Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 12
vtsm r— Föstudagur 19. september 1980. __ 12 Samningar fsporto: 1 HAGSTÆÐARI UNI HUNDR- UD MILLJÚHA KRÖNA - fyrir sjómenn og útgerðarmenn Stöðugt fleiri aðilar velta nú þeirri spurningu fyrir sér hvað valdi synjun Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra á út flutningsleyfi tsporto, varðandi blautverkað- an þorsk til Portúgal. Sú spurning virðist ekki aðeins ná til manna i sjávarútvegi, heldur einnig til sam- ráðherra Tómasar i rikisstjórninni. Býður hærra verð til sjómanna ISölusamband Islenskra fisk- framleiðenda hefur hingað til haft umsjón með allri saltfisk- sölu út úr landinu og þar á meðal til Portúgal. Hráefnis- verð hefur verið sett af Verð- lagsráði sjávarafurða og hefur SF keypt hráefni samkvæmt þvi. tsporto býður mun hærra hrá- efnisverö fyrir þorskinn en SIF gerir og tala tölurnar þar skýru máli. Verð lsportó l.flokkur 450 kr. p/kg. 2. flokkur 337 kr. p/kg. 3. flokkur 225 kr. p/kg. Verð StF 1. fl. 310 kr. pr. kg. 2. fl. 213 kr. pr. kg. 3. fl. 155 kr. pr. kg. L ísporto samdi um 7000 tonn af blautverkuðum þorski hinn 27. mai 1980 og sótti strax i júni um útflutningsleyfi á fyrstu 10000 tonnunum. Sala fyrirtækisins hljóöaði upp á 50% hráefnis úr 1. flokki 25% úr 2. flokki og 25% úr 3. flokki. Þýðir hundruð milljóna i viðbótartekjur „bað er ljóst að samningar ísportó þýða, að hundruð milljóna koma i aukinn hlut til sjómanna og útgerðarmanna miðað við verð SIF” sagði Óskar Vigfússon. formaður Sjó- mannasambands Islands i sam- tali viö blaðamann Visis i gær. 1 samræmi við samþykkt stjórnar sjómannasambandsins frá þvi á miðvikudag, óskaði hann eftir fundi við viðskipta- ráðherra i gær, til þess að fá nánari skýringar á þvi að út- flutningsleyfi tsportó skuli ekki vera afgreitt. Viðskiptaráð- herra sá sér ekki fært að ræða við Óskar i gær og munu þeir koma saman til fundar i dag. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem liggja fyrir um hrá- efnisverð Isportó og sölu fyrir- tækisins, sem nemur 2.600 doll- urum á tonnið, er hér um að ræða 10 milljarða samning, svo öllum má vera ljóst að miklir hagsmunir eru i húfi. Af þeim upplýsingum um hrá- efnisverð, sem hér hafa verið nefndar, er ljóst að tsportó býð- ur mun hagstæðara hráefnis- verð til aðila sjávarútvegsins. Hins vegar hafa engar tölu- legar upplýsingar fengist ennþá um það verð sem SIF fær fyrir vöru sina i Portúgal. Forráða- mennSIFeru utanlands, og eru ekki væntanlegir fyrr en i næsta mánuði og frá skrifstofu sölu- sambandsins berast þau svör, að biða verði eftir komu þeirra til þess að fá svör við slikum upp- lýsingum. Hins vegar upplýsti 'Tómas Arnason viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum á þriðjudag, að verðin væru mjög svipuð hjá Isportó og SIF. Ekki skal sú fullyrðing rengd hér, en eftir sem áður stendur sú stað- reynd.að aðilar sjávarútvegsins hér fá mun betra verð fyrir þorskinn.ef þeir selja til tsportó. Engu að siður hefur Isportó ekki fengiðútflutningsleyfi og timinn verður sifellt naumari til þess aö fyrirtækið geti staðið við samninga sina. Hvergi meinbugir á umsókn 1 leit að skýringum við synjun viðskiptaráðherra á umsókn- inni, hafði Visir samband við Svavar Gestsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og núverandi samráðherra Tómasar Árna- sonar, og innti hann eftir þvi hvaða ástæða lægi að baki þess- ari afgreiðslu. „Samkvæmt lögum númer 63 frá 1979, um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, er ráðu- neytinu heimilt að ákveða, að ekki megibjóöa, selja eða ílytja vöru til útlanda, nema að fengnu leyfi, og útflutningsleyfi getur ráðuneytið bundið skil- yrðum, sem nauðsynleg þykja” sagði Svavar Gestsson. „Það hefur verið föst starfs- regla að spyrja um tvennt i þessu sambandi, það er verð og greiöslukjör” sagði Svavar og benti jafnframt á að i báðum þessum tilvikum hefði Jóhanna Tryggvadóttir gert grein fyrir stöðunni, sem væri siður en svo neikvæð. Til dæmis er gert ráð fyrir staðgreiðslu portúgölsku aðilanna. Þá benti Svavar á að i þessum starfsreglum væri stundum athugað nánar með fyrirtækið og þar hefði þeim meinbugum er fundust, verið eytt. 1 þessu tilviki var um það að ræða að umsóknin var á nafni islensks-portúgalsks fyrirtækis, en Svavar hafði bent Jóhönnu á að sækja um i nafni alislensks aðila, sem hún þá gerði. Eru þvi engir meinbugir á umsókn Jó- hönnu, að mati fyrrverandi við- skiptaráðherra, sem átti sinn þátt i að móta þær starfsreglur sem i gildi eru. Vöntun á saltfiski til Portúgal Isportó reynist ekki vera að keppa við samlanda sina um þröngan saltfiskmarkað. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Visis, má nefna að Norðmenn, sem hafa hingað til veriðstórir söluaðilar á saltfiski til Portúgal, hafa ekki getað sinnt eftirspurninni, og i ár seldu þeir mun minna en undan- farin ár, vegna hráefnisskorts. Þvi hefur opnast stóraukinn markaður fyrir Islendinga, svo hér er ekki verið að berjast um sömu krónuna. Staðreyndir tala sinu máli Hér hafa verið raktar þær staðreyndir sem fyrir hendi eru. Isportó sækir um útflutnings- leyfi og hvergi er að finna mein- bugi á umsókninni. Fyrirtækið býður mun hærra verð til útgerðarmanna og að minnsta kosti sambærilegt söluverð i Portúgal og SIF. Þá virðast vera, eins og áður er greint, stórauknir markaðsmöguleikar fyrir saltfisk íslendinga i Portú- gal. Hvers vegna fær Isportó ekki útflutningsleyfi? Sjómenn og út- gerðarmenn biða svars, auk alls almennings sem óbeint hlýtur að njóta góðs af 10 milljarða króna samningi. Frá þvi I júnlmánuöi hefur fyrirtækiö tsporto reynt aö fá út- flutningsleyfi fyrir blautverkuöum þorski til Portúgal og býöur islenskum sjómönnum og útgeröarmönnum mun hærra verö fyrir hráefniö heldur en Verölagsráö sjávarútvegsins setur upp. Engu aö slöur hefur útflutningsleyfinu enn ekki veriö sinnt. Dansað í aldarfjórðung: Astralskir meist- arar í heimsðkn - á afmælishátíð hjá Kalðari Ástvaldssyni Heiöar ásamt aöstoöarkennara sýnir nemendum dansskólans hinn rétta fiótaburö. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum. „Skólinn er að byrja tuttugasta og fimmta starfsárið og i þvi tilefni efnum við til afmælishá- tiðar á Hótel Sögu á föstudags- og sunnu- dagskvöld en þar munu sýna bæði nemendur frá okkur og áströlsku dansmeistararnir Helen og Robert Richey”, sagði Heiðar Ástvalds- son danskennari er Visir hafði samband við hann vegna afmælisins. „Þau Helen og Hobert eru Astraliumeistarar i dansi og þau munu sýna okkur Suður-Ame- riska dansa en að auki munu nemendur skólans koma fram með sýningaratriði. Dansskólinn á nú einu sinni alla Islandsmeist- arana I diskódansi og okkur fannst full ástæða til að gestir fengju einnig að njóta snilli þeirra”, — sagði Heiöar. Er Heiðar var spuröur hvort hann sjálfur myndi ekki taka snúning fyrir afmælisgesti svaraði hann: — „Nei ég hef ekki hugsað mér að sýna að þessu sinni. Ekki vegna þess að ég sé hættur aö sýna heldur hefur verið svo mikið að gera hjá mér upp á siökastiö að ég hef hreinlega ekki haft tima til að æfa mig. —Sv.G. Aströlsku meistararnir Helen og Robert Hichey I léttri suöur-amerlskri sveiflu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.