Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 6
VtSUt Föstudagur 19. september 1980. HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSfÍG 29 (milli Laugavegs og Hverfisgötu) Opið á laugardögum Tímapantanir í síma 13010 iwarimnuKeppni a Drauimm við Straumsvík, laugardaginn 20. september kl. 12.00 PKVARTMILIJ KLIJBBIJKINN ifl Auglýsing Með tilvísun til 17. og 18. gr. laga nr. 19 frá 8. maí 1964, auglýsist hérmeð breyting á stað- festu aðalskipulagi Reykjavikur l962-'83 að því er varðar vegakerfi borgarinnar innan Hringbrautar-Snorrabrautar, þannig: 1. Suðurgata frá Túngötu að Geirsgötubrú verði felld niður. 2. Suðurgata milli Hringbrautar og Túngötu verði felld niður sem stofnbraut og breytt í tengibraut. 3. Kirkjustræti — Amtmannsstigur — Grettis- gata falli niður sem samfelld tengibraut og hver um sig breytist í safngötu eða húsa- götu. 4. Vonarstræti verði tengibraut (kemur í stað Kirkjustrætis). Breyting þessi er samþykkt í skipulagsnefnd 2.júní1980 og i borgarráði3.júní1980. Uppdráttur og aðrar upplýsingar liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Borgarskipulags/ Þverholti 15/ næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Athuga- semdir, ef einhverjar eru/ skulu hafa borist Borgarskipulagi innan 8 vikna frá birtingu þessarar auglýsingar, eða fyrir kl. 16.15 þann 14. nóvember 1980. Þeir sem eigi gera athuga- semdir innan tilskilins frests/ teljast samþykkir breytingunni. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR Þverholti 15/ 105 Reykjavík. 6 TVEGGJfl STAFA TÖLUR Evrópukeppni félagsliöa i borö- tennis hefst i dag. Vikingur tekur þátt i keppninni fyrir tslands hönd og leikur i dag viö norska liöiö Heros Sportklubben. I liöi Vikings eru þeir Hilmar Konráösson, Kristján Jónasson, Þorfinnur Guömundsson og Kjartan Ingason. 1 norska liðinu eru tveir landsliösmenn og veröur róöurinn örugglega þungur hjá Vikingunum, sem taka þátt i þessari keppni i ár vegna þess, aö KR-ingar sem áttu aö vera full- trúar tslands i ár, höföu ekki áhuga á henni. Liöib, sem sigrar i kvöld mætir heimsmeisturum Spartakus frá Ungverjalandi og yröi þaö vissu- lega kærkomiö fyrir borðtennis- menn að fá libiö hingað. —SK. Víkingur spíiar í dag SJflST EKKI LENGUB í vikunni léku islensku liðin fyrri leik sinn i Evrópukeppnum félagsliða. Skagamenn mættu hinu þekkta liði FC Köln á Laugardals- velli og máttu þola of stórt tap, miðað við gang leiksins. Eyja- menn mættu meistara- liði Tékkóslóvakiu og komu svo sannarlega á óvart að ná jafntefli og voru raunar óheppnir að hirða ekki bæði stig- in. Fram mætti dönsku bikarmeisturunum Hvidövre og töpuðu með einu marki á úti- velli. Þegar á heildina er litið, verða þessi úrslit að teljast góð og mögu- leikar eru bæði hjá Fram og Vestmanna- eyingum að komast i aðra umferð, þó sér- staklega hjá Fram. Þrátt fyrir góö Urslit er sýnt, að a.m.k. Skagamenn og Vest- mannaeyingar fara fjárhags- lega mjög illa úr keppninni, þvi aö aösókn að leikjum þeirra var mjög dræm, eöa rúmlega 3000 manns hjá Skagamönnum, en um 1000 manns hjá Vestmann- eyingum. Ekki er enn vitað, hvernig til tekst hjá Fram, en þeir eiga eftir aö leika heima- leikinn, en væntanlega veröur tap þeirra minna en hinna.' Það hefur jafnan veriö svo, aö nokkur áhætta hefur fylgt þvi að taka þátt I þessum keppnum fyrir Islensku liðin, enda mikið happdrætti hvaða liöi þau drag- ast á móti, þar sem lið eru mis- jafnlega áhugaverð fyrir áhorf- endur. óskaliöin eru venjulega ensku liöin, enda eru menn hér á landi mjög kunnugir knatt- spyrnu i Englandi. Meö þátttöku I þessum keppnum hafa Islensk- ir áhorfendur átt kost á þvi aö sjá mörg heimsfræg lið leika hér á landi, sem annars hefðu veriö ófáanleg hingað. Þær þrjár Evrópukeppnir fyrir félagsliö, sem hér er um að ræöa, er I fyrsta lagi Evrópu- keppni meistaraliða, en þeirri keppni var komið á 1955 og nýt- ur hún mikilla vinsælda. Þaö var KR fyrst hérlendra liða, sem tók þátt I keppninni árið 1964 og voru þeir mjög heppnir með andstæðinga, sem voru engir aörir en Liverpool. Þá er keppni bikarmeistara, en sú keppni hófst árið 1960-61 og þaö var einnig KR, sem þar reið á vaðið meö þátttöku árið 1965og lék þá gegn norska liðinu Rosenborg. UEFA keppnin, eða Evrópu- keppni félagsliöa.hófstáriö 1955 og hét I upphafi Borgarkeppni Evrópu og var ætluð liöum frá þeim borgum, sem halda hinar árlegu vörusýningar. Siöar hef- ur hún breyst I hreina félaga- keppni og eiga lönd rétt á að senda mismunandi mörg lið og hefur Island rétt aö aö senda eitt. Sú venja hefur skapast, að lið nr. 2 I íslandsmóti vinnur sér rétt til þátttöku i keppninni, en i ár verður það lið nr. 3, þar sem Bikarmeistarar Fram uröu i öðru sæti og ekkert liötekur þátt nema i einni keppni. Akranes og Vikingur leika i kvöld um rétt- inn til þátttöku I UEFA keppn- inni næsta ár.en þau hlutu jafn- mörg stig I 1. deild. Þar sem markatalan er ekki látin ráöa. Þaö var Valur, sem fyrst Islenskra liöa tók þátt i keppn- inni áriö 1969 og dróst á móti hinu þekkta liði frá Belglu, Anderlecht. Báöir leikirnir voru leiknir erlendis, en annars er i öllum þessum keppnum leikiö heima og aö heiman. Nokkrum sinnum hefur okkar liöum tekist aö komast I aöra umferð, eða tvisvar i keppni meistaralið- anna, en þaö voru Valur árið 1967 og Akranes árið 1975. 1 keppni bikarmeistara hefur engu hérlendu liði tekist að komast i aðra umferð, en tvisv- ar I UEFA-keppninni, en þaö var I fyrra, áriö 1979, er Kefla- víkingar komust áfram og IBV áriö 1978. Alls hafa islensk liö leikiö 95 leiki i Evrópukeppnum frá upp- hafi og markatalan er okkur mjög óhagstæö, þvi aö viö höf- um skorað 51 mark gegn 347. — Þrátt fyrir þessa óhagstæöu markatölu, hafa úrslit siðari ára verið okkur mjög hagstæö og tveggja stafa tölur sem maö- ur sá hér á árum fyrr tilheyra liðinni tiö. Geta islensku liðanna hefur greinilega aukist á siöari árum og úrslitin hafa sýnt, aö þau eiga fullt erindi i þessa keppni. | Tony Woodcock á fullri ferö gegn tA I Evrópukeppninni i knatt- spyrnu. Á FÖSTUDEGI Helgi Daníelsson skrifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.