Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 23.07.1980, Blaðsíða 13
vtsnt ' Miðvikudagur 23. júli, 1980 HROLLUR TEITUR A leynista&num Y Ég fmynda 'mér aö þeir hafi Llitiö svona út... Þessi tré eru næstum 30 metr. á- Getiö þíö fmyndaö ykkur svo stóra menn hér? a Líta vinalega sjút...’ Ég var aöeinsaö sýna \ Mér er skapiA/Þú skaltekki .1.1-:— _ V ■ 'I llnn, kx. Teitur... hættuþessu! Þúertaögera grfn k. aö þessu! /ykkur risa/ svoaöviö ýitum hvernig hann Iftur útþegar viöfinnum-^ ^ einn. 'Þetta er ennþá v þarna!, CONT'P. S(/PfÆ-G/AHr. 0 AGG/ 12 VÍSIR Miövikudagur 23. júli, 1980 Séð yfir hluta hátíöarsvæöisins. Hér má búast viö aö sjö til átta þúsund manns sletti úr kiaufunum I þrjá sólarhringa samfellt. Höfundur þjóðhátiðar- lagsins hefur aldrei til Eyja komið! Viö spurðum Jónas um þjóö- hátiðarlagið, en I öll þau hundrað skipti.sem haldin hefur verið þjóð- hátiö, hefur verið samið lag af þvi" tilefni. „Það var efnt til samkeppni um þetta og dómnefnd valdi lag og texta eftir Val Óskarsson frá Reykjavik, en alls bárust sjö lög. Það merkilega við þetta allt saman er að höfundur þjóöhátföarlagsins hefur aldrei til Vestmannaeyja komiö”. Aö sögn Jónasar hefur enn ekki veriö tekin ákvörðun um aðgangs- eyrinn, en biiast má við þvl að hann verði á bilinu 15 til 20 þúsund krón- ur fyrir alla hátlöina. Börn innan við fermingu fá ókeypis. „Einhverjum kann aö viröast þetta dýrt, en þá verða menn að hafa I huga, aö hér er nánast um að ræöa þriggja sólarhringa sam- fellda skemmtun með úrvals skemmtikröftum. Til samanburðar má geta þess, aö á eitt skemmti- kvöld, sem haldiö var hér I Eyjum fyrir skömmu, kostaði tólf þúsund krónur”, sagði Jónas, og eitt getur blaðamaður vottaö af eigin reynslu: „Það verður enginn svik- inn af þjóðhátlö I Eyjum”. Nú I seinni tlð hefur Þjóöhátlðin I Vestmannaeyjum verið eina Utihá- tið sumarsins, sem eitthvað kveður að. Iþróttafélögin Þór og Týr hafa séð um framkvæmd hátíöarinnar til skiptis, og að þessu sinni fellur það i hlut Þórs. Við höföum samband við Jónas Bergsteinsson, formann undirbún- ingsnefndar, og spurðum hann hvað undirbúningsstarfinu liði. „Fimm þúsund ljósaper- ur i dalnum” „Við byrjuöum á þessu um slö- ustu mánaðamót og starfið hefur gengiö mjög vel, þannig að allar áætlanir haldast. Það er margt I þessum undirbúningi sem Utheimt- ir mikla vinnu og má þar nefna bál- köstinn, sem að stærð verður á við tveggja hæða hús. Einnig hefur veriö smíðuö mylla I hollenskum stll og brú yfir tjörnina. Þá veröa I Herjólfsdal tveir eldspúandi drek- ar og um fimm þúsund ljósaperur munu loga I dalnum,” sagði Jónas. Kostar 35 milljónir Um 150 manns hafa tekiö þátt I undirbúningsstarfinu og aö sögn Jónasar má reikna með þvl að kostnaðurinn við þjóöhátiöarhaldið veröi um 35 milljónir króna, og er þá sjálfboðavinnan ekki meðtalin. — Hvernig veröur svo dagskráin i stórum dráttum? „Eins og venjulega verður tekiö forskot á sæluna með balli I Sam- komuhUsinu á fimmtudagskvöldið, en hin eiginlega Þjóðhátlö hefst I Dalnum föstudaginn 1. ágúst. Að lokinni hátlðarræðu og guðsþjón- ustu verður keppt I Iþróttum og' sýnt verður bjargsig. Einnig verð- ur um daginn barnagaman og bamaball og danstrló frá Keflavlk sýnir diskódans á hjólaskautum. Um kvöldið verður svo fjölbreytt skemmtidagskrá og kveikt verður í brennuimi á miðnætti. Þá verður dansað á tveimur danspöllum fram undir morgun. Dagskráin á laugardeginum verður I stórum dráttum hliðstæð og um kvöldið verður flutt ný skemmtidagskrá. A miðnætti verö- ur svoglæsileg flugeldasýning, þar sem skotið verður upp flugeldum fyrir nokkrar milljónir króna. Slö- an verður auðvitað dansað fram á sunnudagsmorgun, en um kvöldið heldur fjörið áfram með varðeldi, brekkusöng og balli fram á mánu- dag”. Þriggja sólarhringa húllumhæ Af þessari upptalningu Jónasar má ljóst vera að um meiriháttar húllumhæ er að ræða og vlst er, að einhverjir verða farnir að þreytast þegar kemur fram á mánudags- morguninn. Þó er hægt að hugga sig við, að þá er frldagur verslunarmanna og fólki gefst tækifæri til að sofa úr sér eftirköst- in. Skemmtikraftarnir verða heldur ekki af verri endanum frekar en vant er. Brimkló, ásamt þeim Björgvm , Ragnhildi, Halla og Ladda leika fyrir dansi á „Nýja pallinum” öllkvöldin, en á „Gamla pallinum” mun hljómsveit Gissur- ar Geirssonar sjá um fjörið. Af þeim sem koma fram á skemmti- dagskránum má nefna þau Garöar Cortes og Ólöfu Harðardóttur, Jör- und, Brúðuleikhúsiö, Binna brand- arakarl, Leikfélag Vestmannaeyja og lúörasveit og kirkjukór bæjar- ins. Auk þess mun Jóhannes Kristjánsson frá Brekku I Ingjalds- hreppi viö önundarfjörð troða upp. Kynnir á hátlðinni verður Arni Johnsen og Siggi Reim veröur brennukóngur eins og undanfarin fjörutlu ár. Þjóðhátíð í Eyjum: Þriggja sólarhrlnga húllumhæl Texti: Páll Magnússon. Hér er unnið að frágangi hliðsins inn i Herjólfsdal, en allar byggingar I dalnum verða I burstabæjastil, ef frá er talin hollenska myllan. Myndir: Guð- mundur Sigfús- son. Sólbaöspása hjá málaraliðinu. ■ Brennupeyjarnir aö störfum. Aö stærö veröur bálkösturinn á viö tveggja hæða hús! | J. pBag K.1 | ' |l - ík 1 1 n 1 I IFÍ1 {1 jS»-' 1 1 Kl . 1 jnÆjte*. ^ 1 1 HK { 3 Fnr Hr' 1 Bl ' 1 Wm s %■ t s wm i £ ' irth jif jh Magnús Magnússon „yfirmálari” og Asmundur Friöriksson hjálpast hér aö viö skiltagerðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.