Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 6
VISIR Þri&judagur 10. júnl 1980. 6 ....já, þúkannt þetta líka ennþá.— Matthias Hallgrlmsson fagnar fé- laga sinum Hermanni Gunnarssyni (nr. 9) eftir aö Hermann haföi skoraö fjóröa mark Vals gegn ÍBV á laugardaginn. Matthias er svo ánægöur meö ,,hinn gamlingjann", aö þaö er engu likara en aö hann hafi veriö aö skora sjáifur. Vlsismynd Gunnar. Matthias „saumar nú aö” Hermanni Eins og flestir knattspyrnu- áhugamenn vita þá er Hermann Gunnarsson i Val mesti marka- skorari i 1. deild Islandsmóta i knattspyrnu frá upphafi. Her- „Eg lét fresta þinginu þegar kom aö stjórnarkjöri, enda höfðu fimm menn af þeim 10, sem sitja i stjórninni tilkynnt mér kvöldið áður aö þeir myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Þetta fannst mér of stuttur fyrirvari til að finna nýja menn, og þvi var þingi frestaö til 22. júni”, sagði Július Hafstein, formaður Handknatt- leikssambands Islands, er við ræddum við hann i gær um þing HSI, sem haldiö var um helgina. Að sjálfsögðu voru fjármálin það, sem tók mestan tima fundar- manna að ræða um á þinginu. „Við erum mjög illa staddir fjár- hagslega, skuldum 14,5 milljónir umfram eignir og það er erfitt að sjá fyrir endann á þessum ósköp- um” sagði Július. — Hvaö er til i þvi að Flugleiðir hafi lokað algjörlega á ykkur handknattleiksmenn? „Það er ekkert til i þvi, að viö séum I banni hjá Flugleiðum, og viö höfum ávállt átt góð sam- mann hefur verið þar nokkuð sér á blaðifram til þessa, en nú virð- ist sem félagi hans hjá Val, Matthias Hallgrimsson, sé farinn að „sauma aö” honum. skipti við það fyrirtæki. Þú mátt alveg hafa það eftir mér, að það er ansi hvimleitt aö vera að lesa um þetta i fjölmiðlum, hlut sem á sér enga stoð”. — Eins og venjulega kom mikill fjöldi mála til umræðu og af- greiöslu á þinginu. Meðal þeirra mála.sem samþykkt voru, var að nú falla tvö lið beint niður á milli deilda og tvö færast beint upp, aukaleikirnireru felldir niður. Þá var samþykkt að úrslitaleikur i Bikarkeppni HSI skuli aðeins vera einn, og leikið til þrautar. gk —. Hermann komst á blað i 1. deildinni er hann skoraði gegn Is- landsmeisturum IBV á laugar- daginn. Það var hans fyrsta mark i ár, og það 95. sem hann skorar i Islandsmóti. Aö visu eru tvö þess- ara marka I aukaleikjum, og menn ekki á eitt sáttir hvort Her- mann fær þau færð inn á töfluna sem mörk i 1. deildarkeppni. Matthias haföi skorað 78 mörk áður en keppnistimabiliö hófst, og I fimm fyrstu leikjum Vals hefur hann sjö sinnum hnoðaö tuðrunni imarkandstæðinga Vals i 1. deild og ef svo heldur áfram sem hing- að til „stelur hann senunni” og verður fyrstur til aö skora 100 mörk I deildarkeppni. Hermann mun nú samt hafa fullan hug á að verða fyrstur til þess, enda á hann styttra i land, en það verður fróðlegt aö fylgjast með þeim „gamlingjunum” i leikjum Vals eiga við varnir og markverði andstæðinganna á næstunni. — En litum þá á mark- hæstu menn 1. deildar það sem af er mótinu nú: Matthias Hallgrimss., Val........7 Ingólfur Ingólfss., Breiðabl.....4 SigurðurGrétarss., Breiðabl. .. .3 Steinar Jóhannss., Keflav........2 Sigurður Halldórss. Akran........2 Pétur Ormslev Fram...............2 Magnús Teitsson FH ..............2 Heimir BergsFH...................2 Aibert Guðmundss. Val............2 Sævar Jónsson Val................2 Magnus Bergs Val.................2 Ólafur Danivalsson Val...........2 Sigþór Ómarsson Akran............2 gk—. [ Iþróltahreyfingin ] yflr stlórnmáia- • baráitu hafin : Árshing HSÍ: Haida verður framhaldspíng - enda ganga (imm menn úr stjórninni samkvæmt eigín ósk Býðurnokkurbetrí bíla? Golf.VW Microbus og Inter- Þú ert öruggur um öruggan bíl national Scout jeppa, alla á einni frá okkur—þveginn, bónaðan og sömu bílaleigunni. og tilbúinn til þjónustu við þig. L0FTLEIÐIR BÍLALEIGA ^21190 - segja badmintonmenn hja TBR og bota að draga félag sítt út úr öllum mótum á vegum ÍSÍ fram yfir forsetakosningar Yfirlýsing frá stjórn Tennis- og badminton- félags Reykjavikur: Undanfariö hefur birst i blöð- um, auglýsing frá ýmsum for- ystumönnum Iþróttahreyf- ingarinnar, þar sem þeir lýsa yfir stuðningi sinum við ákveö- inn forsetaframbjóðanda. Hér á meðal eru fjórir stjórnarmenn Iþróttasambands Islands, og fjórir stjórnarmenn Iþrótta- bandalags Reykjavikur. Stjórn T.B.R. telur aö hér sé um grófa misnotkun að ræða á þeim embættum, sem viðkom- andi aðilar eru kosnir 1 og munu fulltrúar félagsins á næstu árs- þingum l.B.R. og l.S.l. mót- mæla þessari notkun. Teljum við, aö um leiö og stjórnarmenn I.B.R. og I.S.l. tengja embætti sin innan Iþróttahreyfingarinnar sllkri stuðningsyfirlýsingu sem þessari, séu þeir að koma fram fyrirhönd viökomandi stjórnar. Tengja þeir þá um leiö iþrótta- hreyfinguna viö þá stjórnmála- baráttu, sem fylgir væntanleg- um forsetakosningum. I forsetakosningum er kosinn æðsti stjórnandi landsins. Kosn- ing hans er þvl stjórnmálalegs eðlis, þrátt fyrir aö hér sé um kosningu einstakiings að ræða. íþróttahreyfingin hefur ætlð sett sér það mark aö vera yfir alla stjórnmálabaráttu hafin. I henni rúmast fulltrúar alira stjórnmálahreyfinga og hafa þeir fram að þessu starfaö saman innan Iþróttafélaganna óháðir stjórnmálaskoðunum hver annars. Með fyrrgreindrí stuðningsyfirlýsingu er brotið blaö I sögu íþróttahreyfingar- innar, og heildarsamtök hennar veröa tæplega litin sömu augum og áöur. Einmitt um þessar mundir leggur íþróttahreyfingin áherslu á stjórnmálahlutleysi sitt meö þátttöku I Ólympíuleik- um. A sama tima treysta for- ystumenn l.S.l. og I.B.R. sér til aö gefa út yfirlýsingu um mál- efni sem er mun viðkvæmara meöal íslensku þjóðarinnar en Ólympíuleikarnir. Slíkar yfirlýsingar geta hugsanlega stutt frambjóðend- ur, en um leiö skaða þær álit Iþróttasamtakanna og stu&la a& missætti innan þeirra. Stjórn T.B.R. hefur nú til at- hugunar að draga félagið út úr þeirri Iþróttastarfsemi sem fyrirhuguö er á vegum l.S.Í. og I.B.R. á tlmabilinu fram yfir forsetakosningarnar, en þá mun þessari stjórnmálabaráttu Iþróttaforystunnar vonandi ljúka. F.h. Stjórnar T.B.R. Sigfús Ægir Arnason, form.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.