Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 12
VÍSIR Laugardagur 5. júli 1980. helgarpopp Of frumleg? semur Nýjasta breiöskifa hennar, „Me Myself I” hefur setiö um miBbik topp tlu listans I Bretlandi siöustu þrjár vikurnar og platan þar á undan „To The Limit” seldist ákaflega vel og jók hróöur hennar mjög. Hér heima viröist hún eiga tiltölulega fáa en trygga aödáendur, en þaö er segín saga, aö sá sem festist I neti hennar einu sinni, — hann er fangi hennar ævina út. trading: Stúlkan sem Fáir en tryggir Joan Arma- Þar sem Glyn Johns hefur stjórnað upptökum á plöt- um Rolling Stones, Eagles, Who og Traffic, vega skoðanir hans þungt á vogarskálunum. Hin tilvitnunin segir lesandanum að Joan Armatrading sé sérstök. Þekkir þú hana? Ef svo er skilur þú þetta mætavel, en hinir eiga e.t.v. bágt með að trúa. Það eru þeirra bágindi. Sex breiðskífur. Joan Armatrading er þeldökk bresk stúlka, tæplega þrltug aö aldri. Hún hefur gefið út sex breiöskifur sem allar hafa hlotið góða dóma. Sjálf hefur Joan Armatrading ekki þurft að kvaka undan lofleysi, hvarvetna hefur henni verið borið hólið i trogum og henni likt við Joni Mitchell, Van Morrison, Elton John og Jackson Browne. En verulegar almennar vinsældir hefur hún ekki hlotið fyrr en nýverið og þá einvörðungu I sinu föðurlandi. Þó eru til lönd þar sem aðdáendurnir eru fjölmargir, Kanada, Astralia og Nýja-Sjáland eru i þeim hópi. ,,Við þörfnumst Joan Armatrading á sama hátt og við þörfnumst Bob Dylan og The Beatles” —Phil Sutcliffe, blm. Sounds „Þegar við höfðum lokið við plötuna ,,Joan Armatrading” fannst mér hún vera besta platan sem ég hefði nokkru sinni gert.” —Glyn Johns upptökustjóri t Bandarikjunum fer þaö orö af henni, aö hún sé „öðruvisi” og þaö hefur veriö henni fjötur um fót. Fyrir vikiö hefur hún ekki náö til fjöldans. Gagnrýnir einn skrifaöi: „Sala á hljómplötum hennar hér hefur ekki veriö geypileg sökum þess aö hún semur góöa tónlist sem hljómar ekki eins og allra annarra. öllum byrjendum i lagasmiö- um er sagt aö vera frumlegir, þvi frumleikinn ráöi úrslitum á tón- listarsviöinu. Hvaö Joan Arma- trading áhrærir er spurningin þessi: Er hún of frumleg? Frá Vestur Indíum Joan Armatrading fæddist niunda dag desembermánaöar áriö 1950 i Vestur-Indium. Er stúlkan var sjö ára gömul tóku foreldrar hennar sig upp af eyjunum ásamt börnum sinum, sex aö tölu og fluttu tii Birming- ham á Bretlandi. Tónlistin skipaöi ekki veglegan sess I lifi Joan Armatrading fyrr en hilla fór undir tvitugsaldurinn. Og raunar var þaö tilviljun sem réöi. Vinur hennar hugöist fá hlutverk I söngleiknum „Hair” sem þá var á fjölunum i Lundún- um. Joan lét tilleiöast aö fara meö, en hikandi þó. Vinurinn var ekki rábinn, heldur Joan, og hún 99öðruvisi” tónlist Bob Dylan — Saved CBS 86113 Dyian heldur áfram aö boöa sitt fagnaðarerindi og nú heitir platan „Saved” eöa „Frelsaöur”. Platan er I beinu framhaldi af „SIow Train Coming”, en nokkuð mikiö ööruvlsi og full- komnari, enda enn meö þá Jerry Wexler og Barry Beckett sem upptökustjórn- endur. Dylan semur öll lögin nema eitt og hefst platan á laginu „A Satisfied Mind” sem er I gospel-stil og er til undirstrik- unar á trúhita hans, og þar á eftir skiptir hann beint yfir I titillagiö „Saved”. Annars eru engin lög sem bera af öörum á plötunni, sem er bæöi vönduö og góö og er aö mati undir- ritaös besta plata Dylans slöan „Blood on the Tracks”. Eins og á fyrri plötum notar hann þekkta session-hljóö- færaleikara sem kunna sitt fag og sjálfur er Dylan greini- lega I essinu sinu. 9,5 9,5 Gunnar Salvarsson skrifar. söng meö leikflokknum i átján mánuöi samfleytt á feröalögum. t fristundum notaöi hún tækifæriö og samdi lög á pianó. Kunningi hennar I leikflokkn- um, Pam Nestor, fékkst viö textagerð og var nokkurt sam- starf þeirra á milli. Eitt af lögum Joan viö texta Pam náöi til út- sendara Cube Records og varö til þess að samningur var geröur viö þau. Þekktur upptökustjóri, Gus Dudgeon, sem haföi unniö tals- vert meö Elton John, var fenginn inn I stúdióið Joan og Pam til hjálpar og útkoman heyrðist brátt á plötunni „Whatever’s For Us”. Af hálfu fyrirtækisins var litiö þannig á, aö Joan heföi mögu- leika á þvi aö veröa stjarna og þvi dekrað viö hana, en aumingja Pam var geröur hornreka og látiö sem hann væri núll og nix. Þetta kunni Joan ekki aö meta og vildi rifta samningnum, sem þó tókst ekki. Þaö var þvi ekki fyrr en einu og hálfu ári siöar aö næst heyrðist i Joan á plötu er hún var laus undan samningnum viö Cube. Hún haföi komist 1 kynni viö Michael Stone, núverandi umboðsmann sinn, sem áöur haföi aöstoöaö Randi Newman og Jimi Hendrix. Hann náöi aö rifta samningnum viö Cube og skrifa undir nýjan hjá A & M. önnur plata hennar, „Back To The Night” vakti verulega athygli og fyrsta hittlagiö leit dagsins ljós, en þaö var titillag plötunnar. Plata ársins 1976 Engu aö siöur, fóru hjólin ekki verulega aö snúast fyrr en Glyn Johns kom til sögunnar og stjórnaöi upptökum á plötunni „Joan Armatrading” áriö 1976. Breska poppritiö Sounds útnefndi plötuna bestu plötu ársins og bandariska timaritiö nefndi plöt- una I sömu andrá og plötur Rod Stewarts, Boz Scaggs, Jackson Browne og Bob Segers. A sviöi vakti Joan mikla athygli, áriö 1977 var hún kjörin efnilegasta söngkonan og mikla eftirtekt vakti þegar George Benson, gitarsnillingurinni kunni, fór þess á leit viö Joan aö hún léki á gitar meö honum á hljómleikum I New York. Nýlega kom sjötta breiöskifa hennar, „My Myself I” út og hefur veriö vel tekiö. Hvort þessi plata mun opna eyru tslendinga fyrir þessari merku tónlistarkonu skal ósagt látið, en vissulega er tónlist hennar og ( og textarnir ekki siöur) þess viröi aö allir tón- listarunnendur gefi henni gaum. —Gsal Linton Kwesi Johnson — Bass Culture ISLAND ILPS 9605 Stórskáldiö Linton Kwesi Johnson hefur á ný sent frá sér plötu og ber hún nafnið „Bass Culture”. Eins og áöur er ljóöiö númer eitt og er platan full af boö- skap og baráttu fyrir auknum réttindum svartra og miöar aöallega út frá Bretlandi. Enda spyr hann á einum staö hvort England sé oröiö fasistarlki. Linton er ómyrkur I máli I sinum boöskap og þorir aö segja þaö sem I hon- um býr. Hann syngur eins og áöur viö undirleik heföbundinnar reggaetónlistar og er smekk- lega útfærö þannig aö Ijóð hans njóta sln fullkomlega. Erfitt er aö draga fram ein- hver atriöi sem skara veru- lega fram úr en lögin „Inglan isa Bitch”, „Reggae Sounds”, „Loraine”, „Reggae Fi Peach” eru fjögur af átta lögum plötunnar og mætti alveg eins nefna hin en þessi hafa mest áhrif á undirritaö- an, og eru mjög góö sem platan öll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.