Vísir - 19.06.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 19.06.1980, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 19. júní 1980 síminner 86611 Veöupspá dagslns Um 500 kilómetra norövestur af Skotlandi er 972 millibara lægö, sem hreyfist austur. Heldur mun kólna á noröan- veröu landinu en hiti breytist litiö fyrir sunnan. Suöurland til Breiöafjaröar: NA gola eöa kaldi, viöast létt- skýjaö. Vestfirðir og Noröurland vestra: NA gola eða kaldi, skýjaö og þokuloft, súld á miö- um. Noröurland eystra og Austur- land: A og siöar NA kaldi, skýjaö en þokusúld á miöum og annesjum. Austfiröir: NA kaldi eöa stinn- ingskaldi, súld eöa rigning. Suöausturland: NA kaldi, skýjaö og dálitil rigning aust- an til I fyrstu, en léttir til þeg- ar liöur á daginn. Veðrið Klukkan sex i morgun: Akur- cyriskýjaö 11, Bergenskýjaö 13, Heisinki skýjaö 17, Kaupmannahöfn rigning 13, Osló skýjað 15, Reykjavfk léttskýjaö 8, ' Stokkhólmur þoka 15, Þórshöfn rigning 9. Klukkan átján i gær: Aþena léttskýjaö 26, Berlín rigning 14, Chicago léttskýjaö 24, Feneyjar þokumóöa 21, Frankfurt skýjaö 17, Nuuk alskýjaö 3, London skýjað 18, Luxembourg skýjað 16, Las Palmas léttskýjaö 23, Mallorka léttskýjaö 23,- Montreal rigning 16, New Yorkskýjaö 19, Paris skýjaö 17, Kóm skýjað 21, Maiaga léttskýjaö 23, Vin skýjaö 16, Winnipeg léttskýjað 17. Loki Ljóst viröist af yfirlýsingum og samþykktum a.m.k. þriggja þingflokka, aö enginn þingmeirihluti er fyrir 20% hækkun launa þingmanna nú. Munu forsetar þingsins túlka þennan vilja þingmanna á fundi sinum I dag? ööru verö- ur vart trúaö. FarDegarnir revnúu að taka nauðlendingunnl með jaínaðargeði: Flugleiöavélin nauölenti á Keflavikurflugvelli klukkan rúmlega átta. Lendingin tókst giftusamlega og engan sakaöi um borö. Sextán farþegar voru i vélinni og þriggja manna áhöfn. Vlsismynd: Heiöar Baldursson ,,Eins og björgunaræf- iiig” Jón Hjaltason hrl. var meðal farþega og hann sagði i samtali við Visi að miðað við aðstæöur hefði lendingin tekist mjög vel. „Maður gæti hugsað sér þessa lendingu sem vel heppnaða björg- unaræfingu”, sagði hann og hældi áhöfn vélarinnar á hvert reipi. „Flugstjórinn kom fram i far- þegarýmið nokkrum sinnum,” sagði hann, „til að fylgjast með og flugfreyjan var alveg einstök. Jafnvel meðan á lendingunni stóö hélt hún ró sinni og gaf fyrirskip- anir eins og ekkert væri.” „Dýfingarnar voru verstar” Jónina ólafsdóttir og Sigurhans Hlynsson voru meðal farþeganna. „Þetta var mikil lifsreynsla,” sögðu þau i samtali viö Visi. „Dýfurnar yfir Reykjavik voru verstar, verri en lendingin, sem tókst mjög vel,” sögðu þau. Er blm.Visir hafði tal af þeim við komuna til Reykjavikur i gær- kvöldi kváðust þau vera svolitið stressuð. „Þetta virðist vera að koma fram núna, en við förum beint til Eyja aftur núna klukkan ellefu.” Og þannig var með alla farþeg- ana sem nauðlentu i Fokkervél- inni á Keflavikurflugvelli, að þeir héldu aftur til Eyja skömmu fyrir miðnætti. Aðeins móðirin með dæturnar tvær fór hvergi, en sagðist jafnvel ætla i dag. ,,Ekki byrjað að skoða vélina” Ásgeir Samúelsson deildar- stjóri viðhaldsdeildar Flugleiða sagði við Visi i morgun, að þeir væru ekkert byrjaöir að skoða vélina ennþá. Hún hefði aðeins verið dregin inn i flugskýli i gær- kvöldi. „Við eigum von á mönnum frá Fokkerverksmiðjunum” sagði Asgeir, „jafnvel i kvöld, sem koma til meö að hjálpa okkur að meta skemmdir og gefa ráðlegg- ingar um.viðgerð.” Flugleiðavélin sem nauðlenti er önnur tveggja Fokkervéla sem keyptar voru frá Suður-Kóreu i vetur. -Gsal ,,Þetta var ónotaleg tilfinning en hugsunin var öll hjá börnunum minum og það er auðvit- að fyrir mestu núna, að allir eru heilir á húfi,” sagði Sveinbjörg Frið- björnsdóttir, ein far- þeganna sextán i Flug- leiðavélinni sem nauð- lenti á Keflavikurflug- velli um áttaleytið i gær- kvöldi. Sveinbjörg var með tvær dætur sinar I vélinni, aðra þriggja ára og hina átta mánaða. „Það reyndu allir að taka þessu með jafnaðargeði,” sagði Svein- björg, „og þó maður væri hrædd- ur var ekki um annað að ræða en aðstilla sig. Áður en fólk vissi ná- kvæmlega hvað var að gerast bar á litilsháttar ótta en það róuöust allir niður fljótt enda var okkur alveg sagt hvernig við ættum að haga okkur,” sagði Sveinbjörg. Glæsileg lending Flugleiðavélin, sem er af Fokk- ergerð, var langleiðina komin til Vestmannaeyja i áætlunarflugi er bilun kom i ljós i hjólabúnaði. Hvorugt hjólanna náðist þá niður og var ákveðið að snúa við til Reykjavikur. Sveimað var yfir borginni i fimmtiu minútur með snöggum dýfum til þess að reyna að fá hjólin niður og tókst með þessum rykkjum að ná öðru hjól- inu niður. Hitt sat fast. Þegar eldsneytisgeymar vélarinnar voru að mestu tæmdir og full- reynt að hjólið næðist ekki niður var flogið til Keflavikur og nauö- lending undirbúin. Tókst nauðlendingin afburðavel að allra sögn og róma menn mjög hve flugstjórunum, Guðjóni Ólafssyni og Baldri Ingólfssyni, tókst lengi áð halda vélinni i jafn- vægi. Þrjár ástæður Elisabet Hákonardóttir flug- freyja sagði við Visi að ástæðurn- ar fyrir þvi hve lendingin tókst giftusamlega hefðu verið þrjár, fáir en afar samvinnuþýðir far- þegar, góðaðstaða og nægur timi, — og svo „auðvitað frábærir flug- menn,” eins og hún orðaöi það. Elisabet sagði að engin veruleg hræðsla hefði gripið um sig, hins vegarhefði borið á eðlilegum ótta við hið óþekkta áður en ljóst var hvernig bregðast ætti við. „Varstu sjálf aldrei neitt hrædd?” „Ég? Ég mátti ekki vera að þvi. AÍlur undirbúningur undir nauðlendingu var mér ferskur i minni þar sem ég var nýbúin að vera i þjálfun og þau sanna gildi sitt þessi upprifjunarnámskeið”, sagði Elisabet. Jónina ólafsdóttir og Sigurhans Hlynsson sögöu.aö dýfingarnar yfir Reykjavik hefðu verið verstar. Visisntynd: JA Elisabet Hákonardóttir fiug- freyja sagöi.að aöeins hefði boriö á eðlilegum ótta við hið óþekkta. Visismynd: Þ.G. Jón Hjaltason hrl. sagöi lending- una hafa verið eins og vel heppn- aöa björgunaræfingu. Visismynd: JA Sveinbjörg Friöbjörnsdóttir meö litlu dóttur sina i fanginu og 3ja ára dóttir hennar sést fyrir aftan. Visismynd: JA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.