Vísir - 10.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 10.07.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Magdalena Schram VÍSIR Fimmtudagur 10. jtill 1980 .Siaius-symbor fyrri líma 1 Skemmunni i Arbæjarsafni stendur nú yfir sýning, sem ætti að freista áhugamanna um hes tamennsku, málmsmlöi, myndlist, leöurgerö, útsaum — jafnvel áhugamanna um status symbol! Reiötygjasýningin sýn- ir glöggt hversu áriöandi það hefur þótt aö vera vel úr garöi búinn og aö fararskjótinn og allt sem honum fylgdi var I gamla daga, mælikvaröi á rikidæmi og stööu i þjóöfélaginu. E.t.v. likt og blilinn er I margra augum núna! Margir söölanna á sýningunni í Árbæ sýna ljóslega, hversu mikiö hefur verið lagt I þá. Þarna eru hnakkar og söölar af öllu tagi, margir látunslegnir af mikilli list, Utsaumaöir sööul- púöar og klæöi, undirdekk og skafrök, dýröleg Istöö úr látúni og horni, reiöföt og svipur. Einnig Iburöarminni reiötygi, þvl þaö var ekki á allra færi aö eignast slika gersemi, sem lá- túnsleginn hnakkur var. Þeir, Heimsókn í Árbæjarsafn sem ekkiáttu hnakk, riöu gjarn- an á þófa, sem geröur var úr ull eöa mel. En flnu reiötygin vekja þó óneitanlega mesta athygli á sýningunni, ekki síst kvensööl- arnir. Þaö viröist harla ótrú- legt, aö mögulegt hafi veriö aö láta gamminn geysa sitjandi I sllku sæti, sem sööullinn var. I sýningarskrá safnsins er vitnaö til Ævisögu Ólafar Siguröar- dótturfrá Hlööum (1857-1933) og lýsir hún þar reiötygjum for- eldra sinna: „Reiötygi foreldra minna voru hnakkur, ósköp lltill meö flosaöri sessu, yfirdekki og yfir- dekksgjörö utan um allt saman. Þófi móöur minnar var, held ég, melþófi. Þeir vandaöri voru úr ull, þófablööin. Ofan á þófanum haföi hún kodda, brekán þar of- nefnir þarna eru sýndir I Arbæ. Og margt fleira. Uppistaöan I sýningunni og kveikjan aö henni eru sööuláklæöin. 1 fórum Ar- bæjarsafns er safn sllkra klæða, sem fóru úr tlsku meö gömlu kvensöölunum um 1880. Safn þetta eignaöist Arbær árið 1961 og voru þau gjöf frá Vilhjálmi Finsen. Sööuláklæöin voru lögö I sööulinn og annar endinn látinn hanga yfir sveifina. Þau voru fagurlega skreytt — glitofin eða glitsaumuö. Oft var mynstriö ker meö blómum, sem teygja sig inn á áklæðiö og smágert blómamynstur allt um kring. Gjaman voru þá tvö ker, sitt á hvorum enda þannig aö þau sneru rétt, þegar klæöiö var lagt á hestinn. Fangamark eiganda og ártal fylgir oftlega. Blómin eru talin hafa þróast á sérstak- an hátt á söðuláklæöunum, en mynstrin munu fengin úr er- lendum bókum, sjónabókum, frá 17. öld. Þessi söðuláklæöi viröast einsdæmi hér á tslandi. Ofan á söðuláklæðið var oft lögö sessa með skrautlegu munstri og eftir aö áklæöin lögöust af var enn notaöur púöi i lögun eins og setan á söðlinum. Þaö hefur ekki veriö amalegt aö riöa út i þá daga! Um helgar er jafnan sööla- smiöur I sýningarskemmunni, sem situr þá viö aö sauma og skera leöur, reiöubúinn til aö svara spurningum forvitinna gesta. Sýningin veröur opin fram eftir sumrinu og er óhætt aö mæla meö henni og raunar Arbæjarsafninu öllu. Að auki er svæöiö kjöriö útivistarsvæöi og nóg af lautum til aö sóla sig I ef viörar. Ms Ctsaumaður söðulpúöi og látún- sleginn reiöi (án volkans) óþrjótandi fróöleiksbrunnur um allt á sýningunni: Salvör Jónsdótt- ir leiösögustúlka segir frá póstflutningum á hestum. an á — áklæöi átti hún ekki — ofan á brekániö var svo þófaólin látin, breiö ól meö hringjum og útbúnaöi fyrir ístöö og gjörö og girt á. Slöan var hinn brekáns- endinn lagður laus yfir allt sam- an. Istöðin voru svo lltil, aö fót- urinn komst ekki I þau nema tærnar og svo stutt var Istaösól- in aö konan sat I hnipri upp á þessu reiðveri, karlvega auðvit- að, með knén upp við brjóst. Aldrei kom móðir min i reiðföt um ævina. Söðuleignaðist ég 15-16 vetra, var hann keyptur gamall handa mér. Hann var „drifinn”, klæddur látúni, mótuðu með dýramyndum og rósaflúri. Svo djúpur og viöur var hann, aö ég var eins og ber I ámu i honum, sökk ofan I hann upp undir hendur. Akaflega hróðug var ég þó yfir þvi að rlöa I sööli. Þaö vissi ég að var verulega flnt, samanboriö viö þófana. En ekki likaöi mér þó þessi gullsööull til lengdar, svo mikiö sem hann þó gljaði, þegar sól skein á hlaup- andi hreindýr undan áfjáöum veiöimönnum eftir endilangri sveifinni og allt um kring”. Allir þeir hlutir, sem ólöf fslenskur kvensöðull. A bak viö grillir I sööuláklæöi. Af Smlðsliúsl oo Nýlendu Meö I förinni voru tveir gesta- blaðamenn, þ.e. tvær stelpur i starfskynningu. Ekki sýndist annað fært en leyfa þeim aö spreyta sig og völdu þær sér sitt hvort húsiö á safnsvæðinu til aö segja frá: Smiðshús. Hús þetta var áöur Pósthús- stræti 15, byggt 1820. 1 húsinu hafa margir búiö og það þvl boriö mörg nöfn, t.d. Hansenshús og Teitshús. Meöal leigjenda voru Svefnherbergið I Smiöshúsi (Ljósm. Jens) þeir Jón Arnason, þjóösagnasafn- ari og Siguröur Guömundsson málari. Húsiö er einlyft meö háu risi og múraö I binding eins og sést á noröurhliöinni. Þaö var danskur still og fágengur I þá daga. 1 hús- inu eru 2 hæöir, á neöri hæö er svefnherbergi, 2 stofur, eldhús og búr, en I risinu eru 2 herbergi. I einu þeirra dvaldi Sigurður mál- ari tvo vetur og eru 15 myndir eft- ir hann I þessu herbergi. Siguröur samdi líka leikritiö „Smalastúlk- an og útlaginn”, sem sýnt var I Þjóöleikhúsinu s.l. vetur. I Smiöshúsi er fullt af dýrmæt- um hlutum, t.d. eru tveir postu- linshundar á hillu I einni stofunni og I hinni er glerskápur, sem geymir brúöargjöf Kristlnar Þorgrímsdóttur og sr. Markúsar Jónssonar frá foreldrum brúöar- innar, m.a. postullnskaffistell. 1 svefnherberginu má nefna brúöuvagn frá 1910 og brúður. Ariö 1960 gaf Carl Sæmundsson kaupmaöur I Kaupmannahöfn húsiö til Arbæjarsafns og var þaö meö fyrstu húsunum sem flutt voru á safniö. Áöur fyrr þótti Smiöshús meö flnni húsum bæjarins en hús hafa breyst mjög mikiö siöan þá og ég held aö enginn vildi eiga heima þar núna. Mér fannst húsiö skemmtilegt en heldur kalt. Sigrún Gunnarsdóttir. Nýlenda Þetta hús var reist áriö 1872 af Gisla Jónssyni tómthúsmanni. Húsið var byggt á stórri lóö, sem náöi frá lóö hússins no. 44 viö Vesturgötu niöur aö læk I Mýrar- holti. Nýlenda er steinbær, þ.e. hliö- arveggir eru úr grjóti en gaflar úr tré. Húsagerö þessi var algeng meöal alþýöu fyrir siöustu alda- mót. Þó var Nýlenda talin til myndarlegri steinbæjar, þar sem hún var meö lofti. GIsli sá er reisti húsiö var tómt- húsmaöur, þ.e. haföi ekki lands- afnot. Hann var fátækrafulltrúi, en þaö voru menn sem kosnir voru af bænum til aö hafa umsjón meö sveitarómögum og þurfta- fólki. Þaö er hermt aö Jón Helga- son biskup hafi eitt sinn sagt um Glsla, aö hann hefði veriö hinn merkasti maöur, gætinn og ábyrgðalegur I öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. 1 húsinu hefur veriö komiö fyrir hlutum úr ööru húsi, Þingholts- stræti 13. Úr Nýlendu sjálfri er þó aö finna kræklingshrífu, en sllkar hrlfur voru notaöar, þegar sótt var beita I Hvalfjörð. Húsiö var meö stofu og eldhúsiö á neöri hæö og tvö herbergi á loft- inu. Alltaf var allt hvltskúrað I Nýlendu og notalegt aö koma I stofuna. Hjónin sátu oft viö borö undir glugganum þar segir sag- an. Sagan segir einnig, að þegar Friörik VII kom til Islands áriö 1907 hafi hann gengið fram hjá Nýlendu, ár sem Oddbjörg vinnu- kona var aö breiða fisk og var klædd i dagtreyju og I einskiptu pilsi. Gaf kóngur henni tvær krón- ur, sem hún siðan sýndi öllum eft- ir þaö. GIsli Jónsson var fæddur áriö 1840 en lést fyrir 1910. Kona hans Katrfn Magnúsdóttir og hann áttu sér eina dóttur, Kristbjörgu, sem bjó i húsinu eftir lát foreldra sinna ásamt vinnukonunni Odd- björgu Kolbeinsdóttur til 1930. Eftir þaö var Nýlenda leigö út. Hjónin Asbjörn Jónsson og Kristin V. Jónsdóttir gáfu Ár- bæjarsafni húsið 1972 og var það flutt þangað 1973. Hjördis Kjartansdóttir. Sigrún og Hjördis „gestablaöamenn” aö störfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.