Morgunblaðið - 06.04.2002, Síða 68
LEIKRIT Halldórs Laxness,
Strompleikur, var frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu í gærkvöldi þar sem
Sólveig Arnarsdóttir leikkona,
sem nýlega lauk leiklistarnámi í
Þýskalandi, þreytti frumraun sína
í Þjóðleikhúsinu. Meðal gesta á
sýningunni voru hin landskunnu
leikhúshjón og foreldrar Sól-
veigar, Arnar Jónsson leikari og
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri.
Þau létu sig að sjálfsögðu ekki
vanta baksviðs að lokinni sýning-
unni til að óska hinum unga leik-
ara til hamingju með áfangann.
Í leiklistardómi Morgunblaðsins
í dag segir að ekki sé að efa að
Sólveig muni vinna stóra sigra á
leiksviði í framtíðinni. Leikstjóri
er Kristín Jóhannesdóttir, en
Strompleikur er hennar fyrsta
leikstjórnarverkefni hjá Þjóðleik-
húsinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Vel fagnað
að lokinni
frumraun
Betra en ekta?/24
hefði það hlutverk að sinna grunn-
framleiðslu á rafmagni og annast
samninga um sölu til stóriðju ásamt
því að annast rekstur á flutnings-
kerfinu eftir því sem lög og reglur
segja til um. Því til viðbótar væri
Landsvirkjun ætlað að sinna er-
lendri útrás í samvinnu við önnur
fyrirtæki,“ sagði Jóhannes Geir.
Hann telur affarasælast að ís-
lenski orkuiðnaðurinn renni saman í
fyrirtækjasamstæðu þar sem unnið
verði í misstórum heildum eftir því
sem hentar á hverju sviði. Einka-
væðing orkugeirans gæti hafist með
því að íslensku lífeyrissjóðirnir
keyptu sig inn í Landsvirkjun.
Ríkið axli auknar byrðar
í orkurannsóknum
Þorkell Helgason orkumálastjóri
sagði stefna í gerbreytta skipan
orkumála. Einkavæðing væri ekki á
dagskránni, en hann teldi ekki langt
að bíða hennar.
Í markaðsvæddu umhverfi muni
fyrirtækin verða treg til að standa að
rannsóknum sem gagnast gætu
keppinautum þeirra. Þannig megi
gera ráð fyrir að þau muni vart taka
þátt í rannsóknum og því síður und-
irbúningi virkjunarkosta sem þau
hafi ekki fengið forræði yfir. Sam-
kostun ríkis og fyrirtækja á ein-
stökum rannsóknum muni heyra
sögunni til, nema hagsmunir fyrir-
tækjanna verði fyrirfram tryggðir.
Því megi álykta að ríkið verði að
axla auknar byrðar í orkurannsókn-
um í kjölfar markaðsvæðingarinnar.
„Hafa verður áhyggjur af því að
stjórnvöld þekki ekki sinn vitjunar-
tíma í þessum efnum fyrr en skórinn
fer að kreppa að – og kannski ekki
einu sinni þá! Sérstaklega verður að
hafa áhyggjur af framtíð vatnamæl-
inga ef ekki er fundin lausn í tæka
tíð,“ sagði Þorkell.
Hann nefndi nokkrar meginleiðir
sem komi til greina. Í fyrsta lagi að
rannsóknargjald væri lagt á alla
orkuvinnslu sem aldrei yrði þó vin-
sælt. Í annan stað að rannsóknar-
kostnaður væri endurgreiddur við
veitingu virkjunarleyfa eða að nýt-
ing á náttúruauðlindum verði seld og
þá helst á markaðsverði með upp-
boði. Loks nefndi Þorkell mögu-
leikann að rannsóknarleyfum verði
úthlutað, þó þannig að tryggt yrði að
leyfishafinn fengi eðlilegt endur-
gjald fyrir umsvif sín og áhættu.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar um fyrstu
skrefin í einkavæðingu orkugeirans hér á landi
Lífeyrissjóðir kaupi
sig inn í Landsvirkjun
STJÓRNARFORMAÐUR Lands-
virkjunar, Jóhannes Geir Sigur-
geirsson, telur hlutafélagaformið
henta best rekstri fyrirtækisins í
framtíðinni og telur Þorkell Helga-
son orkumálastjóri ekki langt að
bíða einkavæðingar orkugeirans.
Þetta kom fram á árlegum samráðs-
fundi Landsvirkjunar í gær.
Jóhannes Geir sagði orkuiðnaðinn
á Íslandi ekki lengur vera þjónustu-
grein ríkis og sveitarfélaga, heldur
undirstöðuatvinnuveg sem að hluta
til eigi í samkeppni á hörðum alþjóð-
legum vettvangi. Því hljóti að vera
eðlilegt að orkugeirinn lúti almennri
umgjörð hvað varðar starfsumhverfi
og mörkuð verði sú stefna að öll
orkufyrirtækin vinni í sama starfs-
umhverfi, sem væntanlega yrði
hlutafélagaformið. Hann sagði dæm-
in sýna að fyrirtæki sem hafa verið í
eigu opinberra aðila áratugum sam-
an, þurfi nokkurn æfingartíma í hinu
almenna viðskiptaumhverfi áður en
þau eru tilbúin til eignabreytinga í
formi einkavæðingar.
„Ég get séð fyrir mér að í framtíð-
inni verði Landsvirkjun fyrirtæki,
fyrst um sinn í eigu ríkisins og ann-
arra orkufyrirtækja í landinu, sem
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
Reykjanesbæ hafi ekki verið heimilt
að innheimta gjald vegna hreinsunar
fráveituvatns með þeim hætti sem
gert var. Hann hefur jafnframt beint
því til úrskurðarnefndar um holl-
ustuhætti og mengunarvarnir að
hún taki mál þar að lútandi til með-
ferðar á ný komi ósk um það fram frá
álitsbeiðanda og að afgreiðslu máls-
ins yrði þá hagað í samræmi við þau
sjónarmið sem fram komi í áliti um-
boðsmanns.
Reykjanesbær hefur innheimt
þetta gjald sem nemur sex þúsund
krónum á hús eða húshluta sem virt
er fasteignamati frá árinu 1997 eða í
rúm fimm ár. Árlegar tekjur af
gjaldtökunni hafa numið 25–26 millj-
ónum króna þannig að samanlagt á
tímabilinu hafa verið innheimtar
tæpar 130 milljónir króna.
Fram kemur í áliti umboðsmanns
að það sé niðurstaða hans að án sér-
stakrar og skýrrar lagaheimildar
geti sveitarfélag ekki á grundvelli
heimildar til töku þjónustugjalda
samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um
hollustuhætti og mengunarvarnir,
áður 18 gr. laga nr. 81/1988, ákveðið
að innheimta fasta fjárhæð af öllum
húsum og húshlutum, sem virt séu
fasteignamati án tillits til umfangs
og eðlis fráveituvatns frá eigninni til
að standa eingöngu straum af kostn-
aði við byggingu mannvirkja fyrir
útrásir og dælu- og hreinsistöðvar
fráveituvatns.
Ákveðið sem föst krónutala
Gjaldið er innheimt samkvæmt
gjaldskrá nr. 184/1997 vegna hreins-
unar fráveituvatns í Reykjanesbæ,
en hún var staðfest af umhverfis-
ráðuneytinu 10. mars 1997.
Taldi umboðsmaður að á skorti að
bein tengsl stæðu á milli skyldu til að
greiða umrætt gjald og fjárhæðar
þess annars vegar og hins vegar
þeirrar þjónustu sem veitt væri og
kynni að verða veitt af hálfu sveitar-
félagsins við hreinsun fráveituvatns.
Gæti sú skipan sem kveðið var á um í
gjaldskránni ekki staðist án viðhlít-
andi lagaheimildar sem fullnægði
kröfum 40. og 77. gr. stjórnarskrár-
innar.
Gjaldtaka vegna hreinsunar á frá-
veituvatni í Reykjanesbæ óheimil
Gjaldtakan nem-
ur 130 milljónum
á fimm árum
STJÓRNARFORMAÐUR Granda,
Árni Vilhjálmsson, tilkynnti á aðal-
fundi félagsins í gær að tímabært
væri fyrir Granda og íslenska sam-
starfsaðila að draga sig skipulega út
úr öllum rekstri í Mexíkó. „Svo virð-
ist sem engin takmörk séu fyrir lán-
leysi okkar á þeim slóðum,“ sagði
Árni.
Hann lýsti hvernig vonir stóðu til,
lengst af síðasta ári, að kaupa mynd-
arlegt fyrirtæki, sem gerir út fjóra
sardínubáta, og var með vannýtta að-
stöðu í góðum húsakosti við hafnar-
bakka. Árni sagði þær vonir hafa
brugðist þegar fyrirtækið var selt
öðrum aðila, „sem við höfðum reynd-
ar ætlað veigamikið hlutverk við
rekstur fyrirtækisins, þegar við vær-
um orðnir húsbændur. Viðleitni við
að ná samningum við þann mann um
inngöngu okkar hafa ekki borið ár-
angur“.
Hann sagði frystihús og rækjubáta
Íslendinganna hafa verið til sölu um
nokkurt skeið en frystihúsið hefur
verið verkefnislaust síðan á miðju
síðasta ári. „Í þeim lofthita sem
þarna ræður ríkjum reyndist ógern-
ingur að koma sardínunni með ásætt-
anlegum kostnaði óskemmdri 20 kíló-
metra leið frá löndunarstað í
frystihús okkar. Allt sýnist benda til
þess, að tími sé kominn til þess, að við
í Granda og íslenskir samstarfsaðilar
okkar drögum okkur skipulega út úr
öllum rekstri í Mexíkó,“ sagði Árni.
Grandi hættir rekstri í Mexíkó
Draga sig/18
Forsætisráðherrar
Íslands og Noregs
funda í Ósló
Ræða meðal
annars
Evrópumál
ÁKVEÐINN hefur verið
fundur Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra og Kjell Magne
Bondevik, forsætisráðherra
Noregs, í Ósló á föstudaginn
kemur, 12. apríl.
Samkvæmt upplýsingum
forsætisráðuneytisins er
fundurinn ákveðinn í fram-
haldi af símtali ráðherranna á
dögunum. Munu þeir á fund-
inum ræða ýmis mál sem þeir
hafa sameiginlegan áhuga á,
þeirra á meðal Evrópumálin.
Símtalið átti sér stað í
framhaldi af umræðu um Evr-
ópumál, sem upp kom hér á
landi eftir skoðanakönnun á
vegum Samtaka iðnaðarins
um afstöðu til Evrópusam-
bandsins.