Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 2
Laugardagur 5. júli 1980. „Eg liffm fyrir fótbolta” segir Arnór Guðjohnsen, knattspyrnumaður, i viðtali við Helgarblað Visis Ég fór til Belgiu þann 15. september 1978, sama dag og sonur okkar ólafar fæddist. Til a6 byrja me6 keppti ég me6 varaliöinu og gekk mjög vel. Mánuöi siöar komst ég svo i aöalliöiö,” Ég var svo ungur þegar ég fór aö foreldrar minir komu meö okkur ólöfu. Þau hafa siöan veriö I Lokeren ailan timann. Ef þau heföu ekki kom- iö, þá væri ég ekki eins vel á vegi staddur og ég er. Pabbi hefur t.d. séö um öll fjármál og samningageröir fyrir mig.” Foreldrar Arnórs eru Eiöur Guöhohnsen og Arnrún Sigfús- dóttir. Auk Arnórs eiga þau þrjár dætur á aldrinum 13 til 17 ára. Fór með pabba á völlinn „Ég byrjaöi aö spila fótbolta 3ja eöa 4ra ára gamall. Viö bjuggum á Húsavlk og pabbi lék meö Völsungi. Hann var vist einn aöalmaöurinn og tók mig oftast nær meö á völlinn. Viö fluttumst svo til Reykjavikur þegar ég var 9 ára, Þá byrjaöi ég aö æfa meö 1R. Þaö gekk ekki neitt. Viö sklttöpuðum öllum leikjum. Siöan fór ég yfir I Vik- ing, og byrjaöi aö æfa þar meö 5. flokki. Mér likaöi vel hjá Viking, en slit min viö félagiö uröu meö leiöinlegum hætti.” />Lá við að ég missti af samningnum" Töluverö blaöaskrif uröu á sinum tima þegar Sportings Lokeren falaöist eftir Arnóri hjá Vlking. „Þeir hjá Viking komu hlaupandi meö lúkurnar. Þeir kröföust svo hárrar fjárupphæöar aö engu munaöi aö ég missti af samningnum. Mér fannst sanngjarnt aö þeir fengju pening, en hvernig þeir fóru aö þvf var ekki smekklegt. Þeir ýttu mér til hliöar og vildu svo makka allt sjálfir.” Ég fékk aldrei aÖ vita hvaö þeir fengu mikiö, en ég hef heyrt margar tölur, allt frá 7 og upp I 15 milljónir. Ég lýsti þvi yfir aö ég mundi ekki leika aftur meö Viking, og þaö stendur. Jú, jú, ég sjálfur fékk góöan pening fyrir aö skrifa undir samninginn, en ég vil ekki ræöa þaö nánar. Ég get aöeins sagt aö ég lifi ágætu lifi.” „Kallaður Wittekopf" Arnór segir aö forráöamenn Lokeren og leikmenn hafi tekiö sér mjög vel. „Ég hef alltaf veriö lang- yngstur I llöinu. strákarnir tóku mér vel. Ég var kallaöur „Wittekopf”, sem útleggst llklegast glókollur. Baráttan innan liösins viö aö halda sinu sæti er svakalega hörö. Þarna eru menn eins og pólski landsliösmaöurinn Lubanski og Larsen frá Danmörku. Lokeren er smábær, meö 35.000 manns. Þaö er nokkuö algengt aö litlir bæir eigi mjög sterk fótboltaliö. Margir ibúanna lifa og hrærast i fót- boltanum. Þaö eru gefin út mörg timarit sem f jalla um ftít- bolta, myndir af leikmönnunum og þar fram eftir götunum. Þaö er fylgst meö manni. Fólk stoppar mann á götu og spyr hvernig siöasti leikur hafi gengiö.” //Sat á bekknum" „Mér gekk mjög vel fyrsta ár- iö mitt. Mér fannst mér fara mikiö fram. Maöur tekur þessu eins og vinnu, erfiöri vinnu.” t vetur sastu hins vegar mikiö á bekknum, hvernig stendur á þvi? „Já, ég var tekinn úr aöal- liöinu á timabili. Þjálfarinn breytti varnar-taktikinni, og ég var ekki meö i þvi dæmi. Liöiö spilaöi á móti Anderlecht, sem er mjög sterkt liö, og gafst þessi aöferö mjög vel, þannig aö þjálfarinn sá ekki ástæöu til aö breyta neinu. Samt fannst mér eins og ég heföi jafnvel fengiö hann eitthvaö á móti mér. Hversvegna, veit ég ekki. Þaö er erfiö reynsla aö lenda I þessu, en þetta herti mig. Nú er ég mikiö betur undirbúinn aö taká erfiöleikum. Meiösli I baki spiluöu einnig inn i. Ég var frá I einn og hálfan mánuö af þeim sökum. Einhverjir skrifuöu svo 29. september 1978 var svohljóðandi frétt í Vísi: „Hinn heimsfrægi pólski landsliðsmaður Lubanski/ sem leikur með Lokeren, lék í 6-manna liði með Arnóri á fyrstu æfingu hans hjá félaginu. Strax á eftir kom Lubanski, sem er mjög hátt skrif- aður hjá öllum í Lokeren, til þjálfara og framkvæmdastjóra félagsins, benti á Arnór og sagði:.... „Þessi piltur er góður, og það er frábært að leika við hlið hans." Sá umræddi/ 16 ára strákur úr Reykjavík lofaði góðu á þessari fyrstu æfingu sinni með einu af þekktari fótboltaliðum Belgiu. Tæp tvö ár eru nú liðin. Strákurinn er ennþá yngsti maður liðsins. Hann er engu að síður orðin nafn í fótboltanum í Belgíu. Sjálfum finnst honum þetta hálfgert ævintýri. Víða þar sem hann kemur í Belgíu snýr fólk sér við á götunni og segir „Gudjohnsen" þegar það sér hann. Arnór var staddur hér á landi f júní/ og lék m.a. með landsliðinu á móti Finnum/ og Wales. //Ég er ægilega feiminn og segi lítið," segir Arnór, „Meöal félaganna er ég bara gamli nórinn. Ég lifi fyrir fótboltann og allt snýst um það." A fullri ferö I belgisku knattspyrnunni Arnór og sonurinn Eiöur Smári. i blööin heima aö maöur væri ekki góöur lengur og fannst mér þaö blásiö mikiö upp. Þrátt fyrir alit, haföi ég bara gott af þvi aö sitja á varamannsbekknum, ég hertist viö þaö. Þegar ég kom inn I liöiö aftur þá var einum belgiskum landsliösmanni kippt út. Hann tók þvi mjög illa, fór m.a. til framkvæmdastjórans og kvartaöi.” „Heppnari en margir" „Foreldrar minir seldu Ibúö sem þau áttuogkomu meö mér út. Pabbi er múrari og hefur unniö dálitiö viö múrverk þarna. Systur mínar hafa veriö I skóla. Þau öll hafa veriö ómetanleg hjálp. Þetta hefur veriö erfitt, viö vorum svo ung þegar Eiöur fæddist. Viö erum heppnari en margir meö hvaö viö höfum fengiö góöa hjálp. Þaö er skrýtiö, þessi pabbatil- finning kemur ekki alveg strax. Þaö er ekki fyrr en maöur fer aö umgangast barniö meira og hugsa um hann sem þetta kemur.” Sonurinn, Eiöur Smári, hleypur I kringum okkur þar sem viö sitjum I garöinum viö hús foreldra Ólafar. Hann er klæddur i fótboltabúning og ber sig fagmannlega viö aö sparka fótbolta. „Hann er i stuttbuxum á sjö ára,” segir Olöf. „Hann er svo stór eftir aldri.” „Frámunalega lélegur" Hvaö um islenskan fótbolta? „Islenskur fótbolt er frá- munalega lélegur. Hann var betri fyrir 3—4 árum. Hverju veldur veit ég ekki. Margir strákar erú náttúrlega farnir út I atvinnumennsku. Landsliöiö er heldur ekki nógu gott. Tony Knapp náöi aö visu ágætum árangri meö þaö fyrir nokkrum árum. Þaö er bara þetta, aö liöi er smalaö saman tveimur eöa þremur dögum fyrir leik og viö náum ekki aö æfa nóg saman. Mér finnst aö landsliösþjálfari eigi aö vera einvaldur, og ekki undir þrýstingi frá K.S.I. Þaö er vitleysa aö láta þrjá menn velja liöiö. Svo er oft erfitt fyrir okkur sem eru erlendis aö sameina frlin okkar og landsleiki. Viö þurfum aö hvila okkur, og finnst mér ekki vera nógur skilningur á þvl.” Fótboltinn er númer eitt „Mig dreymdi alltaf um aö veröa atvinnumaöur I fótbolta,” segir Arnór. „Upphafiö aö stjörnuferlinum, ef þú vilt kalla þaö þvi nafni, var þegar ég lék meö drengjalandsliöinu á móti Færeyjum. Viö unnum meö 5 mörkum á móti tveimur og skoraöi ég 4 markanna. A þeim árum langaöi mig til aö veröa iþróttakennari, en núna kemst ekkert nema fótboltinn aö. Mig langar til aö vera eins lengi og ég get I þessu. Ég held aö ég hafi bætt mig mikiö þessi siöustu tvö ár, ég er sterkari og fljótari. Fótbolta- menn eru aö mínu mati bestir milli 26-28 ára aldurs þannig aö ég á vonandi miiö eftir.Samn- ingurinn viö Lokeren er til þriggja ára. Hvaö tekur viö þeg- Fagmannlegir tilburöir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.