Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 24
vlsm síminner86611 Minna af tímabundnu efni Þeir, sem komnir eru með þetta tölublað Helgarblaðs Vísis í hendur, munu fljótt sjá, að í ýmsu ber það annan svip en venja er um Helgarblaðið. Ástæðan er verkfall það, sem nú stendur yfir í Blaðaprenti, þar sem Vísir er prentaður. Eina leiðin til þess að koma helgarlesefni til kaup- enda Vísis var sú að vinna þetta Helgarblað fyrirfram og prenta það áður en verkfallið skylli á. Sá kostur var valinn og er því efnið unnið með meiri fyrirvara en tíðk- ast hefur og timabundnar fréttir, þjónustuefni og auglýsingar, svo sem smáauglýsingar, hafa því orðið að víkja af síðum Helgarblaðsins, fyrir efni, sem héldi gildi sínu, þótt svolítil bið yrði á að það kæmist fyrir augu lesenda. Tölvuskráning sölu - íbúða hætt: Fasteignasalarnir vildu ekki samstarf „Við misstum húsnæðið með sviplegum hætti og því er fyrir- tækið ekki starfandi sem stendur" sagði Kristján Gíslason, annar eig- enda Tölvuþjónustunnar í Siðu- múla. Eins og kunnugt er bauð fyr- irtækið þeim er stóðu í íbúðar- kaupum þjónustu, er sparaði bæði tíma og fyrirhöfn með því að veita upplýsingar um húsnæði í boði, frá einum og sama staðnum. Að sögn Kristjáns náðist ekki samstarf við allar fasteignasölurnar og því varð fyrirtækið ekki sá „ómissandi hlekkur" sem stefnt var að. ÁS Mínna af Norskir skipstjórar tregir að láta vita af sér: Brjóta reglur um komu til íslenskra hafna en I fyrra Nú fer sláturtíðin í hönd og í fyrsta sinn hefur verið gerð áætlun um fjölda sláturfjár, fallþunga dilka og fullorðins fjár. Áætlunin var gerð af Sveini Hallgrímssyni sauðfjárræktarráðunauti Búnaðar- félags íslands. í áætluninni er gert ráð fyrir, að tæplega milljón lömb komi af fjalli nú í haust, en það er nokkru færra en í fyrra og fallþungi dilka verði tæp 14 kíló, en það er nokkuð svip- að og í fyrra, kannski heldur meira. Þá er gert ráð fyrir að slaírað verði 65 þúsun fullorðnu fé og rúmlega 8 hundruð þúsund dilkum. Áætlað magn af dilkakjöti er talið verða rúm 12 þúsund tonn af kindakjöti, sem er rúmum 2 þús- und tonnum minna en kom á mark- aðinn á síðastliðnu ári. KÞ „Það hefur verið mikill misbrestur á þvð að norskir skipstjórar á fiskiskip- unum tilkynni um komu sína eins og þeim ber skylda til“, — sagði Guð- mundur Sigurjónsson, fulltrúi sýslu- mannsins á ísafirði, er Vísir innti hann eftir þeim orðrómi, aö norsk fiskiskip lægju dögum saman í höfninni ótoll- skoðuð og án þess að greiða tilskilin gjöld. „Það er hins vegar ofsögum sagt, að þau liggi hérna dögum saman, en það hefur komið fyrir, að þau hafa legið hér i allt að sólarhring áður en menn hafa áttað sig“, — sagði Guðmundur ennfremur. Guðmundur sagði, að samkvæmt lögum ættu skipstjórar að tilkynna um komu sína til hafnar, en skipstjórar á norskum fiskiskipum hefðu ítrekað þverbrotið þessar reglur og leggðust þeir upp að bryggju án þess að láta nokkuð frá sér heyra. Hér væri i mörgum tilfellum um að ræða skip, sem líktust mjög íslenskum fiski- skipum, þannig að erfitt væri að fylgjast með þessu, en þó liði yfirleitt ekki langur tími frá því að skipin legð- ust að og þangað til það uppgötvaðist. Guðmundur sagði, að skipstjóraar á norskum fiskiskipum hefðu fengi ítrek- aðar aðvaranir fyrir þessi brot og næsta skref í þessu væri að sekta þá, en heimild er til fyrir slíku í lögum. Sv.G. Samdráttur I mjólkurfram- leiðslunni Mikill samdráttur hefur orðið í mjólkurframleiðslu landsmanna siðustu tvo mánuði. Sem dæmi má nefna. að í ágústmánuði siðastliðn- um var framleiðslan unt 2.5 mill- jónurn litra minni en á sama tíma í fyrra. Að magni til mun mestur sam- dráttur hjá Mjólkurbúi Flóamanna. en innvegin mjólk þar var rúmum 16 prósentunt minni i ágúst nú en í fvrra. Hlutfallslega er þó samdrátt- urinn ntestur hjá mjólkursamlaginu á Blönduósi eða rúmutn 28 prós- entum minni en í fvrra þennan sama mánuð. — kp. kindakjöti á markaðnum Það er oft handagangur í öskjunni, þegar auglýstar eru útsölur, enda ekki að undra, þegar verðbólgan eykst stöðugt og fólk á sífcllt erfiðara með að ná endum saman í heimilisfjármálunum. Oftast er líka hægt að gera góð kaup i slíkum tilvikum og er ekki annað að sjá en þeim, sem hér eru að skoða varning á einni af stórútsölunum i höfuðborginni í vikunni. Vísismynd: Elin. „Sölumannamálið" enn í rannsókn: Enn unnið við að rekja víxlaslóðina Tókst að selja ónýtt véladót úr verksmiðju fyrir 130 milljónir „Það er unnið að rann- sókn þessa máls hér hjá okkur endar eru ýmsir þræðir iausir og angarnir teygja sig víða“, — sagði Erla Jónsdóttir, fulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, er Vísir spurðist fyrir um rannsókn sölu- mannamálsins svonefnda. Erla sagði, að unnið væri að því að rekja slóð víxlanna, sem „sölumenn- irnir“ skildu eftir í slóð sinni um landið og hefði miðað nokkuð áleiðis í að ná inn þessum víxlum. Erla sagði, að enn væriu ekki unnt að gefa upp heildar- upphæðina í þessum svikum né heldur um tap einstakra manna enda lægi ekki Ijóst fyrir í öllum tilfellum, hver bæri tapið, þegar víxlar ganga í viðskiptum á milli margra aðila eins og dæmi eru um í máli þessu. Einn furðulegasti angi þessa máls er „verksmiðjuævintýrið" svonefnda, en í því tilfelli tókst „sölumönnunum" að blekkja tvo unga menn á Dalvík til að kaupa gjörónýtar vélar úr síldarverk- smiðju í Djúpuvík fyrir 130 milljónir króna. Verksmiðjan á Djúpuvík hafði þá staðið ónotuð og í niðurníðslu í ára- tugi, en sölumennirnir munu hafa fengið hræið keypt fyrir eina milljón. Töldu þeir ungu mönnunum trú, um að þarna væri um mikil verðmæti að ræða, sem auðvelt væri að koma í verð og samþykktu mennirnir víxla fyrir draslinu upp á 130 milljónir. Tekist hefur að hafa upp á víxlum, sem nema um helmingi þessarar upp- hæðar, en um afganginn er ekki vitað og með öllu óvíst, hvort þeir víxlar eru enn í umferð. Af öðrum viðskiptum „sölumann- anna“ má nefna sölu á bor upp á 30 milljónir, en eins og vélarnar í Djúpa- víkurverksmiðjunni, var borinn ónýtur. Að auki má svo nefna viðskipti við kaupmenn víða um land, sem töldu sig vera að taka vörur í umboðssölu og samþykktu tryggingarvíxla, að því er þeim var sagt. Síðan, þegar kaupmenn- irnir vildu skila draslinu, sem ekki seld- ist, var þeim sagð, að það væri ekki hægt, og sitja þeir því uppi með megnið af hinum óseljanlegu vörum. Að sögn Erlu Jónsdóttur eru ýmsir þræðir lausir í máli þessu og því erfitt að segja til um að svo stöddu hvárt tap manna er, sem tengjast þessu máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.