Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í NÝJU frumvarpi til raforku-laga er meðal annars gertráð fyrir því að stofnað verðisérstakt fyrirtæki um flutn-
ing á raforku frá virkjunum til
dreifiveitna og stóriðjuvera. Dreifi-
veiturnar sjá síðan um að dreifa
rafmagninu innan tiltekins svæðis,
t.d. innan bæjarfélaga eða veitu-
svæðis.
Tilgangur frumvarpsins er fyrst
og fremst sá að skapa forsendur
fyrir samkeppni í vinnslu og við-
skiptum með raforku auk þess sem
stjórnvöld eru að innleiða tilskipun
vegna samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið en Evrópusam-
bandið stefnir að því að koma á
innri markaði með orku almennt.
Ráðherra beiti sér fyrir
stofnun flutningsfyrirtækis
Orkufyrirtækin hafa rætt
óformlega um stofnun slíks fyrir-
tækis. Samkvæmt frumvarpinu á
iðnaðarráðherra þó að beita sér
fyrir því að þau fyrirtæki sem þeg-
ar eiga flutningsvirki stofni slíkt
flutningsfyrirtæki. Náist ekki
samningar milli þeirra á iðnaðar-
ráðherra að tilnefna eitt fyrirtæki í
þessu skyni og verður eigendum
flutningsvirkja þá skylt að leigja
þau til fyrirtækisins. Ef mál leys-
ast hins vegar ekki með samning-
um og ef ekkert fyrirtæki treystir
sér til að standa undir tilnefningu
ráðherra skal stofna fyrirtæki í
eigu ríkisins til að annast þennan
rekstur.
Almennt teljast rafmagnslínur
sem eru yfir 30 kV til flutnings-
kerfisins. Fimm fyrirtæki eiga
slíkar háspennulínur, Landsvirkj-
un, RARIK, Orkubú Vestfjarða,
Orkuveita Reykjavíkur og Hita-
veita Suðurnesja. Gert er ráð fyrir
að fyrirtækin leggi háspennulín-
urnar sem eignir inn í hið nýja fyr-
irtæki en rekstur þess verður al-
gerlega sjálfstæður.
Iðnaðarráðherra fól Þorkeli
Helgasyni, orkumálastjóra, að
leiða samningaviðræður þessara
fyrirtækja. Að sögn Þorkels hafa
viðræðurnar verið óformlegar til
þessa enda hafi frumvarpið ekki
verið samþykkt en hann vill ekki
tjá sig um gang þeirra að öðru
leyti.
Þorkell segir að hlutverk flutn-
ingsfyrirtækisins sé þó alveg
skýrt. Fyrirtækið eigi að sjá um að
reka allt flutningskerfi raforku á
landinu, frá virkjunum að dreifi-
veitum og stóriðjuverum. Dreifi-
veiturnar munu síðan sjá um að
dreifa raforkunni á afmörkuðu
svæði, t.d. innan bæjarfélaga eða
einstakra landshluta. Þorkell segir
að það sé að vísu álitamál í þessu
sambandi hverjar af línum RARIK
skuli teljast til flutningskerfisins
og hverjar teljist vera hluti af
dreifikerfinu. RARIK eigi talsvert
af háspennulínum yfir 30 kV sem
eru notaðar til að dreifa rafmagni
innan ákveðins svæðis. Í slíkum til-
fellum hefur ráðherra raunar
heimild til þess að undanskilja há-
spennulínur frá flutningskerfinu
og fela þær viðkomandi dreifiveitu.
Hið sama mun eiga við um há-
spennulínur sem eru innan höfuð-
borgarsvæðisins.
Sérleyfisskylda í stórflutningi
og innan hvers svæðis
Þorkell segir að grunnhugsunin
með frumvarpinu sé sú að raforku-
geirinn skiptist í fjögur svið. Á
tveimur sviðum verði um sérleyf-
isskyldan rekstur að ræða en að
öðru leyti ríki samkeppni. Þannig
muni aðeins eitt fyrirtæki sjá um
stórflutning á rafmagni, þ.e. frá
virkjun að dreifiveitum og aðeins
eitt fyrirtæki muni sjá um dreif-
ingu á rafmagni innan hver
svæðis. Ekki sé hagkvæ
koma á samkeppni á þessu
um enda þyrfti þá væntan
leggja nýjar háspennulínur
þeirra sem fyrir eru og legg
en eina rafmagnslínu í hve
Slíkt komi eðlilega ekki til
Þorkell segir að þessi sé
skylda starfsemi flutning
tækisins og dreifiveitna ve
eftirliti Orkustofnunar en h
meðal annars að gæta þ
verðið sem krafist er fyri
ustuna sé sanngjarnt. Á
sviðunum, þ.e. í smásölu og
leiðslu á raforku, muni aftur
ríkja samkeppni.
Notendur eigi frjálst va
orkusala eftir tvö á
Gert er ráð fyrir því að
með ársbyrjun 2004 geti a
orkunotendur í landinu, jafn
sem smáir, valið af hvaða fy
þeir kaupi raforku. Þannig g
á Ísafirði ákveðið að kau
magnið af Orkuveitu Reyk
ef honum sýnist svo eða te
hagstæðara. Flutningsfyr
og viðkomandi dreifiveita
skuldbundin til að veita þ
magni sem hann keypti inn
ili sitt gegn því að orkukaup
greiði gjald fyrir flutningin
irlit með sölu og framkvæm
ur einkum í höndum Samk
stofnunar eins og í
viðskiptum á samkeppnisma
Óformlegar
viðræður um
stofnun flutn-
ingsfyrirtækis
"# !
!
Stefnt að því að allir notendur geti v
FRIÐRIK Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði ákvörðun
Norsk Hydro um að fresta þátttöku
sinni í Reyðarálsverkefninu von-
brigði á samráðsfundi Landsvirkj-
unar í gær. Vonbrigðin væru ekki
síst í ljósi þess að raforkusamn-
ingnum við Reyðarál hefði verið svo
til lokið og að aldrei hefði almenn-
ingur stutt verkefnið meira en ein-
mitt nú. Gífurlega mikil undirbún-
ingsvinna hafi átt sér stað á vegum
Landsvirkjunar og nærri láti að út-
gjöld fyrirtækisins vegna Kára-
hnjúkavirkjunar séu nú um 2,3
milljarðar króna.
Friðrik sagði að Landsvirkjun
mundi endurskipuleggja áætlanir
sínar meðan á óvissu um framtíð
Noral-verkefnisins stendur. Út-
gjöldum vegna undirbúnings yrði
haldið í algjöru lágmarki og því
yrðu engar framkvæmdir á virkj-
unarsvæðinu í sumar. Einnig verð-
ur samið við væntanlega verktaka,
sem valdir hafa verið í forvali um að
þeir bjóði í verkið þegar þar að
kemur. Þá verður, eins og kunnugt
er, kannað hvort nýir aðilar séu til-
búnir að byggja álver af svipaðri
stærð á Reyðarfirði og kaupa raf-
magn frá Kárahnjúkavirkjun.
Stjórn Landsvirkjunar var end-
urkjörin á ársfundi fyrirtækisins
um morguninn áður en samráðs-
fundurinn hófst.
Orkuþing verði haldið
á fimm ára fresti
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra sagði breytingar í orku-
málum og umhverfi okkar sífellt
verða örari þannig að hún teldi eðli-
legt að menn hugleiddu hvort ekki
bæri að stefna að því að halda Orku-
þing á fimm ára fresti í stað tíu ára.
Hét hún fullum stuðningi iðnaðar-
ráðuneytis til að svo mætti vera.
Orkuþing var síðast haldið árið
2001.
Kostnaður Lands-
virkjunar um 2,3
milljarðar króna
Kárahnjúkavirkjun
HAUKUR S. Tómasson ja
ingur hjá Orkustofnun fék
urkenningu Landsvirkjun
rannsóknarstörf á samráð
fyrirtækisins í gær. Hauk
af störfum um þessar mun
hefur hann átt samvinnu v
Landsvirkjun allt frá stof
irtækisins.
Haukur þykir hafa kom
frumlegar virkjunarhugm
og lausnir, hann stjórnaði
fangsmiklum verkefnum
unarjarðfræði og vann br
endastarf við aurburðarm
og nýjar aðferðir við mat
afli Íslands. Einnig hefur
unnið vísindarannsóknir,
hamfarahlaupum á Ísland
strandlínum jökullóna og
arstöðu.
Haukur
Tómass
jarðfræ
ingur
heiðraðu
Viðurkenn
TRAUST FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
REFSIRAMMI
KYNFERÐISAFBROTA
Fjölskipaður dómur HéraðsdómsAusturlands dæmdi í fyrradagkarlmann í 18 mánaða fangelsi fyr-
ir kynferðisbrot gegn sjö ára gamalli
stjúpdóttur sinni og til að greiða henni
eina milljón króna í miskabætur. Frá
þessu var greint í frétt á baksíðu Morg-
unblaðsins í gær.
Þar kom jafnframt fram að karlmaður-
inn smitaði telpuna af tvennskonar kyn-
sjúkdómum og að sálfræðingur sem ræddi
við stúlkuna telur að hún muni eiga við
langvinnan vanda að etja vegna þess af-
brots, sem framið var gegn henni og óvíst
sé hvort hún nái sér nokkurn tíma að fullu.
Segja má að í hvert sinn sem kveðinn er
upp dómur yfir kynferðisafbrotamanni hér
á landi, hefjist umræða í þjóðfélaginu um
þyngd refsinga í kynferðisafbrotamálum.
Þetta á ekki síst við um dómsmál þar sem
börn eru fórnarlömb kynferðisafbrota-
manna. Almenningur fyllist reiði, þegar
börn eru svívirt og gerir þá kröfu, að þeir
sem gerast sekir um slíkt, verði látnir sæta
refsingu, sem endurspegli á einhvern hátt
alvarleika þess glæps sem framinn hefur
verið.
Það þykir mörgum sem refsingin, sem
fólgin er í frelsissviptingu í hálft annað ár,
sé afskaplega léttvæg fyrir glæp sem
framinn hefur verið gegn lífi lítils barns.
Glæp sem getur hæglega eyðilagt líf
barnsins til frambúðar, andlega og líkam-
lega; glæp sem komið getur í veg fyrir að
barnið geti nokkurn tíma stundað heilbrigt
kynlíf; glæp sem getur dæmt barnið til
þess að búa við varanlegt öryggisleysi,
svipt þeim eiginleika að geta treyst öðrum;
glæp sem jafnvel getur haft þær afleið-
ingar í för með sér, að kynsjúkdómarnir
sem afbrotamaðurinn smitaði það af, verði
til þess að barnið verði svipt þeim mögu-
leika að verða nokkurn tíma foreldri.
Það er skiljanlegt að umræða um refsi-
ramma kynferðisafbrotamála kvikni í
þjóðfélaginu æ ofan í æ, þegar dómahefðin
gengur jafnsterklega gegn almennings-
álitinu í landinu og virðist gerast í þessum
brotaflokki.
Í desember á liðnu ári var greint frá því
hér í Morgunblaðinu að Helga Leifsdóttir
héraðsdómslögmaður hefði krafist þess að
kynferðsbrotakafli hegningarlaganna yrði
tekinn til tafarlausrar endurskoðunar.
Fram kom í áðurnefndri frétt að krafa
Helgu væri fram komin vegna dóma í kyn-
ferðisbrotamálum sem fallið hefðu sl.
haust. Taldi hún þá of væga miðað við aðra
brotaflokka, t.d. fíkniefna- og auðgunar-
brot.
Nú þarf það ekki endilega að vera að
nauðsynlegt sé að endurskoða kynferðis-
brotakafla hegningarlaganna, því sam-
kvæmt lögunum er hámarksrefsing í kyn-
ferðisafbrotamálum 16 ára fangelsi.
Refsiramminn er því rúmur, en dómahefð-
in hér á landi í kynferðisafbrotamálum er
hins vegar sú, að aðeins lítill hluti refsi-
rammans er nýttur alla jafna.
Krafa almennings um þyngingu refs-
inga vegna kynferðisafbrota beinist því
fyrst og fremst að dómstólum þessa lands
og fyrir skemmstu sáust þess merki, að
Hæstiréttur væri farinn að svara og
bregðast við þessari almennu kröfu, þegar
hann 14. mars sl. þyngdi dóm yfir karl-
manni vegna kynferðisbrota hans gegn
stjúpdóttur hans, um tvö ár, úr þremur og
hálfu ári í fimm og hálfs árs fangelsi. Hér
kann að vera kominn vísir að því, að rétt-
lætiskennd og velsæmistilfinningum fólks
verði ekki lengur misboðið með sama hætti
og verið hefur. Ef ekki, á löggjafinn vart
aðra leið færa, en endurskoða áðurnefndan
hegningarlagakafla og setja inn sérstakt
ákvæði um ákveðna lágmarksrefsingu.
Kauphöllin í New York og Landsamtökverðbréfamiðlara í Bandaríkjunum
kynntu í febrúarmánuði hvor sínar tillög-
ur að nýjum reglum um greiningardeildir
fjármálafyrirtækja og starfsmenn þeirra.
Í grein sem birtist í viðskiptablaði Morg-
unblaðsins sl. fimmtudag kemur fram að
megininntak reglnanna er að skarpari að-
skilnaður verði á milli deilda fjármálafyr-
irtækja, þ.e.milli greiningardeilda og
verðbréfaviðskipta. Þetta eru svokallaðir
Kínamúrar sem hafa þótt til lítils í mörg-
um bandarískum fjármálafyrirtækjum en
þykja samt sem áður nauðsynlegir til að
gæta hlutlægni gagnvart viðskiptavinum.
Hefur jafnvel komið til tals að löggjöf
þyrfti til sem bannar að slík aðskilin starf-
semi sé undir sama þaki.
Á síðasta ári setti Fjármálaeftirlitið
fram leiðbeinandi tilmæli til fjármálafyr-
irtækja sem starfa hér á landi. Er þar
meðal annars fjallað um svokallaða Kína-
múra og að fyrirtæki þurfi að kappkosta
að ýtrustu hagsmuna ótengdra viðskipta-
manna sé gætt í verðbréfaviðskiptum og
að fullur trúnaður ríki gagnvart þeim.
Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
fyrradag kemur fram það álit forstöðu-
manna greiningardeilda íslenskra fjár-
málafyrirtækja að þær breytingar sem
fyrirhugaðar eru í Bandaríkjunum séu
margar hverjar um garð gengnar hér á
landi en fjármálafyrirtækin eiga að hafa
leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins
til hliðsjónar við gerð eigin reglna.
Eitt er hins vegar hvaða reglur hafa
verið settar og annað hvort og þá hvernig
þeim er fylgt eftir í verki. Um það hafa
viðskiptavinir fjármálafyrirtækja í raun
litlar upplýsingar.
Í viðtali við Morgunblaðið í ágúst á síð-
asta ári lýsti Páll Gunnar Pálsson, for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, áhyggjum sín-
um af því sem er hulið innan
fjármálafyrirtækjanna. „Greiningardeild-
irnar eru oft sýnilegri en önnur svið fjár-
málafyrirtækja. Við höfum meiri áhyggjur
af því sem er að gerast inni á viðskipta-
stofunum og aldrei er sagt frá með einum
eða öðrum hætti. Það þarf t.d. að vera al-
veg á hreinu með hvaða hætti eigin við-
skipti fjármálafyrirtækjanna eru. Þetta er
stór þáttur í starfsemi fjármálafyrirtækj-
anna og verðbréfaeign íslenskra lána-
stofnana hefur farið vaxandi. Það getur
vakið tortryggni, ef fyrirtæki eru hugs-
anlega að eiga viðskipti fyrir eigin reikn-
ing með verðbréf sem þau eru á sama tíma
að veita ráðgjöf um eða miðla. Viðskiptum
fyrir eigin reikning verður að halda að-
skildum frá öðrum þáttum í verðbréfa-
þjónustunni sjálfri þannig að þau séu trú-
verðug og það sé ljóst að hagsmunir
viðskiptavinarins séu hafðir í fyrirrúmi,“
segir Páll í Morgunblaðinu í ágúst sl.
Óhætt er að taka undir þessi orð Páls
Gunnars. Viðskiptavinurinn verður að
geta treyst á heiðarleika fjármálafyrir-
tækisins sem hann skiptir við og að hann
sé upplýstur um ef viðkomandi fjármála-
fyrirtæki á hagsmuna að gæta.
Rík eftirlitsskylda hvílir á Fjármálaeft-
irlitinu og nauðsynlegt að henni sé fram-
fylgt í hvívetna því iðulega liggja upplýs-
ingar ekki á lausu hjá fjármála-
fyrirtækjunum hvort heldur sem það eru
viðskiptavinir eða aðrir aðilar sem eftir
þeim óska. Það er hagur allra sem starfa á
fjármálamarkaði að skýrar reglur gildi um
þessi mál og eftir þeim sé farið. Annað
rýrir traust almennings á fjármálamark-
aðnum og þeim sem þar starfa.