Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 20
vtsm Laugardagur 5. júll 1980. hœ kiakkar! Saga gamla hjólsins Einu sinni var ég fall- egtog gl jáandi svart reið- hjól. Ég átti fyrst heima í Englandi, en var flutt með skipi til Islands. Það voru mörg fleiri hjól, sem voru mér samferða. Svo fórum við öll í búð, sem var í Reykjavík við Laugaveginn. Búðin hét Fálkinn. Svo kom maður og keypti mig handa dóttur sinni. Ákaflega var telpan ánægð að fá mig, enda bar ég jú af öðrum hjólum svona svartgljáandi og renni- legt. Svo fylgdi mér líka pumpa og bjalla, sem klingdi svo fallega f. Við áttum margar góðar stundir saman ég og telpan. Seinna lánaði svo telpan oft afa sínum Isleifur Birgir. (Mynd: Anna). A HJÓLI isleifur Birgir Þór- hallsson er 6 ára. Hann á hjól og honum finnst gaman að hjóla. En hon- um finnst líka gaman í fótbolta og segist leika meðó. flokki Breiðabliks. Og uppáhaldsliðið hans heitir þá auðvitað Breiða- blik. En hann segist líka halda með Fram. Litli bróðir hans ísleifs heitir Þór Tjörvi og hann hjólar á þríhjóli. Hann er stundum i fótbolta með fsleifi og pabba sínum, sem heitir líka Þór og er í meistaraf lokki Breiða- bliks. mig. Hann átti engan bíl og hjólaði á mér niður í miðbæ, ef hann þurfti að kaupa eitthvað I bænum. En svo hætti hann að hjóla og þegar telpan var orðin stór var hún alveg hætt að hjóla og ég var geymt í einni geymslunni eftir aðra. En telpan vildi aldrei selja mig þó um mig væri beðið. Ég vissi að tvisvar kom fólk og vildi kaupa mig, en telp- unni datt ekki f hug að selja mig. Það þótti mér vænt um. Nú voru brettin mín orðin léleg, en svo kom telpan einn daginn og setti á mig ný og falleg bretti og nýtt sæti og svo kom lítill drengur, sem átti að eiga mig með telp- unni. Það var nú skemmtilegt. Við fórum út um allt, ég og drengur- inn. En ég var nú orðið gamalt hjól, svo að ég var ansi stirt. Svo fékk drengurinn nýtt hjól, sem ég kunni svo sem ósköp vel við. Við vorum hlið við hlið í hjólageymslunni ásamt mörgum öðrum hjólum. En þegar ég fékk nú enga hreyfingu, varð ég svo voðalega lélegt og svo kom einu sinni einhver og sat uppi á mér í hjóla- grindinni og þá bognaði framhjólið mitt svo voða- lega. Ég hlýt að hafa veriðorðið Ijótt ásýndum, því að ein konan í húsinu, þar sem ég er, tók mig ásamt með öðru rusli, sem var í hjólageymsl- unni og henti okkur í einn haog. Þegar telpan, eig- andi minn, sá hvar ég var, varð hún voðalega reið. Það gladdi mig. Hún tók mig strax og festi mig nú rækilega við hjóla- grindina með lás. Svo tók hún af mér framhjólið sem var orðið svo lélegt og setti nýtt og gljáandi framhjól í staðinn. Svo fékk ég ný bretti og nýtt sæti og nú förum við telpan og ég aftur út að hjóla. Þór Tjörvi. (Mynd. Anna) Hlynur Eggertsson er sex ára og honum f innst gaman að hjóla. (Mynd. Anna). Farió varlega á hjólunum Nú fá flest börn reið- hjól, þegar þau eru 6—7 ára gömul og jafnvel yngri. Hvar sem farið er um þessa dagana í þétt- býli má sjá krakka á hjól- um. f flestum nýlegum hverfum er leiksvæði, þar sem börn geta fengið hjólaþörf sinni fullnægt, en annars staðar er ekki um annað að ræða en hjóla á götunum innan um bflana. Það býður mörgum hættum heim, og vonandi farið þið var- lega, krakkar. Þegar ég datt af hjólinu Einu sinni var ég að hjóla. Þá datt ég. Ég datt á stein og meiddi mig í maganum. Steinninn var beittur og það kom gat á magann. Ég fór á slysa- varðstofuna og sárið var saumað saman með n sporum. Það var stórt ör eftir. Nonni, 8ára.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.