Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.04.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MAGNÚS Kristinsson virðist vera áhugamaður um sjávarútvegsmál en ekki síður um málefni íþróttahreyf- ingarinnar, ef marka má grein hans í Morgunblaðinu laugardaginn 23. mars. Morgunblaðsgrein Ellerts B. Schram frá 9. mars verður honum þar tilefni til að viðra hugsun sína um bæði þessi málefni. Grein Ellerts fjallaði um frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um veiðileyfagjald. „Höf- undur er áhugamaður um fiskveiði- stjórn“ stóð þar og verður það varla af honum skafið. Með greininni birt- ist ljósmynd af höfundi. „Glámskyggn forseti“ er fyrirsögn á grein Magnúsar. Sýnilega röskur maður í aðhlátri og skætingi, Magn- ús, og kann á því lagið að gera jafnvel starfsheiti manns að uppnefni. Hann nefnir Ellert einu sinni með skírnar- nafni og til þess að verða nú ekki stað- inn að neinni væmni verður það hjá honum „… hann Ellert B. Schram“. Titlar hann forseta ÍSÍ í sömu setn- ingu og kallar hann forsetann eftir það. Svo nefndan telur hann sig ekki þurfa að vanda við hann meðulin. Það á Magnús að mestu leyti við sjálfan sig. Hins vegar er ástæða til að taka málefnalega á aðalefni blaðagreinar hans, sólgleraugum nokkrum sem hann telur áríðandi að áhugafólk um fiskveiðistjórnun og íþróttir sé upp- lýst um. Því miður hefur hann orðið að láta sér nægja einar samar getgát- ur sínar um þennan mikilvæga þátt málsins en kemst þó ótrúlega nærri sannleikanum með því móti, eins og lesendur munu sjá hér á eftir. „Forsetinn“ hafði verið með sól- gleraugu á myndinni sem Morgun- blaðið birti með greininni hans hinn 9. mars, upplýsir Magnús. Af því tilefni eigum við þess kost að kynnast skoð- unum Magnúsar á því að vera með sólgleraugu á ljósmynd. Líka fáum við að fylgjast með hvernig hann af skarpskyggni sinni kemst næstum að því hvar slík mynd muni vera tekin. „Sennilega er myndin tekin í útlönd- um,“ skrifar hann í grein sinni um fiskveiðistjórnunarkerfið og íþrótta- hreyfinguna. Mjög röklega til getið ... „Forsetinn“ er með sólgleraugu á myndinni og Magnús hefur fundið út að fólk setur upp sólgleraugun sín í útlöndum. „Sennilega […] á ein- hverju íþróttaþingi, á knattspyrnu- leik eða ólympíufundi, enda er forset- inn oft erlendis í brýnum erindum íþróttahreyfingarinnar,“ ályktar Magnús enn og hittir þar naglann nánast beint á höfuðið. Hann virðist djúpt innlifaður í persónu „forsetans“ eins og unglingur í rokkstjörnu – bú- inn að lesa allar greinarnar hans um fiskveiðistjórnunarkerfið og ef maður leyfði sér nú líka að draga ályktanir er hann sennilega búinn að klippa út myndirnar af þessu átrúnaðargoði sínu og líma upp á vegg í svefnher- berginu. Af því að Magnús telur réttilega að ljósmynd af manni með sólgleraugu sé þungamiðjan í málefnum sjávar- útvegs og íþrótta er brýnt að upplýsa að umrædd mynd af „forsetanum“ er klippt út úr stærri, óbirtri frétta- mynd í safni Morgunblaðsins. Á þeirri mynd gefur að líta fleira fólk með sólgleraugu en Magnús hefur trúlega áður séð á einni ljósmynd. Myndina tók ljósmyndari Morgun- blaðsins, Sverrir Vilhelmsson, í Sidn- ey 23. sept. 2000. Hún er af „forset- anum“ ásamt fleirum að fylgjast með skotfimi Alfreðs Karls Alfreðssonar á fyrri keppnisdegi hans á Ólympíu- leikunum. Allir með sólgleraugu og meðal þeirra einn „formaður“ meira að segja, ekki í útvegsbændafélagi, en „formaður“ samt: Halldór Axels- son, formaður Skotsambands Ís- lands. Það var semsagt á Ólympíuleikum en ekki ólympíufundi sem myndin af „forsetanum“ var tekin og munar auðvitað sama og engu. Þar með er aðalatriðið í grein Magnúsar komið á hreint og málefnaleg framlegð henn- ar til umræðunnar um íþróttir og sjávarútveg þar með líka. Þó er ómaksins vert að lesa grein Magn- úsar til enda og fá upplýst að sumir nýliðar í útgerð hafa víst svindlað á sjómönnum, hent fiski fyrir borð og landað framhjá vigt. Kannski smá- munir miðað við að vera með sólgler- augu á ljósmynd, en mikilvægt samt. En svo eru þarna einhver dulkóðuð skilaboð sem maður veit ekki hverj- um eru ætluð eða hvað merkja: Íþróttahreyfingunni veiti ekki af „velvilja útgerðarfyrirtækjanna“ stendur þar. Skilur þetta einhver? Eftirminnilegast fyrir lesandann verður eflaust þetta ljúfsára ljóð sem ber fyrir í u.þ.b. miðri greininni og er að skilja að sé eftir Magnús sjálfan. Það er svona: „Í sjávarútvegi geta þeir hafið útgerð sem eiga bát og hafa aðgang að kvóta.“ Er ekki sjálfgefið að þetta verði sjóferðarbæn þeirra sem ekki fengu af gjafakvótanum? GUNNLAUGUR SIGURÐSSON, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Sólgleraugu og þjóðmál Frá Gunnlaugi Sigurðssyni: JÓN Ármann Héðinsson skrifar ágætt bréf í Morgunblaðið 4. apríl. Ég get svo sannarlega tekið undir með honum, að friða Snæfellsjökul eins og mögulegt er. Þar sem ég er uppalin „Undir jökli“ er mér mjög annt um verndun þessa svæðis. Þeg- ar umræða um þjóðgarð undir jökli hófst, ræddi ég við bróður minn Björn, sem einnig er mikill verndar- sinni. Við vorum sammála um að fyrrum Breiðuvíkurhreppur yrði all- ur tekinn undir þjóðgarð, þar með yrði Búðahraun og ströndin vesturúr betur varðveitt og allar aðrar nátt- úruperlur. Ég skrifaði nefndinni, sem um þetta fjallaði og lagði þetta til og til viðbótar bauð ég jörðina Stóra-Kamb undir höfuðstöðvar Þjóðgarðs. Engin viðbrögð fékk ég, en hvern- ig væri að stækka þjóðgarðinn áður en það er orðið of seint. Snæfellingar mega ekki gleyma því, að mestu verðmæti þeirra felast í hinni óviðjafnanlegu fegurð svæðis- ins. SVEINN INDRIÐASON, Þingaseli 9, Reykjavík. Snæfellsnes – þjóðgarður Frá Sveini Indriðasyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.