Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 16.09.1980, Blaðsíða 23
Umsjdn: Axel Ammendrup VÍSIR Þriöjudagur 16. september 1980. Slönvarp kiukkan 21:15 Kaz leyslr vandann Kazinski verður á ferðinni i kvöld klukk- an 21:15. Mun þessi snjalli lögfræðingur og fyrrum afbrotamaður sjálfsagt vinna eitt- hvert málið og um leið leysa mannleg vanda- mál, en i þvi er hann al- ger sérfræðingur. Þátturinn i kvöld nefnist „Seinn i svif- um”. Kaz með blaðakonunni snjöllu, vinkonu sinni. útvaro klukkan 22:35: JVERÐSTRfD A AKUREYRI „Slðan Hagkaup var opnað hér á Akureyri hefur almenn- ingur fylgst náið með verði þar og i kjörmarkaði KEA viö Hrisalund. Ég spjalla við fulltrúa frá þessum verslunum i þættinum i kvöld”, sagði Askell Þórisson, annar umsjónarmanna „Nú er hann enná noröan”, sem verður á dagskrá hljóðvarpsins klukk- an 22:35. „Þetta verður enginn rifrild- isþáttur, heldur málefnalegt rabb við Björn Baldursson, full- trúa frá KEA og Magnús Ölafs- son, aöalframkvæmdastjóra Hagkaups”. Askell taldi, að slikir lands- byggðarþættir væru nokkuð vin- sælir og að staðbundin hlustun væri töluverö. —ATA Askell Þórisson. útvarp Þriðjudagur 16. september 11.00 Sjá varútvegur og sigl- ingar Umsjón Ingólfur Arnarson. Fjallað verður um fiskifræðileg málefni. 11.15 Morguntónleikar Enska kam mersveitin leikur Kvartett fyrir strengjasveit eftir Giuseppe Verdi: Pin- chas Zukerman stj./ Barrv Tuckweli og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika Horn- konsert nr. 4 i Es-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart: Peter Maag stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. A fri- vaktinni Sigrún Siguröar- dóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Miödegissagan: „Tvi- skinnungur" eftir önnu ólafsdóttur Björnsson Höf- undur byrjar lestur óbirtrar sögu. 15.00 Tónleikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum og lög leikin á mismunandi hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar ,,Har- monien”-hljómsveitin i Bergen leikur Hátiðar- pólonesu op. 12 eftir Johan Svendsen: Karsten Ander- sen stj./ Filadelfiu-hljóm- sveitin leikur „Pétur Gaut”, svitu nr. 1 eftir Edvard Grieg: Eugene Ormandy stj./ Arthur Grumiaux og Lamoureux-hljómsveitin i Paris leika Fiölukonsert nr. 3 i h-moli op. 61 eftir Camille Saint-Saens: Manuel Rosenthal stj. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C. Jersild Guörún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (22). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Félagsmál og vinna Þáttur um málefni launa- fólks, réttindi þess og skyldur. Umsjónarmenn: Kristin H. Tryggvadóttir og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni I Bergen 1980 Kammersveit Filharmoniusveitarinnar i Varsjá leikur. Stjórnandi: Karol Teutsch. Einleikari: Jadwiga Kotnowska. a. Konsert eftir Adam Jarze- bski. b. Concerto grosso i D- dúr op. 6 nr. 6 eftir Georg Friedrich Handel. c. Flautukonsert i d-moll eftir Carl Philipp Emanuel Back. d. „Syrynx” eftir Claude Debussy. 20.50 Forsögualdir I hnotskurn Jón R. Hjálmarsson flytur erindi. 21.20 Pianótónlist eftir Arthur Honegger Jurg von Vint- schger leikur a. Tokkötu og tilbrigði. b. Þrjá pfanóþætti. 21.45 Utvarpssagan: „Hamr- aðu járniö” eftir Saul Bellow Arni Blandon les þýðingu sina (5). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Nú er hann enn á norðan" Umsjónarmenn: Askell Þórisson og Guð- brandur Magnússon. Rætt um verslunarmál við Björn Baldursson fulltrúa KEA og Magnús Ólafsson fram- kvæmdastjóra Hagkaups. Einnig fjallað um rfkisfjöl- miðlana og landsbyggöina. 23.00 A hljóðbergi Umsjónar- maöur: Björn Th. Björns- son listfræðingur. Carol Channings les „Lorelei’s Diary” eftir Anitu Loos. Einnig verða leikin dægur- lög frá árinu 1925. sjónvaip" Þriðjudagur 16. september 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 Dýröardagar kvikmynd- anna Hrollvekjurnar Þýð- andi Jón O. Edwald. 21.15 Sýkn eöa sekur? Seinn I svifum Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Bústærðin og kjarn- fóðursskatturinn Umræðu- þáttur. Umsjónarmaður Kári Jónasson fréttamaður. 22.50 Dagskrárlok NAUTKRONUR, HARÐINDALAN OG HEIMASLATRUN Erfiðlega gengur aö koma lagi á landbúnaðarmálin, enda hefur islenskur landaðall löng- um verið einskonar rlki I rikinu. Nú hefur fóðurbætisskatturinn verið settur á, þótt endanlega hafi ekki veriö frá honum geng- ið til mikils óhagræðis fyrir bændur. Kærufrestur út af mati stendur yfir, og varla er hægt að slátra nema sér I óhag meöan endanleg niðurstaða er ekki fengin. Engu aðsfður er alveg ljóst aö landið verður einn sláturvöllur á þessu hausti. Fjölmargir bændur eru með mikið meiri framleiðslu en kvótinn leyfir, en samkvæmt reglunni eiga þeir ekki að fá nema 30% af verði umframframleiöslu. Heimilt er bónda að slátra til heimilis utan sláturhúss. Og vegna fyrr- greindra ákvæða er alveg vlst aö framundan er ein mesta heimaslátrun sem sögur fara af. Komi til þess aö einhver ætli aö skipta sér af þessu verður svar- ið einfaldlega þaö, að nú eigi fjölskyldan aö borða kjöt I vet- ur. Fólk úr þéttbýlinu verður svo krunkandi i hlaðvarpanum eftir hálfu eða heilu nauti, fimm dilkum og þviumllku. Þá er þegarorðið eitthvað um það að stórbændur séu farnir að sanka að sér hrossum og borgi naut fyrir hvern hest, tvö eða fleiri eftir þvi hvort um gæðingsefnier aðræða eöa ekki. Þannig er ekki lengur um aö ræða gamalkrónu eöa nýkrónu, eins og verið er að boða aö skrá- sett verði um áramótin, heldur nautkrónu og dilkskrónu. Það veröur nefnilega ekki hægt að koma við stórfelldum sam- drætti svo til aðdragandalaust nema upplausn fylgi, og i þessu tilfelli verður hún mikil. Bót I máli er aö um þessar mundir eru bændur að fá greidd harð- indalán frá sumrinu I fyrra, og auk þess er gott ef þeir selja ekki hlaðvarpakjötiö sitt meö söluskatti og öllu. Þeir hafa alltaf verið seigir aö bjarga sér bændurnir, og hefur varla þurft til að innangengt hefur veriö úr Búnaöarfélaginu i Alþingi um verndarlög þeim til handa, með sama hætti og þegar innangengt var i fjós. tslenski landaðallinn hefur að visu tekið á sig að búa sam- kvæmt kvóta um fóöurbætis- skatt og framleiöslu. Það eru manneskjuleg viðbrögð, enda var varla séö fram úr offram- leiösluvandanum, hefðu bændur sjálfir ekki tekiö sig til og fallist á samdrátt. En margt skrltið á eftir að koma I ljós við fram- kvæmd á samdrættinum, þvl margur er nú bóndi fyrir sinn hatt I stéttinni, og er spádómur- inn um eina allsherjar heima- slátrun aðeins byrjunin á því máli. Ljóst er aö stéttardekrið hvaö snertir landaöalinn hefur leitt stjórnmáiamenn út i algjörar ó- færur. óttinn við offramleiösl- una er orðinn slikur, aö þeir sem nú ætla sér aö byrja aö búa fá ekki að byrja með vfsitölubú, sem er hálft fimmta hundruð ær gildi. Þeir verða aö byrja meö þrjú hundruð ærgildi. Það þýðir i raun, að annað tveggja hækk- ar búvöruverð enn vegna bú- smæðar á næstu árum, eöa bú- skapur dregst stórlega saman af þvl enginn vill byrja við þessi býti. Margrómuð byggöastefna er þvi sjálfkrafa á útleið vegna vöntunar á eðlilegri endurnýj- un. Verra er ef þessi þrjú hundruð ærgilda regla á að ná yfir nýja kjúklinga og svina- bændur. Þeim væri ógerlegt aö byrja við sllka skömmtun. Nógu erfitt er samt fyrir þá að standa I samkeppni innbyrðis án sér- stakrar verndar á almennum markaði. Þess vegna eru horfur á þvi að öll lög gegn stórbúum séu óþörf, endda leiðir kvóta- kerfið til þess að öll kjötfram- leiðsla i landinu minnkar, llka sú sem nú nær varla eftirspurn. Og strax fyrir næstu jól veröur stórfelldur eggjaskortur I land- inu vegna þeirra haröræða, sem eggjabændur eru að veröa fyrir um þessar mundir og eiga að tfyggja rollubændum markað- inn. Fólk verður bara að borða kindakjöt og halda að þaðsé að borða egg þegar skorturinn skellur á. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.