Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.04.2002, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 45 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Elsku hjartans Brynja mín, Habba, Addi, Gunni, Daníel og fjöl- skyldur. Ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið góð- an Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Valey Björk. Sleginn yfir þeirri harmafregn að góður vinur og samstarfsmaður til margra ára, Helgi Andrésson, sé all- ur langar mig að minnast hans með fáum línum. Helga Andréssyni kynnist ég árið 1980 en hann var þá formaður Starfsmannafélags Akra- neskaupstaðar (STAK) sem fór með samningsmál starfsmanna Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar sem ég starfaði hjá. Kynni okkar Helga ein- kenndust í fyrstu af andstæðum sjónarmiðum í félagsmálum en síðar urðum við samherjar og nánir sam- starfsmenn í þeim efnum. Í félagsmálastarfi var Helgi bæði ákveðinn og hreinskiptinn auk þess sem hann lá ekki á skoðunum sínum. Hann bjó yfir þeim fágæta eiginleika að geta tekið afstöðu til málefnis án tillits til eigin hagsmuna eða þröngra hagmunahópa. Jöfnuður var aðalsmerki Helga Andréssonar meðan hann gegndi formennsku í STAK. Sem fulltrúi félagsins í starfsmatsnefnd minnist ég þess þegar Helgi kallaði mig eitt sinn á teppið og bað mig að gera grein fyrir starfi nefnarinnar varðandi mismun- un í starfsmati félaga til launa. Það var ekki létt verk. Árið 1995, við stofnun Akranes- veitu, kynnist ég Helga sem sam- starfsmanni og félaga, nú síðast í sameinuðum fyrirtækjum í Orku- veitu Reykjavíkur. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast þeim hjón- um, Helga og Hafdísi. Elsku Hafdís og fjölskylda, um leið og við kveðjum kæran vin hinstu kveðju sendum við ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Svavar og Heiða, Orrahólum. Það var fyrir rúmum tuttugu ár- um þegar við fjölskyldan bjuggum úti í Kaupmannahöfn að við kynnt- umst Helga Andréssyni og Hafdísi konu hans, foreldrum Daníels góð- vinar okkar og nágranna. Þau gistu gjarnan ef þau áttu leið til borgar- innar við sundið hjá þeim Daníel og Sigurborgu og þar sem næstum var innangengt á milli íbúða okkar og þeirra fór ekki hjá því að þarna tækjust ágæt kynni. Helgi var bæði skemmtilegur maður og hlýr, hand- takið stórt og þétt og mikill vinskap- ur sem geislaði frá honum – hann var fljótur að úrskurða að þar sem við báðir ættum ættir að rekja til Dýrafjarðar vestur þá hlytum við að vera frændur og þannig tók hann mér jafnan er við hittumst, sem ein- um úr fjölskyldunni. Að auki hafði hann hraustlegar og afdráttarlausar skoðanir á flestum hlutum og kjarn- yrt tungutak sem naut sín vel er hann sagði frá, og þar sem ég var að skrifa mínar fyrstu skáldsögur þarna á Kaupmannahafnarárunum þótti mér allnokkur hvalreki að heimsóknum Helga, því hann rataði víða og hafði næmt auga. Ég hafði áhuga á Vetrargarðinum sáluga í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þar sem fyrstu rokkböndin léku fyrir dansi, og þarna var kominn maður sem hafði stundað staðinn forðum daga og kunni að segja frá því hvernig þar var umhorfs. Ógleymanlegar eru einnig sögur sem hann sagði frá síld- arárunum á Siglufirði, og ein þeirra sem fjallaði um það þegar einhverjir fullhugar á staðnum ætluðu að eyða nagdýraplágu í lagerkjallara með því að loka þar inni eina helgi nokkra grimma villiketti lenti næstum í heilu lagi í bókinni „Gulleyjan“ sem ég var að bjástra við um þær mund- ir. Helgi var mikill maður á velli, hann hló smitandi og innilega og það er mikill sjónarsviptir að mönnum eins og honum. Við Hildur þökkum fyrir góðar samverustundur og vott- um Hafdísi og hennar fólki okkar samúð. Einar Kárason. Mig langar að minnast mágs míns og vinar Einars Sigurbjörnssonar. Ég kynntist Einari árið 1944, en þá urðum við skólafélagar í Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Það sem ein- kenndi Einar á skólaárum okkar var glaðlyndi og það hversu mikinn áhuga hann hafði fyrir söng. Hann hafði einnig yndi af ljóðum og varð því fljótt félagi í kórnum á Héraði eftir að skólavistinni á Laugarvatni lauk. Við Einar voru samsveitungar enda báðir úr Skriðdalnum. Fljót- lega eftir að við komum frá Laug- arvatni var hafist handa við að byggja steinhúsið á Múlastekk. Ein- ar hafði gaman af að vinna við bygg- ingarstörfin auk þess sem hann tók virkan þátt í bústörfum á Múlastekk. Samhliða búskapnum tók hann einn- ig að sér að vinna byggingarvinnu við Grímsárvirkjun og starfaði í lög- reglunni á Héraði. Eftir að Einar og EINAR SIGURBJÖRNSSON ✝ Einar Sigur-björnsson fædd- ist á Múlastekk í Skriðdal S-Múlasýslu 26. september 1924. Hann andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ólín Einarsdóttir frá Kol- staðagerði í Vallar- hreppi, síðar húsfrú á Múlastekk í Skrið- dal, og Sigurbjörn Árna-Björnsson frá Geirólfsstöð- um í Skriðdal, síðar bóndi á Múla- stekk. Systkini Einars eru Krist- björg Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykja- vík, Guðrún Helga Geldzahler deildarstjóri á dagheimili í Chic- ago í Bandaríkjunum, og Þórólfur Stefánsson, fyrrverandi trésmið- ur á Egilsstöðum. Systir Einars, Jónína Stefanía Sigurbjörnsdótt- ir, lést árið 1993. Einar var ókvæntur. Útför Einars fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. tengdaforeldrar mínir hættu búskap fluttust þau að Lagarási 2 á Egilsstöðum og starf- aði Einar þar lengst af hjá Pósti og síma. Við Einar vorum báðir kórfélagar í kirkjukór Egilsstaða- kirkju og kynntist ég einna best á þeim árum mannkostum Einars. Einar hafði góða nær- veru, var frekar hlé- drægur en tryggur sín- um vinum. Hann hafði gott auga fyrir listum bæði tónlist s.s. karlakórsröddum og eins fyrir danslist en Einar var einn af stofnendum dansklúbbsins Fiðr- ildanna á Egilsstöðum. Einar var metnaðarfullur á sinn hátt og hafði ætíð sérstakan áhuga á góðum bíl- um. Það er með söknuði að ég kveð í dag góðan vin og mág. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Einars Sigur- björnssonar. Svavar Stefánsson. Kæri Palli okkar. Nú er komið að kveðjustund, sem er okkur sannar- lega erfið en jafnframt erum við þakklát fyrir að þú fékkst að fara svo hljóðlaust heima hjá þér í Pálsgarði, það hefði ekki átt við þig að liggja á spítala. Dagurinn þegar kallið kom er lík- lega engin tilviljun, föstudagurinn langi, þjáningardagur frelsarans þegar þú ,,varst leystur þrautum frá“. Páll fluttist á nýbyggt sambýli að Pálsgarði 2 á Húsavík haustið 1994 er lokun Sólborgar á Akureyri stóð fyrir dyrum. Þar hefur hann bú- ið ásamt Atla Viðari, Áslaugu, Bjarna, Guðmundi og Eyþóri, sem er látinn. Palli minn, þú hefur verið hús- bóndinn á heimilinu enda elstur, þú lést þér einkar annt um sambýlisfólk þitt, ef einhver var úti varst þú ekki í rónni fyrr en hann var kominn í hús. Þú þurftir að hafa allt á sínum stað, allt í röð og reglu. Ef stóll var færður úr stað varstu ekki ánægður fyrr en hann hafði verið lagaður, stundum þurftir þú að laga sjálfur og var það viljinn einn sem hjálpaði þér við það. Þú varst viljasterkur maður og tókst þér einkar vel að koma okkur PÁLL JÓNASSON ✝ Páll Jónassonfæddist að Þverá í Laxárdal 17. mars 1940. Hann lést á heimili sínu, Sambýl- inu Pálsgarði 2 á Húsavík, 29. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Höllu Jónsdóttur og Jónasar Snorrason- ar. Systkini Páls eru: Aðalbjörg, húsfreyja í Kasthvammi, ekkja Bergsteins L. Gunn- arssonar; Hildur, húsfreyja í Ár- hvammi, gift Jóni Péturssyni; Sig- rún, til heimilis á Þverá, en dvelur á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga; Snorri, búsettur í Hafnarfirði; Jón, bóndi að Þverá, látinn; og Ás- kell, ábúandi að Þverá. Útför Páls fer fram að Þverá í Laxárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. starfsfólkinu í skilning um hvað það var sem þú vildir. Þar sem þú hafðir ekki mál notaðir þú svipbrigði, leiddir okkur áfram eða hrein- lega krafðist þess að við sinntum þér. Þótt þú værir oft kröfuharður á starfsfólkið og vildir að þér yrði sinnt ekki seinna en strax, var þér ávallt fyrirgefið, því þú varst svo skemmtileg- ur, enda oftast kallaður óðalsbóndinn, húsbónd- inn eða höfðinginn. Fyrir rúmlega þremur árum réð- ust þið íbúarnir í það að kaupa ykkur bíl í félagi, sem auðvitað var á þínu nafni. Það hefur veitt ykkur margar gleðistundir og gert líf ykkar inni- haldsríkara. Og oft, Palli minn, þegar dökkt var í sinni og erfiðleikar í sálinni var eina ráðið að fara með þig í bíltúr og þú náðir að jafna þig. Á sextugsafmæli sínu fyrir tveim- ur árum afhenti Páll íbúum sambýlis- ins gjafabréf fyrir heitum potti. Sá nuddpottur er gersemi fyrir fólk með mikla fötlun. Páll varð sjálfur yfir sig hrifinn af að fara í pottinn, þar leið honum vel, þar linuðust giktarverk- irnir, þar vildi hann vera en helst hafa sem flesta með sér. Nú er ansi tómlegt á Pálsgarði, sérstaklega í stofuhorninu, þar sem þú varst vanur að sitja í þínum hús- bóndastól, með kaffi í glasi, skrá í hönd og horfa á sjónvarpið. Við kveðjum þig með kærri þökk fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Systkinum Páls og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu sam- úð. Síðustu orð okkar til Páls birtast í vísu er starfsmaður orti sem síðustu kveðju í bókina hans. Höfðinginn er héðan farinn, himnaríki að sjá. Yfir honum englaskarinn ávallt vaka má. (I.G.) Guð blessi minningu Páls Jónas- sonar. Íbúar og starfsfólk, Pálsgarði. Hinn 25. marz sl. lézt á Hjúkrun- arheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri náfrænka mín, Guðrún Árnadóttir frá Efri-Ey. Eru þau þá öll farin yfir móðuna miklu börn föðursystur minnar, Sunnefu Ormsdóttur, sem lengi bjó í Efri-Ey með manni sínum Árna Jónssyni frá GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR ✝ Guðrún Árna-dóttir fæddist að Efri-Ey I í Meðal- landi í V-Skaft. 16. október 1907. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Klaustur- hólum á Kirkjubæj- arklaustri 25. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Árni Jónsson, f. 8.10. 1875, d. 21.3. 1946 og Sunneva Ormsdóttir, f. 23.4. 1884, d. 30.9.1976. Systkini Guðrúnar voru Sig- urlín, f. 8.12. 1905, d. 18.2. 1969, Jón, f. 1.11. 1908, d. 25.12. 1992, Bjarni, f. 1.5. 1911, d. 12.7. 1996 og Vilborg, f. 28.6. 1913, d. 9.4. 2001. Guðrún átti heimili alla tíð að Efri-Ey I, fyrst hjá foreldrum sín- um og síðar hjá Bjarna bróður sín- um og hans konu, nema síðustu árin er hún dvaldi að Klausturhól- um. Útför Guðrúnar fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Auðnum í Meðallandi. Guðrún var orðin há- öldruð eða næstum 95 ára gömul. Líkamlega hélt hún sér ótrúlega vel, en því miður sótti hana heim fyrir nokkr- um árum sá minnis- leysissjúkdómur, sem marga hrjáir nú á dög- um. Var hvíldin henni því kærkomin lausn frá þessu jarðlífi. Ekki verður sagt, að mikill héraðsbrestur verði, þegar öldruð kona, sem næstum alla ævi sín dvaldist á sama blettinum og brá sér sjaldan út fyrir sveit sína, kveður þennan heim. Vann hún búi foreldra sinna allt það, er hún mátti, meðan þeirra naut við, og síðan Bjarna, bróður síns og fjölskyldu hans, með- an kraftar entust. Sjálf giftist Gunna, eins og hún var oftast nefnd, ekki. Hins vegar var hún sem móðir barna bróður síns, og konu hans, Guðbjargar Runólfsdótt- ur frá Bakkakoti. Veit ég, að þau minnast frænku sinnar með söknuði og virðingu. Mig bar fyrst að garði í Efri-Ey árið 1945 og kynntist þá þeirri gest- risni og því hlýja viðmóti, sem ég og fjölskylda mín nutum hjá þessu mæta frændfólki alla tíð. Var sama, hvort komið var í Uppbæinn eða Miðbæinn. En allt er breytingum undirorpið, og nú er flest það skyldu- lið, sem næst stóð mér og mínum og setti svip á Meðallandið um langan aldur, annaðhvort horfið af sjónar- sviðinu eða hefur dreifzt víðs vegar um landið. Þó eru tveir frændur enn ábúend- ur í Efri-Ey. Mér verður ævinlega minnisstætt, hversu Gunnu frænku var umhugað um, að þeir, sem að garði bar, fengju einhverja næringu, hvort sem var kaffi, matur eða jafnvel gisting. Já, síðast þegar við hjónin komum að Klaustri og hittum frænku mína, var hún enn sama sinnis, þótt minnis- leysið væri farið að segja til sín, og spurði, hvort við hefðum ekki fengið kaffi. Þannig starfaði undirmeðvit- und hennar á sama hátt og þegar hún var í fullu fjöri í Efri-Ey. Er gott að muna nána frænku á þennan hátt, þegar leiðir skilur. Útför hennar fer í dag fram frá Langholtskirkju í Meðallandi, en þar hvíla foreldrar hennar og bræður og margir forfeður hennar og okkar. Að endingu sendi ég og fjölskylda mín Efri-Eyjar fólkinu samúðar- kveðjur okkar. Minnumst við öll. Gunnu í Efri-Ey með þakklæti í huga. Jón Aðalsteinn Jónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.