Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 8
Föstudagur 19. september 1980.
8
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson.
Rítstjórar Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, EliasSnæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig
fússon, Asta Björnsdóttir, Friða Astvaldsdóttir, lllugi Jökulsson, Kristin Þor-
steinsdóttir, Oskar AAagnússon, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson og Sæmundur
Guðvinsson. Blaðamaður á Akureyri: Glsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V.
Andrésson, Einar Pétursson. .
utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: jigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 84611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611.
Askriftargjald er kr. 5500 á mánuði innanlands og verð f lausasölu 300 krónur ein-
takiö. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14.
Gestirnir Einar og Brynjolfur
Þjóðviljinn gat þess um siðustu
helgi í meinleysislegri frétt að
Alþýðubandalagið hefði haldið
myndarlegan fund í risherbergi í
einni af fasteignum flokksins.
Það er í sjálf u sér ekki í f rásögur
færandi, en í barnslegri gleði
sinni og sjálfsánægju með stöðu
flokksins og áhrif, þótti ástæðu-
laust að fela lengur tengsl
flokksins við gamla og trausta
kommúnista. Þar var þess getið
að þeir félagarnir Einar Olgeirs-
son og Brynjólfur Bjarnason
hefðu sýnt f lokknum þann heiður
að líta við á fundinum og heilsa
upp á fundarmenn. Fór ekki á
milli mála hvílík upphefð það var
fyrir óbreytilegan f lokksþrælinn
og ungviðið í f lokksstarfinu að
líta þessar gömlu kempur augum
og fá að taka í hönd þeirra.
Þeir Einar og Brynjólfur eru
ekki litlir karlar. Þeir voru og eru
stólpar þeirrar pólitísku baráttu
sem sósialistar hafa háð hér á
landi.
Þeir voru miklir og öflugir
stjórnmálamenn fyrir sinn mál-
stað, Brynjólfur snjall herforingi
og Einar fljúgandi mælskumað-
ur. Enginn frýr þeim vits, né
heldur fer í grafgötur um skoð-
anir þeirra. Þeir villa ekki á sér
heimildir.
Einar Olgeirsson og Brynjólfur
Bjarnason hafa alla tíð verið
sanntrúaðir kommúnistar. Þeir
voru og eru tengiliðir íslenskra
sósíalista við sæluríkið í austri.
Þeir sóttu línuna til Moskvu og
sungu dýrðarsöngva um félaga
Stalin. Aðrir menn hafa tekið við
hlutverkum þeirra á vinstri
vængnum en enn eru þessar
kempur þær stórstjörnur sem Al-
þýðubandalagið skartar með á
framboðslistum og á manna-
mótum þegar mikið liggur við.
Þeir eru hvarvetna heiðursgestir
í húsakynnum Alþýðubandalags-
ins.
Það er auðvitað mál Alþýðu-
bandalagsins hverja það tekur í
dýrðlingatölu og það meiðir
engan þótt þeir félagar fái sér
kaffibolla í risherbergjum alla-
ballans.
Það er hinsvegar f róðlegt fyrir
allan almenning að fá staðfest-
ingu á þvi hvaða ítök þeir eiga
enn i Alþýðubandalaginu og þó
enn frekar hvaða ítök f lokkurinn
telur sig eiga í þeim.
Á seinni árum hefur Alþýðu-
bandalagið lagt sig í líma við að
þvo hendur sínar af sovéska
sæluríkinu. Það þykist hvorki
vilja heyra né sjá þá línu sem f rá
Moskvu kemur. Stalín er af-
neitað og í orði kveðnu er
kommúnisminn fordæmdur.
Ungu fólki er talin trú um að Al-
þýðubandalagið sé róttækur
vinstri flokkur án minnstu
tengsla, skipulagslegra eða hug-
sjónalegra, viðerlenda kommún-
istaflokka. Haldnar eru hug-
næmar ræður um hlutleysi og
sjálfstæði og skipulagaðar eru
rokkhátíðir í nafni himinblárra
hugsjóna.
Óg ungt fólk lætur ánetjast.
Það flykkist inní risherbergin og
dansar eins og leikbrúður auð-
trúa um sakleysi Alþýðubanda-
lagsins og hlutleysisvilja þess.
En skyldu þeir Einar Olgeirs-
son og Brynjólfur Bjarnason
vera miklir boðberar hlutleysis?
Skyldu þeir vera tilbúnir til að
afneita kommúnismanum?
Skyldu lærisveinar þeirra í Al-
þýðubandalaginu vera að berjast
fyrir hlutleysi (slands, af því þeir
hafa svo mikinn ímigust á
kommúnisma?
Vitaskuld ekki.
Alþýðubandalagið siglir undir
föisku flaggi. Stefna þess er að
grafa undan samstöðu lýðræðis-
aflanna og sú stefna þjónar
auðvitað engum öðrum tilgangi
en þeim að styrkja stöðu sovéska
valdsins. Alþýðubandalaginu er
enn stjórnað með sama hugar-
fari og þeir Einar og Brynjólfur
höfðu á sínum tíma hugrekki til
að boða. Breyttir tímar hafa
krafist nýrra vinnubragða, en á
tyllidögum er átrúnaðargoðum
boðið í kaffi. Það er enginn til-
viljun.
Þeir Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason voru heiðursgestir á fundi Aiþýóu-
bandalagsmanna á dögunum. Þótt reynt hafi verihaö búa til nýtt andlit á Alþýöubanda-
lagiö á siöustu árum er flokknum enn stjórnaö meö sama hugarfari og þeir Einar og
Brynjólfur höföu á sínum tima hugrekki til aö boöa.
Sætaframboö Flugleiöa á innanlandsflugleiöum veröur svipaö I vetur og i siöustu vetraráætlun feiags-
ins.
Flugleiðlr kynna vetraráætlunlna innaniands:
fslenskir aðiiar hugieiða samsýningar erlendis
VARAN SELST BETUR
EF KAUPANDINN
ÞEKKIR LANDIÐ
Fara 25 ferðir á
viku tii Akureyrar
Vetraráætlun innanlandsflugs
Flugleiöa hefst 1. október n.k.
og stendur til loka april-
mánaöar. Innanlandsáætlun er i
meginatriöum hin sama og i
fyrravetur og viökomustaöir
allir þeir sömu. Sætaframboö
veröur einnig svipaö. Til flugs-
ins veröa notaöar fjórar Fokker
Friendship flugvélar. Þrjár af
geröinni F-27-200 meö 48 sæti og
ein F-27-500 meö sæti fyrir 56
farþega. Sú siöast talda veröur
aöallega i flugi milli Reykja-
vikur og Akureyrar.
Feröatiöni frá Reykjavik á
viku hverri veröur aö ööru leyti
sem hér segir: Til Akureyrar
veröa 25 flug þ.e. þrjár feröir á
dag fimm daga vikunnar, en
fjórar feröir á fimmtudögum
og fimm feröir á föstudögum.
Til Egilsstaöa veröa feröir alla
daga og tvær feröir þriöjudaga,
fimmtudaga og föstudaga. Til
Isafjaröar veröa tvær feröir á
þriöjudögum, fimmtudögum,
föstudögum og sunnudögum og
ein ferö aöra daga. Til Húsa-
vikur veröur flogiö mánudaga,
miövikudaga, fimmtudaga,
föstudaga og sunnudaga. Til
Hornafjaröar veröur flogiö
þriðjudaga, fimmtudaga, föstu-
daga og sunnudaga. Til
Noröfjaröar verður flogiö
þriöjudaga og fimmtudaga og
til Patreksfjaröar mánudaga,
miövikudaga og föstudaga. Til
Sauöárkróks veröur flogiö
mánudaga, þriöjudaga, miö-
vikudaga og föstudaga og til
Þingeyrar þriöjudaga og
fimmtudaga. Til Vestmanna-
eyja veröa feröir alla daga og
tvær feröir mánudaga, miö-
vikudaga og föstudaga.
Eins og undan farin ár tengjast
áætlunarflug Flugleiöa til Akur-
eyrar feröum Flugfélags
Noröurlands til Vopnafjaröar,
Þórshafnar, Raufarhafnar,
Kópaskers, Grimseyjar og
Siglufjaröar. Þá tengjast feröir
Flugleiöa flugferöum Flug-
félags Austurlands frá Egils-
stööum til Vopnafjaröar,
Bakkafjaröar og Borgarfjarðar.
Einnig tengjast feröir Flugleiöa
viða áætlunarbilferöum ,ma. á
Isafiröi og Egilsstöðum en
einnig á Patreksfiröi og Höfn i
Hornafiröi.
1 flugferöum til Neskaups-
staöar veröurlentá austurleiöá
Egilsstööum. Ennfremur hefur
Færeyjaflugiö á laugardögum
viökomu á Egilsstööum i báöum
leiöum. A fimmtudögum og
sunnudögum hafa siödegisferöir
til Akureyrar viökomu á Húsa-
vik á noröurleiö og sömu daga
hafa flugferöir til Isafjaröar
viökomu á Þingeyri á
vesturleið.
A þvi timabíli vetrarins sem
flugvélar Flugleiða fara i
árlegar skoöanir er i ráöi aö
leigö veröi 19 sæta Twin Otter
flugvél til aö annast flug á
leiöum félagsins. Flugmenn
Flugleiöa munu flúga þessari
leiguflugvél. Taliö er aö i heild-
ina muni skoöanir Fokker
Friendship vélanna taka 3 mán-
uði.
Miklar líkur eru á þvi aö
islenskir aðilar sameinist i aukn.
um mæli um ferðamála- og
útflutningsafuröasýningar i
náinni framtiö. A sýningum
viöa um lönd er hægt að koma
viö mjög viöamikilli kynningu á
afuröum Islands ásamt land-
kynningu.
I mars á þessu ári var efnt til
viötækrar kynningar i Strass-
bourg, Paris, Lyon og London er
tók bæði til' upplýsinga um
Island og kynningar á nokkrum
útflutningsafuröum. Að kynn-
ingunni stóöu Flugleiöir og
Feröamálaráö Islands, annars
vegar, ásamt Alafoss hf., Hilda
hf., og Otflutningsmiðstöö
iönaöarins, hins vegar.
Af þessu tilefni boðaöi Feröa-
málaráöýmsa þá aöila er starfa
aö landkynningar og markaös-
málum, til fundar um mögu-
leika á auknu samstarfi á þessu
sviði.
„Þaö er staöreynd aö vara
Kvartmiluklúbburinn efnir
til fjóröu og siöustu kvartmilu-
keppni sumarsins á braut
klúbbsins viö Straumsvik
laugardaginn 20.september kl.
14.00.
Keppni þessi er liður i
tslandsmóti i kvartmilu og
veröur tslandsmcistarinn val-
inn aö þessari keppni lokinni.
Keppendur veröa viöa aö af
sem er frá þekktu uppruna-
landi, selst betur en frá óþekktu
landi auk þess sem þarna yröi
um aö ræöa landkynningu á
ýmsum sviöum ásamt ferða-
málakynningu” sagöi Lúövík
Hjálmtýsson, Feröamálastjóri i
samtali viö Visi, vegna þessa
fyrirhugaða samstarfs. Aö sögn
Lúöviks hafa innlendir aðilar
tekiðmjög vel i þetta, samstarf,
þar sem hægt er að koma þvi
við. Hundruö sýninga eru
haldnar á hverju ári i heiminum
i dag og meö sameinuöu átaki
væri hægt aö beina sameigin-
legum spjótum að ákveðnum
markaössvæöum, þar sem þátt-
taka kæmi sér best fyrir
islenska hagsmuni.
Að sögn Lúöviks hefur enn
ekkert veriö ákveöiö um sam-
eiginlegar sýningar en hags-
munaaðilar munu nú vera aö at-
huga þessi mál og annar sam-
eiginlegur fundur veröur hald-
inn innan tiðar. —AS.
landinu þar á meöal frá Akur-
eyri, Hvolsvelli og svo auövitaö
af höfuöborgarsvæöinu og viöar
af landinu.
Búist er viö haröri keppni
enda margir snjallir kappar
sem þarna leiöa saman ökutæki
sin. I hléi ætla Moto-cross”
menn aö sýna listir sinar i vél-
hjólaakstri.
—Sv.G.
KVARTMÍLUSPYRNA