Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 3
3 vtsm Spilaðá spilið Allt til þessa háföi Haftindur haft minnstan afla rækjubátanna, en smám saman hafði hlutunum verið kippt i lag, siðast i gær var skipt um trollvirana og nú var töluverð spenna i skipverjum, að sjá hvernig gengi, hvort allur þessi kostnaður skilaði sér, eða hvort þyrfti að kafa enn dýpra i budduna eftir viðhalds- og endur- bótafé áður en árangur fengist. Það var töluverður vindur og bætti heldur i svo útlitið var ekk- ert sérstaklega gott, en þegar á miðin var komið var trollið sett út og farið að toga. Það gekk ekkert sérstaklega vel, það var fjandans ófriður og trolliö skekktist og lok- aðist, en Lalli hafði alltaf af að rétta það af aftur. Eftir hæfilegan togtima, var farið að hifa. Gunni var við spilið og stjórnaði þvi af slíkri snilld að landkrabbinn góndi I forundran, hafði aldrei I- myndað sér að það væri svona mikið vandaverk að hlfa inn troll á litlum bát I öldugangi. En þetta var auðvitað allt auðskilið, þegar það var útskýrt. Þegar aldan lyfti bátnum, var spilið stoppað, annars mátti búast við að allt slitnaði og færi til fjandans, en á leið niður I öldudalina varö að hifa inn slakann eins og vitlaus maður, svo að allt færi ekki I flækju og þess á milli varð að hlfa á hæfilegum hraða.miftað við að- stæður. Samfara þessari hraðstjórnun varð svo að stýra vlrunum inn á tromlurnar og allt þetta leysti Gunni af hendi af mikilli iþrótt. Lalli var hinn rólegasti og hafði engar sýnilegar áhyggjur en út- skýrði fyrir skilningsdaufum blaðamanni hlutverk hinna ýmsu hjóla og vlra. Svo kom pokinn upp. ... og fuglinn ærðist af fögnuði Þá var Lalli ekki lengur róleg- Hann hafði bætt I vind og var farinn að skvetta dálitið. ur. Hann hoppaði til og frá um afturenda bátsins og opnaði lása hér og þar og flutti til vlra og keðjur, æpti hifa og slaka, til skiptis og svo kom pokinn upp að siðunni. Þá varö allt rólegt aftur. Nú tóku þeir til við að draga inn pokann meö handafli og spilinu á vlxl, settu band á hann miðjan, slökuöu aftur og byrjuðu svo enn aö hifa. Þeir voru að sortera rækjuna frá ruslinu, sögðu þeir, og undirritaður sagði já einmitt, og skildi ekki neitt. En að nokk- urri stundu liðinni voru þeir á- nægðir, hlfðu pokann innfyrir og losuðu úr honum istluna, sem er nærri þvert yfir bátinn, rétt aftan viðlúkarinn.en það sem var fyrir ofan bandið á miðjunni, var hift útfyrir og losað i sjóinn. Það var „ruslið” og fuglinn ærðist af fögn- uði að fá svo mikiö æti. Þetta var ekki stórt hal, sögðu þeir, það var kannski ekki við meiru að búast I þessari djöfuls ó- kyrrð, og þar að auki var mikið rusl með. En hvað um það, þeir voru ekki miklu vanir og þetta var betra en oft áður. Svo var trollinu komiö út og farið að toga, en mannskapurinn fór að sortera úr stlunni. Rækjan fór I sér kassa, humarinn I aðra og flest hitt I sjóinn. Æ/ þessi sjóveiki Hann hélt áfram að bæta i vind- inn og aldan var oröin þó nokkuð kröpp. Þegar stian var tóm, var farið að hugsa um mat. Undirrit- aður var orðinn talsvert grænn i framan og dró hettuna á regn- gallanum niður I augu og grúfði sig yfir stluna á meðan á sorter- Texti og myndir: Sigurjón Valdimarsson. ingunni stóð, en var siðan geysi- lega niöursokkinn I að athuga myndavélina. Gunni og Lalli voru ákaflega kurteisir og sáu ekkert af grænkunni, en spurðu hvort ég vildi ekki borða. Það var ekki undankomuleið, annaðhvort var að viðurkenna flökurleikann eða borða. Mér datt I hug að segja aö ég væri I megrun, en hætti við og ákvað að þjggja mat. Það gekk að halda honum niðri og ég slapp við að viðurkenna það augljósa, að ég var svo sjóveikur að það var rétt að ég slapp við að leggjast á borðstokkinn. Þrjú höl á dag Venjan er að taka þrjú höl yfir daginn er nú var aldan orðin svo mikil að bátarnir voru farnir að tinast inn. Strákarnir á Haftindi ákváöu þó að toga fullan togtima á öðru halinu og sjá svo til. Svo var komin fullur togtimi og sag- an endurtók sig, nema nú var far- ið að skvetta töluvert yfir bátinn. Annað halið var betra en það fyrra og þar að auki kom upp einn skötuselnr og slatti af ufsa. Trollið var ekki látið fara I þriðja sinn, I þetta skipti, þvi var komið fyrir á réttan hátt afturá og stimað I land. Við komum að siðdegis, siðastir þeirra sem fóru út um morguninn og að löndun lokinni kom i ljós að við höfðum mestan afla þann daginn. Þótt aflinn væri ekki nein ósköp, þá voru þetta þó mikil gleðitíðindi fyrir Gunna og Lalla, þvi það sýndi að nú voru þeir búnir aö ná tökum á veiðinni og hér eftir gætu þeir tekið þátt I kapphlaupinu um aflann af fullri alvöru. Lukkutröll Landkrabbinn var líka ánægð- ur, sérstaklega með að hafa aftur fast land undir fótunum, en að auki fannst honum hann hafa veriö eins konar lukkutröll fyrir þessa ágætu menn um borð I Haf- tindi, þótt skynsamleg röksemda- færsla bendi ekkert I þá átt. En hvað um þaö, Haftindur hefur aflab vel siðan. Undirritaður var leystur út með matvælum til margra daga og ók af stað til Reykjavlkur, en Haf- tindur hélt aftur á hafið, þeir ætl- uðu með hann inn I Hafnarfjörð og ditta að hinu og öðru smávegis. Takk fyrir mig, þetta var blaut- ur og nokkuð kaldur sumardagur, sem ég er ekkert æstur i að endurtaka. Og þó... þetta var skemmtilegt. sv Lalli hoppaði til og frá og krækti virum og keðjum. Gunni útgeröarmaöur stjórnaöi spilinu af mikilli iþrótt. Látíð MWIVJISU) Colourful jCookery CARRI HOME MMNTKNANCÍ Hamlyn-bók .fyjgja haminqiuóskunum! Al T'OMOHILES UNITEOSTfiTES Vtam'jn Látíð Hamlyn-bók fylgja^ hamingj uósku nu m! Myndin sýnir aðeins örlítið brot af hinum sívinsælu gjafabókum frá Hamlyn útgáf- unni. Hamlyn bækurnar fást í úrvali hjá eftir- töldum bóksölum: Bókabúð Máls og Menningar. Bókaverziun Snæbjarnar. Bókaverzlun Andrésar Níelssonar, Akranesi. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar, Isafirði. Bókaverzlun Jónasar Jóhannssonar, Akureyri. Bókaverzlun Þórarins Stefánssonar, Húsavík. Bókaverzlun Höskuldar Stefánssonar, Neskaupstað. Bókabúðin Heiðarvegi 9, Vestmannaeyjum. Bókabúð Keflavíkur. Tjarnargötu, Hamlyn umboðið Hafnarstræti 4 Reykjavík S:14281.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.