Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 9
vtsm Þriöjudagur 16. september 1980. Aöstööu unglinga til aO skemmta sérog koma saman i frjálsu umhverfi er viOast ábótavant. Þaö er aö sjálfsögöu ein meginástæöan fyrir þvi aö ungt fólk á Reykjavfkursvæö- inu leitar um helgar aö kunningjum sinum og tilbreytingu I miöborg Reykjavikur, segir Reynir Karlsson m.a. i grein sinni. Verður hugarfarsbreytlng á málefnum seskufólks? Á árunum 1960-1970 urðu oft i fjölmiðlum og manna á meðal liflegar um- ræður um ýmis tómstunda- og félagsmál ungs fólks.Siðasta áratug hefur það hins vegar þótt tiðindum sæta ef málefni æskufólks bæri á góma i fjöl- miðlum og hafa tilefni þá einkum verið neikvæð og umræðurnar i umvönd- unar- og skammartón vegna hegðunar og framferðis unga fólksins, sem angraðhafi sér eldri og „betri” borgara. Hin árlega umræða i fjölmiðlum um unga fólkið sem leitar i skólabyrjun tilbreytni og félagsskapar i mið- borg Reykjavikur hefur i ár verið óvenju lifleg. Þó finnst mér að þessi um-" ræða hafi nú orðið,með örfáum undantekningum, mun jákvæðari i garð unga fólksins en áður tiðkaðist. Greinahöfundar hafa leitast við að setja sig i spor hinna yngri og jafnvel leitað úrlausna á ýmsum vanda þeirra i stað þess eins að hneykslast og skammast. Hin öra þróun þjóðlifs okkar hefur vissulega fært með sér ýmiss konar sambýlisvanda, sem brýn nauð- syn er á að sameinast um að leysa, i stað þess að kenna sifellt hver öðrum um það sem rniður hefur farið. 1 þessari umræöu hafa menn bent á vanda heimilanna, skól- anna og opinberra aðila varöandi það ábyrgðarhlutverk að skapa æskufólki okkar jákvæð viðhorf og þroskavænleg lifsskilyrði, og hafa talið að þrátt fyrir efnalega velferð hafi þetta mistekist i alltof mörgum tilfellum. Flestar þessar greinar eru stuttar og fjalla oftast um afmarkaða þætti þessara mála. Koma þvi fram i þeim ýmsar „patentlausnir” við þeim vanda sem við er að etja. Einn vill stóran skemmti- stað, annar fleiri félagsmið- stöðvar, næsti aukið félagsstarf og annar stuðning við félags- starf I skólum. 1 einni greininni eiga stjórnmálamennirnir að leysa málin, i annarri æskulýðs- ráð, ýmsar nefndir og stofnanir og sá langþreytti visar öllum þessum málum beint til föður- húsanna. Skylda uppalenda Vitanlega berum við öll sam- eiginlega ábyrgð á uppeldi, fræðslu og þjálfun barna okkar og unglinga þannig að þau verði sem best búin undir lifs- baráttuna. Enginn einn aðili getur ráðið þróun þjóðlifs okkar eða sveigt til i hendingskasti. Séum við óánægö með einhverja þjóðlifs- þætti þurfum við að sameinast um að hafa áhrif á þá. Viðhöfum vissulega brugðist I alltof mörgum tilfellum skyld- um okkar sem uppalendur kom- andi kynslóðar. Þvi er það að okkar biða mörg brýn verkefni á þessum vettvangi og mætti þar t.d. nefna: Heimilin verða að gefa upp- eldi barna sinna og unglinga betri og meiri gaum. Mörg heimili þarf að styðja sérstak- lega og með öllum tiltækum ráöum i þessu vandasama hlut- verki. Þáttur skólastarfsins Styöja þarf skólana i uppeld- ishlutverki sinu og nýta húsnæði þeirra fyrir eldri sem yngri i tómstunda- og félagsstarfi. Aðstaða skólanna er viða þröng til annars en hefðbundinnar bekkjarkennslu, fjármagn til félagsstarfsins af skornum skammti og margir kennarar litt undir það búnir að aðstoða og leiðbeina nemendum i frjálsu félagsstarfi á vegum skólanna. Við munum ekki komast hjá þvi að taka mun fastar á þessum þætti skólastarfsins I framtið- inni. Ég tel að ekki hafi reynt á það til fullnustu hvers iþrótta- og æskulýðsfélögin eru megnug i uppeldisstarfinu. Stuðningur opinberra aðila við þau hefur ekki verið i samræmi við það mikilvæga og umfangsmikla starf með ungu fólki sem hjá þeim fer fram. Þennan stuðning verður að auka. Aðstöðu unglinga til að skemmta sér og koma saman i frjálsu og þægilegu umhverfi er viðast ábótavant. Það er að sjálfsögðu ein meginástæöan fyrir þvi að ungt fólk á Reykjavikursvæðinu leitar um helgar að kunningjum sinum og tilbreytingu I miðborg Reykjavikur. Straumurinn i bæinn Sveitarfélög i nágrenni Reykjavikur hafa litið sem ekk- ert látið sig þetta mál varða, og eykur það að sjálfsögðu mjög þennan straum unglinga „niður i bæ”. Ekki bætir það úr að æskulýðs- og iþróttafélög hafa mörg hver tiltölulega litla félagsstarfsemi um helgar og aðsókn i félagsmiðstöðvar á föstudagskvöldum er i lágmarki. Rekstur æskulýðs- heimila og skemmtistaða fyrir unglinga er sá þáttur æskulýðs- starfs, sem mest hefur veriö deilt um. A Reykjavikur- svæðinu og I stærstu sveitar- félögunum er ótviræð þörf fyrir slika starfsemi, að minu mati, og tel ég t.d. mjög brýnt að sveitarfélög á Reykjavikur- svæðinu geri sem fyrst átak i þessum málum og þá i samráði hvert við annað eftir þvi sem við verður komið. 1 sveitarfélögum er viða til húsnæði sem nýta má i þessu skyni, en annars verður ekki komist hjá þvi að byggja yfir hana sérstaklega. Skeytingarleysi um boð og bönn Margt fleira þyrfti hér að nefna varðandi málefni unga fólksins, en i lok þessara hug- leiðinga vildi ég nefna það sem ég tel að helst hafi miður farið i uppeldis- og félagsmálum okkar. Við ákvörðun og undir- búning málefna unga fólksins er það of litið haft með i ráðum, og við framkvæmd þeirra fá þau einnig of litið að leggja sjálf að mörkum. Ef við viljum þjálfa með þeim sjálfstæða hugsun og ábyrgðartilfinningu verðum við að treysta þeim og fela þeim ábyrgðarmikil störf. Við viljum lika efla virðingu þeirra fyrir lögum landsins, en þá er komið að okkur að endurskoða ýmsar greinar þeirra sem beinlinis bjóöa heim lögbrotum og skeyt- ingarleysi um boð og bönn. Ég tel t.d. og hef alltaf talið að miða ætti heimildir til kaupa og meöferðar áfengis við 18 ára aldur, og reyndar að það sama ætti aö taka til sem flestra rétt- inda og skyldna, sem ungt fólk öðlast nú um og eftir 20 ára ald- ur. Þá tel ég að ákvæði I reglu- geröum um aðgang ungmenna að almennum dansleikjum þurfi að breyta á þann hátt að þau ungmenni sem verða 16 ára á almanaksárinu fái aðgang, en ekki sé miðað við fæðingardag. Rökin fyrir þessum breytingum eru svo augljós I okkar þjóðlifi að ég tel ekki nauðsynlegt að rekja þau hér. Hugarfarsbreyting væntanleg Það sem ég hef rætt hér að framan eru engar nýjar tillögur neöanmóls Reynir Karlsson æsku- lýðsf ulltrúi rikisins skrifar athyglisverða hugleiðingu um ungling- ana og skilning og afstöðu hinna eldri til æskufólks- ins. eða kenningar, en ég hef f jallað um þessi mál almennt og á við- um grundvelli. Væntiég þess að fá siðar tækifæri til þess að fjalla á þessum vettvangi nánar um einstök atriði þeirra. Séum við sammála um að þróun ým- issa málefna æskufólks hafi tek- ið óæskilega stefnu verðum við að sameinast um að hafa áhrif á hana. Tilefni skrifa minna nú var fyrst og fremst umfjöllun fjöl- miðla um hópsöfnun ungmenna i miöborg Reykjavikur, og sú tilfinning sem ég fékk við lestur þeirra, þ.e. að ef til vill væri nú að vænta hugarfarsbreytinga varðandi málefni ungs fólks. Ef ráðamenn og almenningur reyna að setja sig i spor æsku- fólksins og styðja hvers konar jákvæða tómstunda- og félags- starfsemi, og skólar og heimili eru einnig studd I sinu vandasama uppeldisstarfi, mun ekki standa á unga fólkinu til samstarfs. Reynir Karlsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.