Vísir - 18.08.1980, Qupperneq 1
iaröfræöingar lýstu gosinu svo aö sprunga væri nánast þvert yfir Heklu. Hér sést vel stér hluti sprungunnar. Myndin er tekin ár flugvél austan viö sprunguna. Visismynd: GVA
^lendur (efnhverfa mán-
uðí el að líkum læiur
,,Við gátum að visu
ekki séð allan mökkinn
vegna þess hversu
skýjað var, en það er
ljóst, að það er minni
kraftur i gosinu núna
en var i byr jun”, sagði
Sigurður Þórarinsson,
jarðfræðingur, þegar
Vísir tók hann tali úti
á Reykjavikurflugvelli
laust fyrir klukkan tiu i
gærkvöldi, en þá var
hann að koma úr flugi
yfir eldstöðvarnar.
„Ef við miðum við fyrri
Heklugos, þá er eölilegt að þetta
minnki nokkuð hratti fyrstu, en
nái sér svo upp aftur eftir dálit-
inn tima”, sagöi Sigurður.
Hann sagði, að ekki hefði gef-
ist timi til að efnagreina gjall úr
gosinu, en kisilinnihald þess
segir til um hversu þunnfljót-
andi hrauniö er. Siguröur
Glóandi hraunið rennur yfir eldra hraun I hliðum Heklu.
Visismynd: EJ
- segir Slgurður Þórarinsson um gosið i Heklu
kvaðst halda að hraöinn á
hraunrennslinu væri yfir einn
metri á minútu.
„Varðandi alla hegðun er
þetta ekta Heklugos, þar sem
sprungan nær eftir fjallinu endi-
löngu, en þaö er kraftminna en
gosið 1947. Ætli það sé ekki ein-
hvers staðar á milli gosanna
1947 og 1970, hvað kraftinn varö-
ar. Það sem gerir þetta gos
kannski svolitið öðruvisi en hin
fyrri,eru eins konar ,,gosb runn-
ar” sem hafa myndast vlðs veg-
ar á sprungunni. Ég hef ekki séð
þá áður I Heklugosi”.
Siguröur sagðist vilja fara
varlega i að spá nokkru um þaö,
hversu lengi gosið gæti staöið,
en sagðist þö halda að ,,þaö
hætti ekki i hvelli”.
,Ef aö llkum lætur og miðaö
við fyrri Heklugos, þá ætti gosið
að standa yfir i einhverja
mánuði, en ef ég hefði veriö
spurður I gær um likurnar fyrir
gosi núna, þá hefði ég ekki talið
þær miklar. Enda er þetta næst
stysta hlé milli Heklugosa frá
upphafi, jafnvel þó við sleppum
gosinu 1970og miöum við 1947”,
sagði Sigurður.
Hann sagðist telja, að lltil
hætta stafaði af þessu gosi, ef
frá væri talin sú hætta sem
beitilöndum er búin af flúor-
mengun.
—P.M.
Sid irsfflr oq
myndir at gosinu
á öls. 3. 6. 7
og Daksiöu