Vísir - 18.08.1980, Side 31
Hann er vlgalegur á svip gamli bóndinn, er hann lltur lit um gluggann sinn meö gamlan riffil f höndun
um, tilbúinn aö verja sig og landiö sitt. Myndin er úr frönsku sjónvarpsmyndinni „Blessuö skepnan”
sem sýnd veröur i sjónvarpinu i kvöld.
Siónvarp kl. 22.05:
Heildarmynd
um interferon
Interferon er lyf sem margir
binda miklar vonir viö. Tekst
mönnum aö sigrast á sjúkdómin-
um hræöilega, krabbameini, meö
hjálp þessa efnis? Sjónvarp sýnif
I kvöld breska heimildarmynd.
sem sýnir rannsóknir á þessu efni
og árangur sem oröiö hefur af
þeim. Ég haföi sambandi viö þýö-
anda myndarinnar Jón 0. Ed-
wald, og baö hann aö segja litiö
eitt frá efni þessarar myndar.
„Interferon er eitt af varnar-
efnum likamans, sem frumurnar
framleiöa, til aö verjast veiru-
smitun,” sagöi Jón. „Sú myndun
er hins vegar i litlu magni og nú
eru visindamenn farnir að gera
tilraunir meö framleiöslu lyfsins.
Þetta hefur verið rannsakaö mjög
mikiö og viröist lofa góöu þó aö
þetta dugi ekki I öllum tilvikum,
frekar en önnur lyf.
1 þessari mynd er sagt frá til-
raunum meö þetta lyf og árangri,
sem oröið hefur I nokkrum tilvik-
um. Nú er svissneskt fyrirtæki
um þaö bil að hefja framleiöslu á
interferoni og svipar framleiösl-
unni til framleiöslu á penicillini
og fúkkalyfjum.
Aö lokum sagöi Jón, aö þetta
væri mjög fróöleg og merkileg
mynd. „Þvi þarna viröist vera aö
nást árangur I baráttunni
viö krabbameiniö, þó of snemmt
sé aö segja um hve viðtækur hann
sé.” —ÁB.
Sjónvarp ki.21.15:
Neitar að
fiytja
íburtu
Myndin, sem sýnd verður I
sjónvarpinu i kvöld heitir „Bless-
uð skepnan”. Myndin, sem er ný,
frönsk sjónvarpsmynd, fjallar
um fulloröinn bónda sem er aö
mestu leyti hættur búskap. Hann
býr þó enn á jöröinni sinni og þeg-
ar yfirvöld hyggja á aö reisa nýtt
borgarhverfi á landi hans, neitar
hann aö flytja sig. Tekur hann
upp á ýmsum brögöum til aö
verja sig og málstaö sinn.
Aöalhlutverkiö i myndinni er
leikiö af Hubert Gignoux en þýö-
andi er Ragna Ragnars.
útvarp
Mánudagur
18. ágúst
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikasyrpa Léttklassisk tón-
list og lög úr ýmsum áttum.
14.30 Miðdegissagan: „Sagan
um ástina og dauöann” eftir
Knut Hauge Siguröur
Gunnarsson les þýöingu
si'na (14).
15.00 Popp. Þorgeir Astvalds-
son kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Siödegistónleikar Manu-
ela Wiesler og Helga
Ingólfsdóttir leika Flautu-
sónötu i d-moll eftir Bach/
Péter Pongracz, Lajos Tóth
og Mihály Eisenbacher
leika Trió I C-dúr op. 87 fyrir
tvö óbó og enskt horn eftir
Beethoven/ Ólöf K. Haröar-
dóttir syngur lög eftir Ingi-
björgu Þorbergs, Guö-
mundur Jónsson leikur á
pianó.
17.20 Sagan „Barnaeyjan”
eftir P.C. Jersild Guörún
Bachmann þýddi. Leifur
Hauksson les (13).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
iy.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál Þórhallur
Guttormsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn
Arni Helgason stöövarstjóri
i Stykkishólmi talar.
20.00 'Púkk, þáttur fyrir ungt
fólk. Stjórnendur: Sigrún
Valbergsdóttir og Karl
Agúst Ulfsson.
20.40 Lög unga fólksins Hildur
Eiriksdóttir kynnir.
21.45 (Jtvarpssagan: „Sig-
marshús” eftir Þórunni
Elfu Magnúsdóttur.Höfund-
ur les (6).
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Fyrir austan fjall Um-
sjónarmaðurinn, Gunnar
Kristjánsson kennari á Sel-
fossi, ræöir viö Valgarö
Runólfsson skólastjóra I
Hverageröi.
23.00 Kvöldtónleikar a. 17.
Variations Serieuses op. 54
eftir Felix Mendelssohn.
Adrian Ruiz leikur á pfanó.
b. Þrjár ítalskar ariur eftir
G.F. HSndel. Catarina
Ligendza syngur meö
Kammersveit Thomas
Brandis. c. Strengjakvart-
ett nr. 131 d-moll ÍK173) eft-
ir W.A. Mozart. Italski
kvartettinn ieikur.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Mánudagur
18. ágúst 1980
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Tommi og Jenni
20.40 tþróttir. Umsjónarmaö-
ur Jón B. Stefánsson.
21.15 Blessuö skepnan. Ný,
frönsk sjónvarpsmynd.
Aöalhlutverk Hubert
Gignoux. Gamall bóndi,
sem býr i grenndi viö borg
nokkra, er aö mestu leyti
hættur búskap. Fyrirhugaö
er aö reisa nýtt borgar-
hverfi i landi bóndans, en
hann neitar aö flytja sig.
Þýöandi Ragna Ragnars.
22.05 Interferon. Bresk heim-
ildamynd. Tekst visinda-
mönnum senn aö sigrast á
krabbameini? Miklar vonir
eru bundnar viö lyfiö
Interferon, en þaö er rán-
dýrt i framleiöslu, og enn er
allsendis óvist, hvort þaö
reynist nógu öflugt gegn
þessum hræöilega sjúk-
dómi. Þýöandi Jón O.
Edwald.
22.55 Dagskrárlok.
HEILAGS-ANDA-HÓPUR SJðNVARPSINS
Sjónvarpið mun hafa kallaö til
eina sex rithöfunda til aö semja
sjónvarpsleikrit. Þetta er þaö,
sem kallað er hálft dúsin á
verslunarmáli. Þaö viröist sem
sagt alltaf vanta leikrit á þeim
bæ, en það veröur minna úr
framkvæmdum, þegar búiö er
aö smala höfundum saman til
verklegra athafna. Þegar Lén-
harður fógeti var á döfinni, þá
var sagt, aö hann heföi kostaö
svo mikla peninga, aö ekkert
var hægt aö gera næstu árin. Og
nú er Snorri i Reykholti á döf-
inni og mun komast upp I fimm
hundruö milljónir I kostnaö meö
kálfskinnskápum og tilheyr-
andi. Þannig fara ráöamenn
sjónvarps aðra leiö með fjár-
munina en t.d. útvarpsráö, sem
virðist alltaf vera að samþykkja
hálftima eftir ekki minna en sex
höfunda i einu. Alveg er óvlst
hvort nokkuð af þessum þáttum
verður sýnt i minnum núlifandi
manna. Hins vegar þurfa ráö að
samþykkja eitt og annað. Þeim
erbara ekki hlýtt af þvf alkunna
er, að við sjónvarpið vinna að-
eins spekingar, sem ætla sér
stóra hluti.
A sama tlma og þessu fer
fram er til sægur af smásögum,
þáttum og jafnvel skáldsögum,
sem auðvelt er aö taka upp meö
litlum tilkostnaöi. En þaö er
m.a. ekki gert vegna þess, aö
handverksmenn á sjónvarpinu
og i kringum þaö vilja allan höf-
undarréttinn. Þeir smlöa þvl
nýtt meö misjöfnum árangri,
enda er alveg Ijóst, aö þótt ein-
hver læri aö búa verk undir
kvikmyndatöku, þarf hann ekki
aö vera skáld. Mistökin liggja
auövitaö i þvi aö vera aö safna
aö sér höfundum, sem eru fyrst
og fremst aö semja ritverk,
vekja þeim falsvonir, og kenna
þeim að búa ritverk til kvik-
myndatöku. Menn I kvikmynda-
handritum eru góðir til sins
brúks, en það þekkist hvergi, að
þeir séu taldir til stórmenna f
skáldskap.
Þau verk, sem til eru á sjón-
varpinu og samþykkt hafa verið
á liðnum árum, munu ekki vera
undir einu dúsini, svo aö
verslunarmál sé notað. Eftir að
samþykkt hafði veriö að gera
þessi verk, snerist allt málið
upp i' það að hindra að þau yröu
gerð. Þar komu til húskettir
sjónvarpsins, sem haldnir eru
þvi siórmannlega fasi.aö ekki
kemur til mála að segja þeim
fyrir verkum. Þaö eru þeir, sem
segja öðrum fyrir verkum. Gott
dæmi um þetta er leikverk
Daviðs Oddssonar, sem ákveðið
var að vinna. Þegar til átti að
taka, komu pólitiskir andskotar
Davfös á vettvang og stöövuöu
verkiö á mótmælum út af leik-
stjóra. Daviö er bæöi lögfræö-
ingur og stjórnmálamaöur, og
þaö lá þvi mikiö við. Auk þess
gengurhannekki „dagligdags”
i kálfskinnskápu. Kenningin var
þessi: Leikstjórinn er ekki I fé-
lagi, þess vegna fær hann ekki
að leikstýra verki Daviðs, Leik-
stjórinn fær ekki að ganga I fé-
lagið nema hann hafi leikstýrt
ákveðnum verkum áöur. Nú
spyrjum við áhugamenn: Hve-
nær getur hann gengið i félagið
fyrst hann má engu leikstýra
fyrr en hann er kominn I þaö?
Allt er þetta tittlingaskitur.
En hann þ jónar þvl hlutverki aö
stööva verk Daviös. Þannig er
sjónvarpiö aö veröa einkafyrir-
tæki nokkurra manna.
Nú má vel vera, aö pólitiskar
ofsóknir af þessu tagi þyki góö
latina I rlkisstofnunum. En þeg-
ar spænskur lögfræöingur á í
hlut eins og Arrabal, er allt í
lagi aö rikiö láni leikstjórann úr
leikskóla ríkisins. Þaö er þvf
ekki sama hver lögfræðingurinn
er. Og þeir eru raunar sjaldgæf-
ir á skáldabekk, og þykja ekki
finir pappirar af þeim, sem
halda aö leiöin til hugsunar liggi
I gegnum Heimspekideild há-
skólans. Þó viröist mega brúka
þá, ef þeir eru spænskir. Lög-
fræöingestéttin lærir auövitaö
að reifa mál, og þarf vist aö
halda sig f jarri skáldskap I dag-
legum störfum, en það þurfa
fleiri. Og aldrei hefur það heyrst
á tslandi, aö Lenin væri taliö
þaö til niöurlægingar, aö hann
var lögfræöingur. En sjónvarp-
inu er kannski i nöp viö þá inn-
lendu. Þvf veldur aö fyrirbætkið
eri raun gjaldþrota einu sinni á ■
ári. Svarthöföi.