Vísir - 19.06.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 19.06.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 19. júni 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DaviA GuAmundsson. > Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi GuAmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. BlaAamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdlmarsson, Saemundur Guðvinsson, Þórunn J. Hafstein. BlaAamaAur á Akureyri: Glsll Sigur geirsson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. AfgreiAsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirerprentaður i Blaðaprenti h.f. SIAumúla 14. úháður aðili ákvarði launin Forsetar alþingis munu koma saman til fundar í dag til þess að ræða ákvörðun þingfararkaups- nefndar um 20% launahækkun til þingmanna, sem gert hef ur verið ráð fyrir að muni gilda frá og með síðustu áramótum. Fáar ákvarðanir þingmanna undanfarna mánuði hafa vakið jafn mikla hneykslun og þessi ákvörðun fulltrúa allra þing- f lokka, þess efnis, að samningar þeirra verði einu samningarnir i landinu, sem verði „i gildi" eins og það var orðað á sínum tíma af þeim, sem nú ráða fyrir þjóðinni. Láta mun nærri að um það bil tuttugu prósent vanti nú upp á það, að opinberir starfsmenn búi við sömu kjör og þeir höfðu fyrir þremur árum, — eða svipaða prósentu og þingmenn ætluðu sér í hækkun. Þingmenn og þingflokkar hafa frá því að upplýst var um ákvörðun þingfararkaupsnefnd- ar keppst við að sverja málið af sér og einhverra hluta vegna hafa Alþýðubandalagsmennirnir verið ákafastir í þeim efnum, og láta sem þeir komi af fjöllum. Hvað sem því líður er öllum fyrir bestu að ákvörðun þingfar- arkaupsnefndar verði hnekkt. Samkvæmt lögum um þingfar- arkaup alþingismanna frá árinu 1964 eiga þeir að njóta launa samkvæmt launaflokki B-3 í kjarasamningi um laun starfs- 5,2 milljónum í 6,5 milljónir króna. Þótt þarna sé um að ræða kostnaðarliði, en ekki bein laun, eru þetta auðvitað hlunnindi, þótt misbrestur muni vera á því, hvort þau koma fram á skatt- framtölum þingmanna. Það er skoðun Visis að þingmenn eigi að fá góð laun en heppilegra væri að einfalda greiðslufyrirkomulag frá því sem nú tíðkast. öll kjaraatriði ætti óháður aðili að ákvarða, en ekki þingmenn sjálfir. Einhverra hluta vegna hafa ýmsir þeir launahæstu í hópi þingmanna, svo sem kommissarar í Framkvæmda- stofnun og nefndakóngar, verið tregastir til að fara þá leið í launamálunum. Þeir hafa viljað skammta sér launin sjálfir og hafa ekki látið hneykslun kjósenda sinna eða þrýsting heið- virðra þingmanna í þá átt að færa ákvörðunarvaldið til utan- aðkomandi aðila, hafa áhrif á sig. Það gef ur auðvitað auga leið, að ákvarðanir þingmanna sjálf ra um launakjör sín vekja tor- tryggni, og það væri þeim fyrir bestu ef það ákvörðunarvald væri hjá öðrum aðilum, svo sem Kjaradómi. Enginn vafi á því að með því fyrirkomulagi myndu ákvarðanir um kjaramál þing- manna ekki draga úr virðingu alþingis, eins og þær gera með núverandi fyrirkomulagi. Ollum er fyrir bestu aö ákvörBun þingfararkaupsnefndar um launahœkkun þingmanna verBi hnekkt, og ákvörBunarvald varBandi kaup og kjör þeirra verBi faliB óháöum aBila eins og Kjaradómi. manna rikisins. Þessari viðmið- un breytti þingfararkaupsnefnd fyrir tveim árum á þann veg, að miðað yrði við ákveðinn launa- flokk í samningi Bandalags há- skólamanna í stað samnings BSRB. Við þann flokk hefur ver- ið miðað síðan, og var iaununum breytt en ekki lögunum. Þetta hefur þó ekki dugað mönnum og nú átti að reyna að ná laununum hærra með því að bæta við yfirvinnuálagi, sem nokkrir opinberir embættismenn i sama launaflokki og þingmenn, hafa fengið samkvæmt einhverj- um kerf isákvörðunum utan samninga. Slíkt makk þing- manna fyrir luktum dyrum um eigin kjör er óþolandi, ekki síst þegar hluti af ákvörðun þingfar- arkaupsnefndar er að þegja yfir þessu möndli. Ekki hefur sam- viskan verið góð. I gær var upplýst f Visi, að f leira hafa þeir ákveðið varðandi kjör sín, nefndarmennirnir, sem þeir hafa líka þagað yfir. Húsa- leigukostnaðargreiðslu hækkuðu þeir úr 100 í 120 þúsund krónur, ferðakostnað í kjördæmi úr 900 í 1200 þúsund og dvalarkostnað úr Ræða Gunnars Thoroddsen á 17. júní: Sðlutregöa sjávarafurða og veröbólgan helstu vandamálin Opnun verðiryggðra sparlfjárreikninga i ræðu Gunnars Thoroddsen, forsætisráðherra á Austurvelli 17. júni, sagði að meginvandi íslendinga liggi nú i sölutregðu sjávarafurða á erlendum mörkuðum og verðþenslu innanlands. Gunnar Thoroddsen, forsætis- rá&herra, flytur ávarp sitt. -Visismyndir: ÞG Þá segir þar meðal annars: „Eftir langvarandi ofveiði og rányrkju útlendra fiskiskipa eigum við nú einir yfirráð yfir öllum okkar fiskimiðum”., „Alvarleg sölutregða er nú á frystum fiski á meginmarkaði okkar i langa tið..” „Erfiðleikarnir eru slikir á að selja vöruna að fiskbirgðir hafa hlaðist upp bæði hér heima og vestan hafs. Og vöruvöndun er lakari en áður” Það er ljóst að eitt mikilvæg- asta viðfangsefni þjóðarinnar nú og á næstunni er markaðs- leit, markaðsöflun.” „Nú þarf að beina kröftum að útflutningsverslun ekki siður en úflutningsframleiðslu” Um launamál sagði forsætis- ráðherra meðal annars: „Það er dómur þeirra sem gerst þekkja, að afkoma at- vinnuveganna og efnahagshorf- ur i heild leyfi ekki almennar kauphækkanir. Hins vegar verður að bæta kjör þeirra sem lægstar hafa tekjur”. Sú kauphækkun sem nefnd hefur nylega ákveðið þing- mönnum til handa, getur þvi ekki orðið að veruleika”. Þá minntist Gunnar Thorodd- sen á nýmæli til varnar rýrnun sparifjár i verðbólgunni — en hinn 1. júli n.k. verða opnaðir sparifjárreikningar með fullri verðtryggingu. — Visir hafði samband við Jón Orm Halldórs- son, aðstoðarmann forsætisráð- herra, vegna þessa máls og sagði hann að i marsmánuði sið- astliðnum hefði rikisstjórnin farið þess á leit við Seðlabank- ann að opnaðir væru sparifjár- reikningar, þar sem full verð- trygging gilti. Aö sögn Jóns Orms er enn ekki ákveðið hverj- ir grunnvextir verða en áætlað er að bindiskylda verði 1-2 ár. -AS Dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, leggur bl'omsveig aB styttu Jóns Sigurössonar á Austurveiii.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.