Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 5
A-þýskir járnbraut- arstarfsmenn gera eins og Pðlverjar Lögðu niður vinnu og krefjast réttar til að stotna óháð verkaiýðsfélag Vestur-Berlinarstarfsmenn austur-þýsku rikisjárnbrautanna hafa lagt niöur vinnu til þess að fylgja á eftir kröfum sinum um hærri laun og rétt til þess að Kúbanskur flugkappi úr flugher Kúbu var sendur út i geiminn ásamt rússneskum félaga sinum um borði Soyuz-38 geimfari á leið upp i geimstöðina Saljut-6. Kúbumaðurinn heitir Arnaldo Tamayo Mendez og er fyrsti blökkumaðurinn, sem fer út i geiminn. — Með honum er reynd- ur sovéskur geimfari Yury Rumanenko. Moskvu-útvarpið segir, að þeir muni heimsækja geimfarana Leonid Popov og Valeriy Ryumin uppi iSaljut-6og dvelja með þeim i vikutima við rannsóknar- og til- raunastörf. — Popov og Ryumin hafa verið uppi i geimstöðinni frá þvi i april i vor. Tass-fréttastofan segir, að Raul Castro, hershöfðingi (bróðir Fidel Castro) og varnarmálaráð- herra Kúbu, sé staddur i geim- stjórnarstöðinni I Baikonur. Kúbanska fréttastofan segir um Mendez ofursta, að hann hafi veriö munaðarleysingi og unnið fyrir sér sem skóburstari og grænmetissali barn að aldri. Tók hann þátt i byltingunni, sem kom Fidel Castro til valda 1959. Hann var i flugher Kúbu og oft við þann starfa að fylgjast með i herþotu sinni bandariskum flugvélum sem komu og fóru af herstöð USA i Guantanamo á austurhluta Kúbu. Hann er kvæntur og tveggja barna faðir. stofna óháð verkalýðsfélag. Völdu þeir i gær verkfallsnefnd til viðræðna við vinnuveitendur sina, og segjast munu rjúfa járn- brautartengsl Vestur-Berlinar Soyuz-geimfari skotið á loft. við Vestur-Þýskaland, ef kröfum þeirra verði ekki mætt. Þeir hafa þegar stöðvað allar vöruflutningalestir á leiðinni milli V-Berlinar og V-Þýska- lands, en hún liggur 175 km vega- lengd um Austur-Þýskaland. Rikisjárnbrautirnar a-þýsku hafa brugðist við verkfallinu með þvi að segja tiu verkfallsmönnum upp störfum og hótað hinum þvi sama, ef þeir hefji ekki strax störf að nýju. — A-þýska frétta- stofan ADN sagði i gær, að þessar „ögranir við eðlilegan rekstur” járnbrautanna væru liður i bar- áttu til þess að gera V-Berlin aft- ur að „fremstu viglinu, eins og i kalda striðinu”. Dietrich Stobbe, borgarstjóri V-Berlinar, lét i ljós samúð með kröfum verkfallsmanna og sagð- ist vonast til þess, að samkomu- lag næðist fljótlega. Járnbrautarstarfsmennirnir kefjast réttar til þess að stofna eigin óháð verkalýðssamtök, en 90% þeirra eru félagar i ASÍ-sam- tökum Austur-Þýskalands (nema þau eru skammstöfuð FDGB). Auk þess krefjast þeir nær 50 þús- und króna launahækkunar, lengra orlofs og hærri fjölskyldu- bóta. Verkfallsforingjar sögðu á fundi með félögum sinum i gær- kvöldi, að nær helmingur þeirra 3.500 starfsmanna, sem vinna i V-Berlin á vegum rikisjárnbraut- anna a-þýsku, hefðu nú lagt niður vinnu. — „Reichsbahn” annast innanbæjarjárnbrautarþjónust- una bæði i Vestur- og Aust- ur-Berlin, mesta farþegaflutn- inga milli V-Berlinar og V-Þýska- lands og um 20% vöruflutning- anna á þeirri leið. Starfsmenn rikisjárnbrautanna I A-Þýskalandi hafa ekki lagt niður vinnu með starfsbræörum sinum i V-Berlin. — Er þetta i fyrsta sinn, sem járnbrautar- starfsmennirnir i V-Berlin fara i verkfall siðan 1949, þegar þeir fengu þvi fram komið, að laun þeirra væru greidd i vestur-þýsk- um mörkum. Þykir liklegt, að verkföll starfsbræðra þeirra i Póllandi á dögunum hafi orðið þeim innblástur til þess sama. Fyrsti blökku- mannageimfar- inn frá Kúbu Erlendlr kamátar i sænskri landhelgl Þyrla frá sænska flotanum varpaöi i gær djúpsprengju nærri kafbáti af óþekktu þjóðerni skammt frá skerjagarðinum við Stokkhólm. Talsmenn herstjórnarinnar segja, að djúpsprengjan hafi átt að vara sjóliðsforingja kafbátsins við, en ekki vinna honum tjón. Tundurskeytabátur og þrjár þyrlur leituðu siðan kafbátsins, en án árangurs. Slik atvik eru sögð koma fyrir tvisvar eða þrisvar á ári i sænskri landhelgi. Leikur Svium grunur á þvi, að þarna séuoftast á ferðinni pólskir kafbátar i njósnaferðum. Kúba framselur hér eftir flugrænlngla Tveir Kúbanir, sem rændu bandariskri farþegaþotu i gær, og neyddu flugstjórann til að fljúga til Havana, voru sendir aftur flugleiðis til Bandarikjanna i nótt og framseldir yfirvöldum. Var önnur flugvél send frá Bandarikjunum eftir þeim og tveir lögreglumenn, sem fluttu þá i handjárnum til baka. Framsalið varð, eftir áð Kúbu-stjórn hafði skýrt Banda- rikjastjórn frá þvi, að héðan i frá yröu allir flugræningjar fram- seldir. Báðir þessir menn verða dregn- ir fyrir rétt I Columbia, stærstu borg Suður-Karólina, kærðir fyrir flugrán. Mennirnir voru afhentir banda- risku lögreglumönnunum á Jose Marti-flugvellinum i Havana, strax eftir að þota bandarisku flugmálastjórnarinnar lenti þar til að sækja fangana. Miklir þurrkar voru á korn- ræktarsvæðum í Bandarikjunum i sumar, sem spiliti maisuppsker- unni. A hinn bóginn spilltu miklar úrkomur hrisgrjónauppskeru Kinverja. Séð er fram á lélega kornuppskeru hjá Sovétmönnum. tlmsvlfamlklir bótar Tveir menn voru teknir af lifl i borginni Tbilisi i Georgiu i Sovét- rikjunum núna i vikunni. Þeir voru fundnir sekir uni að hafa stofnað glæpafiokk, sem stóð fyrir ránum og innbrotum i hin- um og þessum sovéskum borgum. M.a. höfðu þeir drepið eitt fórnardýr sitt i Gorky, og slasað lögrcglumanniTbilisi, þegar þeir reyndu að ná af honum skamm- byssu hans. 1 Kharkov I Ukraniu skutu þeir á iögregluna eftir til- raun til þess aöstela tveim bilum. Úr íbúðum i Yereyan höfðu þeir stolið verðmætum fyrir 25 millj- ónir króna. Baróninn meö brimbrettiö sitt á sólbaðsströnd, áöur en hann fékk griil- una um aö sigla á þvi milli landa. um aðhlvnningu. Baróninn ætlaði að freista þess að sigla á brimbrettinu sinu (með smáseglpjötlu) 1.300 km leiö frá eyjunni Naku-hiva til Tahiti. Að standendur hans lögöu hlátt bann við ferðinni, en hann laumaöist að næturlagi. A leiöinni voru há- karlar ágengir viö hann og mátti sjá tannaför þeirra á brimbrctt- inu, þegar hann loks kom fram eftir mikla Icit úr lofti og af sjó. Fffldjarfur barón „Þetta geri ég aldrei aftur", sagöi franski aristókratinn, Arn- aud de Hosnay barón, þegar hann komst loks á land í Tahiti, ör- magna og skaðbrenndur af sól eftir eileíu daga hrakninga um Kyrrahaf á brimbrettinu sinu. Einhverjir eyjaskeggjar fundu bnróninn á kóralrifi og veittu hon- Sæklr Strauss fyrlr melðyrbl Kosningabaráttan i V-Þýska- landi þykir hafa veriö nokkuð rætin og persónuleg, jafnvel níðangursleg. og kalla Þjóöverjar þó ekki allt ömmu sina. þegar út i kosningaslagínn er komið. Einn hclsti samstarfsmanna Helmut Schmidts kanslara. Egon Bahr, framkvæmdastjóri social demókrata-flokksins, hefur höfð- að meiðyröamál á hendur kanslaraefni kristilegra, Franz Joscf Strauss. Strauss hafði á kosningafundi dylgjaðum, aöBahr stæði aö baki skrílsuppþotum og að hann beitti áróðurstækni nasista. „Aróöur iahrs i dag gegn mér þekkist varla sundur frá áróðri Júliusar llreichers i „Storminum” gegn gyðingum á fjórða áratugnum”, agði Strauss. Streicher þessi var tekinn af Hfi strlðslok sem einii aðalhvata- niaður gyðingaofsókna nasista. Bahr segist vilja Strauss dæmdan fyrir rógburð, sem varðar sekt eða allt að 5 ára fang- elsi, cn hann krefst engra miska- bóta annarra en ummælin verði dæmd ómerk. Margir um hituna Það ælla að veröa að minnsta kosti tuttugu sem bjóöa munu sig fram tii frönsku forsctakosning- anna. Þó gera nýju lögin, sem gengu i gildi 1978, frainboðiö erf- iðara meö meiri kröfum til fram- bjóðenda. Þeir verða aö vera 23 ára eöa eldri, hafa gegnt herþjónustu, meö hreint mannorð og leggja fram 1,5 inilljón króna tryggingu. Þeir verða aö hafa sem meömæl- endur 500 þingmcnn eöa fulltrúa héraös- og sveitastjórna. Sagt er að Giscard þyki önugt, hve margir ætli að trana sér fram i kosningaframboð, en flestra hald er samt, að hann sé öruggur sigurvegari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.