Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Á þennan hátl verður hægt að fara um borð í brotleg skip úr þyrlunum. Norska landhelgisgæslan efld stórlega: Uppbygging fyrir 140 milljarða! Norska landhelgisgæslan er i örum vexti um þessar mundir og mikil uppbygging fyrirhuguð. Verið er að smíða ný skip, flugvélar og þyrlur, enda hefur svæðið, sem gæslan verður að vakta, stækkað geysilega eftir útfærsluna í 200 mílur, svo og við útfærsluna við Jan Mayen. Áætlað er að landhelgisgæslan muni innan tíðar fá leyfi til að sekta landhelgisbrjóta á staðnum, í stað þess að sigla til hafnar með öll skip, sem gerast brotleg. Búist er við að framkvæmdir á vegum land- helgisgæslunnar á allra næstu árum kosti um 1300 milljónir norskra króna, íslenskra. Þrjú ný varðskip Ætlunin er að smíða þrjú ný varð- skip. en fyrir voru þrjú eldri varðskip, ..Nornen". ..Farm" og ..Heimdal". Þremur hvalveiðiskipum. sem gæslan hafði til umráða. verður hins vegar skilað. þvi siðasta haustið 1981. Auk þess leigir gæslan sjö minni skip. Þá hefur verið farið fram á. að tvö skip til viðbótar verði tekin á leigu. Það er i rauninni engin takmörk fyrir þeim fjölda skipa. sem gæslan þyrfti á að halda til að gæta hafsvæðis. sem er um tvær og hálf milljón fer- ' kílómetra að stærij að sögn talsmanns stofnunarinnar. Ilins vegar eru tak- mörk fyrir þvi. hvað Norðmenn geta leyft sér að eyða í gæslu landhelginn- ar. Norska Stórþingið hefursamþykkt smiði á einu varðskipi til viðbótar og voriast forráðamenn gæslunnar til. að smíði þess geti hafist sem fyrst. ,.Ég býst við að nýju skipin þrjú verði að mestu staðsett á norður— svæði landhelginnar. og hefðum við fjórða skipið, gætum við leyft okkur að hafa enn eitt á syðra svæðinu. sem L____________________________________ eða um 140 milljarða gæti borið þyrlur". segir Nils Tiltnes. forstjóri norsku landhelgisgæslunnar. Mikill flugvéla- kostur Gæslan hefur pantað sex Lynx— þvrlur. og munu þær hafa mikilvægu hlutverki að gegna. í þeim verður komið fyrir sérstökum myndavélum. og er búist við að hægt verði að nota ntyndir úr þeim sem sönnunargagn fyrir rétti. Myndavélarnar taka ekki aðeins venjulegar myndir. heldur kemur inn á þær nákvæm staðar- ákvörðun og tímasetning. Þá verður einnig hægt að fara um borð i brotleg skip úr þyrlunum eða þá að svejma yfir þeim. þar til varð- skip kemur á slaðinn. En það eru ekki aðeins þyrlur. sem eiga að gæta norsku landhelginnar úr lofti. Norski herinn sér um allstóran hluta landhelgisgæslunnar. Mann hefur fengið tvær nýjar Orion flug- vélar. og verða þær að miklum hluta notaðar til gæslu landhelginnar. Nvtt vandamál hefur stungið upp „Senja", eitt hinna þriggja nýju varðskipa sem norska landhelgisgæslan er að láta smíða. Þeirra bíða nóg verkefni því landhelgi Norðmanna stækkaði gífurlega við útfærsluna í 200 mílur. kollinum við landhelgisgæslu eftir út- færsluna. Það eru hinar gifurlegu vegalangdir. Sé skip tekið við Jan Maven. tekur allt að tveimur dögum að sigla þvi til norskrar hafnar til að dómur geti fallið í máli skipstjórans og hann sektaður. Tiltnes forstjóri telur það aðeins spurningu um tima. hvenær gæslunni verði heimilað að dænia skipstjóra á staðnum í allt að ellefu milljón króna sekt. í fvrra varð uppvist um tvö hundr- uð landhelgisbrot— í fimmtiu tilfell- anna var um norsk skip að ræða. Alls voru átján skip færð til hafnar. Nvju skipin. sem verið er að smiða fvrir norsku landhelgisgæsluna. eru ntjög fullkomin. „Senja" er 105 metra löng. 3100 tonn. í henni eru fjórar. Wichmann disilvélarog er hver þeirra 3500 hestöfl. Hámarkshraði verður um 23 hnútar. 47 manna áhöfn verður á skipinu. Hver niaður fær eigin káetu og í þeim öllum verður útvarp. sjón- varp og sími. Hin skipin, „Nordkap" og „Andenes", eru smiðuð eftir sömu teikningunni. -ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.