Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það var sólríkan dag
í byrjun októbermánað-
ar árið 1979 á heimavist
Menntaskólans á Laug-
arvatni að leiðir okkar
Sigga lágu fyrst saman.
Hann sat á rúmi sínu
með gítar í fanginu þegar ég leit inn
til hans við annan mann. Siggi spratt
upp og heilsaði okkur með handa-
bandi og kynnti sig með orðunum
„komdu sæll, ég heiti Sigurður Hrafn
Guðmundsson“. Hann lagði sérstaka
áherslu á millinafn sitt, ég lærði það
síðar að það var honum afar kært.
Það tókst fljótt með okkur góður vin-
skapur þrátt fyrir að við værum um
margt ólíkir. Fljótt kom í ljós að Siggi
batt bagga sína öðrum hnútum en
flestir samferðamenn hans, hafði
sinn hátt á um flesta hluti. Hann átti
gott með að læra, þótt skólaganga á
Laugarvatni hafi verið eins konar
rússíbanaferð þar sem á ýmsu gekk
og skólayfirvöld ekki alltaf dús við
pilt. Siggi var alltaf til í að sprella og
oftar en ekki í eldlínunni þegar við
létum til skarar skríða. Skólameistari
lýsti okkur strákunum í árgangi ’79
eitt sinn svo: „Þeir gerðu allt sem ég
vissi að væri hægt að gera og miklu
meira en það.“
Á sumrin á milli menntaskólaár-
anna héldum við góðu sambandi og
brölluðum margt, oftar en ekki gerð-
um við út frá heimili foreldra hans í
Laugarási í Biskupstungum sem allt-
af stóð mér opið, jafnt þá sem æ síð-
an. Sumarið ’82 unnum við saman að
byggingu háspennumastra fyrir
Hrauneyjafosslínu og síðar við gerð
Sultartangastíflu. Alltaf var Siggi
sjálfum sér líkur, hann hikaði ekki við
að kasta sér út í rökræður við jafnt
háa sem lága og gaf lítið fyrir það
þótt ekki væru allir sáttir við skoð-
anir hans á mönnum og málefnum.
Menntaskólaárin voru Sigga jafn-
an ofarlega í huga og talaði hann oft
um hve góðir tímar þetta hefðu verið.
Hann bar alveg sérstakan hlýhug til
skólans og hlakkaði jafnan mikið til
SIGURÐUR HRAFN
GUÐMUNDSSON
✝ Sigurður HrafnGuðmundsson
fæddist 13. apríl
1963 á Sauðárkróki.
Hann lést á heimili
sínu 23. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 3. apríl.
hinna hefðbundnu nem-
endamóta. Þar duttum
við jafnan í gamla gír-
inn. Þá var Siggi í ess-
inu sínu, spilandi á gítar
og skjótandi á okkur fé-
lagana hinum ýmsu at-
hugasemdum sem til-
heyrðu liðnum tíma.
Þegar vistinni lauk á
Laugarvatni fluttist
Siggi til Reykjavíkur
með foreldrum sínum.
Hann byrjaði að læra
líffræði en hvarf frá því
námi og sneri sér að
tónlistinni, fyrst í tón-
listarskóla FÍH og síðar í Berkley
University í Bandaríkjunum. Við
héldum alltaf góðu sambandi, sem þó
var mismikið eftir því hvar við vorum
hverju sinni, enda oft langt á milli
okkar þegar annar var í útlöndum.
Eftir að ég fór að vinna í Reykjavík
fyrir þremur árum vorum við í dag-
legu sambandi og skelltum okkur í
sundlaugar borgarinnar þegar tími
gafst til. Þar var oft vel tekið á því í
rökræðum við sundlaugargesti um
hin ýmsu málefni og aldrei gefin
tomma eftir, sér í lagi ef málið snerist
um velferðar- og mannúðarmál.
Siggi hafði marga góða kosti að
geyma, hann var í senn viðkvæmur
og mjög næmur á líðan annarra.
Hann tók nærri sér hvernig málum
fólks var háttað og fór ekki í mann-
greinarálit, hvort sem um var að
ræða bágindi samlanda hans eða
fólks í fjarlægum löndum. Siggi var
gjafmildur maður, ávallt tilbúinn að
rétt þeim hjálparhönd sem eftir því
leituðu og skipti þá ekki máli hvern-
ing stóð á hjá honum. Siggi átti ekki
til neitt fals og kom alltaf til dyranna
eins og hann var klæddur. Betri vin-
ur er vandfundinn.
Við í Starengi 4 vottum fjölskyldu
Sigga, þeim Guðmundi, Jósefínu,
Helgu, Sigurði Torfa, Hrafnkatli og
Bergsteini, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og megi guð gefa ykkur
styrk í sorginni.
Við þig, Siggi, vil ég að síðustu
segja: Skyndilegt brotthvarf þitt úr
þessum heimi veldur mér miklum
harmi, úr honum mun ég vinna en
eftir lifir minningin um góðan vin
með stórt hjarta. Hvíl þú í friði og
megi guð vera sálu þinni náðugur.
Friðrik H. Vigfússon.
Kær vinur minn Sigurður Hrafn
Guðmundsson er látinn. Siggi var
góðum gáfum gæddur, víðlesinn og
hafði áhuga á margvíslegum málum,
hann fylgdist vel með fréttum bæði
innanlands og utan, hann hafði ein-
arðar skoðanir á flestu. Sagan, þá
sérstaklega seinni heimsstyrjöldin,
stjórnmálin, heimspekin og jafnrétt-
ismálin voru honum ávallt hugleikin.
Tónlistin átti þó hug hans allan. Siggi
spilaði í mörgum hljómsveitum í
gegnum tíðina og kenndi á gítar. Oft
sátum við saman og hlustuðum á tón-
list, eða Siggi spilaði á gítarinn og við
sungum saman. Alltaf naut ég þess
þegar hann spilaði fyrir mig eða
leyfði mér að heyra nýja og fallega
hljóma. Siggi hafði mjög gott vald á
íslensku máli og hafði gaman af því að
skrifa greinar í blöð og tímarit, að ég
tali nú ekki um sendibréf til vina og
ættingja, og nýtti hann sér vel tölvu-
tæknina. Hann var ágætur þýðandi
og hafði gott vald á mörgum tungu-
málum. Siggi ók leigubíl, sem átti vel
við hann, því þar gat hann ráðið
vinnutíma sínum. Honum var það
kappsmál að staðna ekki enda dreif
hann sig í Háskólann og nam þar
heimspeki, námið var honum áskorun
og skemmtun sem átti virkilega vel
við hann. Fyrir skemmstu var hann
að kenna mér rökfræði með formúl-
um og dæmum sem ég leysti með
misjöfnum árangri, svo að við gátum
hlegið að öllu saman. Það var svo auð-
velt að þykja vænt um Sigga, hann
gat jú stundum verið hvatvís og þver,
en alltaf var jafn gaman að rökræða
við hann um allt milli himins og jarð-
ar. Við vorum ekki alltaf sammála, en
þá var bara því skemmtilegra.
Siggi var félagslyndur og var fljót-
ur að kynnast fólki. Hann var einlæg-
ur og glettinn en ég þekkti líka treg-
ann og viðkvæmnina í honum. Hann
hafði mikla réttlætiskennd og samúð
með þeim sem áttu undir högg að
sækja í þjóðfélaginu og úti í hinum
stóra heimi. Ég fékk að sjá inn í kviku
þessa góða manns og var betri og rík-
ari manneskja fyrir vikið.
Sigurður Hrafn var besti vinur
minn, trúnaðarvinur, hann var
hjartahlýr, skilningsríkur og traust-
ur. Við áttum einlægar og fallegar
stundir saman. Við töluðum um trúna
og efann, ástina og óttann, okkur
sjálf og draumana alla, oft gátum við
hlegið og stundum grátið en oftast
gátum við fundið skynsemi í öllu sam-
an, þessum harmræna og dularfulla
tilgangi lífsins.
Ég bið Guð að gefa foreldrum,
systur, ömmu og öðrum ástvinum
Sigurðar Hrafns styrk og huggun í
sorg þeirra.
Kom huggari, mig hugga þú,
kom hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem.)
Elsku Siggi minn, á hugann leita
margar góðar minningar um góðan
dreng og um hjartað streymir sökn-
uður og elska og þakklæti. Ég trúi á
algóðan Guð, annað líf og að við mun-
um hittast aftur. Guð gefi þér elsku-
legt ljós sitt og blessun.
Elísabet Pétursdóttir.
Sigurður Hrafn Guðmundsson hét
hann, oftast kallaður Siggi og stund-
um Siggi læknisins til aðgreiningar
frá öðrum Siggum í sveitinni. Í
græskulausum æringjahætti varð úr
því Siggi lakkrísins. En fyrst og
fremst Siggi.
Það eru alltaf tíðindi í litlu sveita-
þorpi þegar nýr drengur bætist í hóp-
inn, jafnvel þótt það sé bara venjuleg-
ur drengur. En Siggi var ekki
venjulegur drengur. Hann var bæði
skemmtilegur og uppátækjasamur.
Alla tíð svolítill æringi án þess að
vanta alvöruna í lífið. Ég man eftir að
strax á barnsaldri gátum við Siggi
rætt um innstu rök lífs og heims eins
og þroskaðir stúdentar. En við gát-
um líka, ef von var í skemmtileg
prakkarastrik, látið allt slíkt lönd og
leið. Læknisbústaðurinn þar sem
Siggi ólst upp í Laugarási var mér
spennandi heimur og ég man að þar
var okkur krökkunum í hverfinu vel
tekið.
Seinna urðum við Siggi samskipa
tvo vetur á Laugarvatni. Þar var
Siggi eins og alla tíð síðan sjálfum sér
samkvæmur. Hann tók námið mátu-
lega alvarlega en þegar sú undanláts-
semi ætlaði að seinka honum um eitt
ár spýtti hann í lófa og las tvo vetur
utanskóla. Slíkt leika ekki allir eftir.
Ég fylgdist minna með Sigga
seinni árin og þegar ég hugsa til baka
finnst mér örstutt síðan við vorum að
baksast í Launréttarholtinu heima.
Þá sjaldan við Siggi hittumst var
hann alltaf samur og mér fannst hann
stundum lifa hinu öfundsverða bó-
hemlífi sem við allir ætluðum okkur
þegar við vorum að ljúka mennta-
skóla.
Siggi safnaði engu svo ég viti, ekki
peningum, tæplega prófgráðum og
ekki afrekum sem verða skráð í ann-
ála. En mér dettur hann í hug þegar
ég hugsa til sögu þar sem sagt er frá
manni sem safnaði minningum. Slíkt
fólk lifir kannski meira lífi á áratug
en hinum tekst á hundrað árum sem
allan tímann eru að safna einhverju
allt öðru en minningum og lífi.
Foreldrum Sigga og aðstandend-
um öllum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Bjarni Harðarson.
Þegar menn falla frá í blóma lífsins
vaknar alltaf spurningin hvers vegna.
Spurning sem okkur er eflaust ekki
ætlað að fá svar við. Þannig var það
með góðan vin og félaga Sigurð
Hrafn, maðurinn með ljáinn spurði
svo sannarlega ekki um aldur.
Þegar við fengum þær fréttir að
Siggi Hrafn væri látinn áttum við
bágt með að trúa því, en hafsjór
minninga rann í gegnum hugann.
Minningar um góðar stundir yfir mat
og drykk þar sem ýmsar góðar sögur
flugu. Á eftir var gjarnan tekið smá
djamm með gítarinn og gleðin réð
ríkjum. Einnig mikið spjallað og kom
þá berlega í ljós hve víðlesinn Siggi
Hrafn var og vel heima í ýmsum mál-
um, með ákveðnar skoðanir en þó
alltaf stutt í grínið.
Á kveðjustundu kemur margt upp
í hugann en þó fyrst og fremst þakk-
læti fyrir þá samveru sem við áttum.
Hafðu þökk fyrir allt kæri vinur.
Ástvinum hans sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Árni og Bryndís.
Nú er okkur stirt um stef, því ekki
veit maður hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Við sameinuðumst í tónlistinni sem
við sungum og spiluðum saman svo
oft.
Þér verður spilaður tregablús með
sorg og söknuð í hjarta.
Vertu sæll, kæri vinur. Vertu sæll.
Arndís Björk og Tómas.
Á ákveðnu tímaskeiði í lífi okkar
ólumst við hálfpartinn upp með Sigga
Hrafni. Mikill samgangur var milli
fjölskyldna okkar og má segja að
hann hafi verið eins og stóri bróðir
okkar. Það var alltaf kátt á hjalla í
kringum Sigga Hrafn. Því kynntumst
við systurnar vel. Hann var óþreyt-
andi að leika sér við okkur þegar við
vorum litlar – og stríddi okkur enn
meira þegar við urðum eldri. Við upp-
lifðum hann sem góðan strák þrátt
fyrir prakkarastrik og stríðni. Alltaf
var stutt í umhyggju og fallegt bros.
Elsku Siggi Hrafn, við erum þakk-
látar fyrir að hafa kynnst þér og átt
með þér ljúfar samverustundir. Þín
er sárt saknað. Hans nánustu send-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðbjörg, Brynhildur,
Hrafnhildur og Bergrún
Grímsdætur.
Í fyrsta skipti sem ég barði Sigurð
Hrafn augum var hann með gítarinn í
hendi á heimavistinni í Menntaskól-
anum á Laugarvatni. Við vorum að
koma okkur fyrir til að hefja fjögurra
ára skólagöngu, óstýrilátur busahóp-
ur hvaðanæva af landinu. Siggi átti
mjög gott með að kynnast fólki, með
sínu vingjarnlega, líflega fasi og ein-
stakri kímnigáfu, enda vissu allir
hver hann var eftir nokkra daga. Það
leið ekki á löngu þar til hann hafði
skipað sér sess sem söngstjóri bekkj-
arins og alla tíð síðan var Siggi ómiss-
andi til að halda uppi fjörinu.
Sigurður átti afar auðvelt með
nám, hvort sem um var að ræða tón-
list eða bóknám. Í ML var öflugt fé-
lagslíf sem hann tók þátt í af heilum
hug og hafði alltaf nóg á sinni könnu.
Hann fór ekki alltaf troðnar slóðir og
ótrúlegt hugmyndaflug og uppátæki
lífguðu upp á tilveruna. Heimavistin
er lítið samfélag þar sem menn kynn-
ast náið og tengjast oft vináttubönd-
um sem endast ævilangt. Ég á
margra stunda að minnast, bæði með
félögunum sem haldið hafa hópinn og
heimsóknanna til Sigga fyrr og síðar.
Mér var alltaf tekið opnum örmum
hjá foreldrum hans, þar sem setið var
að spjalli eða hlustað á nýjustu djass-
perlurnar sem þeir feðgar höfðu
grafið upp. Oft var spáð í minnstu
smáatriði þar sem tónlistin var ann-
ars vegar og þegar Sigurður spilaði
djass eða klassík á gítarinn var ekki
hætt fyrr en allt var nákvæmlega
rétt. Sigurður hafði yndi af rökræð-
um og lá aldrei á skoðunum sínum.
Þegar félagahópurinn hittist var
aldrei lognmolla yfir samræðunum
og Siggi var óspar á að gera grín
bæði að sjálfum sér og öðrum. Eftir
að háskólaárunum lauk höfum við
ekki sést eins reglulega og áður, en af
og til skelltum við okkur í sundlaug-
arnar og ræddum heimsins gagn og
nauðsynjar. Í einni slíkri ferð urðu
mér á þau leiðu mistök að stinga upp
á að við syntum nokkrar ferðir í laug-
inni. Siggi benti mér snarlega á að
það stríddi gegn heilbrigðri skynsemi
að sprikla í köldu vatni til að halda á
sér hita þegar nóg pláss væri í heitu
pottunum – enda vissi hver heilvita
maður að menn færu ekki í sund til að
synda, heldur stunda andlega þjálfun
meðan nuddpottarnir sæju um líkam-
legu hliðina. Mér er ofarlega í huga
eitt af þeim lögum sem við tókum
gjarnan saman á góðri stund, „Hótel
Jörð“ eftir Tómas Guðmundsson,
sem byrjar svo: „Tilvera okkar er
undarlegt ferðalag, við erum gestir
og hótel okkar er jörðin.“ Siggi var
óvænt kallaður burt af þessu hóteli
og hans er sárt saknað. Guðmundur,
Jósefína, Helga, Sigurður Torfi og
strákarnir eiga samúð okkar allra á
þessum erfiðu tímum þegar við
kveðjum góðan dreng og félaga.
Jón Bragi Björgvinsson.
Vinur minn Sigurður Hrafn er lát-
inn. Þetta eru miklil sorgartíðindi.
Hann kvaddi þennan heim allt of
ungur, aðeins 38 ára að aldri. En við
skulum hugga okkur við það, að hann
er örugglega í góðum félagsskap vina
og vandamanna er á undan hafa
gengið.
Ég hef búið ásamt fjölskyldu minni
í Noregi undanfarin fimm ár, en við
fjölskyldan erum einmitt farin að
horfa til þess að flytja aftur heim eftir
langa útiveru.
Eitt af tilhlökkunarefnum mínum
var að geta hitt Sigurð oftar og þar
með ræktað vináttubönd okkar enn
frekar, en af því getur víst ekki orðið,
að minnsta kosti ekki í þessu lífi.
En minningin um góðan dreng lifir
áfram.
Sigurður Hrafn var mikill hæfi-
leikamaður, hann var afburða mús-
íkalskur, bráðvel gefinn á alla lund og
leiftrandi húmoristi.
Mér hlýnar um hjartarætur er ég
hugsa til allra þeirra góðu stunda er
við áttum saman bæði í leik og starfi.
Ég kynntist Sigurði fyrst árið 1985
er ég hóf að leika með hljómsveitinni
„MAO“ þar sem Siggi var gítarleikari
og lykilmaður.
Eftir að ég hætti með hljómsveit-
inni heyrðum við í raun allt of sjaldan
hvor frá öðrum, en 1994 tókum við
þráðinn upp að nýju og 1995–96 hóf-
um við að leika saman á ný í nýrri
hljómsveit er hét „Yfir strikið“.
Allar götur síðan höfum við haft
reglulegt samband, þó svo ég byggi
erlendis nú síðustu ár.
Sigurður Hrafn var hjartahlýr og
skemmtilegur maður, er reyndist
mér alla tíð ákaflega vel.
1
2
2
3
3
!"
" 4%28 %1482>
'6! +
*& 1!!" <!$ 2 !#1?(
2 !#1! ## !#&'&!"
;' , *1!!" 2 !# !(! ##
1!@ *& !!" ;' % ($# *& !!"
"
#1")!!
;' !!" % ;' ! ## +
1
2
!4
3 3
!"
!"
! !
1
66 914 914 6) *(" ##
6 !#1 ! ## 41 !!"
-!*1 ! ## *(2 !!"
2&51 ! ## !#&' !#&'!!"
*1 ! ##  !!"
8 &50 * ## 6)(!!"
5!3!#
" 5 !3 +