Vísir - 18.08.1980, Qupperneq 19
Mánudagur 18. ágúst
EKKERT EFTIR
„Það var dskaplega gaman að
sjá boltann rata i netið,” sagöi
Gunnar örn Kristjánsson, hinn
gamalreyni Vikingur,
sem Skoraöi sigurmark
laugardag. Fimm urðu mörkin I
Vikingur fast á eftir Val I barátt
unni um íslandsmeistartitilinn.
Breiöablik varö hins vegar að
sætta sig viö þriðja tapleikinn I
sömu vikunni, yrst gegn KeflVik-
ingum á mánudag, þá gegn Vest-
mannaeyingum á miðvikudag i
bikarkeppninni og loks fóru þeir
tómhentir Ur viðureigninni við
Vlking.
Vikingar mættu mjög ákveðnir
til leiks á Kópavogsvellinum og
Blikamir virtust ekki ætla aö vera
þeim erfið hindrun, þó að annað
ætti eftir að koma á daginn.
Fyrstu minuturnar var nánast
um einstefnu á Breiðabliksmark-
iö aö ræöa og það kom þvl tæpast
nokkrum á óvart, er Vikingar
tóku forystuna með marki ómars
Torfasonar á sextándu
minútu, — og hvílikt gull af
marki. Lárus, Heimir og ömar'
höfðu þá leikiö fínlega saman upp
völlinn og nokkru fyrir utan vita-
teigslinuna lagöi Ómar knöttinn
fyrir sig, sem sveif tignarlega
undir samskeytin fjær.
Guðmundur Asgeirsson, mark-
vöröur Blikuna, gerði heiöarlega
en að sama skapi árangurslausa
tilraun til aö góma knöttinn.
Ætla mátti, að Blikarnir hresst-
ust við markiö, en sú varð ekki
raunin. Greinilegt, aö fjögurra
fastamanna i liðinu var sárt
saknaö.þ.á.m. Helga Bentssonar,
enda sáust framlinumennirnir
varla, og talandi dæmi um leik
liðsins og það átti aðeins eitt umt-
alsvert tækifæri i öllum fyrri hálf-
leiknum. Það kom f hlut Hákons
Gunnarssonar að klúðra þvi.
Leikur Vikinganna i fyrri hálf-
leiknum var heldur ekki bitastæð-
ur og ekki var aö sjá, aö þar færi
liö i toppbaráttu.
Blikarnir höföu augljóslega
fengið ofanlgjöf frá þjálfaranum I
hálfleik, a.m.k. breyttist leikur
liðsins strax til hins betra I upp-
hafi sfðari hálfleiks. Sigurjón
Kristjánsson átti þá skot naum-
lega framhjá lir aukaspyrnu, sem
dæmd hafi verið á Vikinga fyrir
að hindra Ólaf Björnsson á hrað-
ferð utan við vítateiginn miðjan.
Það kom þvi sem köld vatnsgusa
framan I Breiöabliksmenn, er
Vikingar juku forskot sitt með
marki, sem Blikarnir færðu þeim
á silfurfati upp I hendurnar. Þar
var að verki af hálfu Blikanna
Sigurjón Kristjánsson, sem lagði
boltann fyrir Lárus Guðmunds-
son fáeinum millimetrum fyrir
framan marki á 55. mlnútu og
Lárus þakkaöi gott boð og nikkaði
boltanum I netið við mikinn
fögnuð Vikinga.
Blikarnir létu mótlætið ekki á
sig fá og tvfefldust og léikur lið-
anna breyttist skyldilega eins og
þegar lognmolla verður aö
hávaöaroki. Hvert marktæki-
færið rak annað og einkum voru
það Kópavogsmenn, sem voru
grimmir viö Diðrik og Vikings-
vörnina. Þeir uppskáru lika tvö
mark á sjö mínútna kafla og
höfðu þá jafnaö metin, Ingólfur
Ingólfsson var aö verki I fyrra
skiptið eftir hornspyrnu, þar sem
Vikingum mistókst að hreinsa og
Ingólfur skoraöi af stuttu færi.
Þór Hreiðarsson jafnaöi svo met-
in á 61. min. eftir mjög fallegan
samleik, þar sem Hákon og Vign-
ir léku aöalhlutverkin og var
Vikingsvörnin þar illa viðutan.
Menn höfðu nú á orði, aö leikur
Vikings og KR í sfðustu viku væri
að endurtaka sig, en þar höfðu
Vflúngar komist tvö mark yfir og
máttí lokin þakka fyrir jafntefliö.
Blikamir settu sig i enn frekari
markstellingar eftir jöfnunar-
markið og aöeins skömmu siðar
voru Vikingar heppnir aö halda
markinu hreinu. Þá hafði Ingólf-
ur komist á auöa n sjó leikið á D ið-
rik og skotið boltanum i átt aö
auöu markinu er Magnús Þor-
valdsson kom aövifandi og bjarg-
aði á linunni.
Vilcingar áttu af og til hættuleg-
ar skyndisóknir og úr einni slikri
kom sigurmarkið. Gunnar Orn
komst þá framhjá Blikafyrir-
liðanum, Einari Þórhallssyni, og
átti þá aöeins markvörðinn eftir,
sem hljóp út á móti honum.
Gunnari Emi urðu hins vegar
ekki á nein mistök og hann skilaði
knettinum rakleitt i netiö. Og
staöan orðin 3:2.
Fleiri uröu mörkin ekki.
Blikarnir döluðu dálitið undir
lokin og Vikingar voru þá nær þvi
að skora, ef eitthvaö var. Leikur-
inn i heild var hins vegar ákaf-
lega köflóttur, þar skiptust á skin
ogskúrirhjá báöum liöum, alveg
eins og I veörinu meðan leikurinn
fór fram. Blikarnir eygja nú ekki
lengur tslandsmeistaratitilinn og
þrir tapleikir i röð eru ekki góðs
viti. Hins vegar má ekki dæma
liöið af þessum leikjum einum og
það vita flestir að á góðum degi
standa fá lið Breiöablik snúning.
Vikingum hlýtur það aö vera
áhyggjuefni, hversu miklar
sveiflur eru I leik liðsins, en fram-
farirnar em augljósar og vonin
um tslandsmeistaratitilinn enn 1
augsýn.
■—Gsal
Gunnar örn Kristjánsson hefur oft gert það gott fyrir Vfking, og um
helgina skoraði hann sigurmark þeirra gegn Breiðabliki.
VÍKINGAR GEFA
reMi
GOLFLIMi
VEGG- OG
GÚlFLÍm
Aqua-fix
Oulvfim^.
^vtim 75
l-K- Acryseal - Butyl - Neor
HEILDSÖLUBIRGÐIR
OMAsseirsson
i I r— 11 n\ /rnm i 31 1 _ ^
HEILDVERSLUNGrensásvegi 22— Sími: 39320
105 Reykjavik — Pósthólf: 434
0ÍL4LEIQA
Skeifunni 17,
Simar 81390
ÍW/AWAWW.VWAVWWVmWAWVAWV.VW.'
r
fPRRx
(WONAí
PUSUNDUM!
Góð reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í
þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra
og áhrifamátt.
JListaÍ ZR Iretun
íÆ S.S' fmLift pÉÍuL
& ^æsi u
Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing
í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær
lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum.
WISIB*S86611
smáouglýsingar
./.V/A’A'.V/A’.