Vísir - 10.07.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 10.07.1980, Blaðsíða 3
VÍSIR Fimmtudagur 10. jlill 1980 Okuleiknin og vélhlólakeppnin á Egiisstöðum: Slagbrandur brýndi kappana fyrir keppnlna Jón Kristinn Jónsson á Volks- wagen 1300 bar sigur úr býtum i ökuleikni 80 á Egilsstöbum þegar keppnin var haldin þar 2. júli, og hlaut hann 205 refsistig. Annar varö Björn Björnsson á Ford Falcon og var hann með 211 refsistig og i þriðja sæti varð Brynjólfur Vignisson á Volvo 145 með 234 refsistig. 1 ökuleikninni að þessu sinni voru 10 þátttakend- ur og fylgdust margir áhorfendur með keppninni. Daginn eftir eða 3. júli var vel- hjólakeppnin svo haldin á Egils- stöðum. Gott veður var þennan dag og lék hljómsveitin Slag- brandur á undan keppninni. Var það gert af eigin frumkvæði þeirra sem hljómsveitina skipa. Sigurvegarinn i vélhjólakeppn- inni var Hjörtur Jóhannsson á Yamaha MR 50 og hlaut hann alls 116 refsistig. Annar varð Máni Sigfússon á Yamaha MR 50 og hlaut hann 145 refsistig. 1 þriðja sæti varð svo Ingvar Sigfússon á Honda XL 500 með 157 refsistig. Gefandi verðlauna að þessu sinni var Flugfélag Austurlands. HR Sigurvegarinn á Akureyri ók Mazda 818 og hlaut hann 201 refsistig. VIs- ismynd Einar Guðmundsson. ökuielkni '80 á Akureyri: Qnu kappí við forseiakosringar ökuleikni 80 fór fram á Akureyri kosningadaginn 29. júni og þrátt fyrir að þann dag hefðu flestir lslendingar um annað að hugsa mættu sjö þátttakendur til keppninnar. 1 fyrsta sæti varð Sigurbjörn Tryggvason á Mazda 818 og hlaut hann 201 refsistig: i öðru sæti varð Ómar Eðvaldsson á Lada 1600 með 278 refsistig og i þriðja sæti varð Magnús Magnússon á Skoda Amigo með 282 refsistig. Að þessu sinni var það IOGT Akureyri sem gaf verðlaunin. —HR Þá vantar gamla skelllnöðru Nú er illt i efni hjá aðstandend- um kvikmyndarinnar „Punktur, punktur, komma, strik” þvi enn hefur ekki tekist að finna skelli- nöðrur frá árinu 1963. Mikið er i húfi og eru þvi allir þeir, sem eiga eða vita af skellinöðru af þessum árgangi, beðnir að bregðast skjótt við og segja til sin hið bráðasta. Og ekki nóg með það, heldur vantar lika knapa á nöðruna til að koma fram i myndinni, helst i fullum 1963-skrúða. Siminn hjá Punkt-liðinu er 16717. Ms Opiö hús” noröursins M Lelðrétling 1 greininni „Bók á miðju sumri” sem var á Lif og List sið- unni i siðustu viku var sagt frá út- gáfu Sögu Menntaskólans á Akureyri og vitnað i Gisla Jóns- son, menntaskólakennara i þeirri frásögn. Einn höfunda bókar- innar var sagður heita Tryggvi Ólafsson. Þetta er auðvitað ekki rétt og á að vera Tryggvi Gisla- son, skólameistari. Gisli, Tryggvi og allir þeir aðrir, sem málið er skylt eru beðnir fyrirgefningar á þessum klaufaskap. Magdalena. „Opið hús” verður i Norræna húsinu i kvöld svo sem venja er á fimmtudgöum. Að þessu sinni verða sýndar litskyggnur, sem Björn Ruriksson hefur tekið á ferðum sinum um landið og flytur hann sjálfur skýringar með myndunum. Dagskrána nefnir Björn „Islands fascinerende nat- ur”. Björn Rúriksson (f. 1950) er viðskiptafræðingur að mennt. Hann hefur frá 1973 verið leið- sögumaður hérlendis. Björn hefur haldið erindi og sýnt mynd- irm.a. við bandariska háskóla og i Þýskalandi. „Opið hús” hefst kl. 20.30. Ms Hlaðir á Hvalfjarðarströnd. NYTT FELAGSHEIMILI Á HVALFJARÐARSTRÖND „Ef þetta fámenna sveitar- félag getur byggt svona stórt hús á skömmum tima, legg ég til að ykkur veröi fengiö að byggja listasafn, Alþingishús og stjórnarráð” sagði einn ræðu- maður viö vigslu nýja félags- heimilisins Hlaða á Hval- fjarðarströnd, sl. sunnudag. Presturinn svaraði um hæl að það væri alveg sjálfsagt ef að þessar byggingar yrðu staðsett- ar þar i sveitinni. Gamla félagsheimilið á Hval- fjarðarströnd brann siðla árs 1974, og var hafist handa við byggingu nýs húss 1975. Byggingunni var að mestu lokið nú fyrir skömmu. Húsið sem er rúmlega 600 fermetrar að flatarmáli er hannað af Bjarna Marteinssyni. Heildarkostnaður er um 110 milljónir. Hval- fjarðarstrandarhreppur greiðir 60% kostnaðar og Félagsheim- ilasjóður afganginn. Rúmlega 200 manns komu til vigsluhátiðarinnar, sem hófst með messu i Hallgrimskrikju i Saurbæ þar sem Friðjón Þórðarson dóms- og kirkju- málaráðherra prédikaði. Siðan var skemmtun i félagsheimil- inu. Ræður voru fluttar, skemmtikraftar tróðu upp og svo dunaði dansinn fram eftir öllu. Sumir fengu sér snúning.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.