Vísir - 10.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 10.07.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Fimmtudagur 10. júlí 1980 Fyrirtækið Svik og Prettir h/f teygir anga sína víða Umfangmikil rannsókn Rann- sóknarlögreglu rikisins á meintum fjársvikum tveggja manna gefur vissar vonir um aö takast megi aö slá á svikastarf- semi tiltölulega fárra en út- smoginna svindlara sem hafa verið ærið athafnasamir á liönum árum. Starfsemi þessara manna hefur öll beinst að þvi aö féfletta náungann meö svikum og klækjum á einn eöa annan hátt og fjöldi fólks hefur tapaö stórfé i greipar þessara manna. Vixlaviöskiptin sem nú eru til rannsóknar eru I raun og veru aðeins einn þáttur i starfsemi sem er mun víötækari og snýst eins og fyrr segir eingöngu um hvernig hafa megi fé af náunganum. 1 þessum málum sem nú eru til meðferðar var sú aöferö viöhöfö aö fara I sölu- feröir út um land. Kaupmönn- um var boöiö aö taka vörur i umboössölu, en gert aö sam- þykkja „tryggingavixla” fyrir andviröi varningsins. Þeir vixlar voru siðan samstundis notaöir viö kaup á bilum en kaupmenn sátu uppi meö óseljanlegar vörur og víxlana skyldi þeir greiöa hvaö sem tautaöi. Var þá kaupmönnum nóg boðiö og kæröu en þá höföu tvimenningarnir sem nú sitja i gæsluvaröhaldi komist yfir fjár- muni sem nema aö likindum um 60 milljónum króna. Mafíustarfsemi Annar mannanna sem nú situr i varöhaldi hefur árum saman lagt stund á vafasöm viöskipti. Hinn er yngri i faginu en hefur aö undanförnu starfaö meö þeim fyrrnefnda. Þótt þaö séu aöeins þessir tveir „sölu- menn” sem hafa veriö hnepptir i varöhald koma aö sjálfsögöu fleiri viö sögu sem aöstoöa viö svindliö og hiröa sinn hluta afraksturins. Það mætti skrifa langt mál um starfsemi þeirra mafíu- hringja sem hreiöraö hafa um sig I borginni og teygja anga sina viöa. Hér veröur þó aöeins fjallaö lltillega um þau svika- mál sem nú eru mjög tii um- ræöu i sambandi við þessi meintu. verslunarsvik. Sem fyrr segir hefur annar gæslufanginn árum saman stundað vafasöm viöskipti og er ljóst aö sá maöur gengur ekki inn i venjulega heildverslun og fær þar vörur til aö koma á markaö út um land. Sómakærir heildsalar vilja engin viöskipti viö manninn eiga. Akveöinn innflutningsaöili var hins vegar fús til aö leggja til varninginn, hittog þetta drasl i þeim málum sem nú hefur verið kært yfir. Trúi því hver sem vill að sá aöili hafi ekki vitað hvernig allt var i pottinn búiö. Eftir aö kaupmenn höföu veriö látnir samþykkja vixla, „til tryggingar” þessu dóti sem þeir fengu i „umboössölu” er fariö aftur til Reykjavikur og bilar keyptir og vlxlar kaup- manna notaðir sem greiösla. Allt fer siöan i háaloft þegar fariö er aö innheimta vixlana hjá kaupmönnum. Þá var ekki lengur um neina „umboössölu” aö ræða. Nei, „sölumennirnir” kváöust hafa selt þeim vöruna gegn vixlum og þaö þýddi ekkert fyrir kaupmenn aö halda öðru fram núna þegar þeir sæju fram á aö geta ekki losnaö við varninginn. Ljóst er aö I þessum tilfellum hafa kaupmenn ekki áttaö sig á aö þeir voru aö eiga viöskipti viö Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar: svindlara sem viröast hafa aflaö sér góörar þekkingar i sinu fagi meö einum eöa öörum hætti. En aðferðirnar sem notaöar hafa verið til aö féfletta kaupmenn á siöustu árum eru margar og skulu nefnd nokkur dæmi. Ekki fyrir alls löngu fékk kaupmaöur einn heimsókn „sölumanns” sem bauö honum meöal annars perlur til aö selja. Perlurnar voru hinar fegurstu þótt úr gerviefni væru, og kaup- maöur geröi pöntun sem hann greiddi meö vlxli. Nokkru siöar kom svo perlusendingin og kaupmaöur flýtti sér aö rlfa upp sendinguna til aö koma vörunni út I glugga. En hér var ekki um að ræöa hinar gljáandi perlur sem „sölumaöur” haföi sýnt, heldur einhvers konar gúmmi- kúlur sem engum heilvita manni datt i hug aö kaupa. Kaupmaöur hlaut talsveröan skaöa af þessum viöskiptum. Annar kaupmaöur fékk heim- sókn „sölumanns” sem bauð honum vasaútvarpstæki til sölu. Kaupmanni leist vel á tækin og geröi pöntun sem hann greiddi meö vixli. Tækin komu á tilsett- um tima og nokkur seldust þeg- ar. Kaupendur komu hins vegar aftur með tækin i búöina og vildu skila þeim. Kvörtuöu und- an einum galla á þessum út- varpstækjum, en hann var sá aö ekkert heyröist I þeim. Töldu þeir sig hafa lltil not af útvarpi sem ekki næöi nokkurri stöö. Kaupmanni fannst þessi óánægja skiljanleg og tókst eftir langa mæöu aö ná tali af „sölu- manni” og tjáöi honum mála- vöxtu. Sá lét sér hvergi bregöa og sagöi hughreystandi viö kaupmanninn: „Haföu engar áhyggjur af þessu vinur. Bráöum kemst jaröstööin I gagniö og þá veröur hægt aö ná hvaöa útvarpsstöö sem er meö þessum tækjum”. Varö fátt um kveöjur eftir þess- ar gagnmerku upplýsingar hins tungulipra „sölumanns” Vixlar með afföllum Hægt væri aö nefna mun fleiri dæmi um óprúttni þessara manna en þetta veröur látið nægja aö sinni. Staöreyndin er sú, aö margir verslunareigend- ur sem hafa oröiö fyrir baröinu á öörum þeim sem nú situr inni og fleiri svipuðum, hafa veigrað sér við að kæra svikin af ótta við að verða að athlægi fyrir að hafa látið alþekkta svindlara snúa á sig. Frekar hafa þeir viljað þegja og borga sina vixla á gjalddaga. Ekki er þaö mikiö vandamál fyrir þessa „sölumenn” aö koma þeim vixlum sem þeir komast yfir meö þessum hætti, i verö. Stundum eru þeir seldir ákveönum aöilum meö afföll- um, en I önnur skipti eru þeir notaöir til aö kaupa nýjar vörur hjá ákveönum aöilum. Þannig má halda keöjunni gangandi. 1 málinu sem nú er til rann- sóknar voru vixlarnir hins veg- ar notaöir til bilaviöskipta. Tvi- menningarnir sem nú sitja inni voru athafnasamir á þeim vett- vangi i vetur. „Þeir voru meö vixlana nánast I feröatöskum og leituöu eftir dýrum bilum til kaups. BIl- ana sem þeir keyptu seldu þeir siöan og héldu braskinu áfram þar til fyrri vixlar voru komnir úr augsýn”, sagöi einn bilasali i borginni I samtali viö Visi. Ef Rannsóknarlögreglu rikis- ins tekst aö rekja þá þræöi sem liggja til og frá þeim mönnum sem nú sitja i gæsluvarhaldi kemur efiaust sitt hvaö fróölegt i ljós. En hvaöa likur eru á aö þaö takist? „Þessir menn og aörir af sama sauöahúsi viröast hafa einhvern sterkan varnarvegg i kringum sig. Duglegum lög- fræöingum tekst stundum aö snúa svindli upp i löglega starf- semi þegar á aö fara I hart, og hlægja bara aö manni. I öðrum tilfellum leikur enginn vafi á aö um hrein svik hefur veriö aö ræöa en þá er eins og einhverj- um takist aö leggjast á þau mál og svæfa þau meö einum eða öðrum hætti. Þess vegna leika svona svindlarar oftast lausum hala”, sagöi áhrifamaöur I viö- skiptalifinu sem Visir ræddi viö. —SG Efnahagsnefnd rlkisstjórnarinnar: FLOKIÐ STJORNKERFI KALLAR A VINNUNEFND Skipun efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar hefur velt upp þeirri þess að svara spurningum Vísis í þessu sambandi og Geir Gunnars- umræðu/ hvort leitað sé nýrra úrræða í efnahagsmálum frá bví sem son# annar fulltrúi Alþýðubandalagsins í nefndinni vildi ekkert um ríkisstjórnin setti sér i upphafi/ hvort gefist hafi verið upp á tillögu þessa dularfullu nefnd segja. Engu að síður fengust fram svör hjá gerð Þjóðhagsstofnunar og annarra sérfræðinga eða yfirleitt hvert Jóni Ormi Halldórssyni/ öðrum fulltrúa Framsóknar í nefndinni og verksvið þessarar nefndar sé. Nefndarmenn voru fremur tregir til ólafi Ragnari Grímssyni Alþýðubandalagsmanni. Olafur Ragnar Grlmsson: Stefna AlDýöubandaiagsins áhersluatriöið — Var þetta ekki vinnunefnd? „Jú-jú, til þess aö vinna úr þeim gögnum og upplýsingum sem berast og skoöa þau frá pólitisku sjónarmiöi”. „Þetta er fyrst og fremst vinnunefnd og einfaldlega sett upp til þess aö greiöa fyrir ýmiskonar vinnu aö undirbún- ingi mála”, sagöi ólafur Ragn- ar Grimsson, einn nefndar- manna. — Hversvegna þarf aö skipa sérstaka efnahagsnefnd nú þeg- ar fyrir hefur legið efnahags- Jón Ormur Haildorsson: Leltum aðstoðar ef með barf „Þessi nefnd er i raun vinnu- hópur sem settur er upp til þess aö skoöa framkvæmd einstakra þátta þeirrar stefnu, sem rlkis- stjórnin hefur I efnahagsmálum og fullt samkomulag er um i öll- um aðalatriöum”, sagöi Jón Ormur Halldórsson I samtali viö VIsi. — Er hér um aö ræöa frá- hvarf frá fyrri efnahagsstefnu rlkisstjórnarinnar? „Nei. Efnahagsmál eru mjög flókið fyrirbæri og þó stefnan liggi fyrir þarf stööugt aö vinna aö þvl aö framkvæmd hennar sé sem árangursrikust og aö sam- ræming sé á milli aögeröa á hinum ýmsu sviðum”. — Hefur nefndin gefist upp á tillögugerð Þjóðhagsstofnunar og ýmissa sérfræöinga? „Nei, sérfræöingar eru okkur til aöstoöar ef meö þarf”. —Leggja þinir menn höfuö- áherslu á einhvern þátt? „Já, viö leggjum höfuö- áherslu á aö veröbólgan veröi kveöin niöur svo hratt sem veröa má, án þess aö lækningin veröi verri heldur en sjúkdóm- urinn”. stefna rikisstjórnarinnar frá upphafi? „Þó aö þetta sé góö rikisstjórn og góö stefna, þá halda nú hjól atburöarásarinnar áfram aö snúast og þaö er nauösynlegt að menn haldi áfram aö vinna aö málunum”. — Getur þetta þýtt aö breyt- ingar á þjóömálum hafi veriö meiri en þiö áttuö von á? -- „Nei, eölilega ekki, hins veg- ar hefur rikisstjórnin sett sér aö sitja út kjörtimabiliö og menn hafa fundiö fyrir þvi aö stjórn- kerfiö hér er oröið þaö flókiö, aö þaö getur veriö mjög gagnlegt aö hafa slika vinnunefnd milli aöilanna sem standa aö rlkis- stjórninni”. Hafa ekki Þjóöhagsstofnun og aörir efnahagssérfræöingar unnið aö svipuöum tillögugerö- um og þessi nefnd er aö gera? „Jú, en Þjóöhagsstofnun er ekki stefnumótandi aöili”. — Einhver sérstök áherslu- mál þinna manna 1 nefndinni? „Alþýöubandalagiö hefur mótaö margvlsiega stefnu i efnahagsmálum á undanförnum mánuöum og árum, og auövitaö er sú stefna ávallt á dagskrá”. — Enginn sérstakur áherslu- þáttur? „Þaö er bara allt sviöiö”, sagöi ölafur Ragnar Grimsson. —AS Guðmundur G. Þðrarlnsson: „Meginverkefni að gera tillögur um útfærslu niðurtalningar” Er nefndin skipuö vegna úr- ræðaleysis eöa ágreinings rlkis- stjórnarinnar? „Þaö er alls ekki, hér er um þaö aö ræöa aö vinna stööugt aö efnahagsmálum, vera meö nefndina á púlsinum og gera til- lögur til rikisstjórnarinnar”. Eru niöurtalningaráform rikisstjórnarinnar úr sögunni? „Nei, þau eru þaö ekki. Eitt meginverkefni nefndarinnar er aö gera tillögur um nánari út- færslu niöurtalningarinnar. Hvaö meö tillögugeröir Þjóö- hagsstofnunar og annarra efna- hagssérfræöinga? „Ég geri ráö fyrir aö viö mun- um hlusta á þeirra sjónarmiö og fá frá þeim upplýsingar”. Eitthvert áhersluatriöi þinna flokksmanna I nefndinni? „Framsóknarmenn eru ákaf- lega sáttir viö þessa niöurtaln- ingaraöferö og hafa bent á hana sem einu raunhæfu leiöina 1 þessum slag”, sagöi Guömund- ur G. Þórarinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.