Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 19.09.1980, Blaðsíða 14
vtsm Föstudagur 19. september 1980. 18 MATUR OG ÞJONUSTA TIL FYRIRMYNDAR í KOKKHÚSINU J.S. hringdi: Aldeilis er ég undrandi á frá- sögninni um matinn og þjónust- una i Kokkhúsinu i Visi á mið- vikudaginn. Sá, sem þar lýsir heimsókn sinni á staðinn hlýtur að hafa veriö meira en litið stressaður og skrýtið finnst mér að hann skuli ekki hafa kvartað á staðnum i stað þess að rjúka i blöðin með sliku orðbragði og þarna kemur fram. Ég hef borðað á Kokkhúsinu nokkuð reglulega undanfarna mánuði og þar hefur að minu mati ekki verið yfir neinu að kvarta siður en svo. Maturinn hefur verið m jög vel framreiddur og þjónustan til fyrirmyndar. Bréfritari hvetur menn til þess aö reyna þjónustu Kokkhússins f Lækj- argötu, sem hann telur til fyrirmyndar. Ýmsir, sem ég þekki og hef kynnst undanfarið meðal annars i Kokkhúsinu, eru mér sammála um að ásakanir eins og þær, sem birtust i bréfinu i Visi á miðviku- daginn séu fyrir neðan allar hell- ur og dettur okkur helst i hug, að einhverjar annarlegar hvatir búi að baki slikum skrifum, en ekki heiðarlegt mat á þvi, sem fram fer borið og þeirri þjónustu, sem viðskiptavinirnir hafa orðið að- njótandi hjá Kokkhúsinu. Ég vil hvetja sem flesta til þess að reyna þjónustu Kokkhússins sjálfa, þannig að þeir geti dæmt um hana, og bið menn að taka með fyrirvara öllum skrifum af þvi tagi, sem „hundóánægður” lét frá sér fara á lesendasiðu Vis- is. Skiptiversl- un fyrir ungar píur Ég á sextán ára dóttur, sem er, að ég held, hvorki verri né betri en gengur og gerist i dag. Hún vann isumar fyrir ágætu kaupi og keypti sér föt fyrir hvern eyri. Nóg átti hún þó fyrir og vel það. Nú er svo komið, að mér er um megn að hýsa allar þessar buxur, skyrtur, jakka, úlpur, skó og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég er ekki ein á báti, margar kunningjakonur minar standa frammi fyrir þessu sama. Eða þá peningarnir, sem i þessi fatakaup fara, það er ekki litið. Mér dettur i hug, hvort ekki væri hægt að koma upp einhvers konar skiptiverslun fyrir þessar piur, sem fara einu sinni, tvisvar eða kannski aldrei i þessi föt, sem alltaf er verið að kaupa, en hafa þó aidrei neitt til að fara i finnst þeim. Skilji þeir, sem skilið geta. Klikkuð móðir, að dómi þeirrar 16 ára. Danslögin veröa að vera fyrir alla Fullorðin frú hringdi: Mig langar aö koma ósk einni á framfæri við Rikisútvarpið. Við sem erum af eldri kynslóð- inni og hlustum töluvert á út- varpið, íinnst óréttlátt, að dans- lögin á laugardagskvöldum séu eingöngu fyrir unga fólkið. Hvers vegna eru aldrei spilið gömul lög þarna, svona i bland, þannig að eitthvað sé fyrir alla'? Ég hef tal- að um þetta við marga jafnaldra mina og erum við öli á sama máli. Hugsið lika um okkur eldri borgarana, þegar þið veljið dans- lögin Konunni úr Vesturbænum finnst, aö skemmdarvargarnir, sem voru á feröinni I Kirkjugarðinum, ættu að svara til saka. ÚHÆFUVERKIN í KIRKJUGARÐINUM Gömul kona úr Vestur- bænum: Alveg er ég yfir mig hlessa vegna þessara skemmdarverka, sem framin voru nótt eina fyrir skömmu i Kirkjugarðinum. Þess- ir vesalingar, að þeir skuli ekkert annað hafa fyrir stafni! Ég hef það fyrir reglu að ganga mér tilhressingará hverjum degi og fer ég þá iðulega eina ferð um Kirkjugarðinn. Ef ég hefði hitt þessa kauða i garðinum við þessa iðju sina, hefði mér verið að mæta. Ég er enn sterk og stæði- leg, þótt gömul sé orðin og ég hefði sýnt þessum drengjum i tvo heimana,svoþeir hefðulengi haft i minni. En það var svo sem eftir þeim að gera þetta i skjóli myrk- urs, enda sannkallað myrkra- verk. Svona menn ættu að svara til saka. Við sem erum enn guð- hrædd, erum viss um, að geri þeir það ekki hérna megin, þá bara hinu megin. Húrra fyrlr Páin Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Þótt ég horfi ekki mikiö á sjón- varp, læt ég fréttirnar þar aldrei fram hjá mér fara. Hvað er notá^ legra eftir uppvaskið, en setjast með kaffibollann sinn i siólinn fyr ir framan sjónvarpið og fá helstu heimsviðburði bókstaflega inn i stofu til sin? Ég get ekkert hugsað mér betra. Punkturinn yfir i-ið á fréttunum eru samt veðurfrétt- irnar, það er að segja, ef sjálfur Páll Bergþórsson, birtist á skján- | um. Af öllum veðurfræðingunum, < er hann sá sem teiknar best, sá , sem er gagnorðastur, sá sem hef- I ur bestu röddina, svo ekki sé talaö . i um öll huggulegheitin, sem mað urinn býr yfir. Af hverju býr ekki sjónvarpið til heimildamynd um veðurstof- una, þar sem Páll yrði sögumað- ur? Þessi mynd gæti siðan veriö endursýnd með vissu millibili i sjónvarpinu. Annað eins er nú sýnt afheimildamyndum og ann- aðeins er nú endurtekið i þessu sjónvarpi. Með kærri þökk fyrir veður- fréttirnar og vertu sem oftast á skjánum, Páll Bergþórsson. Sjónvarpsáhorfandi vill Pál Bergþórsson sem oftast á skjá- inn. sandkorn Mátturlnn og Dýrðln Mogginn hefur nokkrar krass- andi setningar eftir mennta- málaráðherra á þriðjudaginn var: VALDIÐ ER HJA MÉR. FÓLK A ENGAN RÉTT A AÐ VITA AF HVERJU MÉR FINNST HILMAR HÆFARI. Er nema von að manninum sárni, auðvitað verður hann að fá að hafa sin leyndarmál. ðsklljanlegt Og svo var það maðurinn sem æddi inn á lögreglustöð með mynd i hendinni og sagði að konan sin væri týnd og lög- reglan yrði að finna hana. Löggan leit á myndina, siðan á manninn og spurði: Til hvers? • Þykjast - penlngur Hr. sandkornatinir. Lán er, að þýskir i Austurriki vilja ekki einu sinni nota is- lenska peningaseðla á náðhús- um þar, þegar mörlandar á Keflavikurflugvelli (í tollfriu versluninni) vilja heldur lifið láta, en meðtaka greiðslu i Is- lenskri mynt, sem meiri sé, en... var það tuttugu þúsund krónur? Allt, sem umfram er verslað, skal greiðast i alvöru peningum. Þótt satt megi oft kyrrt liggja, hefði ekkert sakað, þótt þessa hefði verið getið að nokkru um leiö. Þó ekki væri nema til að bera blak af kömrunum i Austurriki, þar sem þessi vandfýsi gildir um hirðingu óæðra endans. G.P. P.s. Þetta bréf lá á borðinu hjá mér, þegar ég kom að þvi úr einum kaffitimanum I gær, og ég sé ekki ástæðu til aö gera aðra athugasemd við það en þá að það eru aöeins 15.000 litl- ar islenskar krónur, sem verslunin i frihöfninni vill móttaka af hverjum landa. Eitt sinn sá ég aö visu landa færa mikið hlaöna körfu til gjaldkera, sem reiknaöi út að verðið væri um 35.000 krónur. Siðan hélt hann smá tölu um aö hann mætti ekki taka við svo miklu af islenskum pen- ingum frá einum manni, þetta væri skráð á spjöld upp um alla veggi og væri haröbann- að, o.s.frv. og siöan tók hann við greiöslunni i ísl. kr. Sandkornatinir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.