Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 38

Morgunblaðið - 06.04.2002, Side 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ A fhverju hefur þjóðin allt í einu svona mik- inn áhuga á að ganga í Evrópusambandið? Þessari spurningu hef ég mikið verið að velta fyrir mér síðustu vikurnar. Í nýrri skoð- anakönnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins sögðust 52% svarenda vera hlynnt aðild Íslands að ESB og 91% lýstu sig fylgjandi því að teknar yrðu upp viðræður við sambandið um hugsanlega að- ild. Ég hef alla tíð átt erfitt með að taka afgerandi afstöðu í þessu flókna máli, en hef þó heldur verið þeirrar skoðunar að við ættum að fara varlega. Mér hefur þótt flest ganga okkur Íslendingum í haginn á seinni árum og ég hef fram undir þetta ekki séð nægilega góð rök fyrir því að okkar hag sé eitthvað betur borgið innan ESB en utan þess. Ég hef auk þess allt- af trúað því að það sé rétt, sem haldið hefur verið fram, að með inngöngu í Evrópusambandið vær- um við að fórna yfirráðarétti okkar yfir fiskimiðunum. Ég hef verið sammála þeim sem segja að það sé fráleitt að hleypa erlendum fiski- skipum aftur inn í landhelgina eftir að hafa barist harðri baráttu fyrir því að reka þau þaðan burt. Þess vegna hef ég verið dálítið hissa á þjóðinni og ég hef því neyðst til að skoða þetta mál að nýju til að átta mig á því hvort ég hef verið að misskilja eitthvað í þessari Evrópuumræðu. Ég hef eins og aðrir fylgst með málflutningi Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra sem hefur rætt þessi mál ítarlega og oft á síð- ustu misserum. Enginn vafi leikur á því að málflutningur Halldórs hefur átt stóran þátt í því að fá þjóðina til að trúa því að það sé ekki glapræði að ganga í Evrópu- sambandið heldur geti það orðið henni til góðs. Lengi vel átti ég erfitt með að skilja hvað Halldór var að fara í Evrópumálum. Halldór er alinn upp í íslenskum sjávarútvegi og þekkir þarfir hans og möguleika betur en flestir aðrir. Hvers vegna leggur maður, sem upplifði land- helgisbaráttuna, ber hag lands- byggðarinnar fyrir brjósti, þekkir þarfir sjávarútvegsins afar vel og er þar að auki formaður í flokki sem flestir hafa talið mjög andvíg- an inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið, til að hvetja til þess að Ís- lendingar skoði með opnum hug aðild að sambandinu? Lengi vel hélt ég að Halldór hefði einfaldlega dvalist of lengi í Brussel og væri hreinlega kominn úr tengslum við kjósendur sína. Að sumu leyti dáðist ég þó að honum fyrir að taka upp þetta mál því að ég hef alla tíð talið að stjórn- málamenn ættu að þora að hafa skoðanir og berjast fyrir þeim. Slík afstaða er ekki mjög algeng í dag. Halldóri hlaut að vera ljóst að hann var að búa til vanda innan Framsóknarflokksins með þessari afstöðu því að margir framsókn- armenn voru og eru harðir and- stæðingar nánari tengsla við Evr- ópusambandið. Hann var því að taka þá áhættu að ýta þessum stuðningsmönnum út úr flokknum án þess að vita hvort nokkrir kæmu í staðinn. Sumir myndu kalla þetta pólitíska fífldirfsku, en aðrir pólitískt hugrekki. Morgunblaðið sendi mig á stjórnmálafund sem Halldór boð- aði til snemma á þessu ári. Þar ræddi hann m.a. um Evrópumál og benti á ýmsar hliðar þessa flókna máls. Einn fundarmanna lýsti óánægju með málflutning hans og spurði hvort formaður Framsókn- arflokksins ætlaði virkilega að standa að því að vega að íslenskra bændastétt með því að stuðla að því að Ísland gerðist aðili að ESB. Halldór sagði að vissulega væru mörg vandamál sem blöstu við landbúnaðinum ef Íslands gerðist aðili og hann hefði áhyggjur af þeim. „Ég hef miklu meiri áhyggj- ur af íslenskum landbúnaði en ís- lenskum sjávarútvegi ef við gengj- um í ESB,“ sagði Halldór. Þetta fannst mér dálítið ein- kennilegt svar í ljósi þess að því hefur alla tíð verið haldið fram að íslenskur sjávarútvegur yrði að fórna miklu ef við gengjum í ESB og raunar útilokaði sjávarútvegs- stefna ESB að við gerðumst aðilar. Þó því hafi stundum verið haldið fram að við gætum náð þokka- legum samningum um sjáv- arútvegsmál við ESB hef ég alltaf litið svo á að við yrðum eftir sem áður að fórna talsvert miklu. Í ræðu sem Halldór flutti í Berl- ín 14. mars sl. setur hann fram rök sem voru alveg ný fyrir mér, en þar veltir hann fyrir sér hvað átt er við með orðinu „sameiginlegur“ þegar rætt er um sjávarútvegs- stefnu ESB. „Ég tel ljóst að Evrópusam- bandið þarf á sameiginlegri fisk- veiðistefnu að halda vegna þess að fiskistofnar þess eru að miklum hluta sameiginlegir – þ.e. tvö eða fleiri ríki nýta þá,“ sagði Halldór. Þetta ætti ekki við um fiskistofna við Ísland sem við ættum ekki sameiginlega með öðrum þjóðum. „Hér er áhugavert að nefna að ekki er um að ræða með sama hætti sameiginlega stefnu um t.d. skóglendi, nokkuð sem er Finnum afar mikilvægt, eða um olíu og gas, sem skipta Breta svo miklu máli. Ástæðan hlýtur að vera sú að hér er ekki um sameiginlega auðlind að ræða.“ Of langt mál er að rekja hér alla ræðu Halldórs. Rök hans eru hins vegar að mörgu leyti sannfærandi fyrir því að það sé hægt að finna leiðir sem íslenskur sjávarútvegur geti sætt sig við. Ef það er rétt hjá honum að fullyrðingar um að sjáv- arútvegsstefna ESB útiloki aðild Íslands að sambandinu haldi ekki þá verðum við að ræða þessi mál með allt öðrum hætti en við höfum gert fram að þessu. Ég segi ekki að Halldór sé búinn að sannfæra mig, en ég hlusta og ég skil núna betur hvað þjóðin er að hugsa. Hvað er þjóðin að hugsa? „„Ég hef miklu meiri áhyggjur af ís- lenskum landbúnaði en íslenskum sjáv- arútvegi ef við gengjum í ESB,“ sagði Halldór. Þetta fannst mér dálítið ein- kennilegt svar...“ VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ✝ Kristín Sæ-mundsdóttir fæddist á Kaganesi í Helgustaðarhreppi við Reyðarfjörð 26. febrúar 1919. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 30. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Marta Ólína Ólsen frá Teigagerðisklöpp í Reyðarfirði og Sæ- mundur Þorvaldsson frá Stóru-Breiðuvík í Reyðarfirði. Systkini Kristínar voru Anna Þuríður, Jens Ólsen, Þorvaldur, Stefán Jó- hann og Ásdís Ingigerður sem öll eru látin, eftir lifandi eru Valtýr og Elín Guðný. Kristín ólst upp á Kaganesi fram að tíu ára aldri, en þá flutti fjölskyldan til Norðfjarð- ar. Kristín giftist Haraldi Harðar Hjálmarssyni frá Mjóafirði, f. 18.2. 1919. d.1.4. 1989. Þau bjuggu á Norðfirði til haustsins 1960 er þau fluttu til Flateyrar við Önund- arfjörð og þar bjuggu þau til árs- ins 1969, er þau fluttu til Grinda- víkur og bjuggu þar til dauðadags. Sam- an eignuðust þau sex börn, en fyrir átti Kristín son sem Har- aldur gekk í föður- stað. Börnin eru: 1) Gunnar Berg Ólafs- son, f. 2.2. 1938, kona hans er Ólína Rut Magnúsdóttir. 2) Hjálmar, f. 25.8. 1942, kona hans er Kristín Ragnheiður Guðmundsdóttir. 3) Sæmundur, f. 20.9. 1944, kona hans er Vilborg Ásgeirsdóttir. 4) Marta Margrét, f. 16.7. 1947, maður hennar er Sæþór Mildinberg Þórðarson. 5) Unnur Guðrún, f. 20.7. 1948, maður hennar er Jón Eyjólfur Sæmundarson. 6) Önund- ur Gretar, f. 11.10. 1952, kona hans er Þorbjörg Halldórsdóttir. 7) Ágúst Sigurlaugur, f. 18.3. 1957, í sambúð með Hrönn Þor- grímsdóttir. Afkomendur Kristín- ar eru nú 70 talsins. Úför Kristínar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Besta amma í öllum heiminum er dáin. Nú er hún farin frá okkur. Hún er komin til besta afa í heimi. Allar minningarnar sem við eigum úr Sæbóli. Við gætum skrifað heila bók ef við ættum að segja frá þeim öllum. Allar kökurnar, allur matur- inn, öll faðmlögin, allir kossarnir og ekki síst allar gjafirnar. Við vorum sko aldrei svöng hjá ömmu og afa og þó að maður hitti ömmu einhvers staðar annars staðar en í Sæbóli var alltaf hægt að finna eitthvað gott í veskinu hennar. Það var alltaf hægt að finna nóg að gera í Sæbóli. Amma og afi voru allt- af tilbúin að spila við okkur og svo mátti maður gera spilaborgir út um allt hús en við máttum ekki nota kap- alspilin hans afa. Ef maður var orð- inn þreyttur á spilaborgum gat mað- ur bara fundið sér góða bók til að skoða. Það var líka einn leikur sem við frændsystkinin fórum oft í heima hjá ömmu og afa en það var bara hægt að fara í hann þar því þar voru svo margar bækur. Þegar við vorum lítil og fengum að sofa hjá afa og ömmu fengum við alltaf að sofa í millinu. Þó að maður gerði út af við þau með sparki og lát- um var maður alltaf spurður þegar maður var að fara heim: ,,Viltu ekki vera lengur fuglinn minn?“ Amma var sko hörkukona og við værum sko alveg til í að líkjast henni. Til dæmis þegar afi var veikur; hún vildi ekki sjá heimilshjálp og hjúkraði honum sjálf. Allaf var amma hress eða svo sagði hún okkur a.m.k. Barnabörnin og barnabarnabörnin voru ömmu mikils virði. Þegar maður kom í heimsókn til hennar og það voru ekki allir með spurði hún hvar fólkið væri. Líka mundi hún alltaf alla afmælis- daga og hringdi í okkur. Afi var alltaf með stór svört gler- augu sem runnu fram á nef og hann gat alltaf fært þau upp aftur án þess að sýna nokkra grettu í andlitinu og ekki notaði hann hendurnar heldur. Þetta var mikið undur í okkar augum en þó hann gerði þetta aftur og aftur fundum við engin svör. Við höldum að við séum búin að fatta þetta trix hans núna. Oft var þröngt í Sæbóli í öllum jólaboðunum en samt vildi amma hafa fleiri hjá sér og þegar maður kom í heimsókn sagði hún: ,,Ohh, hvað ég er fegin að þið komuð, það er enginn búinn að koma í dag. Svo þeg- ar maður fór að spjalla við hana gat hún talið upp fullt af fólki sem hafði komið í heimsókn. En núna 7. mars sl. fórum við með mömmu til ömmu en þá var hún búin að vera mikið veik og var rúmliggj- andi. Alltaf var húmorinn í lagi því Harpa segir að Maggi biðji að heilsa og svo spyr hún amma Lilju: „En maðurinn þinn? Biður hann ekki að heilsa? “„Nei, hann tók það nú ekk- ert fram en hann biður örugglega að heilsa,“ svaraði Lilja og þá spurði hún amma bara: „Hvað er eiginlega að honum?“ Afi kallaði okkur öll ,,fuglinn“ sinn og amma var alltaf að gefa fuglunum sínum að borða. Frost er úti fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt, því nú er frostið allt. En ef þú bíður augnablik, ég ætla að flýta mér að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. (Höf. óþ.) Harpa og Lilja Guðrún. Nú kveðjum við þig, besta amma í heimi. Þú varst mjög skemmtileg kona. Þú varst alltaf tilbúin að taka á móti okkur bæði í Sæbóli og líka á elliheimilinu. Þú varst alltaf, ekki bara einu sinni, með gotterí og ef það var ekki til baðstu alltaf einhvern af okkur að fara út í búð að kaupa eitt- hvað gott, stundum mjólk. Okkur þótti mjög vænt um þig. Við værum mikið til í að þú færir ekki en ég veit hvað þú varst mikið veik. Þótt við krakkarnir hennar Hörpu höfum ekki séð hann afa munum við samt kalla hann afa. Þú varst mjög hress og kát kona og stundum komstu út úr rúminu en ekki alltaf. Þú ert mjög heppin kona, afi var það örugglega líka. Þótt við höfum ekki séð hann lítur hann mjög vel út á myndum. Nú hafa orðið fagnaðarfundir uppi á himnum. Nú hefur þú amma ekki séð hann í u.þ.b. 13 ár. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farinn ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Bestu kveðjur Eyrún Ósk, Marta Hrönn og Haraldur Bjarni. Mig langar í örfáum orðum að minnast þín og þakka góðar stundir og skemmtileg kynni. Alltaf var gott og notalegt að koma í Sæból, sitja í eldhúshorninu, drekka kaffi, gæða sér á kræsingum og spjalla. Síðan fluttir þú á öldr- unarheimilið í Víðihlíð. Til að byrja með varst þú ekki alveg sátt við að þurfa að fara úr Sæbóli og ætlaðir þér aftur þangað. Ég hringdi ein- hvern tímann í þig og spurði hvort þú værir heima. Þú svaraðir: „Ja, ég er nú hér.“ Og svo í annað skipti löngu seinna kunni ég ekki við annað en að spyrja hvort þú værir við og þá sagðir þú: „Jú, jú, ég er heima.“ Ekki heyrði ég þig kvarta og alltaf hafðir þú það jafngott þó veik værir, starfsfólkið var svo gott við þig og maturinn góður en þú hafðir „bara ekki mikla matarlyst“. Þú kunnir margar vísur, varst víð- lesin og gaman var að hlusta á sögur frá því að þú varst ung. Þegar ég hitti þig fyrir rúmri viku, veika en samt svo hressa, taldir þú upp öll langömmubörnin og eru þau komin á fjórða tuginn! Minni þitt var í góðu lagi en lík- aminn farinn að gefa sig, orðinn þreyttur og eflaust nú hvíldinni feg- inn. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú er aldrei einn á ferð. (Þorsteinn Vald.) Nú kveð ég þig, kæra amma og nafna, með söknuð í hjarta en veit, að þú ert áfram í góðum höndum. Blessuð sé minning þín. Þín Kristín. Við Elísabet skruppum til Grinda- víkur á skírdag og litum inn í Víðihlíð til Stínu frænku eins og Elísabet kallaði hana. Hún var hress en óskaplega horuð. Það var mikið talað um árin þeirra Halla í Neskaupstað. Þar fæddust börnin, sem nú búa flest í Grindavík. Það var líka talað um annað fólk – fólk, sem Stína mundi vel og þótti vænt um eins og Pétur Thoroddsen lækni. Hann hafði unnið þar mörg kraftaverk, sagði hún, sem vert væri að halda á lofti. Eins og t.d. þegar hann tjaslaði saman illa skorn- um handlegg á enskum togarasjóm- anni. Þetta var mikið vandaverk, að tengja saman taugar á ný, engin deyfing því maðurinn varð að geta sagt til um hvort tilfinning kæmi í þennan eða hinn líkamshlutann. Pét- ur sagði við manninn: „Enginn verð- ur aflimaður gegn vilja sínum en ég er hæfilega bjartsýnn.“ Nokkru síð- ar fékk Pétur bréf frá Englendingn- um, sem þakkaði mátt í þremur fingrum. „Pétur var góður læknir og góður maður,“ sagði Stína. Ég kynntist Stínu vel hjá tengda- mömmu, þegar hún bjó á Faxabraut- inni. Ég kom þangað oft í hádeginu, fékk te og við spiluðum Manna við Möggu Sigga Slembis, stundum Siggu Eyjólfs. Þetta var góður fé- lagsskapur: allir tapsárir, minnst Stína. Þá sjaldan mér tókst að vinna sagði Magga: „Hilmar svindlaði: fimm í mínus.“ „Hann er bara að þykjast,“ sagði Stína. „Hann er svo stríðinn,“ sagði tengdamamma. Á laugardaginn fyrir páska litum við inn á Hringbrautina til Mörtu Grétu, þá kom fréttin: Stína var dáin. Sumir kveðja síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng, sem aldrei deyr. Stína er farin. Góður spilafélagi er horfinn. Frásagnir af Pétri lækni og öðru góðu fólki verða ekki lengur á dag- skrá. Kannski tökum við upp þráð- inn einhvern tíma aftur. Vertu sæl. Hilmar Jónsson. KRISTÍN SÆMUNDSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.