Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. september 1980/ 219. tbl. 70. árg. r ^íkisstiöraTuxemDÖ w"legiur harYað LuxaFrað ver aTmeðT nýuTfíugf éiagl:1 Sijórnvölö í Lux reiðu- búin að borga hlul Luxair Frá Sæmundi Guð- vinssyni blaðamanni Visis i Luxemborg: Af samtölum við embættis- menn hér i Luxemborg má ráða, að það verður hart lagt að forráðamónnum Luxair að koma til samvinnu við Flugleið- ir, eða Islendinga, um stofnun nýs fyrirtækis. Rikisstjórnin hér er sögð reiðubúin að leggja fram hlut Luxair, allt að 25% af hlutafé nýs félags. Þá er jafn- framt reiknað með, að Islend- ingar bjóði fram 50% hlutafjár, og Luxavia 15% með möguleika á að auka framlag sitt um þau 10% sem á vantar. Samkvæmt þessu ætti hið nýja félag að vera i eigu Luxemborgara og Islendinga til helminga. Grundvöllur þess yrði vélar Flugleiða, áhafnir og sölukerfi, auk 50.000 farþega á ári milli Islands og Bandarikj- anna. Inn i þá tölu er þá reikn- aður f jöldi farþega, sem kemur frá Norðurlöndunum, og mun halda áfram vestur um haf. Það er hins vegar deginum ljósara, að hið nýja félag yrði að reiða sig á stuðning rikisstjórna landanna til að greiða tapið, sem þessi rekstur hefði i för með sér. Luxemborgarar segj- ast tilbúnir til að taka á sig hluta þess, ef Islendingar komi til móts við þá, hvort heldur stofn- að verði nýtt félag eða Flugleið- ir haldi áfram sinu flugi. Luxair er að mestu einkaeign, en rikið á 20% i félaginu. Rikis- stjórnin hér getur þvi ekki bein- linis skipað forráðamönnum hér að ganga til samninga við Is- lendinga, en vonast er til að þeir fallist á það gegn þvi að engin fjárhagsleg áhætta fylgi þvi. Eins og fram kemur i annarri frétt Visis i dag, mun Cargolux ekki reiðubuið til að taka þátt i stofnun nýs félags. Það verður þvi allt kapp lagt á að fá Luxair með i leikinn. Eftir þvi sem raðamenn hér segja, eru Luxemborgarar reiðubúnir til að leggja mikið af mörkum til að þessu flugi verði haldið á- fram. Það kemur hins vegar ekki til greina, að Luxemborg- arar einir greiði tap Flugleiða á þessari leið, þar sem félagið er eingöngu i eigu Islendinga. Þátttaka Luxemborgara i tap- rekstrinum verður þvi að byggj- ast á þvi, að fyrirtækið, sem haldi uppi þessum samgöngum, sé alla vega að nafninu til i eigu Luxemborgara að stórum hluta. —JSS. Spyrla hversu mlklð fé Steln- grímur hafi í farangrínum Frá Sæmundi Guð- vinssyni blaðamanni Visis i Luxemborg: Það reiknar enginn með þvi hér, að Steingrimur Hermanns- son komi tómhentur til viðræðu- fundarins, sem á að hef jast hér A morgun , þvi þá væri ferð hans ó- þörf. Það er aðeins spurt hvað hann komi með mikið fé i far- angrinum og hvort Islendingar séu ekki reiðubúnir til að leggja jafnmikið af mörkum til að halda jpessu flugi áfram og Luxemborg- arar. „Ef Flugleiðir eiga að halda á- fram þessu flugi næsta vetur. er ljóst að með einhverjum hætti verður að bæta félaginu 7 milljón dollara tap, sem fyrirsjáanlegt er á þessari leið yfir vetrarmánuð- ina. Ríkisstjórnin hér i Luxem- borg býður fram 3 milljónir dolK ara I þessu skyni og þar er um einstakt tilboð að ræða til erlends fyrirtækis", sagði Einar Aakram, yfirmaður Flugleiða hér i samtali við blaðamann Visis. —JSS. Helglspjöii í Gamla kirklugaroinum: Leg- steinar Drotnir og vell um koll Rannsóknarlögreglu rikisins var i gærkvöldi tilkynnt um skemmdarverk sem unnin höfðu verið á grafreitum i noröaustur- horni gamla kirkjugarðsins. Að- koman var vissulega ljót, þvi þarna hafði um 30 legsteinum verið velt um koll og þrir brotnir auk spjalla sem unnin höföu verið á gróðri. Ekki hefur enn tekist aö hafa upp á skemmdarvörgum þeim sem hér voru að verkien málið er i rannsókn hjá Rannsóknarlög- reglu rikisins. Var það mál manna, er aö komu, að eitthvað meira en litiö athugavert hljóti að vera við salarlif slikra manna, sem á þennan liátt svala skemmdarfýsn sinni á hinum látnu. —Sv.G./VIsismynd:GVA. Sikorsky-pyrlan kemur lil landsins I næstu vlku: KOSTAR UM 850 MILUÓNIR! „Þessi þyrlutegund varð fyrir valinu vegna þess.að við teljum að hún henti best i það hlutverk sem við ætlum henni'-', — sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. i samtali við VIsi i morgun, er hann var inntur eftir kaupum á nýrri Sikorsky-þyrlu sem var formlega afhent Landhelgis- gæslunni i gær. — „Það fóru fram pappiraskipti i gær", — sagði Pétur, „en þyrlan er væntanleg til landsins i byrjun næstu viku". Pétur sagði að þyrlan yrði not uð til almenns landhelgisflugs og auk þess i björgunarstörfum og aðstoðarstörfum ýmiskonar. — Þess vegna varð þessi tegund fyrir valinu. Hún mátti ekki vera of stór til að geta lent á skipunum og hún mátti heldur ekki vera of litil til að geta sinnt þeim störfum sem henni var ætlað", — sagði Pétur. Pétur sagði, að þyrlan væri búin tækjum til blindflugs, sem væri nauðsynlegur kostur, en það hefði gert hana dýrari. Þyrlan mun kosta á milli 1.6—1.7 milljóna dollara en það er um 850 milljónir islenskra króna. Pétur var spurður um fjármögnun á þyrlukaupunum og sagði hann aö önnur Fokker vél Landhelgisgæslunnar yrði seld og auk þess myndi Land- helgissjóður hlaupa undirbagga. Er Pétur var spurður um. hvort ekki hefði áður verið ákveðið að selja Fokkerinn i sparnaðar- skyni, svaraði hann: „Við byrjuðum að hugsa um þessa þyrlu 1974 og þegar salan á Fokkervélinni var til umræðu voru þessi þyrlukaup alltaf þar á bak við". Tveir flugmenn og tveir flug- vélstjórar frá Landhelgisgæsl- unni hafa að undanförnu verið við æfingar i Bandarikjunum vegna þessara þyrlukaupa. — Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.