Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku afi minn. Mér finnst svo leiðinlegt að þú sért farinn upp í himininn til Guðs og englanna vegna þess að þá get ég ekki hitt þig og farið með þér að skoða skipin við bryggjuna og geng- ið með þér í fjörunni. Þú varst alltaf svo góður við mig. Vonandi líður þér vel hjá Guði og fylgist með mér og pabba mínum. Ég elska þig, afi minn. Þinn Guðlaugur Þór. Góður vinur og tryggur sam- starfsmaður um áratuga skeið er skyndilega hrifinn á braut. Okkur setur hljóð svo spyrjum við hvers vegna og af hverju, en fáum engin svör. Það er svo margt sem við ekki skiljum og okkur er ekki ætlað að skilja. En minningarnar sækja á hugann. Minningar um góðan dreng og góðan vin. Ég kynntist Helga Andréssyni fljótlega eftir að ég flutti til Akra- ness árið 1968. Við vorum báðir tengdir Vestfjörðum og áttum rætur á svipuðum slóðum. Þegar svo Helgi var ráðinn til starfa hjá Rafveitu Akraness á árinu 1972 við eftirlit með raflögnum o.fl. urðu kynni okk- ar náin og með tímanum að vináttu sem ég mat mikils. Helgi var einstaklega samvisku- samur og ötull starfsmaður. Það var því bæði gott og gaman að vinna með honum. Á árunum 1974 til 1982, þeg- ar ég var bæjarstjóri á Akranesi, var Helgi, formaður Starfsmannafélags Akraneskaupstaðar. Í því starfi vann Helgi af sínum alkunna dugn- aði og kom þá fyrir að hvessti í okkar samskiptum, en jafnan var það mál- efnalegt og myndaði aðeins gárur á yfirborði, sem breyttu engu um trausta og góða vináttu. Félagar starfsmannafélagsins nutu þess í mörgu hve Helgi setti sig vel inn í mál, hve útsjónarsamur hann var, ósérhlífinn og duglegur. Ég get með sanni sagt að ég þekki störf Helga afar vel eftir nær þriggja áratuga samstarf. Sem eft- irlitsmaður raflagna var hann vand- virkur og nákvæmur og má vafa- laust rekja til hans að slys og brunar af völdum rafmagns eru afar fátíð á Akranesi. Eitt af því sem Helgi beitti sér fyrir á þeim vettvangi voru svokölluð sökkuljarðskaut, en þau voru almennt tekin upp á Akranesi talsvert fyrr en annars staðar á landinu. Já, störf Helga miðuðu að því að forða öðrum frá óhöppum og slysum. Hann var bæði ötull og ýtinn við að fá fram breytingar og end- HELGI ANDRÉSSON ✝ Helgi Andréssonfæddist í Meðal- dal í Dýrafirði 20. des. 1933. Hann lést af slysförum 15. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 22. mars. urbætur á rafbúnaði og raflögnum, þegar hon- um fannst eitthvað vera að. Það var því sviplegt að slys skyldi verða honum að aldur- tila. Honum sem var svo athugull og vand- virkur, honum sem átti svo mikinn þátt í að forða öðrum frá slys- um. Hann vann víðar á þeim vettvangi. Sat m.a. lengi í stjórn Vinnueftirlits ríkisins. Það var gott að leita til Helga varðandi úr- lausnir á faglegum jafnt sem mann- legum viðfangsefnum. Hann sagði jafnan hug sinn til manna og mál- efna óháð því hvort viðmælandanum félli svarið vel eða illa. Með árunum lærði ég að meta þennan kost í fari Helga. Eitt af áhugamálum Helga var or- lofshúsamál STAK og BSRB og lagði hann á sig ótrúlegt sjálfboða- liðastarf á þeim vettvangi. Ég minn- ist þess þegar stjórn Rafveitu Akra- ness fór í ferð að sumardvalarhúsunum Akrakoti og Akraseli til að gróðursetja þar aspir, sem vel hafa dafnað. Helgi skipu- lagði ferðina, var hrókur alls fagn- aðar og gerði ferðina bæði skemmti- lega og eftirminnilega. Þegar Akranesveita var stofnuð í ársbyrjun 1995 var Helgi einn af þeim ágætu og duglegu starfsmönn- um sem þar lögðu hönd á plóginn og lögðu grundvöll að hagkvæmu orku- fyrirtæki Akurnesinga. Eftir að fyr- irtækið var sameinað Orkuveitu Reykjavíkur tók Helgi við starfi for- stöðumanns dreifingar rafmagns á Akranesi. Það var aldrei vandræðaleg þögn á kaffistofunni, þegar Helgi var til staðar. Með sínum gáska, smástríðni og kátínu kom hann jafnan af stað líflegum og skemmtilegum um- ræðum. Helgi var giftur mikilhæfri konu, Hafdísi Daníelsdóttur, og eiga þau fjögur mannvænleg börn, sem eru uppkomin. Ég og kona mín nutum þess að vera í vinfengi bæði við Höbbu og Helga. Við Svandís og Pétur sendum Höbbu og fjölskyldu hennar innileg- ar samúðarkveðjur. Minningarnar leita á hugann og við geymum þær með okkur. Blessuð sé minning Helga Andréssonar. Magnús Oddsson. Síðastliðinn föstudag, 15. mars, lést samstarfsmaður okkar, Helgi Andrésson, í hörmulegu bílslysi. Fráfall hans er reiðarslag fyrir okk- ur öll og þungbært að kveðja þennan góða samstarfsfélaga og vin. Helga verður ávallt minnst meðal okkar samstarfsmanna hans sem þess manns er ávallt gætti hagsmuna okkar og fyrirtækisins sem hann starfaði hjá. Helgi fór í öll sín verk af dugnaði og atorku, og undir bjó næmur tilfinningamaður og fagur- keri sem hafði unun af góðri tónlist og lét sér annt um menn og málleys- ingja. Oftar en ekki voru fjörugar um- ræður kringum Helga Andrésson. Hann hafði skoðanir á flestu því sem til umræðu var og lá ekki á þeim, en ávallt var þó stutt í glensið og brosið og stundum gerði hann sér upp skoðanir til þess að fá fram umræð- ur um menn og málefni. Síðastliðna mánuði höfum við gengið í gegnum ýmsar breytingar saman í tengslum við sameiningu Akranesveitu og Orkuveitu Reykja- víkur og komu eiginleikar og trú- mennska Helga þar glöggt fram. Hann gætti þess í hvívetna að hags- munir Akurnesinga yrðu hvergi fyr- ir borð bornir og að réttindi starfs- manna yrðu virt. Með Helga er genginn góður drengur og starfsfélagi. Hans er sárt saknað, en eftir stendur minning um góðan mann. Við samstarfsfólk Helga fyrr og nú sendum Hafdísi eiginkonu hans, fjöl- skyldu og ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Megi Guð blessa minningu Helga Andréssonar. Samstarfsfólk Dalbraut 8. Elsku Helgi! Þegar mér var sagt að þú værir dáinn fannst mér það vera svo óraunverulegt, hugsaði að það gæti nú ekki verið satt. Daginn áður en þú lést borðuðum við saman hádeg- ismat eins og ég hef gert síðan ég byrjaði í Fjölbraut. Þennan fimmtu- dag sátum við og lásum blöðin sam- an og spjölluðum eins og oftast með- an Hafdís var að leggja lokahöndina á matinn. Mér fannst alltaf svo nota- legt hjá ykkur, og leið eins og þið væruð amma mín og afi. Þú varst alltaf að segja við mig að þér þætti ég hafa horast svo mikið og vildir að ég myndi bæta aðeins á mig því þér fannst að konur ættu að vera mjúk- ar, ég og Hafdís hlógum að þér og ég lofaði þér því að ég skyldi vera mjúk og fín þegar ég yrði amma. Við mat- arborðið var alltaf líf og fjör og mik- ið spjallað, þú varst alltaf að segja eitthvert karlrembugrín og leist svo alltaf á okkur Hafdísi til þess að sjá viðbrögðin. Þú fylgdist alltaf með strákamálunum hjá mér og sagðir að ég væri eins og Brynja, byrjaði ung með kærastanum mínum. Alltaf spurðir þú út í skólann og ef ég bar mig illa þá reyndir þú að hressa mig við og sýndir mér spaugilegu hliðina á málinu. Þannig finnst mér þú hafa verið, sást alltaf spaugilegu hliðarn- ar á málunum. Mig langar að þakka fyrir þessar notarlegu samverustundir og þér al- veg kærlega fyrir það hvað þú varst yndislegur og góður maður. Elsku Hafdís, Addi, Denni, Brynja, Gunnar og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Bára Daðadóttir. Þú líður nú um ljóssins heima, lífið hér er stutt og valt. Vinir mæta minning geyma, í minningunni lifa, dreyma og þakkir fyrir allt og allt. (G.B.) Ég kveð nú minn besta vin og fé- laga sem lést á sviplegan hátt í bíl- slysi síðastliðinn föstudag. Það er erfitt að skilja hvers vegna fólk er kvatt burt svo skyndilega, en þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að sætta okkur við þótt erfitt sé en Guðs vegir eru órannsakan- legir. Minningarnar streyma fram, fyrst þegar við unnum báðir í frysti- húsum í Reykjavík, þá unglingar, þar hófst sú vinátta sem aldrei bar skugga á. Við fórum síðan báðir upp á Skaga í iðnnám, leigðum herbergi hjá Geirlaugi, bróður mínum, og Sveinbjörgu, konu hans, og vorum þar einnig í fæði á meðan við vorum ólofaðir. Við sungum saman í mörg ár í karlakórnum Svönum. Helgi hafði fallega bassarödd og var mjög tón- viss. Ógleymanlegar eru veiðiferðirnar sem við fórum í Fáskrúð í Dölum. Ég minnist líka ánægjulegra spila- kvölda á heimilum okkar beggja og vina okkar. Við fórum saman í ferðir um hálendið sem við höfðum gaman af að rifja upp. Leiðir okkar lágu líka saman í Frímúrarastúkunni Akri, sem færði okkur nær hvor öðrum og stuðlaði að góðu sambandi okkar. Síðari árin eyddi ég mörgum kvöldum heima hjá Helga og hlust- uðum við á fallega tóna, en hann átti mikið og gott safn af sígildri tónlist. Síðasta samvera okkar var í Ís- lensku óperunni sl. haust er við fór- um á Töfraflautu Mozarts sem við báðir dáðum. Það voru forréttindi að eiga Helga að vini, hans er nú sárt saknað, en minningin um góðan dreng lifir. Við hjónin vottum Hafdísi, eigin- konu hans, afkomendum og ættingj- um okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Hallgrímur V. Árnason. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Helga Andréssonar er lést í hræðilegu umferðarslysi 15. mars á Kjalarnesi er hann var á heimleið eftir fund í Reykjavík. Maður situr hálfhnipinn með penna í hönd og á erfitt með að koma einhverju á blað þótt hugurinn sé fullur af minningum um góðan dreng og góð samskipti á liðnum árum. Fljótlega eftir að ég kom til Akra- ness kynntist ég Helga, en hann var þá formaður Starfsmannafélags Akraneskaupstaðar en undir það fé- lag heyrði minn vinnustaður. Óhætt er að segja að þar skildi Helgi eftir sig mikið starf eins og annars staðar er hann kom. Með ótrúlegum dugnaði, samviskusemi og kænsku tókst Helga að standa vörð um hagsmuni sinna umbjóð- enda í starfsmannafélaginu svo eftir var tekið. Þá áratugi er Helgi stýrði félaginu tókst honum oft að koma inn í samninga nýjungum og hærri launum svo önnur starfsmannafélög tóku eftir, þetta tókst ekki alltaf átakalaust og þurfti oft mikla samn- ingatækni og ákveðni svo þessum markmiðum yrði náð. Þegar rætt er um störf Helga fyr- ir starfsmannafélagið verður að minnast sumarbústaðanna er félagið átti, en um þá hugsaði Helgi af ótrú- legri samviskusemi í áratugi ásamt því að sjá um alla útleigu á þeim. Oft undraðist maður er hann var að skutlast upp að Efri-Reykjum, eða hvert það nú var, til að athuga hvort ekki væri allt í lagi eða alla þá daga er hann vann í sjálfboðavinnu við viðhald húsanna, en til þessara verka notaði hann oftar en ekki sín eigin verkfæri og bíl. Þau störf er Helgi vann fyrir starfsmannafélagið hér á Akranesi spurðust út og kallaði BSRB hann til margvíslegra trúnaðarstarfa bæði hér innanlands og eins í erlendu samstarfi er hann gegndi af mikilli samviskusemi eins og hans háttur var. Helgi Andrésson var lærður raf- virkjameistari og hafði hann helgað stórum hlut sinnar starfsævi Raf- veitu Akraness og Akranesveitu sem rafmagnseftirlitsmaður og fulltrúi innra eftirlits og öryggisstjórnunar. Þar sem annars staðar skildi Helgi eftir sig frábært starf. Nú um áramót er Akranesveita og Orkuveita Reykjavíkur sameinuðust tók Helgi við nýju starfi sem svæð- isstjóri dreifingar OR á rafmagni og var hann fullur af hugmyndum og tilhlökkun að takast á við það krefj- andi starf, og víst er að hans staða verður vandfyllt. Helgi Andrésson var maður orða og athafna. Er Helgi átti í samskipt- um við aðra var hann mjög hreinskil- inn og átti það til að vera mjög orð- hvass og svo fastur á meiningunni, að sumum fannst nóg um. Ef Helgi mat það svo að hann hefði farið yfir strikið, var hann manna sáttfúsastur og átti ekki erfitt með að koma og sættast við viðkomandi. Helgi var mikil tilfinningavera og mátti hann hvergi aumt sjá öðruvísi en láta sig það varða og hafði hann ríka réttlætiskennd. Helga var mjög umhugað um fjölskyldu sína og var hann stoltur eiginmaður, faðir og afi. Talaði hann oft um hvað hann ætlaði að verja tímanum vel með barna- börnunum er hann hætti að vinna. Helgi var mikill unnandi lista. Myndlist, bókmenntir og þó sérstak- lega sönglistin var honum hugleikin og var hann mikill söngmaður og söng hann meðal annars lengi í kór- um. Oft er maður gekk framhjá skrifstofu Helga heyrði maður gömlu meistarana hljóma þar sem hann tók undir fullum hálsi og þar var hann í essinu sínu. Við fráfall Helga Andréssonar er ljóst að mikilsmetinn maður er fall- inn frá, er markaði djúp spor hvar sem hann kom og mun minningin um hann lengi lifa. Á þessari stundu er hugur minn hjá fjölskyldu Helga og votta ég henni mína dýpstu samúð. Elsku Hafdís, Daníel, Andrés, Brynja, Gunnar og barnabörn, ég vona að með guðs hjálp komist þið í gegnum þá miklu sorg er knúið hef- ur dyra hjá ykkur og um síðir getið þið tekist brosandi á við lífið og notið minninganna um góðan dreng. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn Helga Andrésson. Megi hann hvíla í guðs friði. Gissur Þór Ágústsson. Síðdegis s.l. föstudag barst sú harmafrétt að Helgi Andrésson væri látinn. Hann hafði fyrr um daginn sinnt skyldustörfum í Reykjavík og á leiðinni heim varð óhappið. Eins og hendi væri veifað var öllu lokið. Þannig erum við minnt á að eng- inn veit hvenær kallið kemur. Í þessu tilfelli var það ótímabært því að Helgi var fullur starfsorku og áhugasamur um að takast á við verk- efni dagsins. Hann sá einnig fram á að það styttist í að hann gæti slakað á og farið að sinna fjölskyldu sinni og áhugamálum betur en undanfarin ár, en skammt var til þess tíma að hann færi á eftirlaun. Kynni okkar Helga voru því mið- ur alltof stutt, því að við höfðum að- eins starfað saman í fimm ár í stjórn Vinnueftirlits ríkisins. Þar var Helgi búinn að vera a.m.k. fjórum árum lengur en ég. Sem stjórnarmaður lét Helgi til sín taka. Hann hafði mikinn áhuga á öryggismálum og vinnuvernd og lagði ævinlega gott til málanna. Á þessu augnabliki kemur fyrst í hug einlægur vilji hans til að hafa áhrif á öryggismál í Hvalfjarðar- göngunum, en hann vakti athygli á því að þar þyrfti að gera betur, sem varð til þess að stjórn Vinnueftirlits- ins tók málið upp við stjórnvöld. Ekki vorum við ánægð með við- brögðin en vonandi mun sá tími koma að þar verði betur tekið á hvað varðar öryggi vegfarenda. Mörg önnur mál voru Helga hug- leikin sem ekki verða tíunduð í stuttri minningargrein, sem skrifuð er til að minnast góðs félaga og vin- ar. Ég vil að lokum senda eiginkonu og fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur fyrir hönd stjórnar Vinnueftirlitsins. Hilmar Kristjánsson. Þegar sonur minn færði mér þær sorgarfréttir að Helgi pabbi bestu vinkonu minnar væri dáinn, setti mig hljóða. Margar minningar komu upp í huga mér. Þær stundir sem við töluðum um Dýrafjörðinn „okkar“ þar sem þú fæddist og ólst upp og ég bjó um tíma á Þingeyri. Við áttum það sam- eiginlegt að finnast Dýrafjörður fal- legasti staður á landinu. Og Helgi minn, þeim orðum sem þú hvíslaðir í eyru mín fyrir tæpum 6 árum gleymi ég aldrei. Þau hafa fylgt mér og huggað mig alla tíð síðan. Með þess- um orðum kveð ég þig að sinni. Þig faðmi liðinn friður guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll ! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.)          ,     9<- 6  %5 *= 6!        %$       ! -       .$ %& /            (   0 ((  ! -  0"  !# !!" .#+!# ##  ! >3!# !!" 1$0" ! ##  ' *0" ! ##   * +1 !!"  0" !!" *&5,!#(  *0" ! ##  0" !  !!" 5"5+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.