Vísir - 16.08.1980, Side 9

Vísir - 16.08.1980, Side 9
Laugardagur 16. ágúst 1980 9 Pólitísk axar- sköft fyrr og nú Ágætur kunningi minn sem jafnframt er mikill stuöningsmaður núver- andi ríkisstjórnar lét þau orð falla nýlega# að hon- um þætti Vísir of harður í stjórnarandstöðu. Hann minnti á þær yfirlýsingar eftir myndun stjórnar- innar að blaðið tæki málefnalega afstöðu til ríkisst jórnarinnar og dæmdi hana af verkum sínum. Það skal viðurkennt að mörg og þung orð hafa verið látin falia um stjórnarathafnir og ein- staka ráðherra á sex mánaða valdatima ríkis- stjórnarinnar. Það hefur ekki verið skafið utan af þeirri gagnrýni og vel má vera að einhverjum hafi undan henni sviðið. Sjálf- sagt gætir ákafa og nokk- urrar málafylgju í þeim skrifum. En gagnrýni á gerðir rikisstjórnar jafn- gildir ekki stjórnarand- stöðu/ enda er það ekki hlutverk dagblaða að halda uppi hefðbundinni andstöðu eða stuðningi við ríkisstjórnir, ef og þegar þau blöð eru ekki málgögn stjórnmála- flokka. Stjórnarandstað- an hefur einnig fengið kaldar kveðjur hér í blað- inu/ og Vfsir biður engan afsökunar á stjórnmála- skrifum sinum. Pólitískur skotspónn Hitt er annaö, aö á þvl hálfa ári sem rikisstjórnin hefur starfaö, hafa athafnir hennar einkennst af bráöabirgöaráö- stöfunum og björgunaraögerö- um frá degi til dags. Engin heildarstefna hefur veriö sett fram, nema ef einhverjum detti i hug aö nefna niöurtalninga- leiöina stjórnarstefnu. Allir vita aö niöurtalningin hefur mis- heppnast, þótt meö meinfýsni megi halda þvi fram aö launa- kjör og kaupmáttur hafi veriö niöurtalin. Enginn rikisstjórn, hverjir svo sem í henni sitja, getur vænst þess aö Visir sýni blinda hollustu eöa vægö og allra sist þegar aögeröir hennar er fálm eitt og kák. Enginn vafi er á þvi aö reyndir stjórnmálamenn gera sér grein fyrir þvl aö þeir eru og veröa skotspónn gagn- rýni, um leiö og þeir taka aö sér völd og forystu. Þaö er lögmál lýöræöisins. Gagnrýni má auö- vitaö ekki vera rakalaus eöa fordómafull og sjálfsagt aö gæta sóma sins aö þvi leyti. Dagblöö, og þeir sem I þau skrifa, bera á- byrgö engu siður en stjórnvöld og stjórnmálamenn. Sannleik- urinn er lfka sá, aö fólk hættir fljótt að lesa eöa taka mark á þeim blaöaskrifum, sem eru einhliða og óvönduö. Umhyggjan ristir grunnt Þaö leikur til dæmis ekki á tveim tungum, aö máttur Þjóð- viljans I pólitisku tilliti hefur stórlega minnkað á slöustu misserum. Þaö á rætur slnar aö rekja til þess, aö pólitisk blinda og flokksleg afstaöa ræöur al- gjörlega feröinni I öllum skrif- um þess blaðs. Þaö er raunar meö óllkindum, hversu um- hyggjan fyrir launamanninum og skattgreiðandanum ristir grunnt, þegar hagsmunir Alþýöubandalagsins og stjórn- arseta þess er annarsvegar. Þegar allir útreikningar, skatt- seölar og stjörnutékkar sýna það svart á hvitu, aö skattbyröi eykst, þá rembist blaöiö eins og rjúpa viö staur, aö halda hinu gagnstæöa fram. Þegar gerö hafa verið drög aö samkomulagi milli rlkissjóös og BSRB um kaup og kjör, sem fel- ur I sér fráhvarf frá upphaflegri kröfugerö og kaupmáttar- rýrnun, þá slær Þjóöviljinn þvi upp, aö „besti kosturinn er að fallast á samkomulagiö”. Hér þarf ekki aö taka fram, hvernig fyrirsagnir blaösins heföu veriö, ef Alþýöubandalagiö sæti utan stjórnar. Þaö er út af fyrir sig ánægju- legt, ef Alþýðubandalagiö hefur ákveðiö aö reka raunhæfa launamálapólitik og taka tillit til aöstæöna I þjóöfélaginu, og þaö er sannarlega ástæöa til aö hrósa Ragnari Arnalds fyrir festu og hreinskiptni 1 þeim efn- um á undanförnum vikum. Hráskinnsleikur Meö þessum oröum er ekki veriö aö fagna þvl, aö opinberir starfsmenn njóti ekki betri kjarasamninga en raun ber vitni. Hlutur þeirra mætti vera mikiö betri eins og raunar annars launafólks i landinu. Þaö er hinsvegar margsannaö mál, að samningar um 15-20% kaup- hækkanir eða annað I þeim dúr, hefur ekki reynst mikil kjarabót fyrir launafólk og virkað sem sprengja I verðbólgu og dýrtiö. Hóflegir kjarasamningar eins og nú standa sakir, eru öllum fyrir bestu og sýna virðingar- veröa tilraun launþega- hreyfingarinnar til aö láta yfir sig ganga nokkra fórn. ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrjf^ir Þetta gerir launafólk aö sjálf- sögöu I trausti þess, aö þaö sama gangi yfir aðra, og stjórn- völd, beiti samræmdum aögerð- um á fleiri sviöum en I kaup- gjaldsmálum einum sér. Þaö sem veldur hiki aö kjara- samningum BSRB sé tekiö tveim höndum eru þær upp- lýsingar, aö lagfæringar á efri launaflokkum til samræmis viö launaflokka BHM, þýöi allt aö 60 þús. kr. launahækkun hjá hærra launuðum starfsmönnum hins opinbera. Ef þetta reynist rétt, er allt tal um launabætur til láglaunaðra út I hött og I hrópandi andstöðu viö yfir- lýsingar þeirra sem aö samningunum standa. Þá er enn einu sinni veriö aö endur- taka hráskinnaleikinn, þar sem láglaunafólkiö situr eftir meö skarðan hlut frá borði. Kommisarakerfið Blaöamannafundur forsætis- ráöherra fyrr I vikunni var hvorki fugl né fiskur. Tilefniö mun hafa veriö hálfsárs afmæli rlkisstjórnarinnar en litiö kjöt reyndist á beininu þegar garn- irnar voru raktar úr ráöherran- um. Hinsvegar er þaö lofsvert aö halda slika fundi, og reyndar er ástæöa til að þakka viöbrögö ráöamanna, þegar blaöamenn sækjast eftir upplýsingum eða ummælum frá þeim i tlma og ó- tlma. Þeir sýna jafnan lipurö og þolinmæöi ekki slst þegar þaö er haft I huga, aö oftast eru um- mæli þeirra teygö og toguö af litilli nærgætni. Forsætisráö- herra vildi lltiö segja um væntanlegar efnahagsaögeröir sem hann minntist óljóst á. Siöar I vikunni hefur ýmislegt kvisast um innihald þeirra til- lagna, sem efnahagsnefndin hefur lagt fram. Um þær veröur ekki fjallaö fyrr en þær eru opinberaöar i heild sinni en á- stæöa er þó til aö lýsa ánægju meö þá tillögu, ef rétt reynist, aö leggja skuli niöur kommisarakerfið I Fram- kvæmdastofnuninni. Þvi kommisarakerfi var kom- iö á I fyrri stjórn Ólafs Jó- hannessonar og var illa þokkaö af þáverandi stjórnarandstööu, ekki síst af sjálfstæöismönnum. Þaö var eitt ljótasta axarskaft rlkisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar, þegar hún skipaði slna eigin menn I þau embætti I staö þess að leggja stöðurnar sam- stundis niöur. Þaö voru pólitisk mistök sem grófu undan trúnaöartrausti þeirrar rikisstjórnar meir en flesta grunar. Gegn ofstjórn og vald- nfðslu Geðþóttaákvaröanir og póli- tisk fyrirgreiðsla hefur veriö landlægur kvilli og meinsemd I islensku þjóðlifi. Misnotkun banka, opinberra stofn- ana ýmiskonar valds, sem lengst af var I höndum stjórn- málamanna eöa handbenda þeirra er einkenni spillingar, og þyrnir I augum heiöarlegs fólks. Þessi spilling þreifst vel, þegar hafta- og skömmtunarskrifstof- ur voru allsráðandi. Þær eru fylgifiskur hinnar sósialisku stefnu sem felst I þvi aö rikiö eigi aö drottna og deila. Sjálf- stæöismenn hafa alla tlö barist gegn ofstjórn og valdniðslu, og áhrif þeirra I gegnum tlöina hafa sem betur fer átt stærsta þáttinn I þvl, aö pólitísk mis- notkun og hrossakaup meö al- mannafé heyra sögunni til. Framkvæmdastofnunin og kommissarakerfiö var þess vegna afturhvarf til miöstýr- ingar og afskipta stjórnmála- manna af verkefnum, sem betur væru komin I höndum annarra. Byggöasjóöur útdeilir milljöröum króna ár hvert, og þótt þingmenn geti og eigi aö hafa yfirstjórn stofnunarinnar með höndum meö stjórnarsetu meöan hún er á annað borö rek- in, þá eiga þeir ekki að sitja þar yfir kjötkötlum eins og sinum eigin, sem starfsmenn. Hér er ekki veriö aö væna nú- verandi kommisara um ó- heiöarleika eöa pólitlska mis- notkun, en formiö eitt og tilvist þeirra yfirhöfuö aö tala er óeöli- leg og óviöeigandi. Þaö væri þarft verk og tíma- bært ef rikisstjórninni tækist aö gera þar skipulagsbreytingar, enda er þá gengiö út frá þvi, aö annaö sambærilegt pólitiskt leikfang sé ekki sett á laggirnar I staöinn. Landsfundur Ummæli varaformanns Sjálf- stæöisflokksins, Gunnars Thor- oddsen I siðasta helgarblaöi VIsis um formann flokksins Geir Hallgrlmsson, hafa aö vonum vakiö mikla athygli. Ekki hefur Vlsir hugsað sér aö kynda undir innanbúöardeilum I Sjálfstæöis- flokum, en óhjákvæmilegt er þó aö heyra sjónarmiö Geirs Hall- girímssonar um þá fullyröingu Gunnars, aö fylgiö hrynji af flokknuru ef formennskan verö- ur áfram I höndum Geirs. Þess vegna er haft viötal viö hann I blaöinu I dag. Þaö sem stingur I augun, eru ummæli Gunnars um aö hann og formaöurinn ættu aö geta náö samkomulagi um þriöja mann- inn I formannsstöðuna, sem yröi þá leiö til sátta og sameiningar. Ekki skyldi loka neinni leiö, sem oröiö getur til þess aö sjálf- stæöismenn gangi sameinaöir til baráttu gfgn pólitlskum and- stæöingum: Þaö er lifsnauösyn, ekki aöeins fyrir flokkinn, heldur þjóöina og þær hugsjónir sem Sjálfstæöisflokkurinn er myndaöur um. Aftur á móti er aldeilis ljóst, aö þaö verður ekki tveggja manna samkomulag eöa hrossakaup, sem ræöur þvi hverjir veljast til forystu i Sjálf- stæöisflokknum. Trúnaöarmenn Sjálfstæöisflokksins og nlu hundruö manna landsfundur eru ekki ósjálfstæöar leikbrúöur i höndum eins eöa neins. Ef sjálfstæöismenn á annaö borö taka þá ákvöröun aö skipta um forustu, þá veröur annaö haft I huga en valdatafl einstakra manna. Ellert B. Schram.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.