svo sem tvo áratugi, en hag-
kvæmara verður þá að flytja eldsneytið
til landsins þar til gasverðið hefur
hækkað verulega.
Annað dæmi um sveimhuga afstöðu
R-listans til samgöngumála var það til-
tæki að fá erlendan sérfræðing til að
gera kostnaðaráætlun um járnbrautar-
lögn og rekstur rafknúinnar járnbraut-
ar á milli Reykjavíkur og flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar. Að leggja fé í slíka
rannsókn vitnar um undarlega for-
Rekur enn á
reiðanum í
Ráðhúsinu?
Bjarni
Jónsson
SAMFYLKINGIN á
Akureyri hefur valið
framboðslista vegna
bæjarstjórnarkosning-
anna 2002. Það sem ein-
kennir listann er að
hann leiðir samhent
sveit fólks sem hefur
mikla þekkingu á bæj-
armálum. Um leið og
listinn var kynntur var
greint frá helstu
áherslum í komandi
kosningabaráttu.
Hin eiginlega mál-
efnavinna er í fullum
gangi þar sem fjöldi
fólks, fagmenn og
áhugafólk, mótar
stefnu framboðsins í smáatriðum.
Eitt af því sem Samfylkingin legg-
ur áherslu á er að gera Glerárdal að
fólkvangi og útivistarperlu Akureyr-
inga.
Hvað merkir þetta? Hvað er fólk-
vangur? Samkvæmt 55. grein nátt-
úruverndarlaga getur umhverfisráð-
herra, að fengnum tillögum
sveitarfélags og áliti Náttúruverndar
ríkisins, lýst tiltekið svæði landsvæði
sem ætlað er til útivistar og almenn-
ingsnota fólkvang. Viðkomandi sveit-
arfélög ber af því allan kostnað að því
marki sem ekki er greitt úr ríkis-
sjóði.
Með slíkum gjörningi er tryggt að
notkun dalsins verður nákvæmlega
skilgreind. Þegar dalurinn hefur ver-
ið gerður að fólkvangi verður honum
borgið gegn ásælni, t.d. efnistöku og
annarri þeirri skammsýni sem ein-
kennir gerðir okkar gagnvart nátt-
úrunni. Það tryggir að-
gang afkomenda okkar að
dalnum sem náttúru-
perlu.
Þegar þessu formlega
ferli er lokið þarf að
skipuleggja dalinn til úti-
vistar og notkunar. Það
er grundvallaratriði í
upphafi að þau svæði sem
þegar eru skemmd af
ágangi kynslóðanna verði
lagfærð. Það á við í mynni
dalsins. Sorphaugum þarf
að loka, svo og gömlum
efnistökunámum og land
á að græða upp. Vatns-
taka þarf að vera í sátt við
umhverfið.
Dalurinn að vestan er í frábæru sam-
hengi við skíðasvæðin í Hlíðarfjalli. Er
hægt að hugsa sér fegurri skíðagöngu-
hring en inn Glerárdal á sólbjörtum
degi umkringdur stórkostlegum fjöll-
um? Fjöllin umhverfis dalinn eru mjög
heppileg fyrir áhugafólk um útivist og
fjallgöngur. Þar er hægt að velja sér
gönguleiðir við hæfi – erfiðar, léttar og
allt þar á milli.
Kerling er hæsta fjall í byggð á
Norðurlandi og er ögrandi viðfangsefni
fyrir alla sem unna útivist. Áhugafólk
um jarðfræði finnur margt við sitt hæfi
í þessari perlu. Ótal merkileg jarð-
fræðifyrirbæri eru í Glerárdal og ekki
eru nema örfáir áhugamenn um dalinn
sem vita af þeim fjársjóðum.
Fjölmargt annað mætti nefna
Að mínu mati á að leita samstarfs við
Ferðafélag Akureyrar um skipulagn-
ingu útivistar í dalnum. Það þarf að
Gerum Glerár-
dal að fólkvangi
Jón Ingi
Cæsarsson