Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 43
Þau voru þung spor-
in hjá starfsfólki Frí-
hafnarinnar þegar það
mætti til vinnu sinnar
snemma morguns mið-
vikudaginn 12. mars.
Flest okkar höfðu feng-
ið þær sorglegu fréttir daginn áður
að einn starfsmaður myndi ekki
mæta þennan morgun. „Hann Óli
Ragnar er dáinn,“ var þessi sorglega
frétt sem við höfðum fengið. Þegar
fólkið bauð hvert öðru góðan daginn
hljómaði röddin öðruvísi og maður
gat greint vot augu þess. Hópurinn
minntist Óla í hljóðri þögn, og síðan
hurfu allir til síns starfa. En dagur-
inn leið öðruvísi en allir aðrir dagar.
Það var vorið 2000, sem Óli mætti
sem nýr starfsfélagi í Fríhöfnina, og
strax sá maður að hann var ekkert á
förum þaðan ef hann hefði eitthvað
um það að segja sjálfur. Hann kynnti
sig vel og líkaði vel í vinnunni. Hann
gekk í öll störf og lagði sig fram um
að verða góður sölumaður, áhuga-
samur og ákafur og alltaf stutt í bros-
ið sem einkenndi hann. Mjög fá okk-
ar vissu að Óli ætti við veikindi að
stríða, því ekkert í hans daglega fari
gaf neitt annað til kynna en að allt
væri með felldu. Óli var svolítið sér-
stök persóna, alltaf í góðu skapi, sam-
viskusamur svo tekið var eftir, heið-
arlegur og ákveðinn. Þetta eru
margir góðir kostir en hann stóð
fyllilega undir þeim. Nokkrum dög-
um fyrir andlát sitt kom Óli í vinnu
skælbrosandi. Hann hafði verið að
gera íbúðarkaup og búinn að kaupa
sér raðhús. Hann var strax farinn að
plana hvernig allt skyldi vera og gera
þær breytingar í huganum sem hann
vildi gera. Lífsmottó hans var að
koma sem mestu í verk meðan maður
væri ungur. Og þótt Óli hafi ekki náð
því að lifa lengur kom hann ótrúlega
mörgu í verk, og sumt af því mun
aldrei sjást, því það býr innra með
okkur sem þekktum hann. Það voru
aldrei neinir lausir endar hjá Óla, allt
þaulhugsað, en samt þessar léttvægu
áhyggjur um hvernig þetta myndi nú
allt ganga. Hann vissi að allt færi
þetta vel, en það væri vissara að hafa
þessar léttvægu áhyggjur upp á að
hlaupa og það gerði hann ákveðnari.
Fjölskyldan var Óla mjög hjart-
fólgin og það var unun að fylgjast
með þeirri virðingu og ást sem hann
bar til hennar Sigurrósar unnustu
sinnar og aldrei gerði hann neitt
nema ráðfæra sig við hana fyrst og
stundum gerðum við grín að því, en
honum var svo nákvæmlega sama og
varð ekki haggað. Við starfsfélagar
Óla Ragnars sendum þér, Sigurrós,
foreldrum hans, Heiðu og Halli,
bræðrum hans og öðrum ástvinum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minning um einstaklega ljúfan og
góðan dreng mun lifa með okkur.
Elsku Óli, það er komið að leiðar-
lokum í bili og okkur langar til að
kveðja þig með þessum línum.
Góðan dreng er gott að muna
geymum fögru minninguna,
hún er perla í hugans reit,
kynnin þökkum þér af hjarta,
berst til himins bænin heit.
(I.S.)
Vinnufélagar þínir í
Fríhöfninni.
Þegar ég hitti Óla fyrir tæpum
mánuði óraði mig auðvitað ekki fyrir
því að þetta væri síðasta samtal okk-
ar félaganna. Þá tilkynnti hann mér
að hann væri að kaupa sér nýtt hús-
næði með henni Sigurrós sinni og að
þau hefðu ákveðið að gifta sig í sum-
ar. Lífsgleðin skein af Óla sem aldrei
fyrr enda blasti framtíðin við. Síð-
ustu daga hefur hugurinn reikað til
ÓLAFUR RAGNAR
PÉTURSSON
✝ Ólafur RagnarPétursson fædd-
ist í Keflavík 27.
mars 1976. Hann lést
í Keflavík 12. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Keflavíkurkirkju 21.
mars.
æskuáranna þar sem
ótal minningar tengdar
Óla hafa komið upp.
Það var haustið 1987
sem ég byrjaði í Myllu-
bakkaskóla. Ég þekkti
engan í bekknum, þá
kom Óli upp að mér og
spurði hvort ég vildi
ekki verða samferða
honum heim þar sem
hann væri nýfluttur í
götuna. Frá þessum
degi vorum við óaðskilj-
anlegir í mörg ár. Það
sýnir hversu mikið
hörkutól Óli var að
þrátt fyrir að eiga erfiðara með gang
en við flestir gaf hann okkur strákun-
um ekkert eftir þegar við lékum okk-
ur við að klifra í trönunum eða í ferð-
unum út í Berg. Óli hafði mikinn
áhuga á tónlist og var Iron Maiden í
miklu uppáhaldi, sagði hann að þar
væru hámenntaðir tónlistarmenn á
ferð. Hann skildi aldrei í mér að hafa
ekki gaman af þeim.
Það er einlæg trú mín að Óla hafi
verið ætlað stærra hlutverk enda hef
ég aldrei kynnst betri manni. Þrátt
fyrir að samband okkar hafi minnkað
undanfarin ár var hann og verður
alltaf einn af mínum kærustu vinum.
Í minningu minni er Óli alltaf bros-
andi, fallega klæddur og fullur af lífs-
gleði og þannig ætla ég að muna
hann.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Megi góður Guð vernda og blessa
Sigurrós, Hall, Heiðu, Mumma,
Lúlla, Viktor og alla fjölskyldu Óla,
þeirra er mesti missirinn og söknuð-
urinn.
Bjarki Freyr Guðmundsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Kæri Óli, ég vil þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast þér. Þú varst alltaf
svo elskulegur, brosandi og vildir allt
fyrir alla gera. Megi Guð varðveita
sál þína og vernda.
Sigurrós, Ragnheiður, Hallur og
aðrir aðstandendur, ég vil votta ykk-
ur mína dýpstu samúð og bið Guð að
vera með ykkur.
Oddný.
Kæri vinur. Þriðjudaginn 12. mars
fékk ég þær hræðilegu fréttir að þú
hefðir kvatt þennan heim fyrirvara-
laust. Ég var nýlega búinn að hitta
þig og eiga við þig gott spjall eins og
alltaf þegar við hittumst, þú hafðir
alltaf tíma til að spjalla aðeins. Minn-
ingarnar um þig, Óli, hafa hrannast
upp. Og það líður varla mínúta án
þess að maður sjái fyrir sér brosið
þitt. Við erum búnir að þekkjast í
u.þ.b. 20 ár. Og við Pétur Óli erum
búnir að vera að rifja upp gömlu dag-
ana. Þegar við löbbuðum upp í hest-
hús nánast hvern einasta dag og þeg-
ar þú fékkst hestastóðið á
harðahlaupum beint yfir þig. Við
héldum að það yrði þitt síðasta, en þú
stóðst upp, dustaðir af þér og lést
þetta ekki á þig fá. Við vorum saman í
bekk nánast alla okkar skólagöngu
og við unnum saman a.m.k. eitt sum-
ar. Það var alltaf stutt í glettnina og
prakkarann í þér og skemmtum við
okkur oft konunglega.
Ég held, Óli, að maður hafi aldrei
gert sér grein fyrir hvurslags rosa-
legum krafti þú bjóst yfir. Þú gafst
aldrei neitt eftir þrátt fyrir líkamleg-
ar hindranir. Þú beist bara á jaxlinn
og gafst engum neitt eftir.
Þakklæti er okkur vinunum efst í
huga þegar við lítum til baka. Og við
erum sammála um að við og allir get-
um lært margt af þér og svo sann-
arlega tekið þig til fyrirmyndar á
mörgum sviðum.
Við kveðjum þig, Óli, með söknuð í
hjarta og við hlökkum til að hitta þig
aftur.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til foreldra þinna, bræðra og Sig-
urrósar. Guð gefi ykkur styrk í sorg-
inni.
Sigurður B. Magnússon,
Pétur Óli Pétursson.
Elsku Óli minn, ég á eftir að sakna
þín, nærveru þinnar, hláturs og kar-
akters. Aldrei mun ég gleyma hversu
einstakur þú ert, manstu fyrsta
skiptið að púa sígarettu fyrir aftan
hjá Sigga eða ferðina til Salzborgar?
Það verður erfitt að vera án þín, að
vita að þú ert farinn.
Óli, þú varst mér sem bróðir og ég
mun bera þig í brjósti mér þar til við
hittumst aftur. Við Finna söknum þín
alveg rosalega. Þinn vinur
Jón Stefán.
Elsku Óli frændi, það er sárt að
þurfa að kveðja þig, ég hefði heldur
viljað vera að kynnast þér betur. Þú
áttir allt lífið framundan, bjart og
gott. Ég man eftir þér þegar þú varst
lítill og komst oft til mín þegar ég bjó
í Keflavík, ég safnaði fyrir þig
strumpum sem þú varst að safna. Og
svo varst þú allt í einu orðinn stór
strákur. Það er leitt að hafa misst af
tímanum sem er þar á milli. Eftir að
pabbi þinn, Pétur Þór Karlsson, dó
eignaðist þú fósturpabba, Hall Þór-
mundsson, og tel ég að þú hefðir ekki
getað eignast betri fósturföður en
hann. Eins og hann segir sjálfur, þá
varst þú ljósið á heimilinu, ljósið sem
var slökkt svo sorglega þann 12
mars.
Ég hef oft hugsað, getum við ekki
farið í verkfall og farið fram á lengra
líf, eins og að fara í verkfall til að fá
hærri laun? En það er ekki hægt, því
við ráðum ekki lífi okkar, hvað sem
við reynum. Við fáum eitt líf sem við
lifum, þar til kallið kemur. Gott væri
að geta falið sig á deginum sem það
kemur. Elsku Óli minn, takk fyrir
þær góðu stundir sem við áttum sam-
an. Hvíl þú í friði.
Ég votta unnustu þinni, foreldr-
um, systkinum og ættingjum mína
dýpstu samúð og bið Guð að vera
með þeim á þessum sorgardögum.
Þinn frændi
Þorlákur Karlsson.
Það er ekki til sú hugsun hjá ungu
fólki að það sé hætta á því að missa
einhvern vin eða vinkonu á svipuðu
reki, það gleyma allir sér í því að
njóta þess að vera til. Gleymum oft að
hver stund er svo dýrmæt og í raun
er ekkert sjálfgefið.
Þess vegna verður skellurinn svo
mikill og harður þegar maður sér á
eftir einhverjum sem í huga manns
er hluti af framtíðinni.
Ég var svo heppinn að vera ráðinn
til starfa hjá Fríhöfninni og kynntist
þar yndislegu starfsfólki og eignaðist
þar marga góða vini. Einn þeirra,
Ólafur Ragnar, er nú skyndilega lát-
inn. Samvera okkar Óla var litrík,
það var mikið brallað í vinnunni sem
og utan vinnunnar. Við ræddum sam-
an um allt milli himins og jarðar og
þrösuðum líka oft hvor við annann,
en þó alltaf í góðu. Óli hafði skipulagt
framtíðina vel og vann markvisst að
því að láta drauma sína rætast, einn
þeirra var að giftast unnustu sinni
sem hann elskaði svo heitt og bar
mikla virðingu fyrir. Hann bað henn-
ar í lok síðasta sumars og bað mig um
að vera veislustjóri. Ég svaraði hon-
um að ég myndi örugglega gera það
en við skyldum endurskoða málið
með vorinu, en brúðkaupið átti að
vera á komandi sumri. Leiðir okkar
skildi þegar ég fór í skóla í haust, síð-
asta skiptið sem ég hitti Óla var í
byrjun mars, þá sagði hann mér frá
brúðkaupsundirbúningnum og áætl-
uðum húsakaupum. Einnig sagði Óli
mér frá því hvað Sigurrós væri undir
miklu álagi í náminu en stæði sig svo
vel. Framtíðin var svo björt í orðum
hans, að maður gat vart annað en öf-
undað hann af því hve vel gekk að
láta drauma sína rætast. En hann var
samt bara að byrja, því stærstu
draumarnir líkt og barneignir yrðu
að bíða þar til Sigurrós lyki námi. Við
Óli ræddum líka um það hve gaman
yrði þegar ég kæmi aftur upp í Frí-
höfn í vor og yrðum við strákarnir
sameinaðir á ný, í myndavéladeild-
inni hjá Einari.
Það verður tómlegt að mæta til
vinnu í vor.
Óli var heiðarlegur, opinskár,
framsækinn og umfram allt góður og
tryggur sínum og tók alltaf upp
hanskann ef hallað var á einhvern
sem honum þótti vænt um. Hann var
tilfinningavera sem hafði mikla þörf
fyrir nærveru foreldra sinna og fjöl-
skyldu og var ófeiminn við að hæla
sínu fólki.
Það er svo ótrúlegt að setjast niður
og skrifa nokkur orð til minningar
um Óla vin minn, þegar hugur minn
var byrjaður að velta sér upp úr
skrítlum og öðru fyrir brúðkaupið í
sumar. Ég flaggaði í hálfa stöng fyrir
Óla, en stóð sjálfan mig að verki við
að stara út um gluggann á vindinn
leika um stolt þjóðarinnar, en gat
samt engan veginn áttað mig á því, að
ég ætti ekki eftir að rekast á Óla fljót-
lega. Óli sem átti bara eftir að flytja í
nýja húsið, gifta sig, eignast fjöl-
skyldu og njóta lífsins með sínu fólki.
En þó svo að við kveðjumst núna hitt-
umst við um síðir á ný og á meðan
mun samvera okkar alltaf fylgja mér
í gegnum lífið og kenna mér það að
taka engum í kringum mig sem sjálf-
sögðum hlut, heldur að meta þær
stundir sem bjóðast.
Elsku Sigurrós, foreldrar, fjöl-
skylda og vinnufélagar í Fríhöfninni,
ég votta ykkur samúð mína og megi
minningin um Ólaf Ragnar vera ljós í
lífi okkar allra.
Lífið, eins og ljóð eða saga, ljóð um
nætur og daga. Allt sem kemur og fer
liðinn tími, og minningar sem sækja á
mig, sérhver mynd sem fylgir mér.
Allar hugans uppsprettulindir, okkar
fortíðarmyndir, birtast hér eða þar.
Æskudraumar og augnablik sem
enginn fær breytt, allt það líf sem áð-
ur var.
Ævin styttist, okkur finnst sem ár-
in líði hraðar. Í eldi tímans mun allt
það brenna, sem áður var til staðar.
Nóttin, full af stjörnum sem stara.
Stund sem verður að fara eins og
draumfagurt lag. Tíminn líður og
nóttin verður minning ein, sólin vek-
ur nýjan dag, ljúfar stundir, liðin tíð
og líf sem allir sakna.
Við njótum lífsins, þegar nætur
líða og nýir dagar vakna.
Árni Árnason.
Árið 2002 var rétt
byrjað og það byrjaði
með því að góður vin-
ur minn var jarðsett-
ur vestur í Súðavík.
Hann hét Elvar og
mig langar að kveðja hann hér
með nokkrum orðum um leið og ég
þakka honum fyrir alla góðvild og
vinarþel sem hann sýndi mér í þau
ár sem ég þekkti hann. Elvar var
faðir sonar míns Hilmars. Við átt-
um ekki samleið í lífinu. Elvar
ELVAR
RAGNARSSON
✝ Elvar Ragnars-son fæddist í
Súðavík 16. janúar
1957. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði 29. des-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Súðavíkur-
kirkju 5. janúar.
eignaðist yndislega
konu hana Önnu sem
var hamingja hans
ásamt Guðrúnu og
Ragnari börnum
þeirra. Hilmari reynd-
ist hann góður faðir
og Sóloni besti afi.
Elvar var, eins og all-
ir vissu sem hann
þekktu, frábær vinur,
mátti ekkert aumt sjá
og átti alltaf eitthvað
fallegt til að segja við
vini sína. En nú erum
við með hjartað fullt
af sorg þegar við
kveðjum kæran vin.
Elsku besti Hilmar minn, Sólon,
Anna, Guðrún og Ragnar. Ég
votta ykkur alla mína samúð og
bið algóðan guð að blessa minn-
inguna um góðan dreng.
Rafnhildur.
1-
'"#
'
(
'
$
67 !!" 1 )0 * ##
!#&'67 !!" #1$ ! ##
) 67 ! ## *(# !!"
2 67 !!" , "0 ! ##
5"5+
)
*
86 9
3&(5::
%*
+ $ )
(
"
$
1 % (!!" %!1 ! ##
2 % (!!"
& ! ##
;' % (!!"
5" 5((5+