Vísir - 19.09.1980, Side 13
Stóö rekiö til réttar.
HAUSTBEITIN
Þegar þessi time er kominn eru
hestamenn almennt farnir að
hugsa til aö sleppa hestum sinum
i haustgönguna. í sjálfu sér er
engin sérstök nauösyn aö hætta
aö nota hestana, þótt hausti aö,
þeim er engin þörf á aö fá þetta
fri. Hitt er annað mál að mikla
aðgæslu þarf aö hafa við notkun
þeirra á þessum árstíma, þvi þeir
hafa enn ekki safnað vetrarhár-
um aö fullu gagni og er mjög hætt
viö að ofkælast, ef þess er ekki
gætt að hliía vel að þeim eftir að
þeir hafa hitnað við notkun. Það
er full ástæða til að brýna það
mjög fyrir mönnum, að sleppa
hestum sinum aldrei heitum, að
ekki sé talað um sveitta hesta, á
haustkvöldum, þvi næturnar geta
orðið mjög kaldar, eins og allir
vita. Margur góður gæðingurinn
hefur misst heilsuna vegna hirðu-
leysis af þessu tagi. Þeir sem fara
riðandi til fjalla i fjárleitir i
september, eða jafnvel siðar,
ættu ekki að telja eftir sér að hafa
góðar yfirbreiðslur meðferðis til
að skýla hestinum með þegar
komið er i næturstað.
Það er sjálfsagt orðið of seint
nú að benda smölum á að taka
ekki óþjálfaða hesta og fara með
þá i erfiðar göngur. Viðast um
landi eru leitir nú yfirstandandi
sé þeim ekki þegar lokið. Samt
sem áður er ekki úr vegi að fara
nokkrum orðum um þá slæmu
meðferð á hrossum, sem viða
hefurtiðkast i sveitum, siðan bill-
inn varð aðalsamgöngutækið.
Það er algengara en halda mætti
að bændur eigi hesta, sem ein-
göngu eru notaðir til að smala á
þeim. Þeir eru ekki hreyföir fyrr
en rétt áður en farið er á fjall, þá
eru þeir járnaðir og siðan er lagt
upp í smalamennsku, stundum
svo dögum skiptir, Sjálfsagt gera
fæstir slikt af illmennsku, heldur
er hér hugsunarleysi um að
kenna. Eins og gefur að skilja
taka hestarnir svona notkun mjög
nærri sér, enda duga þeir smöl-
unum litið, ef smölun er erfið.
Það er ekki óalgengt að sjá smal-
ann stiga af baki og taka til fót-
anna, ef hann þarf að komast
fyrir kind. Þess ætti ekki að vera
þörf ef hesturinn hefur verið
þjálfaður fyrir göngurnar og
menn ættu ekki að telja eftir sér
aðskreppa á hestbak daglega i 2-4
vikur fyrir leitir, þaö þarf ekki að
vera svo lengi i einu og auk þess
er bara skemmtun að þvi og hvild
fyrir þreyttan bóndann.
Aður en hestum er sleppt i
hóíatak
Sigurjón
Valdimars-
son skrifar
haustbeitina, þarf að draga
undan þeim, sem kallað er, þ.e.
að taka undan þeim skeifurnar.
Svo sjálfsagt sem þetta er, ætti
ekki að vera þörf á að leggja á
það mikla áherslu. En þvi miður
eru mikil brögð að þvi að menn
láti þetta undir höfuð leggjast.
Það getur haft i för meö sér
margs konar óþægindi fyrir hest-
inn að þurfa að ganga með
skeifur, þangað til þær hafa slitn-
að upp og detta undan. Hófarnir
vaxa á óeðlilegan hátt, fúna og
þegar skeifan er farin er hætt viö
aö hófarnir brotni. Þar að auki á
hesturinn mjög erfitt meö að fóta
sig, ef hann lendir á is á sléttum
skeifum. Þvi skyldi enginn spara
sér það ómak aö draga undan
áður en hann sleppir.
Þegar dregið hefur verið
undan, þarf að athuga hófana. Ef
þeir eru framvaxnir þarf að
klippa af þeim, þvi annars er
hætta á að þeir brotni. Jafnvel svo
illa að erfitt getur reynst að járna
þá aftur, þegar þeir eru teknir á
hús. Sjálfsagt er einnig að gefa
hrossum ormalyf, áður en þeim
er sleppt, einkum ungum
hrossum. Dýralæknar segja
reyndar aö þessi timi sé sá rétti
til að gefa ormalyfið og rétt sé að
gefa þaö öllum hrossum. Sumir
gefa hestunum vitaminsprautu
áður en þeir sleppa, en dýra-
læknir telur þess ekki þörf.
A Suöurlandi er algengt að
holdhnjúskar myndist á baki
hrossa á haustgöngunni. Þetta er
nær óþekkt i öðrum landshlutum,
og stafar eingöngu af hinu vot-
'viörasama tiðarfari sunnanlands.
Hnjúskar þessir myndast i lang-
varandi rigningum, þannig aö
vatnið bleytir upp húöina og
þrengir sér innundir hana og við
það myndast þessar bólgur, sem
geta valdiö hestinum nokkrum
óþægindum. Ráð við þessu er aö
sögn dýralæknis að bera lýsi eða
parafinoliu á húðina áður en
hrossunum er sleppt. Lýsið tollir
lengur i, jafnvel langt fram á
vetur, og búast má við að nokkur
óhreinindi loði við það. Parafin-
olian er hreinlegri og talin nægi-
lega góö, sé henni nuddað vel inn i
hársvörðinn. Þetta er dálitil
vinna, en þeir sem láta sér annt
um liðan hestanna sinna, telja
það ekki eftir sér.
Að lokum fáein orð um landið
sem sleppt er á. Að visu geta ekki
allir valið um land, en eigi aö
siður er ekki til skaða að vara við
helstu hættum. Óráðlegt er aö
setja hross til haustbeitar á bitin
hólf. Hvorutveggja er að þar er
meiri hætta á ormum og þar er
undirhælinn lagt aö hesturinn fái
nægju sina. Það skal haft i
huga að grasiö er mun kraft-
minna á haustin en i gróandanum
og dýrin þurfa þvi að innbyröa
mun meira gras til að fá saðningu
þá, og einnig aö ekkert sprettur i
staðinn fyrir þaö sem bitiö er á
haustin. Þess vegna hefur bitinn
hagi alls ekki sama gildi á sumri
og hausti.
Og umfram allt, sleppið ekki
hrossum á hausthaga nema vera
viss um að þar sé nægilega skjól-
gott I vondum veðrum. SV
Leikfimifatnaður
m
i
ótrúlegu úrvali
Fyrir börnin
Fyrir unglingana
Fyrir konuna
LAUGAVÉG1116, VIO HLEMMTORC-
SIMAR 1439U »28690
Verð frá kr.
3.950.-
DANSSKOLI
Siguröar
Hákonarsonar
BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR
Kenndir allir almennir dansar, svo sem:
BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR —
DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL.
BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ
KENN SLUSTAÐIR:
Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg
æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund
Kópavogur: Félágsh. Kóp. (Kópavogsbíó).
örstutt frá skiptistöð SVK.
Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi
Innritun og allar nánari upplýsingar
daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557
(Jtigangur
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ