Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Nikólína Jó-hannsdóttir
fæddist í Borgar-
gerði í Norðurárdal í
Akrahreppi 12. mars
1909. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Sauðárkróki á
pálmasunnudag, 24.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóhann Sig-
urðsson, bóndi í
Borgargerði og síð-
ar á Úlfsstöðum í
Blönduhlíð, f. 15.
júní 1883, d. 14.
mars 1970, og kona hans Ingibjörg
Gunnlaugsdóttir, f. 25. desember
1885, d. 3. mars 1975. Systkini
Nikólínu eru: Sigrún, f. 18. mars
1914, d. 20. september 1997. Hún
var gift Sigurði Jónassyni frá
Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðar-
strönd, f. 29. október 1910, d. 11.
apríl 1978; Sigurður Norðdal,
lengi bóndi á Úlfsstöðum, f. 11.
júní 1916, d. 28. febrúar 2002. Eft-
irlifandi kona hans er Hólmfríður
Jónsdóttur frá Víðivöllum í Akra-
hreppi, f. 3. apríl 1915; Jónas
Gunnlaugur, húsgagnasmiður á
Akureyri, f. 11. október 1917, d.
15. júní 1976. Hann var kvæntur
Rósu Gísladóttur frá Akureyri, f.
31.3. 1919, d. 23.1. 1999.
Nikólína giftist 2. maí 1931
Gísla Gottskálkssyni, bónda,
skólastjóra og vegaverkstjóra frá
Syðstu-Grund í Akrahreppi, f. 27.
febrúar 1900, d. 4. janúar 1960.
Börn þeirra eru fimm: 1) Jóhann
Ingvi Gíslason, f. 8. ágúst 1933,
bóndi í Sólheimagerði í Akra-
hreppi. Hann er ókvæntur og
barnlaus. 2) Sigrún Gísladóttir, f.
11. júlí 1935, skrifstofustjóri.
Hennar maður er Guðmundur
Hansen frá Sauðárkróki, f. 12.
kennari. Kona hans er Anna Hall-
dórsdóttir frá Stóru-Seylu í
Skagafirði og eiga þau fjögur
börn sem eru: Gísli Óskar Kon-
ráðsson, f. 6. nóvember 1971, maki
Þórey Sigurjóna Karelsdóttir, þau
eiga son; Ása Dóra Konráðsdóttir,
f. 20. nóvember 1973, gift Árna
Ragnari Stefánssyni frá Sauðár-
króki, þau eiga tvo syni; Davíð
Örn Konráðsson, f. 2. júlí 1975;
Elvar Atli Konráðsson, f. 28. júní
1976.
Nikólína sleit barnsskónum á
fæðingarstað sínum, Borgargerði,
til átta ára aldurs en flytur þá að
Úlfsstöðum í sömu sveit ásamt
fjölskyldu sinni. Á uppvaxtarárum
fékk hún venjulega skyldunáms-
fræðslu eins og hún var í sveit á Ís-
landi á fyrri hluta síðustu aldar.
Auk þess stundaði hún eins vetrar
nám í Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi, veturinn 1927–1928. Þar nam
hún þau fræði sem í hald komu um
langt árabil við bústjórn innan-
stokks á miklu myndarheimili og
varð lagin og athafnasöm hann-
yrðakona sem einnig fékkst við að
sauma og prjóna og áhuga á garð-
yrkju og skógrækt hafði hún einn-
ig. Nikólína var mikil myndarkona
sem eftir var tekið hvar sem hún
fór. Hún og Gísli maður hennar
hófu búskap í Sólheimagerði árið
1935 og bjuggu þar góðu búi til
ársins 1960 er Gísli lést fyrir aldur
fram. Þau byggðu upp bæinn,
íbúðar- og peningshús, og hófu
umfangsmikla ræktun, þannig að
búskapur þeirra varð blómlegur
og skilaði góðum arði ásamt öðr-
um störfum húsbóndans. Fyrstu
árin eftir missi bónda síns bjó
Nikólína áfram á jörðinni í nokkur
ár en var síðan bústýra þar hjá Jó-
hanni syni sínum í löngum ekkju-
dómi. Komin fast að níræðu lá leið
hennar til Sauðárkróks á hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða og þar
dvaldist hún síðustu árin við gott
atlæti og umönnun starfsfólks.
Útför Nikólínu fer fram frá
Miklabæjarkirkju í Akrahreppi í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
febrúar 1930. Þau búa
í Kópavogi og eiga
fjóra syni. Þeir eru:
Gísli H. Guðmunds-
son, f. 22. júní 1957,
kvæntur Önnu Hug-
rúnu Jónasdóttur frá
Siglufirði, þau eiga
þrjú börn; Friðrik H.
Guðmundsson, f. 4.
desember 1958,
kvæntur Ingibjörgu
Rögnu Óladóttur, þau
eiga þrjú börn; Krist-
ján Gottskálk Guð-
mundsson, f. 3. mars
1960, kvæntur Hjör-
dísi Svavarsdóttur frá Lyngholti í
Skagafirði, þau eiga fjögur börn;
Árni Jökull Guðmundsson, f. 21.
mars 1962. 3) Halldór Gíslason, f.
21. apríl 1938, bifvélavirki. Kona
hans er Fanney Sigurðardóttir frá
Borgarfirði eystra. Þau búa í
Kópavogi og eiga tvö börn. Þau
eru: Gísli Sverrir Halldórsson, f.
19. janúar 1956, hans kona var
Jónína Hallsdóttir, þau eiga þrjú
börn; Fjóla Kristín Halldórsdóttir,
f. 6. mars 1962, gift Magna Þór
Geirssyni, þau eiga fjögur börn.
Auk þess á Halldór son, Brynjólf
Dan. Kona hans er Kolbrún L.
Hauksdóttir. Þau eiga tvö börn; 4)
Ingibjörg Salóme Gísladóttir, f.
15. mars 1943, bókasafnsfræðing-
ur. Hennar maður er Óli Gunn-
arsson frá Akranesi. Þau búa í
Kópavogi og eiga tvær dætur.
Þær eru: Líney Óladóttir, f. 3.
ágúst 1965. Fyrri sambýlismaður
hennar var Þorsteinn Sigtryggs-
son og eiga þau eina dóttur, seinni
sambýlismaður er Sigurbjörn
Kristjánsson og eiga þau tvö börn;
Sigrún Óladóttir, f. 4. febrúar
1970. Unnusti hennar er Valdimar
Örn Halldórsson. 5) Konráð Gísla-
son, f. 12. maí 1946, grunnskóla-
Nikólína Jóhannsdóttir, eða Lína
eins og hún var kölluð, var á 94. ald-
ursári þegar hún féll frá. Banamein
hennar var þung lungnabólga.
Lengst af átti hún heima í hinum
sjálfstæða og barnvæna Akrahreppi,
þeim sem hvorki er lengur hægt með
góðu móti að kenna við sýslu né hér-
að. Þaðan fór hún eftir tæplega níu-
tíu ára dvöl, „eftir fimmtíu ára dvöl“
kvað skáldið forðum um sig og „með-
ferðina“ þar. Lína var hins vegar
ekki alls kostar ánægð með að hafa
þessi vistaskipti, sem þó voru nauð-
synleg. Þá var hugurinn óbugaður
sem jafnan áður en líkamsþrekið
tekið að þverra. Það vildi hún helst
ekki viðurkenna. Dæmi þar um er að
þegar henni var ráðlagt að fá sér staf
til að ganga við, þá rúmlega áttræð, á
hún að hafa sagt: „Nei, stafir eru
bara fyrir gamalt fólk.“ Þennan þátt í
skapgerð Línu skynjuðu jafnvel börn
á óvitaaldri. Guðmundur H. Gísla-
son, langömmubarn hennar, mun
hafa verið á fimmta árinu þegar hann
leit upp frá tölvuleik og sagði: „Hún
langamma mín í sveitinni er elst, hún
er stærst, hún er sterkust og hún er
ódrepandi.“
Það var á miðjum sjötta áratug
síðustu aldar sem ég fór að venja
komur mínar á heimili Línu og Gísla í
Sólheimagerði og þá í fylgd með
konuefni mínu, Sigrúnu dóttur
þeirra. Þar var mér strax vel tekið og
það sá ég við fyrstu sýn að þarna var
stórt bú og mikið myndarheimili.
Húsbóndinn hafði ekki mikinn tíma
aflögu fyrir búverk þar sem hann
hafði störfum að gegna á öðrum vett-
vangi bæði sumar og vetur, við vega-
verkstjórn í héraðinu og við kennslu
barna í hreppnum. Þá kom það oft í
hlut Línu að fylgjast með útivinnunni
og stjórna því fólki sem vann að bú-
skapnum eða við nýbyggingar og
ræktun. Það gat verið vinnufólk,
kaupafólk, verkamenn og smiðir.
Slík verkstjórn fór henni einatt vel
úr hendi. Ég minnist þess frá þess-
um árum að eitt sinn var ég á heim-
ilinu um jól og einnig um páska. Ekki
gleymi ég hangikjötinu sem hverjum
og einum var skammtað á aðfanga-
dagskvöld og góður þótti mér feiti
bringukollurinn með laufabrauði og
vænni smjörflís. Skammturinn entist
fram yfir áramót en til hans var oft
gripið sem snarls árdegis eða að
kvöldlagi þegar seint var komið
heim. Þetta var gamall sveitasiður í
Blönduhlíðinni sem ég þekkti ekki í
raun áður.
Lína stóð ein fyrir búinu í Sól-
heimagerði í nokkur ár eftir að hún
missti ágætan mann sinn snemma
árs 1960 en lét það síðan koma í
hendur elsta sonarins, Jóhanns
Ingva, sem hafði unnið búinu vel og
hafði viljann sem til þurfti. Á þessum
árum tók Lína virkan og heilladrjúg-
an þátt í uppeldi sona okkar Sigrún-
ar. Þar voru þeir á sumrin og reynd-
ar einnig stundum að vetri til þegar
þeir voru ungir, ekki komnir á skóla-
aldur. Þar var þeim kennt að gott
verksvit væri meira virði en allur
annar vísdómur og þar lærðu þeir að
tala gott og kjarnyrt íslenskt mál
þannig að þegar þeir komu heim úr
sveitinni var á orði haft að þeir töl-
uðu eins og fullorðnir menn. Matur
var þar jafnan mikill og góður og ber
í því sambandi að nefna sérstaklega
nýmjólkina spenvolgu sem alltaf var
nóg til af fyrir ungt fólk. Þarna fundu
allir sem komu að gestrisni var í
heiðri höfð.
Lína var mikil myndarkona, fríð
sýnum og fönguleg og sómdi sér afar
vel þegar hún var komin í íslenskan
búning sem hún átti. Hún var hrein-
skiptin í tali og drengskaparkona
sem vildi hafa gott samband við fólk
og rausnarkona og kom það meðal
annars fram í því að hún var óspör á
góðar gjafir til afkomenda sinna við
hátíðleg tækifæri. Varð þar engin
þurrð á þótt aldurinn færðist yfir og í
fleiri horn væri að líta eftir því sem
hópurinn stækkaði. Þá vildi hún
halda góðu sambandi við allt sitt fólk
og gerði það m.a. með heimsóknum. Í
sína fyrstu utanlandsferð, sem þann-
ig var til komin, fór hún haustið 1977.
Kom hún þá í heimsókn til okkar Sig-
rúnar til Edinborgar þar sem við
bjuggum um skeið og dvaldi hjá okk-
ur í hálfan mánuð. Eftir það skrapp
hún nokkrum sinnum út fyrir land-
steinana, hélt t.d. upp á áttræðisaf-
mæli sitt með fjölskyldunni í borg-
inni Trier við Móselfljót. Bæði fyrir
og eftir þá ferð fór hún til Danmerk-
ur og Svíþjóðar í heimsókn til barna-
barna sem þar voru við nám.
Nú að leiðarlokum er margt að
þakka og margs að minnast. Blessuð
sé minning hennar og megi hún hvíla
í friði.
Guðmundur Hansen.
Síðastliðinn pálmasunnudag, 24.
mars, lést á Heilsustofnuninni á
Sauðárkróki tengdamóðir mín, Nikó-
lína Jóhannsdóttir, oftast kölluð
Lína. Aldurinn var orðinn hár, 93 ár,
en þótt líkaminn væri orðinn þreytt-
ur var Lína lengstum bærilega hress
andlega.
Lína var elst fjögurra systkina,
sem nú eru öll látin. Lína fæddist í
sveit, Borgargerði í Norðurárdal, og
segja má að tengsl hennar við sveit-
ina – náttúruna hafi aldrei rofnað,
þrátt fyrir sjúkrahúsvist næstum
fjögur síðustu æiviárin. Lína ólst upp
í föðurgarði, fyrst í Borgargerði og
síðan á Úlfsstöðum í Blönduhlíð og
vandist þar hefðbundnum sveita-
störfum, jafnt úti sem inni.
Árið 1931 giftist Lína Gísla Gott-
skálkssyni, kennara og vegaverk-
stjóra. Þau hjón keyptu jörðina Sól-
heimagerði í Blönduhlíð, þá
húsalitla, og byggðu algjörlega upp,
bæði íbúðarhús og peningshús.
Einnig var ráðist í mikla ræktun
lands. Þau hjón voru samrýnd og
samstiga í aðgerðum sínum enda
búnaðist þeim vel. Lína lét ekki sitt
eftir liggja enda margur starfinn og
heimilið lengstum mannmargt. Þeg-
ar hefðbundnum vinnudegi lauk var
gjarnan tekið til við að prjóna eða
sauma en Lína var afar flink hann-
yrðakona.
Lína var áhugasöm um trjá- og
blómarækt og kom sér upp fallegum
garði sunnan við bæinn og síðar all-
nokkrum trjálundi norður undir
gamla þjóðveginum.
Það var mikill missir fyrir Línu
þegar Gísli lést, langt um aldur fram,
árið 1960. Hér urðu að sjálfsögðu
mikil kaflaskil í hennar lífi en hún
hélt ótrauð áfram og gerðist nú bú-
stýra hjá elsta syni sínum, Jóhanni.
Ég kynntist Línu fyrst árið 1965
er ég og dóttir hennar, Ingibjörg Sal-
óme, fórum að draga okkur saman.
Er skemmst frá því að segja að
Lína tók mér afar vel og fór alla tíð
vel á með okkur.
Lína var fríð kona og tiginmann-
leg og virkilega glæsileg þegar hún
bjó sig upp á, en það gerði hún gjarn-
an á tyllidögum og hafði yndi af.
Lína hafði ákveðnar skoðanir í
þjóðmálum, sérstaklega er laut að
landbúnaði, og var ekki alltaf sátt við
aðgerðir á hverjum tíma og ég man
að hún sagði stundum: „Það held ég
að þeir séu nú alveg orðnir vitlausir,
karlarnir.“ Áreiðanlega hafði hún oft
mikið til síns máls, að minnsta kosti
er ástandið í landbúnaðarmálunum
ekki allt of björgulegt.
Það hefur frá upphafi ferða okkar
norður verið tilhlökkunarefni að
koma í Skagafjörðinn. Ég hef að vísu
aldrei orðið svo mikill Skagfirðingur
í mér að ég hafi fellt tár þegar ég hef
komið á fögrum sumardegi niður af
Vatnsskarði og séð út um eyjar og
fram um Blönduhlíðarfjöll, en það
hefur legið nærri. Stór hluti af til-
hlökkuninni voru endurfundir við
tengdamóður mína og hennar fólk.
Ekki skemmdi fyrir að þegar komið
var heim á hlað í Sólheimagerði kom
pönnuköku- og hangikjötsilmur á
móti manni. Á svona stundum var
Lína í essinu sínu, að fá fólkið sitt
heim í sveitina og gera vel við það. Á
kvöldin var svo setið og spjallað og
Lína rifjaði upp liðna tíð, t.d. þegar
hún var að koma frá Akureyri að
vetri til og ferðin tók fjóra daga
vegna illviðris og fannfergis.
Árið 1998 varð Lína að fara út á
Sjúkrahúsið á Sauðárkróki vegna
heilsubrests. Þetta var Línu afar
þungbært þó að hún vissi að ekki yrði
undan komist. Það var henni huggun
harmi gegn að fá stofu með gluggum
sem vísa fram um fjöll og dali Skaga-
fjarðar. Framan af dvölinni á spít-
alanum hafði Lína heilsu til að fara
með okkur í stuttar ferðir fram í Sól-
heimagerði og hafði hún mikla
ánægju af. Einnig fór hún með okkur
einn góðviðrisdag heim að Hólum og
út í Hofsós. Í þeirri ferð kom hún
mér virkilega á óvart með því að fara
með fjölmargar lausavísur eftir því
sem staður og stund blésu henni í
brjóst og er reyndar synd að þessar
vísur og fleiri sem hún kunni skuli
ekki hafa verið skráðar.
Það er komið að leiðarlokum. Ég
votta ástvinum Línu innilega samúð
og þakka ánægjulega samfylgd.
Óli Gunnarsson.
Elskulega amma mín. Margs er að
minnast og þér á ég margt að þakka.
Það var alltaf jafn skemmtilegt að
heyra stríðnishláturinn þinn, enda
fannst þér gaman að grínast og láta
grínast í þér. Báðum fannst okkur
það nú jafn sniðugt þegar þú kallaðir
mig Sigrúnu litlu.
Þú varst glæsileg kona og hafðir
unun af því að klæðast huggulegum
fötum og vera vel til höfð. Það var
ósjaldan sem við kíktum saman í
búðir, ýmist á Króknum, í Reykjavík
eða í Amaró á Akureyri á sínum
tíma. Þá varst þú nú vís til að kaupa
vel valda gjöf handa mér.
Sumrin sem ég sem krakki dvaldi
hjá þér og Jóhanni frænda í Sól-
heimagerði eru mér minnisstæð.
Nokkur þeirra svaf ég á dýnu við hlið
þér og þau voru ófá kvöldin sem við
lásum Hendes Verden saman, sem
var fastur liður eftir Króksferð. Þú
sást með sóma um heimilishaldið í
Sólheimagerði í áratugi. Fyrir mér
er dæmigerð minning frá þeim tíma
þú vinnandi í eldhúsinu, raulandi lög
sem ég kannaðist ekki við þá og
fannst forn og æði framandi.
Gaman var að heyra þig segja frá
uppvexti þínum í Skagafirði. Ég man
enn hvað mér þótti mikið til þess
koma að vinnumennirnir á bernsku-
heimili þínu, Úlfsstöðum, skyldu
hafa séð um að söðla hestinn fyrir
þig. Það fannst mér sýna hversu
mikil hefðardama þú varst. Já, það
eru svo ótalmargar ánægjulegar
minningar sem ég á frá samveru-
stundum okkar sl. þrjá áratugi og vil
ég fá að þakka þér fyrir þær og að
hafa ávallt verið virkur þátttakandi í
lífi mínu. Guð geymi þig.
Sigrún Óladóttir.
Við syrgjum aðeins gleðina og hið
góða sem við söknum hjá ástvinum
að þeim gengnum. Þannig er það
með hana ömmu sem andaðist á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki á pálma-
sunnudag, tæpum hálfum mánuði
eftir 93. afmælisdaginn sinn.
Einkennilegar þessar tilviljanir,
en amma var elst fjögurra systkina
og bara hálfur mánuður liðinn frá út-
för bróður hennar, hans Sigga á
Úlfsstöðum.
Amma var barn síns tíma og mjög
mótuð af umhverfi sínu, en hún lifði
alla sína ævi í Blönduhlíðinni, fyrst í
Borgargerði í Norðurárdal, síðan á
Úlfsstöðum ásamt fjölskyldu sinni
þar til hún og afi hófu búskap í Sól-
heimagerði, sem þá hefur verið hálf-
gert örreytiskot. Síðan þá er allt
breytt á bæjunum í Blönduhlíðinni,
kynslóðaskipti orðið á nánast hverj-
um bæ, ýmist hafa börnin tekið við
eða nýtt og dugmikið fólk flutt í
sveitina, nema í Sólheimagerði.
Þar var amma þar til fyrir tæpum
fjórum árum og Jóhann föðurbróðir
minn, alveg eins og forðum þegar ég
fór að koma í heimsókn fjögurra til
fimm ára gamall fyrir rúmum fjöru-
tíu árum. Lengi vel fannst manni að
þetta væri eitthvert eilíft ástand sem
aldrei myndi breytast, amma og Jó-
hann yrðu bara þarna eins og þau
höfðu alltaf verið.
Ég og nafni minn Hansen vorum
ekki háir í loftinu þegar við fórum að
koma og vera hjá ömmu í sveitinni á
sumrin og reyndar oftar árið um
kring í fríum, svo var einnig um fleiri
af barnabörnunum mann fram af
manni.
Það var gott að vera hjá ömmu og
Jóhanni í sveitinni, alltaf nóg að
gera. Ekki var nú amma alltaf sátt
við að við pjakkarnir skyldum vera
fyrst á hestvélum og síðar á drátt-
arvélunum, löngu áður en við höfðum
lögboðinn aldur til, en við elskuðum
það að sjálfsögðu.
Amma var á margan hátt sérstæð
kona sem hélt fast í gömul gildi alda-
mótakynslóðarinnar og leit á sig sem
húsbónda á sínu heimili alla tíð. Hún
var hreinskilin og lét sínar skoðanir í
ljós umbúðalaust þrátt fyrir að það
félli ekki alltaf öllum í geð. Oft kom
þetta fram, t.d. þegar nýir fjöl-
skyldumeðlimir komu til sögunnar,
þá var ekki alltaf sama hvað börnin
voru skírð!
Amma var alla tíð heilsuhraust og
alveg fram undir nírætt var hún bú-
stýra hjá Jóhanni, oft á mannmörgu
heimili þar sem vinnumenn og -kon-
ur komu og fóru á hverju ári eins og
víða tíðkast til sveita.
Á 89. ári fluttist hún síðan á
Hjúkrunarheimili fyrir aldraða við
sjúkrahúsið á Sauðárkróki og dvald-
ist þar við góða umönnun starfsfólks.
Ég hitti ömmu í síðasta sinn á
þrettándanum. Þá var hún bara
nokkuð hress, hafði mestar áhyggjur
af því að við fengjum ekki nóg að
borða og drekka úr nógu fínum bolla-
pörum. Þannig var amma, vildi hafa
stíl yfir hlutunum.
Blessuð sé minning hennar.
Gísli Sverrir.
Ég á henni ömmu minni margt að
þakka, en hún hefur verið stór hluti
af lífi mínu frá því að ég var barn. Ég
var hálfgerður heimalningur hjá
henni og Jóhanni móðurbróður mín-
um allt fram á unglingsár. Þegar ég
var unglingur dvaldi ég heilu sumrin
hjá þeim. Ég gat varla beðið eftir að
skóla lyki á vorin og að ég gæti drifið
mig norður í Sólheimagerði, en það
var bærinn hennar ömmu og þar bjó
hún mestan hluta ævi sinnar.
Amma kenndi mér margt, hvort
sem það sneri að heimilisstörfum eða
bara það að búa sig upp á. Amma
hafði gaman af því að punta sig og
aldrei gleymi ég því hve gaman var
að skoða skartgripaskrínð, sem hún
átti. Ekki var það neitt leiðinlegt að
fá að skoða hjá henni allt þetta fínerí.
Ég held að áhuga minn á fínum föt-
um og skarti hafi ég fengið í arf frá
henni.
NIKÓLÍNA
JÓHANNSDÓTTIR