Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 29

Vísir - 05.07.1980, Blaðsíða 29
Laugardagur 5. júll 1980. 29 lllorjoumlilntníi ..I fyrirsvari i þjúðlifi voru“... Si*rs»r«n) forscUt f«Í»nd>i, hwra Krfctjðn* l'UtÍjtimx Ktwitnt Eíifi úktmougt um etdsupptók t rdbtwrtabtntsðnsm A Wnsvööum; Forsætisráðherrahjónin og dóttursonur þeirra fórust fldsYöðfott ag siysié <v YQÍÍum tidafefni bmésm Ávarp forseta fskmtk i nkhútvarpii í gær ; Svipmikil! og áhi rikur stjórnmálar orsætisráðherrahjónin og dóttursonur /Vlþýðu biaðið | «**•••■"":, """••• ' Fréttir um harm- leikinn á Þing- völlum eru á bak siðu ogblaðs. 3 l«S nOTTtiDCnftlllD tkCIDDá ,,Og lftil þjóð, dreifð, stendur í dag samhuga — 10. júli næstkomandi verða 10 ár liðin frá dauða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við eina gröf” Menn deyja af slysförum næst- um upp á hvern einasta dag og þó það snerti marga illa lætur meirihlutinn það ekki á sig fá en gengur áfram sinn veg. En þegar forsætisráðherra lítils lands ferst í eldsvoða ásamt konu sinni og dóttursyni/ maður á besta aldri stjórnmálamanna sem, þó umdeildur væri, hafði traust flestra þjóðfélagshópa, þá er ekki nema eðlilegt að það komi afar illa við alla þjóð hans og menn séu ögn ráðvilltir eftir. A fimmtudaginn kemur, 10. júlí# verða 10 ára liðin frá hinu svip- lega fráfalli Bjarna Benedikts- sonar, þáverandi forsætisráð- herra. Aðeins eina nótt. Til skamms tima stóð viö Þingvalla- vatn sumarbústaöur i eigu rikisins em fyrirmenn notuðu til hvildar. Þetta hús átti sér langa sögu. Upphaflega haföi þaö veriö reist áriö 1907 þegar kóngur Islands og Danmerkur, Friörik sjöundi, heimsótti landiö. Þaö hýsti þá hann og fylgdarliö hans i ferö til Þingvalla en var siöan sum- arbústaöur ráöherra og erlendra gesta. Fyrir Alþingishátiöina 1930 var húsiö flutt af sínum upprunalega staö og sett niöur ekki langt frá Hótel Valhöll. Siöan haföi margur tiginmaöurinn átt þar góöar stundir. Ariö 1963 varö Bjarni Benediktsson for- sætisráöherra er hann tók viö Ólafi Thors. Bjarni festi mikla ást á þessu litla húsi viö Þingvallavatn og var þar öllum stundum á sumrin þegar næöi gafst frá embættis- og stjórnsýslustörfum. Hann og kona hans Sigrlöur Björnsdóttir, reyndu jafnan aö skjótast i bústaöinn þegar færi gafst, þó aöeins væri eina nótt. Þannig var þaö þann 9. júll 1970 þegar Bjarni og Sigriöur komu til Þingvalla og héldu til gamla hússins. Daginn eftir ætluöu þau aö fara vestur á Snæfellsnes til þess aö vera viöstödd héraösmót. Meö þeim 1 förinni var fjögurra ára gamall dóttursonur þeirra, Benedikt Vilmundar- son, sem þau hugöust leyfa aö njóta ferö- arinnar. Ferill Bjarna Benediktssonar. Bjarni Benediktsson fór ungur aö láta aö sér kveöa í þjóömálum. Hann var fæddur 30. april áriö 1908 og var þvi einu ári yngri en bústaöurinn á Þingvöllum. Bjárni lauk stúdentsprófi áriö 1926, siöan embættisprófi í lögum fjórum árum seinna og hélt þvi næst utan til náms i stjórnlagafræöum f Berlin og Kaup- mannahöfn. Hann var siöan skipaöur prófessor i lögum viö Háskóla íslands áriö 1932, aöeins 24 ára aö aldri. Prófessorsembættinu gegndi Bjarni til ársins 1940 en haföi þá setiö i bæjarstjórn Reykjavikur frá 1934. 1940 tók hann viö starfi borgarstjóra og var þaö til ársins 1947. Frá árinu 1942 haföi Bjarni setiö á Alþingi og var hann geröur utanrfkis- og dómsmálaráöherra áriö 1947 sem hann stjórnmál og aukinheidur setiö f allskyns var siöan til ársins 1953. Þá varÖ hann stjórnum og ráöum. Einsog áöur segir: dóms- og menntamálaráöherra en á árun- áhrifa hans gætti viöa. um 1956-59, meðan fyrsta vinstri stjórnin var viö völd, var Bjarni riBtjóri Morgun- Erf iðleikatímar. blaösins. Þegar viöreisnarstjórnin tók viö Bjarni var tvfgiftur en fyrri ánö 1959 varö Bjarni dóms- og iönaðar- ráöherra þar til hann tók viö forsætisráö- herraembættinu 1963 einsog áöur sagöi. Áhrifa Bjarna gætti viöa. Hann haföi mjög beitt sér f sjálfstæöisbaráttunni og eftir lýöveldisstofnunina fyrir eflingu vestrænnar samvinnu Þar á meöal inn- göngu Islands i N.A.T.O. og varö ákaflega umdeildur fyrir. Bjarni mun hafa látiö sig þaö litlu skipta þar eö hann var sannfærö- ur um hann væri aö vinna þjóöinni gagn. Bæöi á utanrikis- og forsætisráöherratfö sinni var Bjarni einnig virkur innan norrænnar samvinnu. Hann haföi og skrifaö mikiö, bæöi um fræöileg efni og kona hans, Valgeröur Tómasdóttir, lést eftir aöeins hálfs árs sambúö áriö 1936. Seinni konu sinni, Sigrföi Björnsdóttur, giftist hann áriö 1943 og áttu þau fjögur börn. Sigrlöur haföi alla tiö stutt mann sinn viö störf hans en lltiö látiö aö sér kveöa sjálf. Hin siöari stjórnarár Bjarna Benedikts- sonar höföu miklar erfiöleikar steöjaö aö landinu. Verst gekk árin 1967-68 þegar fjöldi manns varö aö flýja land vegna at- vinnuleysis, slæms árferöis og lélegra kjara. Margt haföi lagst á eitt viö aö gera tslendingum llfiö erfitt en liklega má full- yröa aö Bjarni Benediktssyni hafi tekist aö bjarga þvi sem bjargaö varö. I höröum og óvægum deilum viö verkalýösfélög ávann Bjarni sér traust málsaöila og þótti koma sterkur út úr þeim átökum sem skóku þjóölifiö svo árum skipti. Ariö 1970 var ögn farið aö birta til en Bjarni fékk ekki aö njóta þess. Allt um þaö: Bjarni var ekki nema 62 ára gamall áriö 1970 og heföi llkastil átt mörg starfsár eftir. íslensk stjórnmála- saga heföi aö llkindum oröiö önnur ef þau hjón heföu ekki ákveöiö aö eyöa nóttinni milli 9. og 10. júli I sumarbústaðnum viö Þingvallavatn. Eldur kemur upp. Veöur var ekki fallegt á suövesturhorni landsins þegar þau Bjarni, Sigrlöur og Benedikt komu til Þingvalla. Þaö var há- vaöarok á noröaustan og jörö grá og snjóföl allt niöur I fjallsrætur. Þau létu þaö ekki á sig fá en bjuggust til næturgist- ingarinnar og litla húsiö var i fastasvefni um miönættiö. Rétt fyrir klukkan tólf gekk þjóögarösvöröurinn þar framhjá á eftirlitsferð og varö einskis var. Hann haföi reyndar ekki hugmynd um þaö hvort nokkur væri i húsinu en vissi aö Bjarni reyndi aö komast þangaö hvenær sem færi gafst. Svo var þaö um klukkan hálf tvö aö hollenskir feröamenn uröu varir viö mik- inn bjarma I bústaönum. Er þeir komu aö var sýnt aö mikill eldur logaöi I husinu og voru rúöur brennheitar. Ekki var unnt aö komast inn i bústaöinn þar sem bæöi dyr og gluggar voru læst . Þegar i staö var kallaö á slökkviliöiö I Reykjavlk en um langan veg var aö fara og eldurinn mikill. Eftir aö logarnir brutust út um gluggana fuöraöi húsiö upp á skammri stundu svo eftir stóö reykháfurinn einn. Gestahús sem stóö noröan viö bústaöinn var þó óskemmt. Bjarni, Sigrlöur og Benedikt munu llklegast hafa látist snemma úr reykeitrun án þess aö komast til meö- vitundar. Reiðarslag fyrir þjóðina. Sennilega hefur sjaldan annaö eins reiöarslag duniö yfir þjóöina. Menn stóöu agndofa og vissu ekki hvaöan á sig stóö veöriö. Heita má aö þjóöarsorg hafi rikt næstu daga og þegar forsætisráöherra- hjónin voru jarösett ásamt dóttursyni sinum þann 16. júli fylgdu þúsundir þeim til grafar. Pólitlskir samherjar og andstæöingar sameinuöust I minningunni um Bjarna Benediktsson sem öllum bar saman um aö heföi barist af kappi og for- sjá fyrir þvi sem hann áleit réttast fyrir land sitt og þjóö. Fjöldi samúöarskeyta barst einnig erlendis frá, frá Norðurlönd- um, Evrópu, Amerlku og jafnvel frá fjar- lægum löndum einsog Japan og Niger. Nixon þáverandi Bandarlkjaforseti lét hafa eftir sér: „Island hefur misst mikinn leiötoga og viö, i þessu landi, góöan vin.” Annars er óþarft aö vitna i Nixon. Viö útför þeirra þriggja flutti biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, minningarorð þar sem hann kom vel orö- um aö hugsunum lslendinga gagnvart harmleiknum á Þingvöllum: „Og lítil þjóö, dreifö, stendur 1 dag sam- huga viö eina gröf.” —IJ tóksaman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.