Morgunblaðið - 06.04.2002, Page 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 49
Elli kerlingu verður
misjafnlega ágengt í
glímu sinni við mann-
fólkið. Suma er hún
fljót að beygja, aðrir
eru erfiðari viðfangs
og falla ekki fyrr en í síðasta storm-
inum. Svo var farið um hana Krist-
ínu Jónsdóttur eða Kiddu frá Gísla-
bæ, líkt og hún var jafnan kölluð á
mínu bernskuheimili. Enda komin
af kjarngóðu merkisfólki og Jökl-
urum að langfeðgatali. Jón faðir
hennar einn 16 barna Helga Árna-
sonar (1844-1920) og Kristínar
Grímsdóttur (1848-1934), þau hjón
bjuggu myndarbúi í Gíslabæ á
Hellnum. Þar með er fallinn frá
einn elsti Hellnarinn, fæddur á
fyrsta áratug síðustu aldar. Um
ættir og lífshlaup Kristínar Jóns-
dóttur verður fjallað af þeim sem
betur til þekkja.
Fundum okkar Kiddu bar oft
saman á bernskuárum mínum vest-
ur á Hellnum. Hún er mér einkar
minnisstæð fyrir reisnina og tígu-
leikann sem ljómaði af þessari fal-
legu konu. Sama má segja um
mann hennar, Helga Kristjánsson,
sem fallinn er frá fyrir mörgum ár-
um. Það sópaði af þeim hvar sem
þau komu, hnarreist, snyrtileg, kát
og fróð. Eftir að fjölskylda mín
flutti til Reykjavíkur hitti ég Kiddu
af og til hjá móður minni, þær voru
ágætar vinkonur og venslaðar að
auki, þar sem Reinhard frændi Sig-
urðsson (Harry), systursonur
mömmu, giftist Kristínu dóttur
Kiddu.
Það var svo fyrir örfáum árum að
ég þurfti að leita til Kiddu vegna
KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR
✝ Petrína KristínJónsdóttir fædd-
ist á Búðum á Snæ-
fellsnesi 13. ágúst
1909. Hún lést á
Landakotsspítala 22.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 5. apríl.
heimildasöfnunar, að
ég kynntist þessari
merkiskonu örlítið
nánar. Ég var að
skrifa grein um föður-
bróður og „uppáhalds-
frænda“ hennar í
æsku, Jóhannes
Helgason, skurðlista-
mann frá Gíslabæ. Þá
var Kidda flutt á Dal-
brautina og tekin að
tifa á 10. áratuginn.
Það var þó engan veg-
inn að sjá á þeirri tein-
réttu glæsikonu sem
tók á móti mér. Jafn
reffileg sem fyrr og smekklega
klædd. Snyrtimennskan yst sem
innst, jafnvel hvert einasta hár á
höfði hennar í nákvæmlega réttum
skorðum. Það geislaði af Kiddu og
einhvern veginn var hugtakið elli
einhvers staðar víðs fjarri. Þegar
við fórum síðan að ræða saman um
atburði sem gerðust á öndverðri
öldinni sem leið kom ég ekki að
tómum kofunum. Minnið og greind-
in í fullu samræmi við ytri líkams-
burði.
Við áttum nokkrar eftirmiðdags-
stundir saman og eftir að Kidda
hafði frætt mig um glæstan en
skammvinnan og harmþrunginn
feril Jóhannesar frænda hennar
reyndist hún hafsjór fróðleiks um
liðna tíð. Sagði mér sögur af fólki,
náttúru og ýmsu því sem augað
ekki greinir. Sagði mér af honum
Kristófer afa mínum og Kristrúnu
ömmu minni, leiftur frá liðinni tíð
sem annars væru glötuð og gleymd.
Fortíðin vaknaði til lífsins. Ein-
hvern tímann hafði amma átt erindi
yfir Sauðána í vorleysingum. Jón
faðir Kiddu var nærstaddur, þarna
við Fjárhúsaklettinn í Hellnafjör-
unni, og leist ekki á blikuna því of-
aná jökulsvelg í ánni var hún amma
mín lágvaxin og nett. En ekki á því
að láta sig fyrr en Jón sagði sem
svo að hún hlyti að sjá að það liti
illa út fyrir sig ef hún færist nú í
straumkastinu og hann standandi á
bakkanum. Þess má geta að í dag
er Sauðáin löngu uppþornuð, um
tilvist hennar og sögu vita fáir.
Kidda sagði mér hvernig skyggnt
fólk gæti miðlað öðrum af hæfi-
leikum sínum, þannig að það fengi
séð það sem því væri annars hulið.
Sagði mér frá byggðinni í Einars-
lóni, á meðan þar var fjölbýlt, en
staðurinn fór í eyði um miðja síð-
ustu öld. Uppfræddi mig um löngu
liðna atvinnuhætti og mannlíf, gaf
mér innsýn í fortíðina, líkt og
skyggna konan, amma hennar,
leyfði barnabarninu sínu að gægjast
inní hulduheima.
Stundirnar með Kiddu reyndust
mér ómetanlegar og ógleymanleg-
ar, ég er afskaplega þakklátur fyrir
að hafa fengið tækifæri til að gægj-
ast með henni inní móðu fortíð-
arinnar. Ég sendi fjölskyldu hennar
og vinum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
Kiddu frá Gíslabæ.
Sæbjörn Valdimarsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Mig langar í fáum orðum að
minnast Kristínar Jónsdóttur, helst
frá þeim árum að ég var strákur á
Siglufirði og átti heima í sama húsi
og þessi góða vinkona mín sem ég
hef alla tíð kallað fóstru mína. Hún
var mér góð vinkona alla tíð þó
seinni ári hafi kunningsskapurinn
verið orðinn minni en ég hefði vilj-
að. Alltaf var gott að koma til þess-
arar góðu konu og var ég stundum
hjá henni ef foreldrar mínir þurftu
að fara suður til Reykjavíkur eða
annað í burtu. Eftir að ég flutti suð-
ur ungur maður í atvinnuleit kom-
um við hjónin oft í heimsókn á
Kársnesbrautina og síðan á Reykja-
víkurveginn. Oft kom ég og stopp-
aði ef verið var að fara í flug út á
land. Hún kenndi mér að bera virð-
ingu fyrir dýrum og vera góður við
þau. Hún var mikil handavinnukona
og gerði marga fallega hluti og ég á
nokkra hluti sem hún gaf okkur
hjónum.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við fjölskyldan þakka fyrir
að hafa fengið að kynnast henni.
Við biðjum guð að styrkja börn,
tengdabörn og barnabörn í sorg
þeirra og megi minningin um góða
konu vera þeim styrkur.
Jóhann Þorsteinsson
og fjölskylda.
Það var föstudagur,
síðasti vinnudagur vik-
unnar, og við búnar að
ræða hvað gera ætti um
helgina. Ein okkar skil-
ar sér ekki til vinnu og
sú harmafregn berst
okkur að Kristín sé dá-
in.
Daginn áður höfðum við gantast
um aldur og fleira því tengt því ekki
skorti gamansemina og kímnigáfuna
hjá Kristínu.
Kristín var mjög hlý og skemmti-
leg kona. Og oftar en ekki urðum við
vitni að því þegar hún tók að sér að
hjálpa fjölskyldu og vinum. Ekki fór
það heldur fram hjá okkur að efst í
huga hennar var fjölskyldan sem var
henni allt.
Við kynntumst Kristínu fyrir tæp-
um tveimur árum þegar hún kom frá
Neskaupstað með Lífeyrissjóði Aust-
urlands til Kaupþings. Fljótt varð
okkur ljóst að Kristín var frábær
KRISTÍN
EINARSDÓTTIR
✝ Kristín Einars-dóttir fæddist í
Reykjavík 3. apríl
1955. Hún lést 22.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 4. mars.
vinnufélagi og við fráfall
hennar er stórt skarð
höggvið í okkar hóp.
Ein af mörgum
skemmtilegum minn-
ingum um Kristínu voru
símtölin hennar austur
á Neskaupstað. Hún
þurfti alls ekki símann.
Hún kallaði einfaldlega
austur og gerði hún
sjálf óspart grín að því.
Við minnumst Krist-
ínar með hlýhug og
þakklæti og vottum
Gísla, börnum, foreldr-
um og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta. Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig
um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel
þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert
illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir
fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð
fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drott-
ins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Birna, Dagný, Lilja, Sigrún,
Sigurbjörg og Sóley Björg.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Frá Ljósafossskóla
Lausar kennarastöður næsta vetur
Ef þú hefur áhuga á að starfa við lítinn skóla,
vel í sveit settan og ekki langt frá Reykjavík,
þá er Ljósafossskóli góður kostur.
Kennslugreinar: Íslenska, stærðfræði, raun-
greinar, íþróttir o.fl.
Umsóknarfrestur er til 14. apríl. Frekari upplýs-
ingar veitir skólastjóri í síma 482 2617 eða
898 1547.
Skólastjóri Ljósafossskóla.
Sýslumaðurinn í Reykjavík
Skógarhlíð 6 — sími 569 2400 — www.syslumadur.is
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna
sveitarstjórnarkosninga er fram fara
25. maí nk. er hafin hjá sýslumanninum
í Reykjavík í Skógarhlíð 6. Unnt er að kjósa
á skrifstofutíma frá 9.00 til 15.30.
Annar kjörstaður og opnunartími verður
auglýstur síðar er nær dregur kosningum.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skeifan —
verslunarhúsnæði til leigu
Eitt besta verslunarhúsnæðið í ný uppgerðu
húsi í Skeifunni. Stærð um 820 m².
Næg bílastæði. Frábært auglýsingagildi.
Upplýsingar í síma 894 7997.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Verkalýðsfélagið Hlíf
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðsfé-
lagsins Hlífar á ársfund Lífeyrissjóðsins Fram-
sýnar, sem haldinn verður á Grand Hóteli,
Reykjavík, þriðjudaginn 23. apríl 2002 kl. 17.00.
Tillögum með nöfnum 10 aðalfulltrúa og 10
varafulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir
kl. 16.00, fimmtudaginn 11. apríl nk.
Tillögunum ber að fylgja meðmæli minnst 50
til 60 félagsmanna.
Kjörstjórn Vlf. Hlífar.
Sjóðfélagafundur
Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóðs bankamanna
verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl nk.
kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn á Hótel
Loftleiðum, Þingsal 8.
Dagskrá:
1. Venjuleg störf sjóðfélagafundar skv. 6. gr.
samþykkta sjóðsins.
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
ÝMISLEGT