Vísir - 19.06.1980, Blaðsíða 22
22
VÍSIR
Fimmtudagur 19. júni 1980
Vöru og braudpenkigar- Vöruávísanir
Peningasedlar og mynt
Gömul umslög og póstkort
FRÍMERKI
Alltfyrirsafnarann
Hjá Magna
Laugavegi 15
Sími 23011
utnia 10 tiuRci
Frímerki
íslensk og erlend,
notuð, ónotuð og umslög
Albúm, tangir, stækkunar-
gler o.fl. ávallt fyrirliggjandi.
Póstsendum.
FRÍIIERKIAfllÐtlODIN
SKÓLAVOROUSTÍG 21A. PÓSTHÓLF 78. 121 RVK. SÍMI 21170
OSKA EFTIR
verslunarhúsnæði til kaups eða leigu, ca. 50-70
ferm. Tilboð sendist augld. Vísis Síðumúla 8,
mérkt „verslunarhúsnæði strax"
ÞÆ R
IWONA
HJSUNDUM!
smóauglýsingar ®86611
FISKSALABL
^ Höfum afgangspappír til sölu ,
J Upplýsingar í síma 85233 j
i B/aðaprent hf. }
Sumarbústaðaeigendur, félagasamtök,
>í landeigendur og umráðamenn lands.
j Önnumst ýmis konar girðingalagnir.
Gerum föst verðtilboð.
Vanir menn. Geymið auglýsinguna.
GIRÐINGARVERK
simi 91-81460 kl. 7-8 á kvöldin.
Umsjón:
Hálfdán
Helgason
Nordisk /
F ilatelistisk í
k 1 idsskrifti
Norræn tlmarit fyrir frimerkjasafnara
Frimerklablðð
Um þessar mundir hafa trú-
lega allir félagsbundnir safnar-
ar fengiö i hendur nýjasta tölu-
blað Grúsksins, málgagns
Landssambands islenskra fri-
merkjasafnara, en það kom út
nú fyrir skömmu. Þetta blað er
hið niunda frá upphafi og hafa
þrjú siðustu blöðin verið gefin út
i samstarfi við Myntsafnarafé-
lag tslands.
Af efni blaösins ber fyrst að
nefna yfirgripsmikla grein
Jóhanns Guðmundssonar um
frimerkjaútgáfu i tilefni 25 ára
rikisstjórnarafmælis Kristjáns
konungs hins tiunda 14. og 15.
mai 1937. Svo sem söfnurum er
kunnugt er þetta sérsvið
Jóhanns og kemur hann mikium
fróðleik á framfæri i grein sinni
á skemmtilegan hátt er hann
rekur aðdraganda merkjanna
og gerð þeirra. t lok greinarinn-
ar segir Jóhann: „Ég bið svo
þá, sem geta veitt mér upplys-
ingar um þessa útgáfu, að hafa
samband við mig, slikt væri af-
ar kærkomið. Ótrúlega margt
vantarinn i myndina. sem varð-
ar þessa útgáfu og minnstu upp-
lýsingar geta skipt miklu máli.
„Við lestur greinarinnar hefur
maður nú ekki á tilfinningunni
aö mikið vanti inn i myndina en
sjálfsagt er að taka undir þessi
tilvitnuðu orð Jóhanns og hvetja
menn að hafa samband við hann
ef þeir telja að þeir hafi upplýs-
ingar um þessa útgáfu, sem
geta orðið Jóhanni að gagni.
Ekki er meiningin að rekja
efni blaðsins hér i þættinum en
þó vil ég benda á ágæta grein
eftir enskan safnara, David J.
Loe að nafni. Grein hans nefnist
Sléttuhreppur og póstsaga hans
og er þýdd úr frimerkjablaöinu
The Philatelic Magazine. Þar
koma fram upplýsingar um
hinaýmsu stimpla, sem notaðir
voru um langt árabil i nyrsta
hluta Vestfjaröa, Sléttuhreppi,
en þaö mun hafa verið um 1952,
sem póstþjónusta lagðist af á
þessum slóöum.
Og fyrst verið er að segja frá
timariti fyrir safnara er ekki úr
vegi að skýra litillega frá
nokkrum blööum, sem gefin eru
út á Noröurlöndum. Málgagn
sænska landssambandsins,
Svensk Filatelistisk Tidskrift er
hið stærsta þeirra og hefur verið
gefið út I 80 ár. Er efni blaösins
að jafnaði mjög fjölbreytt og við
hæfi allra safnara, jafnt
byrjenda sem lengra kominna.
Blaðið fá allir félagar i sænska
landssambandinu og er það
einnig opið útlendingum. Heim-
ilisfang blaðsins er: Birger
Jarlsgatan 18 B, 114, 34
Stockholm.
Af norskum blöðum verða hér
nefnd tvö: Norsk filatelistisk
tidsskrift og Frimerker som
hobby. Hið fyrrnefnda er mál-
gagn norska landssambandsins
og kemur út 10 sinnum á ári
(eins og sænska landssam-
bandsblaðið). Efni blaðsins að
undanförnu hefur verið að lang-
mestu leyti tengt alþjóölegu
sýningunni NORWEX 80, sem
nú stendur yfir og nefnd var hér
i siðasta þætti minum.
Skemmtilegt innlegg i siðasta
tölublað, nr. 5, var viðtal við
Sigurþór Ellertsson, forstöðu-
mann frimerkjasölunnar
islensku en þar kom meðal ann-
ars fram sú athyglisverða stað-
reynd að árið 1979 seldi fri-
merkjasalan frimerki fyrir 360
milljónir króna, þar af voru seld
frimerki til útlanda fyrir rúm-
lega 250 milljónir króna. Af öðr-
um skemmtilegum upplýsing-
um, sem fá má úr þessu viötali
við Sigurþór má nefna að salan
til útlanda skiptist á 47 lönd. Þar
eru Sviar fremstir og kaupa fyr-
ir tæpar 50 milljónir. Sfðan
koma Þjóðverjar, Danir,
Bandarikjamenn, Hollendingar
og Norðmenn en neðst á listan-
um er Nicaragua, en þangað
voru seld frimerki fyrir 390
krónur. Fastir áskrifendur út-
lendir eru flestir i Sviþjóð, 2473
á siöasta ári, þá Danir, Norö-
menn og Þjóðverjar.
Frimerker som Hobby hóf
göngu sina á siöastliðnu ári og
komu þá út fjögur tölublöð eins
og ráðgert hafði verið. Nú i ár
munu koma út 5 blöð, þvi út
kemur aukablaö i tengslum við
NORWEX 80. 1 siðasta tölu-
blaði, nr. 2/april 1980, er grein
eftir Sigurð H. Þorsteinsson, er
hann nefnir Islands Port Payé
og fjallar hún um fyrirfram-
greiðslur burðargjalda, án fri-
merkja. Kannast áreiðanlega
allir viö umslögin með áletrun-
inni Burðargjald greitt en i
grein sinni hefur Sigurður tekiö
saman lista yfir þá aöila, sem
fengið hafa leyfi til þess að nota
áðurnefnda áletrun. Bæöi þessi
norsku blöð má fá i frimerkja-
verslun hér I Reykjavik.
TfMAfO I TVRIR SAl'NARA
tl'l N'
Lhlítuuo .. ... ................. • -1 :
.......... '
(vty.j H
(Ruxf»>ilij«nux< • ■ i*
• 14
ó v««xo AfALbaoko fRtrxh . ...... . t'>
iiyjMim IvówOxairrtyt..... *•*
V« Jut 8v «íkx>Va................. • •■ 1*.
t'oUwl>i:«>.WI>MWI.............................
1 I llWfti 21 ÍS» tftl*t>10UI«f»:*lw
h<<t*I'MMÍ*:>1 ** » «uf mt ... ;a
9
Nýjasta hefti tímaritsins Grúsk,
— tfmarits fyrir safnara.
Af dönskum blöðum vil ég
nefna hér tvö. Nordisk
Filatelistisk Tidsskrift, sem
gefið er út af Kjöbenhavns
Philatelist Klub og Dansk Fila-
telistisk Tidsskrift, sem gefið er
út af danska landssambandinu.
Hið fyrrnefnda er að minu mati
afar einhæft með löngum sér-
fræðilegum greinum um dönsk
merki eða einstakar útgáfur en
að.sama skapi fróðlegar fyrir
alla þá sem áhuga hafa á dönsk-
um merkjum eða þá sem hafa
áhuga á aö sjá hvernig slikar
fræðigreinar eru byggðar upp.
Hitt blaðiö, Dansk Filatelistisk
Tidsskrift, er alla jafnan fjöl-
breytt og við allra hæfi. Þótt
þessi tvö dönsku blöð séu engan
veginn einu frimerkjablöðin,
sem gefin eru út i Danmörku,
ætla ég aö láta Niels Gadegard,
sem margir islenskir safnarar
kannast við, eiga siðasta orðiö
en hann skrifar i mai hefti DFT:
„Margir danskir frimerkja-
safnararláta það vera að kaupa
þau rit um frimerkjafræði, sem
á markaðinn koma og þvi miður
láta þeir hjá liða að lesa það
sem aögengilegt er, m.a. i bóka-
söfnum félaganna........ Það
verður að vera verkefni fyrir
stjórnir klúbbanna að kenna fé-
lögunum þaö aö án þekkingar
nær enginn árangri i þessu tóm-
stundastarfi sinu”.