Vísir - 19.06.1980, Blaðsíða 5
42 hafa látist í óeirð-
unum í S-Afrfku:
Umsaiurs-
ástand í
Höfðaborg
Að minnsta kosti 42
hafa nú látist i verstu
óeirðunum, sem orðið
hafa i S-Afriku frá átök-
unum i Soweto fyrir
fjórum árum. Og ekkert
lát virðist vera á átök-
unum nú.
Fréttamönnum er meinaður
aðgangur að þeim svæðum, þar
sem átök uppreisnarmanna og
lögreglu hafa orðið hvað mest, en
ibúar blökkumannahverfanna
segja, að nánast riki umsáturs-
ástand i hverfunum. Lögreglan
einangri heil hverfi og skjóti að
mótmælendum.
Mike Geldenhuys, lögreglu-
stjóri, sagði i yfirlýsingu i gær, að
menn hans myndu skjóta til bana,
ef hætta virtist á ferðum, en dró
yfirlýsinguna til baka skömmu
siðar og sagði að „lögreglan
myndiekkisýna neina miskunn”.
Dagblað i Höfðaborg sagði i
gærkvöldi, að samkvæmt sjúkra-
hússkýrslum væri dánartalan
komin upp i 42, en slasaðir væru
yfir 200, og ætti dánartalan
örugglega eftir að hækka. Sam-
kvæmt opinberum skýrslum er
dánartalan aðeins ellefu.
Óeirðirnar hófust á mánudag,
en þá voru fjögur ár liðin frá
óeirðunum i Soweto. Atökin náðu
hins vegar ekki hámarki fyrr en i
gær.
Myndin er tekin i Mexikóborg á þeim árstima, þegar ekki er enn oröið of heitt tii þess að ástin nái að
blossa upp I brjóstum unga fólksins. Það er þóeins og parið vinstra megin á myndinni sé ekkert of hrifið
af opinskárri ástarjátningu parsins við hliðina. Þó finnst okkur það þurfi steinhjarta til að komast ekki
við... eða hvað?
Til að vega aðeins upp á móti öðrum fréttum á siðunni, birtum við smá-sýnishorn af ástinni.
Sýrlandsstjórn fordæmir Sadat:
HVETUR EGYPTA
TIL BYLTIHGAR
Sýrlandsstjórn fordæmdi i gær liðsafnað Egypta
við libisku landamærin og bauðst til að aðstoða
Libiumenn ef til átaka kæmi við Egypta.
í yfirlýsingu stjórnarinnar var egypska þjóðin og
egypski herinn hvött til að „bind nú endi á stjórn
Sadats, sem ekki einungis stefndi öryggi egypsku
þjóðarinnar i hættu, heldur og öllum arabiska kyn-
stofninum”.
Egyptar fluttu lið að libisku | yfir hættuástandi þar á mánudag-
landamærunum, eftir að hafa lýsl j inn. Egypska stjórnin ásakar
Gaddafi, þjóðhöfðingja Libiu-
manna, um að skapa spennu á
landamærunum, en Libiumenn
segja,að Bandarikjamenn séu aö
reyna að telja Sadat á að fara
með striði á hendur Libiu-
mönnum.
1 yfirlýsingu Sýrlandsstjórnar
sagöi ennfremur, að egypski
herinn, sem „heföi fært miklar
fórnir i þágu araba, mætti ekki
veröa verkfæri heimsvaldasinna,
sionista og Israela”.
Anwar Sadat: Bæði Lfbfustjórn
og Sýrlandsstjórn hafa hvatt
egypsku þjóðina til að gera bylt-
ingu gegn honum.
Karmal um niuiverk
Sovétmanna í
Aiganlstan:
„Verkfærl
Guðs”
„Sovétmenn eru verkfæri guðs i
Afganistan”, sagði Babrak Kar-
mai, forseti Afganistans i útvarp-
inu i Kabúl i gær. Útvarpið lék
upptöku, sem gerð var, er
Karmai hélt ræðu á fundi með
borgarbúum á föstudaginn var.
Karmal sagöi, að Sovétrikin
hefðu allt það land, oliu, gas og
málma, sem þau þyrftu: „Þau
þurfa ekki á þvi að halda að
leggja undir sig önnur lönd.
Þegar Sovétmenn hjálpa okkur
nú eru þeir aðeins milliliður
guös”.
Þegar öryggi Afganistans og
sjálfstæði væri tryggt, myndu
„allir sovéskir hermenn hverfa
frá Afganistan innan viku”, sagði
Karmal.
Atök vinstri
manna og ný-
nasísta
Um þrjú þúsund vinstrisinnar
komu i veg fyrir, að nokkur hundr-
uð ný-nasistar gætu haldið hátfð i
bænum Bad Hersfeld I V-Þýska-
iandi 17. júni.
Nasistarnir, flokksmenn i hin-
um öfgafuila þjóðernissinnaða
demókrataflokki, ætluðu a haida
hátíð sina við girðinguna, sem
skiptir Vestur- og Austur-Þýska-
landi.
Atök urðu ekki mikil, en ein-
staka sinnum kom til áfloga er
ný-nasistarnir reyndu að brjótast
i gegnum tálmanir vinstrisinn-
anna.
Einn maður var sagður hafa
meiðst i átökunum og einn hand-
tekinn.
Strið gegn
siriplingum
Meira en eitt þúsund manns,
undir stjórn Ieortneds biskups.
gengu i gær fylktu liði að nektar-
nýlendu, sem rekin er á strönd
um I5kilómetra frá Kórinþuborg,
og kröfðust þess að nýlendan yrði
lögð niður.
Mótmælendurnjr héidu á kröfu-
spjöidum sem á stóð m.a.:
„Niður með nekt” og „Burt með
allar nektarnýlendur”.
Nektarnýiendunni var komið á
fót af hóteii og var eingöngu fyrir
erlenda ferðamenn. Nokkrar
nektarnýlendur hafa verið reknar
á grisku eyjunum með þegjandi
samþykki stjórnvalda, en nýlega
hafa þau iátið til skarar skriða
gegn nektinni. Nokkrum nýlend-
um hefur verið lokaö og fólk veriö
handtekiö fyrir að synda nakið I
sjónum. Hafa striplingar fengið
fangeisisdóma f allt að tvo mán-
uöi.
Þeir svæia llka
í Rotterdam
Maðurinn sem setti svefnlyf I
kaffi veitingahússgesta I Amster-
dam á mánudaginn, virðist hafa
fært sig um set til Rotterdam.
Fjórir ultu útaf i kaffihúsi i
Rotterdam f gær eftir að hafa
drukkið eitrað kaffi, en eins og
IVIsir skýrði frá i gær, þá höfðu
fimm manns I Amsterdam verið
fluttir á sjúkrahús af sömu
ástæðu á mánudaginn.
Maður nokkur, á aidrinum 30-35
ára, sást við veitingahúsiö i Rott-
erdam og var hegðun hans grun-
samleg. Maðurinn talaði þýsku.
Lögreglan leitar hans nú ákaft.
Grunur leikur á að viökomandi
sé geðveikur.
Vllltust I Sahara
Sextán manns sultu I hel er þeir
villtust I Sahara eyðimörkinni á
leið frá Súdan til Lybiu. Þeir, sem
fórust, voru allir Súdanir sem
voru I úlfaldalest. Fjórtán var
bjargaö. Höfðu þeir þá verið á
ferð um eyöimörkina I nokkrar
vikur.
James Garner f einu hlutverka
sinna sem „harður náungi”.
„Ég reyndi að
bitaann"
Leikarinn frægi, James
Garner, sagði fyrir rétti I gær, að
hann hefði reynt að bita mann,
sem réðst á hann.
Aubrey Williams, 35 ára gam-
all, er fyrir rétti, ákærður fyrir aö
hafa ráðist á hinn 51 árs gamla
James Garner, barið hann og
stolið gullhálskeöju af honum.
Átökin hófust, er þeir lentu i smá-
vægilegum árekstri.
Garner sagði fyrir réttinum, að
Williams hefði barið sig að
minnsta kosti tiu sinnum, áður en
hann náði að komast út úr biln-
um. Svo dró hann Garner út úr
biinum og sparkaði i hausinn á
honum. Eftir að Garner hafði
fallið i götuna, hélt Williams
áfram að sparka i hann liggjandi.
Er saksóknarinn spurði Garn-
er, hvort hann hefði ekki reynt aö
lemja á móti, svaraði Garner:
„Ég kýldi hann ekkert, en ég
reyndi að bita hann”.
Úrskurðar i málinu er að vænta
i dag.