Vísir - 19.06.1980, Blaðsíða 23
23
vísm Fimmtudagur 19. júni 1980
Umsjón: Kristln
Þorsteinsdóttir,
útvarp ki. 20.30:
A hundrað ára afmæli
Jóhanns Sigurjónssonar
Fimmtudagsleikritiö er aö
þessu sinni Galdra-Loftur
Jóhanns Sigurjónssonar, en i dag
19. jilni á skáldiö aldarafmæli.
Jóhann fæddist áriö 1880 aö
Laxamýri i Aöaldal. Hann
stundaöi nám viö Latinuskólann i
Reykjavik, en sigldi áriö 1899 til
Kaupmannahafnar aö loknu 4.
bekkjar prófi. 1 Höfn læröi hann
dýralækningar, en hætti námi,
þegar ár var til lokaprófs. Upp
frá þvi helgaöi Jóhann sig rit-
störfum, einkum leikritagerö.
Hann andaöist áriö 1919.
Meöal leikrita Jóhann Sigur-
jónssonar eru Bóndinn á Hrauni,
sem kom út 1908, Fjalla-
Eyvindur, 1912, og Galdra-Loftur
1915. Hann samdi einnig nokkuö
af ljóöum.
1 flutningi útvarpsins i kvöld er
Gunnar Eyjólfsson leikstjóri, en
hann hefur þrivegis leikiö sjálfan
Galdra-Loft, i uppfærslu Iönó, i
Þjóöleikhúsinu og á Akureyri.
Hjalti Rögnvaldsson er hins
vegar meö hlutverk Lofts i kvöld.
Askell Másson sér um tónlistina,
en á undan flutningi verksins
flytur Njöröur P. Njarövik,
lektor, formálsorö.
Aörir leikendur eru Steinunn
Jóhannesdóttir, Valgeröur Dan
Þórhallur Sigurösson, Jón Sigur-
björnsson, Valur Gislason,
Róbert Arnfinnsson, Jóhanna
Noröfjörö, Jón Júliusson, Lárus
Ingólfsson, Valdemar Helgason,
Klemenz Jónsson, Soffia Jakobs-
dóttir og Asta Sveinsdóttir.
Leikritiö segir frá unga skóla-
piltinum, Lofti, sem þráir þaö eitt
aö veröa voldugur I myrkraheim-
um. Til þess hyggst hann ná bók
máttarins úr höndum Gottskálks
biskups grimma. Hann svifst ein-
skis I þvi skyni, hlustar ekki á þá,
sem vilja honum vel og gengur á
hlut þeirra, sem honum standa
næst. Saklaus ást biskupsdóttur-
innar og brennandi þrá Stein-
unnar, griökonu, veröa honum
aöeins tæki i baráttunni.
Leikritiö tekur tæpa tvo tima I
flutningi.
T.v. Hjalti Rögnvaldsson sem fer meö aðalhlutverkiö, Róbert
Arnfinnsson, Asta Sveinsdóttir, Lárus Ingólfsson, Valdemar Helgason
og Jón Sigurbjörnsson.
Gunnar Eyjólfsson, leikstjóri, t.v. og Askell Másson, en hann sér um
tónlistina.
Elsti og yngsti leikarinn, þau Lárus Ingólfsson og Asta Sveinsdóttir.
útvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar
Tilkynningar
12.20 Fréttir.12.45 Veöurfregn-
ir. Tilkynningar. Tónleika-
syrpa. Léttklassisk tónlist,
dans- og dægurlög leikin á
ýmis hljóöfæri
14.30 Miðdegissagan: „Söngur
hafsins” eftir A.H Rasmus-
sen Guömundur Jakobsson
þýddi. Valgeröur Bára Guö-
mundsdóttir les (4).
15.00 Popp. Páll Pálsson
kynnir.
15.50 *Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Síödegistónleikar.
Sinfóniuhljómsveitin i Dall-
as leikur „Algleymi” op. 54
eftir Alexander Skrjabin;
Donald Johanes stj./FIla-
delfiuhljómsveitin leikur
Sinfóniu nr. 3 i a-moll op. 44
eftir Sergej Rakhmaninoff;
Eugene Ormandy stj.
17.20 Tónhorniö.Guörún Bima
Hannesdóttir sér um þátt-
inn.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Mælt mál,Bjarni Einars-
son flytur þáttinn.
19.40 Sumarvaka. a. „Enginn
kenndi mér eins og þú”.
Þriöji og siöasti hluti frá-
sagnar Torfa Þorsteinsson-
ar I Haga um móöur sina,
Ragnhildi Guömundsdóttur.
Kristin B. Tómasdóttir
kennari ies. b. Ljóö eftir
Jóhann Sigurjónssou.Herdis
Þorvaldsdóttir leikkona les.
Einnig sungin lög viö ljóö
Jóhanns
20.30 Leikrit: „Galdra-Loft-
ur” eftir Jóhann Sigurjóns-
son. Flutt á aldarafmæli
skáldsins. Leikstjóri: Gunn-
ar Eyjólfsson. Njöröur P.
Njarövlk lektor flytur for-
málsorö.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Að vestan. Umsjón:
Finnbogi Hermannsson.
23.00 Afangar. Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
og Guöni Rúnar Agnarsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
MIKILVÆGAR FORSETAKOSNINGAR
Forsetakosningarnar eiga I
sífeltt rikara mæli hug lands-
manna, enda eru nú aðeins 10
dagar til kjördags. Hvar sem
tveir eða fleiri koma saman
berst taliö aö kosningunum, og
mikið hefur veriö fjallaö um
kosningabaráttuna, frambjóð-
endur og sennileg úrslit I fjöl-
miðium að undanförnu.
En það eru fleiri þjóöir, sem
hafa hugann að miklu leyti við
forsetakjör. t Bandarikjunum
eru linurnar mjög aö skýrast
um framboð i forsetakosningun-
um, sem fram fara þar vestra i
byrjun nóvember. Þá velur for-
ystuþjóö lýöræöisrlkjanna sér
þjóðarleiðtoga, sem um leiö
veröur sporgöngumaður vest-
rænna rikja næstu fjögur árin.
Þessar forsetakosningar koma
þvi öllum við, og með þeim er
gjörla fylgst viða um heim.
Bandarikjamenn fara að
ýmsu leyti aörar leiöir en
margar aörar vestrænar lýð-
ræöisþjóöir viö val þjóöarleiö-
toga, og sá maður, sem endan-
lega veröur kjörinn forseti
Bandarikjanna. hefur þurft að
ganga I gegnum mörg og ströng
próf hjá kjósendum. Þessi próf
hafa núna staðiö mestallt þetta
ár, og þeim lýkur ekki fyrr en á
kjördegi i nóvember.
Skiptar skoðanir eru á for-
kosningakerfi Bandarikja-
manna og vafalaust er hægt aö
finna á pappirnum betri
aöferöir til að velja frambjóö-
endurtil forsetakjörs. En þegar
horfst er i augu við kaldan veru-
leikann kemur i ljós, aö marg-
falt stærri hluti þjóðarinnar
hefuráhrifá val frambjóðenda f
Bandarikjunum en I nokkru
ööru riki. Þetta er þvf þegar öllu
er á botninn hvolft lýöræöisleg-
asta fyrirkomulagiö, þótt alltaf
megi gera betur. Þau prófkjör,
sem tekin hafa veriö upp hér á
landi, eiga lika rætur að rekja til
Bandarikjanna, og eru tvimæla-
laust til bóta.
Ljóst viröist, aö fylgismenn
stóru flokkanna tveggja hafa
þegarákveöiöhvaöa menn skuli
vera frambjóðendur þeirra I
nóvember, þótt flokksþingin séu
enn eftir.
Demókratar hafa veitt
Jimmy Carter, forseta, þann
stuðning, sem dugir til aö ná
útnefningu sem forsetaefni
flokksins. Harðvitug barátta
Edwards Kennrdys hefur ekki
borið þann áraii^ui , sem aö var
stefnt. Það hefur sýnt sig, að
goðsögnin um gullöld Kennedy-
anna I forsetatiö Johns. F.
Kennedys dugði skammt gegn
nöprum staðreyndum atburð-
anna á Chappaquiddick. Vera
kann að Edward Kennedy eigi
siöar eftir að ná kjöri sem for-
seti, en hann er alla vega úr leik
I þessari lotu.
Jimmy Carter gefst þannig
tækifæri til þess aö leita eftir
valdasetu annaö kjörtlmabil,
þrátt fyrir þá annmarka, sem
augljóslega hafa verið á
stjórnarháttum hans. Sérstak-
lega hefur öll sú óvissa, sem rikt
hefur um fyrirætlanir hans, og
skyndilegar vendingar, I
viðkvæmum málum vakið ugg
hjá mörgum vestrænum lýö-
ræðissinnum, sem telja mikil-
vægt aö stefnufesta og einurö
einkenni ráöamenn i Hvita
húsinu.
Val Repúblikana á forseta-
frambjóöanda auka verulega
sigurllkur Carters I nóvember.
Ronald Reagan er um margt
ágætur maður, og hefur á
ýmsum sviðum aö þvl er virðist
einmitt þá stefnufestu. sem þörf
er á I forsetaembættinu. En I
öðrum efnum er hann of
bundinn I gamlar kreddur.og
ljóst virðist. að margir kjós-
endur óttast þaö. Slikur ótti, á
ði
hversu traustum grunni sem
hann kann að vera byggöur,
geturhæglega haft áhrif I þá átt
aö veita Carter auðveldan
sigur.og er I þvl efni minni-
sætt forsetakjörið 1964, þegar
Repúbllkanaflokkurinn valdi
ekki ósvipaðan forsetafram-
bjóðanda gegn Lyndon Johnson,
sem vann stórsigur.
Það kann þó aö setja strik I
reikninginn nú, að þriðji fram-
bjóöandinn virðist Ilklegur til að
blanda sér I baráttuna — aila
vega á þann veg að hirða ein-
hverja kjörmenn af frambjóö-
endum stóru flokkanna. Þannig
gæti framboð Johns Andersons
hugsanlega leitt til þess aö for-
setakjörið fari að lokum fram i
fulltrúadeild bandarlska þings-
ins.sem auðvitað væri mjög
óheppilegt.
Vonandi bera kjósendur I
Bandarlkjunum gæfu til þess að
velja sjálfir næsta forseta lands
slns og veita honum jafnframt
ótvlrætt umboö, sem
húsbóndinn I Hvlta húsinu þarf
að hafa I samskiptum við for-
ystumennn annarra þjóöa sem
forsvarsmaður hins frjálsa
heims I viösjárveröri veröld.
Svarthöfði.